Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990.
15
Klúður í stóriðjumálum
Það hefur vakið furðu margra
hugsandi manna hvernig ríkis-
stjórnin með forsætisráðherrann
og iðnaðarráðherrann í broddi
fylkingar hafa haldið á stóriðju-
málum á undanfomum misserum.
Með ótímabærum og illa grunduð-
um yfirlýsingum um staðsetningu
Atlantalálversins hafa þeir veikt
verulega samningsstöðu íslend-
inga gagnvart Atlantalhópnum og
sundrað þjóðinni í þýðingarmiklu
hagsmunamáh. Nú blasir við að
fljótfærnislegar fullyrðingar ráð-
herranna kunna að kosta þjóðina
nokkra milljarða þegar upp verður
staðið frá samningaborðinu.
Ný vinnubrögð
I árslok 1987 lauk starfshópur á
vegum iðnaðarráðuneytisins gerð
forathugana á hagkvæmni nýs ál-
vers viö Straumsvík og verkefnið
fékk nafnið Atlantalverkefnið.
Staðarvahð byggðist á því að áhtið
var aö fjárfesting sparaðist í aö-
stöðu sem þegar var fyrir hendi. í
því sambandi var nefnt til sögunn-
ar t.d. hafnaraðstaða, súrálsupp-
skipunartæki og geymslutankar,
rannsóknaraðstaða, viðhaldsað-
staöa, hluti af steypuskála o.fl.
Forráðamenn Alusuisse buðu upp
á þessa samnýtingarmöguleika.
Mjög hörð samkeppni ríkti mhh
landa um uppbyggingu áhðnaðar
og öhu máh skipti þess vegna að
velja ódýrustu staðsetninguna hér
á landi. í því sambandi má nefna
Venesúela, en þar hafa fram-
kvæmdir tafist, og Kanada þar sem
nú þegar hafa tekist samningar um
tvö ný álver og tvöfoldun á fram-
leiðslu tveggja annarra.
Með Atlantalverkefninu urðu
þáttaskh í vinnubrögöum tU að afla
samstarfsaðUa í stóriðjumálum. Ný
vinnubrögð skUuðu árangri á tíl-
tölulega skömmum tíma. íslensk
KjaUaiinn
Friðrik Sophusson
alþingismaður
stjómvöld ákváðu við hvaða aðUa
yrði samið og hvers konar verk-
smiðju þau vUdu. Kynning á Atl-
antalverkefninu fór fram fyrri
hluta ársins 1988 og í júlí var undir-
ritaður samningur um hagkvæmn-
isathugun milh fjögurra álfyrir-
tækja í Evrópu og íslenskra stjóm-
valda. Iðnaðarráðuneytið og
Landsvirkjun stofnuðu sérstaka
markaðsskrifstofu tíl að staðfesta
áhuga stjórnvalda á markvissri
uppbygingu orkufreks iðnaðar.
Togstreita um staðsetningu
Óþarfi er að rekja sögu málsins í
einstökum atriðum hér. Þegar lagt
var af stað með þetta verkefni var
htið á álverið sem landsmál en ekki
byggðamál, enda stóð vahð um at-
vinnutækifæri fyrir íslendinga eða
hvort álfyrirtækin byggðu annars
staðar og nýttu erlenda orku og
vinnuafl. Tvö þeirra fyrirtækja,
sem upphaflega tóku þátt í Atlant-
alhópnum, heltust úr lestinni á síð-
asta ári en í stað þeirra bættist
bandaríska stórfyrirtækið Alumax
í hópinn. Alumax er eitt þeirra fyr-
irtækja sem um árabil hefur sýnt
áhuga á samstarfi við íslendinga í
stóriðjumálum. Eftir að Alumax
gerðist aöili að viðræðunum varð
Ijóst að áhuginn beindist að ann-
arri staðsetningu en Straumsvík
þótt fyrir lægi að það væri ódýrasti
kosturinn. Ástæðan var m.a. sú að
iðnaðarráðherra hafði eindregið
lagt til að ný staðsetning yrði valin.
í þeirri nýju stöðu, sem komin
var upp, hlaut það að vera eðhleg
krafa íslensku samningsaðilanna
að viðbótarkostnaðurinn vegna
breyttrar staðsetningar yrði
greiddur af þeim sem ættu og
rækju álverið. í stað þess að halda
þannig á málunum og bíða niður-
stöðu Atlantalhópsins um stað-
arvalið kusu einstakir ráðherrar
að sýna á sphin, sem þeir höfðu á
hendi, með því að bjóða skattívhn-
anir og lægra orkuverð ef nýju ál-
veri yrði vahnn staður utan suð-
vesturhornsins. Nú er svo komið
að viðsemjendur okkar telja sig
geta fengið nokkra milljarða í með-
gjöf ef staðarvahð verður að ósk
ráðherranna.
Þessar umræður, sem einstakir
ráðherrar bera fuha ábyrgð á að
hafa hleypt af stað, urðu til þess
að forsvarsmenn einstakra byggð-
arlaga og þingmenn nokkurra kjör-
dæma hafa hafið kapphlaup um aö
laða til sín álverið. Slík viðbrögð
eru fuhkomlega eðlheg eftir að ein-
stakir ráðherrar hafa gefið í skyn
að ríkisstjómin sé thbúin th að
greiða verulegar upphæðir í því
skyni að hafa áhrif á staðarvahð.
Frumhlaup og klúður
Frumhlaup ráðherranna hefur
veikt samningsstöðu íslendinga og
ýtt undir togstreitu mhli byggðar-
laga og kjördæma.
Það stóra álver, sem nú er verið
að semja um, fer aðeins á einn stað
á landinu og verður því engin ahs-
heijarlausn á byggðaþróunar-
vanda þjóðarinnar. Aðrir staðir
verða jafnilla settir og áður. Ef rík-
isstjórnin er thbúin th að greiða
nokkra mhljarða fyrir breytta stað-
setningu hlýtur sú spurning að
vakna hvort ekki sé hehladrýgra
að nota fjármagnið th verkefna sem
komi fleiri byggðarlögum til góða.
Ljóst er að frumhlaup ráðherranna
getur klúðrað þessu stóra hags-
munamáh, sem margir binda vonir
við, þegar samdráttur í lífskjörum
og atvinnuleysi blasa við.
Fleiri tækifæri
Aðalatriðið er að íslendingar fái
sem mest í sinn hlut í samstarfi við
rekstraraöila fyrirhugaðs álvers.
Einnig er nauðsynlegt að áfram
verði haldið á þeirri braut að bæta
lífskjör þjóðarinnar með skyn-
samlegri nýtingu auðlinda lands-
ins. Möguleikar okkar th nýsköp-
unar á ýmsum sviðum - ekki að-
eins í stóriðju -felast m.a. í því að
erlendir samstarfsaðilar finni aö
þeir geti átt árangursríka sam-
vinnu við okkur. Frumhlaup, klúð-
ur og innbyrðis togstreita mega
ekki sphla fyrir árangri. Fleiri
tækifæri koma í kjölfarið ef vel er
að málum staðið.
Friðrik Sophusson
„Frumhlaup ráöherranna hefur veikt
samningsstöðu Islendinga og ýtt undir
togstreitu milli byggðarlaga og kjör-
dæma.“
Arnarflug og ráðherrann
Miðað við röggsemi fjármálaráðherra í málefnum bókaútgáfunnar Svart
á hvítu ætti honum að vera í lófa lagið að lána Arnarflugi hálfan mill-
jarð gegn veði í eldhúskolli á kaffistofu starfsfólks félagsins, segir grein-
arhöfundur.
Á aðalfundi Arnarflugs fyrir
skömmu leyfði þáverandi stjómar-
formaður félagsins sér að benda á
að fjármálaráðherra hefði látið
undir höfuð leggjast að framfylgja
samþykkt ríkisstjórnarinnar varð-
andi vissa fyrirgreiðslu til handa
Arnarflugi. Þetta hefði valdið Arn-
arflugi gífurlegu tjóni sem yrði að
skrifast á óskhjardega tregðu fjár-
málaráðherra til að láta fara saman
orð og efndir.
Ólafur Ragnar Grímsson íjár-
málaráðherra tók þessi ummæh
óstinnt upp og boðaði th blaða-
mannafundar af þessu thefni. Kom
þar fram að hann hefði ekki heim-
hd th að framkvæma ákvarðanir
ríkisstjómarinnar í þessu máli.
Auk þess hefði Herði Einarssyni
láðst að lúta ráðherra í auömýkt
heldur þvert á móti gerst svo ósvíf-
inn að senda íjármálaráðherra bréf
og það hefði veriöheldur snubbótt.
Af tilhtssemi við1 Arnarflug vhdi
hann þó ekki leggja þetta bréf fram
á blaðamannafundinum.
Næst gerist það að Hörður Ein-
arsson gerist svo djarfur að senda
forsætisráðherra bréf þar sem
hann fer fram á að málefni Amar-
flugs verði tekin úr höndum fiár-
málaráðherra og færir fram sterk
rök máli sínu th stuðnings. Stein-
grímur Hermannsson hummaði og
æjaði en sagðist ekki hafa tíma til
að lesa bréf Harðar th enda. Er það
í sjálfu sér skhjanlegt því forsætis-
ráðherra var í þann mund að stíga
upp í flugvél á leið th Skotlands þar
sem hann kynnir sér nú geitarækt.
Það út af fyrir sig er nóg th þess
að loðdýra- og fiskeldisbændur
landsins fylhst hrylhngi.
Hvítt og svart
Ég ætla ekki að rekja hér frekar
KjaUaiirm
Sæmundur
Guðvinsson
blaðamaður
umræðuna um Arnarflug og fiár-
málaráðherra því hún er öllum
kunn úr fiölmiðlum. En afskipti
fiármálaráðherra af málefnum
Ámarflugs annars vegar og bóka-
útgáfunnar Svart á hvítu hins veg-
ar eru eins og hvítt og svart. Út-
gáfufyrirtækið sá ekki ástæðu th
að standa skil á söluskatti og var
svo komið að skuldin nam tugum
mhljóna króna. Fjármálaráðherra
er æðsti yfirmaður mkkunardehd-
ar söluskatts og var þekktur fyrir
vasklega framgöngu í innheimtu
þegar tugum fyrirtækja var lokað
ef þau höfðu ekki staðið skil á
umræddum skatti. En ráðherrann,
sem ekki telur sig hafa heimhd th
að framkvæma samþykktir ríkis-
stjórnarinnar varðandi málefni
Amarflugs, sá bara hvítt en ekkert
svart við skuld umræddrar bóka-
útgáfu. Því ákvað hann í snarheit-
um að þessi tugmhljóna króna
söluskattsskuld skyldi greidd með
skuldabréfum th langs tíma gegn
veði í framtíðarhugmyndum eig-
enda útgáfunnar. Munu þær hug-
myndir hafa verið nokkurra þús-
unda króna virði.
Þessi ákvörðun vakti óneitanlega
nokkra athygli, ekki síst vegna þess
að um svipað leyti ákvað hann að
feha niður mhljónaskuldir blaða-
útgáfu framsóknarmanna þar sem
enginn gróði hefði orðið af þeim
loftköstulum. Þess má geta svona í
leiðinni, þó að það komi þessum
málum að sjálfsögðu ekkert við, að
núverandi upplýsingafuhtrúi fiár-
málaráðherra sat í stjóm bókaút-
gáfunnar Svart á hvítu. En ég nefni
þessi dæmi aðeins th að sýna fram
á að þó að Ólafur Ragnar hafi dreg-
ið lappirnar í Amarflugsmálinu þá
á hann það th að sýna röggsemi,
hug og þor og er því ekki alls varn-
að. Svo megum við ekki gleyma því
að menn hafa misjafnar skoðanir á
því hvort Amarflug skuh lifa eða
deyja en ekki ætla ég mér að ráða
í það hvers vegna fiármálaráðherra
er svo umhugað um að félagið
hvorki lifi né deyi. En miðað við
fyrrnefnda röggsemi ætti ráðherra
að vera í lófa lagið að lána Amar-
flugi hálfan mhljarð gegn veði í eld-
húskolh á kaffistofu starfsfólks fé-
lagsins.
Þjóðviljanum hótað
I fyrra kom út bókin Útgangan -
bréf th þjóðar eftir Úlfar Þormóðs-
son sem lengi var innsti koppur í
búri Alþýðubandalags og Þjóðvhj-
ans. Þar ræðir hann meðal annars
um átök flokksarma um Þjóövilj-
ann og fiárhagserfiðleika blaðsins.
Á einum stað segir orðrétt: (Birt
án leyfis höfundar) „Ólafur Ragn-
ar, orðinn formaður flokksins og
fiármálaráðherra lýðveldisins,
vissi aht um þetta og notfærði sér
hina bágu fiárhagsstöðu blaðsins
og sagði umbúðalaust: Verði ekki
fariö að mínum kröfum í þessu
máh, og ritstjórinn settur á, mun
ég formlega slíta tengshn á milli
blaðs og flokks og beita aðstöðu
minni sem fiármálaráðherra til
þess að knésetja blaðið.“
Ekki ætla ég að ræða frekar um
innanflokkserjur Alþýðubanda-
lagsins. En þegar ég var að velta
fyrir mér samskiptum forráða-
manna Amarflugs og fiármálaráð-
herra barst mér í hendur eintak
af DV þann 23. júlí. Spakmæh dags-
ins voru höfð eftir Voltaire og
hljóða svo: „Eru stjórnmál annað
en hstin sú að kunna að ljúga á
réttum tíma?“
Sæmundur Guðvinsson
„En afskipti íj ármálaráðherra af mál-
efnum Arnarflugs annars vegar og
bókaútgáfunnar Svart á hvítu hins veg-
ar eru eins og hvítt og svart.“