Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990. 35 Helgi H. Zoéga Helgi H. Zoöga fiskútflytjandi, Tiamargötu 10C, Reykjavík, er átta- tíu og fimm ára í dag. Helgi fæddist við Bröttugötu í Reykjavík og ólst upp í Gijótaþorp- inu. Hann flutti með fjölskyldu sinni til Liverpool í Englandi árið 1919. Bjó fjölskyldan þar í nokkur ár en Helgi stundaði nám við heimavist- arskóla í Devonshire á Suður-Eng- landi. Eftir heimkomuna til íslands starfaði Helgi við skipaafgreiöslu og fiskvinnslufyrirtæki fóður síns á vetrum en stundaði leiðsögn fyrir erlenda ferðamenn yfir sumartím- ann og mun hann vera elsti núlif- andi leiðsögumaðurinn hér á landi. Helgi var í Vestmannaeyjum um skeið, keypti þar fisk til útflutnings og rak þar söltunarstöð en hann seldi söltuð ufsaflök til Þýskalands og ísaðan fisk til Englands. Þá stundaði hann fiskverkun og fiskút- flutning frá Reykjavík. Hann flutti tii Englands eftir síðari heimsstyrj- öld þar sem hann sá um fyrir- greiðslu fyrir íslensk skip er komu í söluferðir til Fleetwood. Sá Helgi um afgreiðslu skipa í Englandi til ársins 1970. Þá rak hann ásamt konu sinni minjagripaverslun í Hafnar- strætinu í Reykjavík um árabil. Fyrri kona Helga var Bertha, f. Tang, en hún fórst með Dettifossi 1945. Sonur Helga og Berthu er Ein- ar Zoega, f. 26. mars 1934, kaup- maður. Síðari kona Helga er Guð- rún Ólafía Zoéga, f. 28. október 1907, dóttir Bjama Johnsen sýslumanns og Guðbjargar Þorkelsdóttur frá Mörkum. Helgi átti sjö systkini, fjór- ar systur og þrjá bræður, en hann er nú einn systkinanna á lífi. Foreldrar Helga vom Helgi Zoéga, kaupmaður í Reykjavík, og kona hans, Geirþrúöur Clausen. Hálf- systur, samfeðra, Helga Zoöga eldri vom Valgerður, kona Einars Bene- diktssonar skálds, og Sigríður, kona Egils Jacobsen kaupmanns. Helgi var sonur Einars Zoéga, gestgjafa og kaupmanns í Reykjavík, bróður Tómasar Zoega, formanns á Akra- nesi, fóður Geirs Zoéga rektors, móðurafa Geirs Hallgrímssonar. Einar var sonur Jóhannesar Zoéga yngri, glerskera í Rvík, Jóhannesar- sonar Zoéga, tukthúsmeistara í Rvík, ættfóður íslensku Zoégaættar- innar. Móðir Helga Zoéga eldri var Ástríður Schram, dóttir Jens Schram, verslunarmanns í Vest- mannaeyjum, Christianssonar Schram, kaupmanns á Skagaströnd, ættfóður íslensku Schramættarinn- ar, föður Ellerts, langafa Björgvins, föður Ellerts Schram ritstjóra. Móð- ir Ástríðar var Steinunn Guð- mundsdóttir, systir Helga Thorder- senbiskups. Meðal hálfbræðra Geirþrúðar, I Helgi H.Zoéga. samfeöra, voru Oscar Clausen rit- höfundur, Arrebo bifreiðarstjóri, faðir þeirra Arnar hrl. og Hauks tannlæknis, og Axel Clausen, afi Mikaels Clausen læknis og Andra Clausen leikara. Geirþi'úður var dóttir Holgeirs Peter Clausen, gull- grafara og kaupmanns í Melbourne í Ástralíu, kaupmanns í Liverpool í Englandi og alþingismanns og kaupmanns á Snæfellsnesi. Holgeir var sonur Hans A. Clausen, kaup- manns í Ólafsvík og síðar stórkaup- manns í Kaupmannahöfn, og konu hans, Ásu Óladóttur, kaupmanns í Reykjavík, Sandholt. Helgi tekur á móti ættingjum og kunningjum á Hótel Borg á afmæhs- daginn eftir klukkan 15.30. Fréttir Fjölirúðlar Innlegg í þjóðarsálina Ármann Guðlaugsson og Eyjólfur Jónsson, til hægri, smiðir að styrkja og lagfæra danspallinn i Galtalæk. Sá pallur hefur þjónað tugþúsundum í 17 ár. DV-mynd Kristján Bindindismót í 30 ár Kristján Einaisson, DV, SelfossL Einn af fóstu liðunum í tilverunni á sumrin er bindindismótið í Galta- lækjarskógi. Um hverja verslunar- mannahelgi í 30 ár hafa bindindis- menn haldið sumarhátíð fyrir fjöl- skyldufólk, fyrst í HúsafeUi, síöan í Galtalækjarskógi. Um næstu verslunarmannahelgi eru 30 ár liðin frá því fyrsta mótið var haldið með því sniði sem við þekkjum. Þúsundir manna hafa tek- ið þátt í þessum mótum og unað vel hag sínum í öruggu umhverfi fyrir böm og án áfengis. Og nú er verið að gera allt klárt fyrir þrítugasta bindindismótið, lagfæra leiktæki, snyrtingar og undirbúa danspalla fyrir átökin. Afmæli Jarðarfarir T ombóla Auðunsdóttir og Auðunn Jón Auðunsson Nýlega héldu þessir krakkar, sem heita tombólu til styrktar Rauða krossi ís- Katla Þöll Guðmundsdóttir, Sigrún Huld lands. AUs söfnuðu þeir 1500 krónum. Ingólfur Hannesson lést 24. júlí. Hann fæddist 8. janúar 1924 að Stóra-Hálsi í Grafningshreppi. For- eldrar hans voru Margrét Jóhanns- dóttir og Hannes Gíslason. Ingólfur rak árum saman stórt hænsnabú í Kópavogi. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigríður Sólveig Runólfs- dóttir. Þau hjónin eignuðust 15 böm, öll á lífi. Útför Ingólfs verður gerð frá Kópavogskirkju í dag kl. 15. Sjöfn Ólafsdóttir, Hólagötu 2, Vest- mannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmánnaeyjum, laugardaginn 28. júlí kl. 14. Ættarmót Niðjar Guðmundar Einarssonar og Margrétar Benediktsdóttur frá Saurum í Skagahreppi, A-Hún., halda ættarmót í Bændaskólanum á Hvanneyri helgina 18. og 19. ágúst. Dagskráin hefst kl. 14. Þeir sem áhuga hafa á að gista inni panti her- bergi sem allra fyrst. Vinsamlegast til- kynnið þátttöku í sima 95-35710 Jóna, s. 91-30347 Margrét, s. 92-273501 Imba og 98-22031 Adda. Samtök gegn nauðungarsköttum Sími 641886. Opinn kl. 10-13 fyrir þá sem vilja styðja samtökin. Fjárstuðningur vel þeginn á tékkareikn. 3000 hjá íslands- banka. Námskeið Reiðnámskeið fyrir fatlaða í sumar, hkt og undanfarin sumur, eru haldin reiðnámskeið sem miðuð eru við getu og þarfir fatlaðra og annarra sem á sérstakri aðstoð þurfa að halda og eru þau styrkt úr sameiginlegum sjóði Landssamtakanna Þroskahjálpar og Ör- yrkjabandalags íslands. Námskeiðin eru við Reykjalund í Mosfellsbæ þar sem góð aðstaða og allur búnaður er fyrir hendi. Á námskeiðinu er farið í reiðtúra og und- irstöðuatriði reiðmennskunnar kynnt. Fyrstu dagana kynnast þátttakendur hreyfmgum hestsins, viðbrögðum hans og grundvallarstjórnun. Seinni hlutann er svo farið nánar í hinar ýmsu hliðar hestamennsku. Einnig eru gerðar verk- legar og bóklegar æfingar. Síðasti dagur hvers námskeiðs eru svo tekinn í langan reiðtúr og er þá haft nesti með. Umsjón- armenn námskeiðanna, þær Anna Sigur- veig Magnúsdóttir og Hjördís Bjartmars, hafa starfað við reiöþjálfun fatlaðra und- anfarin sumur en þeim til aðstoðar er Berglind Ámadóttir. Fjöldi á hvert nám- skeið er breytilegur eftir getu einstakl- inga. Bent er á ferðir Mosfellsleiðar frá Grensásstöð að Reykjalundi. Skráning fer fram í síma 667126 eftir kl. 17 daglega. Tapaö - fundið Gleraugu fundust Gleraugu í hulstri fundust í Trygginga- stofnun ríkisins að Laugavegi 114, sl. þriðjudag. Eigandi getur vitjað þeirra í afgreiðslu Tryggingastofnunnar, 1. hæð. Fressköttur í óskilum Grábröndóttur fressköttur með hvitar loppur og bringu er týndur frá Dalseli. Hann var með bláa ól þegar hann hvarf. Þeir sem hafa orðið varir við hann eða vita hvar hann er niðurkominn vinsam- legast hringið í síma 78435. Friðrik Árnason, fyrrum hreppstjóri á Eskifirði, lést í sjúkrahúsinu á Neskaupstað miðvikudaginn 25. júlí. Útför hans fer fram frá Eskifjarðar- kirkju miðvikudaginn 1. ágúst nk. kl. 14. Sigríður Björnsdóttir frá Kornsá, Laufásvegi 71, Reykjavík, lést að kvöldi 22. júlí sl. Jarðarförin fór fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Charles E. Burrell lést í Landspítal- anum 18. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðlaug Margrét Guðmundsdóttir, er andaðist á Hrafnistu laugardaginn 14. þ.m„ verður jarðsungin frá Ás- kirkju þriðjudaginn 31. þ.m. kl. 10.30 f.h. Vigdís Ingibjörg Árnadóttir, Hátúni, Eyrarbakka, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 28. júlí kl. 14. Tilkynningar Hjónaband Laugardaginn 30. júni sl. voru Elísabet Waage og Fred Leferink gefm saman í hjónaband í Brautarholtskirkju, Kjalar- nesi. Prestar voru sr. Jan Vriend frá Hollandi og sr. Ágúst Eyjólfsson. Heimil- isfang þeirra hér á landi er fyrst um sinn að Háaleitisbraut 141, Reykjavík. Nýr oddviti á Stokkseyri Nýr oddviti hefur verið kjörinn í Stokkseyrarhreppi, Gauti Gunnars- son, Sjálfstæðisflokki. Mun þaö í fyrsta skipti í áratugi sem aökomu- maður er kosinn oddviti á Stokks- eyri. Tvö síðasthðin kjörtímabil var Margrét Frímannsdóttir alþingis- maður oddviti Stokkseyrar. Síöastliðna sex áratugi hefur Holts- ættin átt annaðhvort oddvita eða fulltrúa í hreppsnefnd Stokkseyrar- hregps. Þar ber mest á Jóni Sigur- grímssyni í Holti, þá syni hans Sigur- grími og nú síðast Vernharði Sigur- grímssyni. Nú ber hins vegar svo við að enginn fulltrúi þeirrar miklu framsóknarfjölskyldu er í hrepps- nefnd. Um þriðjungur B-hstans var þó skipaður Holtsfólki í kosningun- umímaí. -hlh í Þjóöarsálinni á Rás 2 var fólk að segja ferðasögur, bæðí jákvæðar og neikvæðar. Það voru eins og gengur sögur um ófyrirleitna jeppagæja sem æða tihitslaust áfram, vöruflutningabíla sem óku ekki undir hundraði og misjafna þjónustu á tjaldstæöum. Stjórnandi varð aö taka á honum stóra sínum inn á mhli til að bægja frá þeim hlustendum sem ekki voru, ,í sam- bandl“ og vildu bara tala um Ólaf Ragnar og Palla komma. Það hljóta að vera afar tvieggjaðar tilfmningar sem stjórnendur þjóð- arsálar bera til þessa verkefnis síns seinnipart dags og sætir undrun hvemig þeim tekst í raun oft aö sitja á sér meðan eitthvert tilfehiö raupar tóma dómadagsvitley su hinum meginálínunni. Annars hjó ég eftir þvi í umræð- unni um feröalög að fólk var að heimta vatnssalerni og fieira því- umlíkt á tjaldstæðin. Það eru í sjálfu sér ekkl sérlega ósanngjarnar kröf- ur en þessi óánægja með aðstöðu á tjaldstæðum varð til þess að ég rifl- aði upp tjaldferðalag um Sjáland í Danmörku fyrir einum 6-7 árum. Almenningssvæði eru nánast ekki til í Danmörku og tjaldstæði því strangt afmörkuð. Það sem vakti einna mesta athygli manns á tjald- stæöunum voni dæmigerðar dansk- ar fjölskyldur sem höföu komið sér þar kirfilega fyrir til skemmri eða lengri dvalar. Með í för voru síöan ýmsir ástvinir að heiman: Blóma- pottarnir úr stofunni og af s völun- um heima í Jensensgade, rúðuum- slögin og síöast en ekki sist heimil- isaltarið sjálft, sjónvarpiö'. Eftir að hafa meðtekiö þessi ósköp sá ég miða á hurð tjaldmiðstöðvarinnar sem sagði mér að ef ég ætlaði aö fá rúnnstykki með raorgunkaffinu yrði égað panta þau fy rir klukkan nítjándaginnáöur. TU hvers fer fólk eiginlega aö heimanog út í guðsgræna náttúr- una? Haukur Lárus Hauksson LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRflÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! „JujLoar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.