Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990. Fréttir Skiptaráðanda sent bréf vegna Tunglsins í Hveragerði: Naglfastar innréttingar voru hreinsaðar út - segir bæjarstjóri og krefst skýringa „Meginskylda bústjóra, og síðar skiptastjóra, er náttúrulega að gæta eignanna. Allt tal um að engir pen- ingar hafi verið til að gæta hússins eru alveg út í hött. Það er ekki að sjá að skemmdir á húsinu hafi verið kærðar til lögreglu eða beðið um aðstoð hennar til að upplýsa skemmdarverkin. Það voru lu-eins- aðar naglfastar innréttingar úr hús- inu og varla hafa krakkar verið þar að verki þó rekja megi eitthvað af rúðubrötum til þeirra. Við krefjumst skýringa á hvers vegna eignin fór svona illa og hver beri ábyrgð á því,“ sagði Hallgrímur Guðmunds- son, bæjarstjóri í Hveragerði, í sam- tah við DV. Hallgrímur hefur sent Ragnari Hall skiptaráöanda bréf vegna húss- ins Tunglsins, Grænumörk lc í Hveragerði, sem Hveragerðisbær keypti fyrir eina mifijón á uppboði 6. júlí síðastliðinn. Var húsið mjög illa farið við söluna. í bréfinu segir meðal annars: „í júlí 1988 er William Möller ráö- inn bústjóri til bráðabirgða og síðan kosinn skiptastjóri að búinu í nóv- ember sama ár. Frá þeim tíma hefur eignin stórlega rýmað og svo virðist sem verðmæti hafi átölulaust verið borin úr húsinu. Síðla árs 1989 voru nokkrar rúður brotnar í húsinu og síðan var það smám saman lagt í rúst. Engin viðbrögð eða viðleitini er merkjanleg af hálfu skiptastjóra til aö forða húseigninni, og þar með kröfuhöfum, frá enn frekara tjóni. Hveragerðisbær hefur látið hreinsa glerbrot úr húsinu til að forða óvit- um frá slysum og loka duldu gati á annarri hæð sem var augljóslega lífs- hættulegt. Hveragerðisbær, sem var einn kröfuhafa, óskar hér með eftir að gefnar verði ítarlegar skýringar á hvers vegna fasteignin er komin í það ástand sem meðfylgjandi vottorð'og ljósmyndir byggingarfufitrúa bæjar- ins sýna og skiptastjóri hefur ekki gert athugasemdir við. Bæjarfélagið mun áskilja sér afian rétt til að krefj- ast greiðslna vegna hreinsunar húss- ins og bóta vegna rýmunar eignar- innar ef ástæða er talin til.“ Hallgrímur sagði að bærinn hefði nánast keypt húsið nauðugur og tap- ið vegna gjaldþrots Skemmtigarðsins hf. næmi milljónum. Námu hald- bærar kröfur Hveragerðisbæjar í þrotabúið 6-8 milljónum en ömggar kröfur um þremur milljónum. -hlh Gunnar Eyjólfsson kynnir starf útilífsskóla skáta á blaðamannafundi. DV-mynd JAK Skátar 1 Reykjavík: Starfrækja útilífsskóla Skátafélögin í Laugarnes-, Heima-, og Vogahverfi munu standa fyrir spennandi fimm daga ævintýranám- skeiðum, útilífsskóla, frá 30. júlí til 27. ágúst. Þar mun bömum í Reykja- vík gefast kostur á að kynnast hinum ýmsu hliðum skátastarfs eins og úti- lífi og leikjum. Fer fræðslan fram undir handleiðslu reyndra skátafor- ingja. Námskeiðin verða fimm talsins, þrjú sérstaklega ætluð fótluðum, 10 ára og eldri. Hvert námskeið stendur í fimm daga og er þátttökugjald 4.100 krónur. Öll námskeiðin verða haldin í samvinnu við Reykjavíkurborg. Dagskrá fyrir námskeiðin er í gróf- um dráttum þannig að á fyrsta degi fer fram kynning skátastarfs, kynn- ingarleikur. Reykjavíkurhöfn verð- ur heimsótt og kenndir verða sjó- mannahnútar. Á öðram degi verður rútuferð um Reykjanes þar sem Bláa lónið og Grænavatn verða heimsótt, útieldar kveiktir, snætt, tínt í blóð- bergste og hverir skoðaðir. Á þriðja degi er farið í náttúraskoðun í Öskju- hlíð. Þá verður slökkvistöðin heim- sótt og kennt á áttavita. Á íjórða degi verður farið í útilegu að Úlfljóts- vatni. Þar verður ýmiss konar útilífs- kennsla, gestir koma í heimsókn og haldin verður kvöldvaka. Á fimmta degi verður ræs-fáni, póstaleikur, kennt á áttavita og skoðaðar jurtir. Þá fer fram afhending viðurkenninga og loks verður haldið heim. -hlh Vestmannaeyjar: Láta smíða nýtt skip á Akureyri Ómar Garðarason, DV, Vestmannaeyjum: Þeir kunnu feðgar hér í Eyjum, Óskar Matthíasson og Siguijón Óskarsson, ætla að láta smíða fyrir sig nýtt skip hjá Shppstöðinni á Akureyri í stað happafleytunnar Þórannar Sveinsdóttur VE og gengur Þórann upp í kaupverð nýja skipsins metin á 85 milljónir króna. Þeir feðgar hafa skrifað undir samning um smíði nýja skipsins. Það er stórt, um 37 metrar á lengd og 8 metra breitt, með hefðbundnu skuttogaralagi, gert fyrir tog- og netaveiðar og einnig snurvoð. Að- alvélin er 1425 hestöfl og íbúðir fyr- ir 14. Áætlað kaupverð 245 mifij. króna og smíðin á að taka 14 mán- uði. Byijaö veröur á verkinu í haust. „Samþykkt um smíðina frá Fisk- veiðasjóði hggur fyrir en sjávarút- vegsráðuneytið á eftir að leggja blessun sína yfir samninginn. Eg á ekki von á öðru en það fáist mögl- unarlaust,“ sagði Sigurjón Óskars- son. Ekki er enn vitað hvað skipiö kemur til meö að mælast í tonnum. Vestmannaeyjar: Risastór kóral- grein á Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum: „Við vorum að prófa að fara með hnuna djúpt þama, fóram niður á 600 faðma. Færðum okkur síðan upp einhvers konar fjali á þessum slóðum og þar fengum við kóralgreinina," sagði Hilmar Sigurbjörnsson á Krist- björgu VE en á dögunum fengu skip- veijar á bátnum risastóra kóralgrein á lúðuhnu. Það var á miðunum suð- austur af Vestmannaeyjum á um 450 faðma dýpi. Áhöfnin færði Náttúru- gripasafninu í Eyjum - fiskasafninu - greinina. „Ég hef aldrei séð annað eins sam- ansafn af kynjafiskum og var á þess- um slóðum. Við fengum til að mynda ígulker sem var á stærð við egg en með 10 sentímetra langa brodda. Þá var þar rottufiskur alsettur göddum, þijár stórar skötur sem vora guheit- ar og svo hnt í þeim að það rifnaði út úr þegar goggað var í þær. Fiskur- inn í þeim var að sjá eins og í skötu- sel - glær og fingerður. Þetta var ekki hkt neinum venjulegum sköt- um,“ sagði Hfimar. Hins vegar var htið um lúðu. Kristbjörg VE fékk aðeins eina smálúðu þarna. Kóralgreinin, sem komið var með lúðulínu Kóralgreinin risastóra sem fiska- safninu í Eyjum barst. DV-mynd Ómar í safnið, var svo stór að ekki var hægt að koma henni í nein ker þar. Var þá brugðið á það ráð að reyna að þurrka hana. Hún er í þurrki núna og verður síðan sett upp í safn- inu. Uppgröfturinn á Gjögri: Eins og dökk randaterta Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Byijað var að grafa í Akurvík og Bæjarhól hér á Gjögri 24. júlí og dag- inn eftir skrapp ég upp á hóhnn þar sem fomleifafræðingamir era búnir að grafa stóra holu. Mér fundust ht- irnir í hólnum minna mig á dökka randatertu. Fyrst þunnt lag af mold. Þá kom öskulag og þar næst graslag, - heylag. Sex vinna við uppgröftinn á báöum stööunum en hver niðurstaða þess- ara rannsókna verður leiðir tíminn í ljós. Hálfpartinn vorkenni ég fólk- inu sem vinnur við þetta, - þennan beinauppgröft, þrátt fyrir glaðasól- skin og gott veður. Þetta var strax orðið mannhæðarhátt og í hólnum er gömul súrheystóft. Skátar tll ferðamanna: Slysalausa verslunarmannahelgi Bandalag íslenskra skáta minnir ferðamenn á einkunnarorð sín, „ávallt viðbúinn", í tilefni þess að mesti umferðartími ársins er að fara í hönd. Gangast skátar fyrir lím- merkjasölu um verslunarmanna- helgina og er markmið hennar að hvetja ökumenn tfi að aka gætilega í umferðinni og stuðla þannig að slysalausri verslunarmannahelgi. Á límmerkjunum stendur: Ávallt við- búinn... og kemst hefil heim. Kosta þau 300 krónur stykkið. Verða merk- in seld við þjónustumiðstöðvar og bensínstöövar um land allt og einnig, verðurgengiðíhús. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.