Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1990.
Viðtaliö
Fisktæknir
ogviðskipta-
fræðingur
Nafa; Gísli Jón Kristjánsson
Aldur: 31 érs
Starf: Fiskmatsstjóri Ríkismats
sjávarafurða
„Starfiö felst í aö veita Rikismati
sjávarafurða forstöðu. Þetta er
fyrst og fremst eftirlitsstofnun
sem fylgist með allri starfsemi í
sjávarútveginum, sér um gæða-
eftirlit og eftirlit raeð hreinlæti
og búnaöí,“ segir Gísli Jón Krist-
jánsson, nýskipaður fiskmats-
stjóri.
15áratilsjós
„Starfið leggst vel í mig, Ég er
búinn að vera hjá stoftiuninni í
þrjú ár og það hefur náðst góöur
árangur í hreinlætis- og búnaðar-
málum. Þrátt fyrir það eru mörg
verkefhi framundan."
Gísli er fæddur í Reykjavík en
bjó lengst af í Kópavoginum. „Ég
er alinn upp á sjómannsheimiii
og fyrstu störf mín í sjávarútveg-
inum voru þegar ég fór 15 ára
gamali til sjós á síðutogara frá
Akranesi.
Eftir eitt sumar á sjónum tók
landvinnslan við. Ég vann nokk-
ur sumur í ísbiminum viö al-
menna fiskvinnslu og við það
vaknaði áhugi á fiskvinnslunni."
Unniö i fiskvinnslu
Gísli fór i Fiskvinnsluskólann
og Flensborg í Hafnarfirði og út-
skrifaðist sem fiskiðnaöarmaðu?
árið 1979 og fisktæknir áriö 1981.
„Með þessu námi starfaði ég í
fiskvinnsiu, bæði í Barðanum í
Kópavogi og svo eitt sumar hjá
Hjálmi á Flateyri.
Síðan venti ég minu kvæði í
kross og fór í viðskiptafræðinám
í Háskóla íslands. Ég skipti þá
líka um starfsvettvang og vann á
sumrin hjá Vífilfelli hf. þar sem
ég kynntist rnálum er lúta aö við-
skiptalífinu."
Gísli útskrifaðist sem við-
skiptafræðingur árið 1987 og var
þá boðíð starf hjá Ríkismatinu.
Þar hefur hann starfaö um
þriggja ára skeið, lengst af sem
forstöðumaöur eftirlitssviðs
stofnunarinnar.
Les um stjórnunarfræði
„Helsta áhugamál mitt er sjáv-
arútvegsmái í heild sinni. Auk
þess hef ég gaman af bókalestri,
sérstaklega bókum sem tengjast
stjómunarfræðum.
Fjölskyldan er einnig áhugamál
mitt og mér finnst gott að eiga fri
með henni og ferðast um. Ég ferð-
ast að vfsu alltof iítið en þegar
tækifærin gefast þá finnst mér
það mjög gaman.“
Gísii segir að félagsstörfin snú-
ist aö mestu um sjávarútveginn.
A síöasta ári var hann formaöur
Fagfélags fiskiðnaöarins og er
endurskoðandi í Gæðastjómun-
arfélagi íslands og meðlimur í
Sfjórnunarfélagi ísiands.
Kona Gisla er Sigríður B. Vil-
hjálmsdóttir og búa þau hjónin,
ásamt dóttur þeirra, Erlu Dóru,
sem er fimm ára, í vesturbæ
Reykjavíkur.
-BÓl
Fréttir
Uttekt á tekjum fasteignasala:
Sá hæsti með 1,2
milljónir í tekjur
Miðað við áiagt útsvar á tekjur
ársins 1989 haíði Sverrir.Kristinsson
fasteignasali að meðaitali rúmlega
eina milljón króna í mánaðartekjur.
Ef þær tekjur em framreiknaðar til
verðlags í júlí 1990 var hann með
jafngildi rúmlega 1,2 milijóna króna
í tekjur á mánuði.
Athygli vekur hve litlar tekjur
sumir fasteignasalar gefa upp. Frið-
rik Stefánsson í Þingholti rétt nær
t.d. meðallaunum og Daníel Árnason
er litlu hærri. Þá er greinilega áætlað
á þrjá fasteignasala, Dan Wiium,
Áma Stefánsson og Oskar Mikaels-
son. Þeirra staða á þvi væntanlega
eftir að breytast nokkuð. Þá verður
að athuga að Jón Magnússon er nú
þekktari sem lögfræðingur og tekjur
hans og sjálfsagt fleiri aðila koma
annars staðar frá en úr fasteignasöl-
unni.
í fyrri dálkinum eru sýndar skatt-
skyldar tekjur á mánuði árið 1989. í
seinni dálkinum eru þessar sömu
tekjur sýndar framreiknaðar til
verðlags í júlí 1990. Þá er miðað við
hækkun framfærsluvísitölu sem
nemur 15,55% frá nfeðaltali ársins
1989 til júlímánuðar 1990. Það verður
að hafa í huga að tekjur þeirra fylgja
ekki framfærsluvísitölu svo líklega
era þeir ekki með lægri tekjur en
framreiknunin sýnir.
-PJ
Tekjurá
mán.'89í Áverðl.júlí
þús. kr. '90íþús.kr.
Sverrir Kristinsson, Eignamiðlun................. 1.051 1.214
Þórólfur Halldórsson, Eignamiðlun.................. 438 507
Jón Guðmundsson, Fasteignamarkaðurinn..... 384 444
Jón Magnússon, Skeifan............................. 367 424
Atli Vagnsson, Vagn E. Jónsson..................... 289 334
Dan V. S. Wiium', Kjöreign......................... 208 241
ÓskarMikaelsson', Huginn........................... 187 217
Árni E. Stefánsson', Gimli........................ 138 160
Daníel Árnason, Húseignirogskip.................... 135 156
Friðrik Stefánsson, Þingholt....................... 101 116
' áætlað á viðkomandi
: Aðalbláberá
Ströndum
Regína Thorarensen, DV, Gjögii
Hjónin Sveinbjörg Magnúsdóttir og HaUur M. Magnússon, lögregluþjónn í Keflavík, hafa verið undanfama daga í sumarbústað Magnúsar, fóður Sveinbjargar á Skarði í Bjarnarfirði hér í Strandasýslu. Þau tíndu þrjá potta af aðalbláberj- um á miðvikudag, 8. ágúst, og eru berin stór og vel þroskuð. Ekki var þó mikið um aðalbláber þarna enda voraði seint hér í brekkum.
Leiðrétting:
' Suðureyri - ekki Súðavík í frétt DV á fimmtudag um erfiðleika á Suðureyri skoluðust staðarnöfnin til. í fréttinni var verið að tala um erfiðleika á Suðureyri en ekki Súöa-
þessari loftmynd sést hvar verið er að byggja inntaksstöð fyrir stöðvarhúsið sem er allt neðanjarðar. Fjær á
myndinni má síðan sjá rofahús stöðvarinnar. Blönduvirkjun verður 150 megavött. DV-mynd Magnús Ólafsson
vík. DV biðst velvirðingar á þessum
mistökum.
-pj
GistingíMýrdal:
Stutt í áhugaverða staði
Páll Pétursson, DV, Vik í Mýrdal:
Á bænum Höfðabrekku í Mýrdal
reka hjónin Jóhannes Kristjánsson
og Sólveig Sigurðardóttir feröaþjón-
ustu bænda. Gistiaðstaða er á sérhæö
á bænum og í sérhúsi með eldunar-
aöstöðu. Að sögn Sólveigar hefur
mikið verið að gera í gistingunni í
allt sumar, bæði útlendir ferðamenn
og íslendingar. Algengt er að pöntuð
sé gisting með stuttum fyrirvara,
nema útlendingamir sem panta oft á
vetuma. Frá Höfðabrekku er stutt í
áhugaverða staði, svo sem Dyrhóla-
ey, Mýrdalsjökul og í bátsferðir frá
" -
Höfðabrekka í Mýrdal. DV-mynd Páll
Vík til að skoða Reynisdranga.
Sérstaða Höfðabrekku í ferðaþjón-
ustunni er sú að þar era seld veiði-
leyfi í tjömum sem era hjá bænum.
Jóhannes sagði að í þessar tjarnir
heföi verið sleppt silungi og laxi og
er kvóti upp á fimm silunga innifal-
inn í veiðileyfinu. Ef fleiri fiskar
veiðast þarf að borga aukalega. Ef lax
veiðist þá er hann bónus - ekki greitt
fyrir laxinn.
Mikið var að gera í veiðiskapnum
þarna um verslunarmannahelgina.
Margir gestir á fjölskylduhátíðinni í
Vík komu til að veiða í góða veðrinu.
Á bænum era leigðar veiðistangir.
Stangaveiði i tjörn við Höfðabrekku. DV-mynd Páll