Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990. 3 dv Viðtalið Nafn: Róbert Trausti Arnason Staða: Skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu Aldur: 39 ára Þann 1. júní í sumar tók Róbert T. Árnason, sendiherra í utanrík* isþjónustunni, viö starfi skrif- stofustjóra vamarmáiaskrifstofu utanriksiráöuneytisins. „Ég er nokkuð kunnugur verk- sviði vamarmálaskrifstofunnar og hef fengist viö þennan mála- flokk mjög lengi. Eg var starfsr maöur Nató í Brussel 1981 til 1986. Þar var ég hjá alþjóðastarfsJiði bandalagsins. Árin 1986 til 1988 var ég svo í utanríkisráðuneytinu hér en fór þá aftur til Brussel. Þá vann ég hjá fastanefnd fslands hjá Átíantshafsbandalaginnu. Hingaö kom ég svo í vor,“ sagði Róbert. Róbert er fæddur og uppalinn í Reykjavík. „Þar hef ég alltaf búið að undanskildum árunum í Brussel og nokkrum árum í Kanada. Ég er algjört borgar- barn.“ Róbert lauk BA prófi i stjórn- málafræði frá Háskóla íslands árið 1979. „Þá fór ég til Kanada til framhaldsnáms. Ég var þijú ár í framhaldsnámi og lauk svo- kölluöu MMA prófi frá Queens háskólanum í Kingston í Ontario. Eftir þaö starfaði ég í Kanada viö stofnun sem fékkst viö rannsókn- ir á alþjóðamálefnum. Mér líkaði mjög vel I Kanada og á margar góðar minningar þaöan. Þaö var viss freisting aö sefjast að í Kanada því þar var margt gott aö fa sem ekki voru möguleikar á hérlendis. En nú hefur margt æxlast ööruvísi hér á landi.“ Róbert kveöst ekki vera á útleið aftur. „Ég er búhm að taka út minn kvóta. Nú er komið að því aö ferðast hér á íslandi. Ég hef farið í aila landsfjóröunga síðan ég kom heim og ætla aö heim- sækja Vestfirði í næstu viku.“ Gojfáhugi „Ég er mikið í golfi og reyni aö fara eins oft og ég get. Ég veit samt ekki hvort ég telst mikill golfari. Um síðustu helgi tók ég þátt í opna Icy mótinu í Borgar- nesi en fór ekki heirn með nein verðlaun í þaö skiptið. Ennþá er ég ekki kominn í neinn klúbb hér á landi, það er svo stutt síöan ég kom heim. Ég var einn af stofnendum golf- klúbbs í Belgíu og er reyndar enn í þeim klúbbi. Golfaðstaðan á Islandi er rnjög góð, hvort sem fólk vill trúa því eða ekki. Vellirnir eru góðir og vel hirtir. Skemmtilegasti völlur- inn sem ég hef spilaö á siöan ég kom heitn er AkranesvÖllurinn.“ Róbert segir vinnuna vera sitt áhugamál. „Sumir segja þvi mið- ur en mér fínnst þaö ágætt. Einu sinni var stjórnmálaáhugi minn mikill og starfaði ég þá bæöi i Vöku í Háskóla íslands og í Heimdalli. Þó ég sé ekki lengur í pólitik hef ég enn mína bamatrú og glata henni ekki.“ Eiginkona Róberts er Klara Hilmarsdóttir. Synir þeirra eru KristjánogHilraar. -hmó Fréttir í kjölfar vlkinganna: Hef alltaf verið ævintýramaður - segir Þorsteinn Jónsson flugmaöur „Ég hafði orð á því viö David Lom- ax, leiðangursstjóra víkingaskipsins, að það gæti veriö gaman að sigla með honum einhvem hluta leiðarinnar. Þá spurði hann mig hvort ég vildi ekki koma með og ég var ekki lengi að hugsa mig um heldur gaf honum strax jákvætt svar. Enda hef ég alltaf verið ævintýramaður í eðh mínu,“ segir Þorsteinn Jónsson flugmaður. David Lomax og leiðangursmenn hans hyggjast sigla á skipi sem verð- ur nákvæm eftirlíking af víkinga- skipi því sem Leifur heppni er talinn hafa siglt á þegar hann fann Vínland fyrir um 1000 árum. Víkingaskipið mun leggja af stað frá Noregi, halda þaðan til Hjaltlands, svo til Færeyja og íslands. Grænland verður síðan næsti viðkomustaður en þaðan verð- ur haldið í lokaáfangann til Norður- Amríku. Tilefni leiðangursins er að mikil hátíðahöld verða árið 1992 í Ameríku í tilefni af því að 500 ár eru hðin síðan Kólumbus steig þar á land. David og leiðangursmenn hans vilja hins vegar minna á að Leifur heppni og fylgdarmenn hans höfðu komið til álfunnar 500 árum áöur. „Kynni mín af David hófust fyrir tilviljun í Narssarssuaq á Grænlændi í fyrrasumar. Ég var þar staddur er David kom þangað sigl- andi á skútu sinni en þá var hann að kanna siglingaleiðina fyrir vík- ingaskipið. Fyrir skömmu ég fékk svo bréf frá honum þar sem hann baö mig að kynna leiðangurinn á íslandi og at- huga einnig hvort einhver fyrirtæki væru tilbúin aö leggja fram fé til stuðnings málefninu. AIls er áætlað að kostnaður við smíði skipsins og siglinguna frá Noregi til Ameríku muni nema um 300.000 pundum og verður fé til þessa verkefnis safnaö hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum í þeim löndum þar sem víkingaskipið hefur viðkomu. Það er fyrirhugað að leggja í hann frá Noregi í maí á næsta vori. Það veit hins vegar enginn hversu langan tíma það tekur að sigla þessa leið. Ég er ekki ákveðinn hvort ég verð um borð allan tímann eða hvort ég sigh aðeins hluta leiðarinnar," segir Þorsteinn. -J.Mar Tilboð í smíði lóðsbáts Fjórtán tilboð bárust í smiði lóðs- og dráttarbáts fyrir Hornafjarðar- höfn.‘ Þar af voru fjögur erlendis frá og tíu inniend. Lægsta tilboðið kom frá David Abels í Englandi og hijóðaði það upp á rúmar 35 milljónir króna en lægsta innlenda tilboðið kom frá Stáh hf.á Seyðisfirði upp á tæpar 36 milljónir króna. Hæsta tilboðið var frá Dröfn hf. og var það upp á rúmar 58 milijón- ir króna. Tilboðin eru nú í athugun og er gert ráð fyrir aö niðurstöður hggi fyrir innan mánaðar. Það skal undir- strikað að varhugavert er að bera ofangreind tilboð beint saman þar sem um mismunandi hönnun getur verið að ræða og nokkuð misjafnt er hvað innifahð er í hverju tilboði fyr- irsig. -J.Mar Þorsteinn Jónsson flugmaður lætur ekki deigan siga. A næsta ári ætlar hann að taka þátt í leiðangri sem ætlar að sigla í kjölfar víkinganna á eftir- líkingu af víkingaskipi alla leið frá Noregi til Norður-Amríku. DV-mynd JAK TÍTANhf LÁGMÚLA 7 SÍMI 84077 KYNNINGARVERÐ kr. 198.925 stgr. COMBICAMP, TRAUSTUR OG CÓÐUR FÉLAGI í FERÐALAGIÐ. NYTT! FRA COMBI CAMP Nú geta allir eignast tjeldvegn Combi Camp Night Rider er fjölhæfasti tjaldvagninn (ferðalagiö, sumar, vetur, vor og haust. Hann er nettur, léttur (vegur aöeins 150 kg) og handhægur. Það tekur aðeins 15 sek. að tjalda. Vagninn erfallega straumlínulagaður og allur einangraður.með polyurethan. Hverjum vagni fylgir svefntjald, dýnur, farangursgrind, geymsluhólf undir svefnrými og á beisli. Úrval aukahluta fáanlegt: Skíði, thermo-svefntjald, pokahengi, 10mJ hliðartjald o.fl. o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.