Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Page 3
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1990. 3 Fréttir Stöðugleiki að færast yfir síldarkvótann: 90.000 tonnin eru að festast í sessi - tæpum 4.000 tonnum hent á síðustu vertíð Hafrannsóknastofnun leggur til aö veidd verði 90.000 tonn af íslenskri sumargotssíld á árunum 1990 og 1991. Þetta er sama magn og stofnunin lagði tii að yrði veitt 1989 og virðist þessi tala vera að festast nokkuð eft- ir uppbyggingu á síldarstofnum sem Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, telur vera skýrasta dæmið um verndarmátt stofnunar- innar. Á síðasta ári fékk 91 skip leyfi til síldveiða og átti að veiða 97.000 tonn sem var úthlutað. Alls var landað 97.270 tonnum af síld. Þá kom fram í skýrslum skipanna að um 3.700 tonnum var sleppt á miðunum þann- ig að veiðitölur fara upp í 101.000 tonn. Um 66% þessa aíla fóru í fryst- ingu og söltun en 34% í bræðslu. Það hlutfall, sem þá fór í bræðslu, er miklu hærra en mörg undanfarin ár en sem kunnugt er fæst þá mun minna fyrir síldina þegar hún fer í bræðslu. Hafrannsóknastofnun bendir á að frá því 1975, að veiðar hófust aftur úr íslenska sumargotsstofninum, hafi veiði verið stillt mjög í hóf og hafi hún miðast við svokallaða kjör- sókn. Gert er ráð fyrir að hrygningar- stofninn verði um 500.000 tonn árið 1990. Góðir árgangar hafa bæst í stofninn að undanförnu og hefur nýting hans verið miðuð viö það. Haustið 1989 beindist veiðin einkum að sterkum árgangi frá því 1983. Er gert ráð fyrir að í ár veiðist mest úr Þús. tonn 100 80 60 40 20 Hér sést heildarafli árin 1975 og 1989 af íslensk'u sumargotssíldinni. Sést að aflinn hefur stöðugt verið að aukast síðan veiðar voru leyfðar aftur 1975. þessum árgangi. Einnig er gert ráð fyrir að talsvert veiðist af 1986 ár- ganginum. Þá nefndi Jakob að menn biðu spenntir eftir uppbyggingu stærsta síldarstofns í heimi eða norsk- íslensku síldarinnar. Sá stofn mun nú vera um 1,5 milljónir tonna en var um 10 milljónir tonna þegar best létásíldarárunum. -SMJ, Nýja skipið frá Portúgal, Haukafell, við bryggju á Höfn. DV-mynd Ragnar Höfn í Homafirði: Nýtt fiskiskip frá Portúgal Júlia Imsland, DV, Hö&i: Nýtt fiskiskip, Haukafell SF 111, kom til Hornafjarðar í byrjun man- aðarins og er Haukafell hf. á Höfn eigandinn. Skipið, sem er fyrst af þremur skip- um sömu stærðar sem smíðuð eru fyrir Hornflrðinga í Portúgal, er 150 tonn og kostaði 138 milljónir króna. Haukafell er útbúið fyrir net, nót og troll. í áhöfn eru níu manns og skip- stjóri er Axel Jónsson. Axel er mjög ánægður með nýja skipið og sagði að heimferðin hefði tekið sex sólarhringa og tvær klukkustundir. Ganghraði er 9,5 til 10 mílur á klukkustund. Haukafell fer á troll einhvern næstu daga. Römmer sútaug Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Ég hitti Sólveigu Kristinsdóttur frá Dröngum í mannfagnaði í Trékyllis- vík sl. sunnudag vegna 100 ára ártíð- ar ömmu hennar, Sólveigar Stefaníu Benjamínsdóttur frá Seljanesi. Sólveig er barnabarn Sólveigar Stefaníu, ljósmóðir aö mennt og gift heilsugæslulækninum á Akranesi, Þóri Þórhallssyni. Þau voru að full- klára sumarbústað sinn á Dröngum, 45 m2 að stærð. Römm er sú taug... Sólveig er uppalin á Dröngum en það er nyrsti bær í Árneshreppi en hefur veriö mörg ár í eyði. Hún er dóttir heiðurshjónanna Önnu Guðmunds- dóttur og Kristins Jónssonar frá Dröngum. Hún á 14 systkini. Biluðum bílum VvAji á a ð koma út fyrir vegarbrún! FRAMDRIFSBILL Á UNDRAVERÐI Lada Samara hefur alla kosti til aö bera sem íslenskar aöstœöur krefjast af fólksbíl, í utanbœjar- sem innanbœjar akstri. Þaö er ekki aö ástœöulausu sem Lada Samara er metsölubíll, því veröiö er hreint undur og ekki spilla góö greiöslukjör. Lada Samara 5 gíra frá kr. 495.886.- stgr Lada Samara 4 gíra frá kr. 452.480.- stgr I Opiö alla daga frá kl. 9—18 og laugardaga frá I 10-16. I VERIÐ VELKOMIN í BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.