Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990. Ríkissljóritiit og Evrópumálin Það verður ekki sagt að metnað- ur eða sjálfsvirðing ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar rísi hátt í nýbyijuðum samningavið- ræðum við Evrópubandalagið. Halda mætti að ríkisstjórnin væri vitandi vits að leyna þjóðina því sem er á döflnni milli EFTA og EB í stað þess að upplýsa um inntak og stöðu viðræðnanna. Svo mikið er víst að engin markviss viðleitni er af hálfu stjómvalda tíl aö greina hiutlægt frá því sem er aö gerast í þessu örlagaríka máli. Þetta á ekki aðeins við gagnvart almenningi heldur gildir það einnig um Alþingj og þær þingnefndir, utanríkismála- nefnd og Evrópustefnunefnd, sem ætlast er til að fylgist með þessum málum. Þetta gerist þvert ofan í loforð og samþykktír ríkisstjómarinnar á sl. vetri, m.a. frá 29. nóvember 1989, sem forsætisráðherra kynnti Al- þingi samdægurs. Á ríkisstjómar- fundi þann dag veitti ríkisstjórnin utanríkisráðherra umboð til að taka þátt í undirbúnings- og samn- ingaviðræöum EFTA og EB. „Náið samráð verður haft innan ríkis- stjómarinnar og við utanríkis- málanefnd á öllum stígum máls- ins“, segir í bókun ríkisstjómar- innar. Við þetta ákvæði hefur eng- an veginn verið staðið að þvi er utanríkismálanefnd varðar, þrátt fyrir skýlaus lagafyrirmæli um að nefndin skuli vera „ríkisstjóminni tíl ráðuneytis um meiri háttar ut- anríkismál enda skal ríkisstjómin ávallt bera undir hana slík mál jafnt milli þinga sem á þingtíma." (Lög nr. 52/1985 um þingsköp Al- þingis). Samningaviðræður hafnar án samráðs Aðdragandi samningaviðræðna, sem hófust 20. júní sl., var tvíþætt- ur. Fyrst fóra fram könnunarvið- ræöur aðila og lauk þeim skömmu fyrir áramótín síðustu en þá tóku viö svokallaðar undirbúningsviö- ræður. Á meðan á þeim stóð fóru stjómvöld í einstökum EFTA-ríkj- um yfir lagagrundvöll EB (aquis communautaire) varðandi innri markaðinn og mótuðu fyrirvara af sinni hálfu. Ríkisstjómir EFTA-ríkjanna Noregs, Svíþjóðar og Finnlands gáfu í mars og apríl út ítarlegar greinargerðir um afrakstur vinnu embættismanna sinna og sérfræð- inga og fylgdi pólitískt mat og stjórnvalda á stöðunni. Um þessar skýrslur var síðan íjallað á þingum landanna og þingnefndir íjölluðu um þær og skiluðu þjóðþingunum álití. Ekkert slíkt gerðist af hálfu íslensku ríkisstjómarinnar. Ekk- ert heildarmat var kynnt Alþingi varðandi lagagrunn Evrópubanda- lagsins sem fjöldi embættísmanna hafði þó sveist við að fara í gegnum á útmánuðum. Utanríkismála- nefnd og Evrópustefnunefnd þings- Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður ins fengu fyrst upplýsingar eftir dúk og disk, hálfum mánuði eftir að formlegar samningaviðræður vom hafnar. Þessar nöturlegu staðreyndir em í engu samræmi við loforð ráð- herranna og staðhæfingar um að mikið og vel hafi verið unnið að undirbúningi þessa máls. Það þarf að leita langt til baka til að finna svo ábyrgðarlaus og flaustursleg vinnubrögð í stórmáli sem þessu. Fyrirvarar saxaðir niður Af samningaviðræöunum berast þær fregnir helstar erlendis frá að samningamenn EFTA séu öðru fremur uppteknir við aö strika út fyrirvara sem kynntir höfðu verið af þeirra hálfu við upphaf viöræðn- anna fyrir röskum mánuöi. Allt gerist þetta án þess að alþingis- menn hafi um það nokkra vitn- eskju og ástæða er tíl að ætla að ríkisstjórnin fylgist lítið með því sem hér er á ferðinni. Af málflutningi einstakra tals- manna stjórnarflokkanna og mál- gagna þeirra er ljóst að ekkert sam- ræmi er á milli orða og athafna í þessu stórmáh. Málgagn forsætís- ráðherra, Tíminn, hefur ítrekað lýst afstöðu íslands í EB-viðræðum sem „fyrirvarastefnu" og tínir þá margt tíl. Virðist svo sem fram- sóknarmenn lifi í draumaheimi fjarri öllum veruleika þegar Evr- ópumálin eru á dagskrá og gleymi því að þeir hafa afhent ráðherrum Alþýðuflokksins fjöreggið. Svipað er komið fyrir ráðherram Alþýðu- bandalagsins þótt þeir hrökkvi upp öðra hvom og stingi við fætí. Ekk- ert hefur verið gert með þá fyrir- vara sem Alþýðubandalagið hefur gert kröfu tií, m.a. varðandi fjár- festingar útlendinga og fjármagns- hreyfingar. Utanríkisráðherra fer sínu fram Utanríkisráðherra hefur verið látinn fara sínu fram og stefna hans er að tengja ísland við Evrópu- bandalagið nánast hvað sem það kostar. Sjálfur gerir hann ekki mikið úr þeim fyrirvörum sem hann lét setja fram af íslands hálfu í aðdraganda samningaviðræðnanna. Þeir séu í meginatriðum aðeins tveir, þ.e. varðandi erlenda fjárfestingu í náttúruauðlindum (fiskveiðum og orku) og „öryggisákvæði" varð- andi erlent vinnuafl. Fyrirvararnir um fjárfestíngu útlendinga í sjávarútvegi taka fyrst og fremst tíl eignarhalds í útgerð- arfyrirtækjum. Þaö er hins vegar skoðun margra hagsmunaaðila í sjávarútvegi að erfitt eða ófram- kvæmanlegt geti reynst að tryggja framkvæmd á slíkum fyrirvara eft- ir að opnað hefur verið fyrir eign- araðild útlendinga í fiskvinnslu og öörum atvinnurekstri svo og þjón- ustufyrirtækjum. Fyrirvarinn um vinnuafl er byggður á tilvísun i norræna samn- inginn um vinnumarkaö. Sá fyrir- vari er sniðinn að allt öðrum að- stæðum en hér um ræöir. Það er líka mat þeirra sem tekið hafa þátt í viðræðum viö EB af íslands hálfa að Evrópubandalagið muni eiga erfitt með að heimila slíkan fyrir- vara af grundvallarástæðum. Það er því ekki hægt að útiloka að hing- að til lands streymi fólk í atvinnu- leit frá svæðum innan EB þar sem mikið atvinnuleysi ríkir og kjör og réttindi em lakari en hérlendis. Staðan er því sú að ísland er orð- inn formlegur aðili að samninga- viðræðum um aðild að innri mark- aði Evrópubandalagsins með öllu því sem honum fylgir og settir hafa verið fram af íslands hálfu fáir fyr- irvarar við upphaf samningavið- ræðna. Alþingi hefur ekki fengið skilagrein frá ríkisstjórninni um mat hennar á samningsstöðunni og þeim gmndvelli sem haslaður hefur verið fyrir samningaviðræð- urnar. Utanríkismálanefnd þings- ins hefur ekki gefist kostur á að hafa áhrif á gang samningamál- anna þar eð málavextir hafa fyrst verið kynntir nefndinni eftír á. Stórfellt valdaafsal Allt þetta gerist þrátt fyrir þá fyr- irvara sem Steingrímur Her- mannsson setti fram í ræðu við upphaf þessarar ferðar í Osló 14. mars 1989. Þar lagði hann m.a. áherslu á „að af íslands hálfu á fyllsta mögulega framkvæmd sam- starfsins fyrst og fremst við fijálsa verslun með varning. Hins vegar verðum við að hafa fyrirvara hvað varðar frelsi á sviði fjármagns- hreyfinga, þjónustu og fólksflutn- inga“. Og íslenski forsætisráðher- rann sagði einnig: „Viö getum aldr- ei gefið okkur á vald yfirþjóðlegum stofnunum. Við getum aldrei afsal- að okkur fullveldinu eða rétti okk- ar til þess að taka eigin nauðsynleg- ar ákvarðanir tíl að tryggja afkomu okkar og sjálfstæði." Það kom hins vegar fram strax að Oslóarfundinum loknum að ráð- herrar Alþýðuflokksins voru stað- ráðnir í að hafa þessi orð forsætis- ráðherrans að engu og hafa komist upp með það. Um það vitnar sá rammi sem dr eginn hefur verið um samningaviðræður EFTA og EB og ísland er nú aðili að. í honum felst afsal á fullveldi, m.a. að því leyti að dómsvald flyttist frá íslenskum dómstólum til erlends dómstóls að því er tekur til samningsákvæðanna um evrópskt efnahagssvæði (EES). Með þeim samningi fengju EES-lög einnig forgang framar landslögum og það fækkaði-til muna þeim mála- sviðum sem Alþingi íslendinga væri bært til að hafa áhrif á. Ósæmileg málsmeðferð Ljóst hefur verið um skeið að skiptar skoðanir em um hvernig halda beri á málefnum íslands gagnvart Evrópubandalaginu. Það þarf ekki endilega að vera nei- kvætt ef leitað er að niðurstöðu með vönduðum og lýðræðislegum vinnubrögðum í ljósi fyllstu fáan- legra upplýsinga. Hvorugu hefur verið tíl að dreifa fram að þessu. Rikisstjórnin hefur haldið illa á þessu stærsta viðfangsefni sem að okkur hefur borið lengi. Þar er þáttur utanríkisráöherrans verst- ur en aðrir stjórnaraðilar eiga þar einnig hlut að máli. Á þessu þarf að verða breyting fyrr en sinna. Hjörleifur Guttormsson Höfuðstöðvar Evrópubandalagsins í Brussel. „Staðan er því sú að ísland er orðinn formlegur aðili að samn- ingaviðræðum um aðild að innri markaði Evrópubandalagsins ..segir Hjörleifur Guttormsson. „Utanríkisráðherra hefur verið látinn fara sínu fram og stefna hans er að tengja ísland við Evrópubandalagið nánast hvað sem það kostar.“ Kvikmyndir Laugarasbio: Unglingagengin ★★ !/2 Með grátstafinn í krukku John Waters er án efa skringilegastí maðurinn í kvikmyndabransanum í dag. Það sem honum dettur í hug virðist hann framkvæma og það verður vissu- lega að segjast að sumar af hugmyndum hans em stórskrítnar. Hér áður fyrr leitaðist hann við að ganga fram af fólki og naut dyggrar aðstoðar hins íturvaxna Devine. Þeir tímar em að baki og myndir hans eru nú mun aðgengilegri. Hér fæst Waters við unglingamynd en það er engin hætta á að þessi verði stímpluð sem enn ein slík. Til þess er Waters of óvenjulegur. Það sem hefði getað orðið enn ein Rómeó-Júlíu sagan verður í hans með- fómm og skrautlegs leikhóps blanda söngleiks, ádeilu og gamanmyndar. Út í gegn bregður svo fyrir gamal- kunnu handbragði Waters. Reynslulítíll leikhópurinn er yfirmáta skrautlegur. Táningadraumur (Depp), pomostjama (Lords) og poppari (Iggy Popp) era meðal leikenda en mest sláandi er Axarfés, hasarkroppur með ótrúlegt greppitrýni. Aðalsöguhetjan er meö raf- magnsstól tattóveraðan á bringuna því foreldrar hénn- ar vora báðir teknir af lífi í einum slíkum. Aðalsögu- hetjan drekkur (í stað þess að drekkja) sorgir sínar. Áfram mætti lengi telja en sjón er sögu ríkari. Það sem háir myndinni hins vegar er að hún er í ójafnvægi. Haldið er aftur af farsanum til þess að sögu- framvindan steypist ekki yfir í fiflalæti. Brosið stirnar oft á vörunum því gríninu er ekki fylgt nógu vel eftír. Síðasta mynd Waters, Hairspray, áttí í svipuðum erf- iðleikum en þar var sagan íburðarmeiri þjóðfélags- greining. Hér er sagan létt, skekkt og skemmtíleg en ekkert meira. Cry-Baby. Bandarisk, 1990. Höfundur og leikstjóri: John Waters (Pink Flamingos o.fl.) Framleiðendur: Jim Abrahams (Airplane) og Brian Grazer (Splash). Leikarar: Johnny Depp, Amy Locane, Susan Tyrell, Iggy Popp (James Osterberg), Ricki Lake, Traci Lords, Troy Donahue, Joey Heatherton, Davi Nelson, Joe Dallesandro, Polly Berg- en, Patty Hearst. Gísli Einarsson Nýjarplötur BUIy Idol - Charmed Life Jim Morrison upprisinn? Þegar hlustað er á fyrstu lögin á þessari nýju plötu Billy Idol fer þaö ekkert á milli mála að Idol er mikill aðdáandi Jims heitíns Morrisons, söngvara og drifijaðrar hljómsveitarinnar Doors á sínum tíma. Skýring- una er svo að finna í fiórða lagi plötunnar sem er einmitt eitt af meistara- verkum Doors; lagið L.A. Woman. Þvi má svo bæta viö til enn frekari skýringar á þessari Morrison sveiflu i Billy Idol að hann ku hafa fengiö það hlutverk að leika Jim Morrison í kvikmynd sem á að fara að gera um líf þessa stórbrotna listamanns. Það má því gera því skóna að Billy Idol sé þegar farinn að æfa fyrir hlutverkið, svo rækilega stælir hann Morrison í fyrstu lögum þessarar plötu. Og það veröur að segja að Billy kallinum tekst býsna vel að ná söngstíl Morrisons og þegar lögin eru lika samin í hinum sanna dulúð- uga Doors anda er engu líkara en að gömlu Doors séu risnir upp frá dauðum. En þegar þessum fyrstu lögrnn sleppir tekur Billy Idol upp forna takta sem allir hafa heyrst á fyrri plötum hans. Þar er um að ræða frekar hrátt keyrslurokk í bland við rólegri lög sem þó era líka með sömu hráu áferð- inni. Og þessi hlutí plötunnar er hvorki betri né verri en það sem Billy hefur verið að gera undanfarin ár þannig að í mínum huga era það lögin í Doors andanum sem lyfta plötunni upp úr meðalmennskunni. -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.