Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1990.
7
Fréttir
Fiskverðið er sæmilegt
þrátt fyrir mikinn hita
Þrátt fyrir hitana, sem verið hafa
í Englandi, hefur fiskverðið haldist
sæmilega. Búist var við að á meðan
hitarnir héldust yrði erfitt um fisk-
sölur. Lítið framboð frá enskum
skipum hefur einnig hjálpað til við
að halda verðinu uppi. Telja verður
að stjórnun fisksölunnar hafi einn-
ig hjálpað til við það.
Tiltölulega lítið hefur borist á
enska markaðinn að undanfórnu.
Þessi skip hafa selt:
Bv. Ólafur Jónsson seldi í Hull 3.
ágúst, alls 244 lestir, fyrir 26 millj.
kr. Meðalverð var 105,70 kr. kg.
Bv. Sólborg seldi í Hull 3. ágúst,
alls 59 lestir, fyrir 9,2 millj. kr.
Meðalverð 156,34 kr. kg.
Bv. Gideon seldi í Hull 7. ágúst,
alls 103 lestir, fyrir 11,6 millj. kr.
Meðalverð 112,97 kr. kg.
Eftirtalin skip hafa selt afla sinn
í Þýskalandi:
Bv. Viðey seldi í Bremerhaven 31.
júlí, alls 312 lestir, fyrir 22,3 millj.
kr., meðalverð 71,37 kr. kg. Verð á
þorski var 100,65 kr. kg, verð á ýsu
91,17 kr. kg, á ufsa 74,08 kr. kg og
verðið á karfanum var 70,54 kr. kg.
Blandaður flatfiskur 25,31 kr. kg.
Bv. Ögri seldi í Bremerhaven,
alls 220 lestir, fyrir 19,9 millj. kr.
Meðalverð 90,91 kr. kg.
Ástralía - Sovétríkin:
fiskveiðiheimildir í hættu
Áætlanir Ástralíumanna og Sov-
étmanna hafa ekki staðist. Eitt af
ákvæðum samningsins er um veið-
ar innan fiskveiðimarkanna og
annað um afnot af áströlskum
höfnum.
Frekari ákvarðanir um samskipti
ríkjanna eru í þessum samningi.
Af hálfu Sovétmanna hafa þeir lof-
að eftirtöldum viðskiptum:
í fyrsta lagi kaupi þeir 300.000 t.
af báxít. í öðru lagi að þeir kaupi
260.000 tonn af ull, 120.000 tonn af
áli og 37.000 tonn af smjöri. Miklar
efasemdir eru um hvort Sovét-
menn muni standa við þennan
samning sem stjórnin í Ástralíu var
mjög ánægð með. Það er talið verða
alvarlegt áfall fyrir stjórnina ef
samningarnir bregðast. Fiski-
mennirnir áströlsku vöruðu mjög
við þessum samningi og töldu að
Sovétmenn gætu ekki staðið við
hann nema mikil breyting yrði á
viðskiptaháttum þeirra. Ef svo fer
að Sovétmenn standa ekki við
samningana verður öllum fisk-
Tiltölulega lítið hefur borist á enska markaðinn að undanförnu.
veiðiheimildum þeirra sagt upp.
Slíkt hefði hinar alvarlegustu af-
leiðingar.
Madrid
Sumarleyfl standa nú yfir á
Spáni. Mikið hefur borist af laxi á
markaðinn í Madrid að undan-
förnu. Lágt verð hefur verið ráð-
andi og nú bætist það við að fjölda-
margir Madridbúar fara í sumarfrí
um þessar mundir. Þetta fólk flyk-
kist til strandar og markaðurinn
inni í landinu dregst saman. Aftur
á móti fer fiskneyslan vaxandi við
sjávarsíðuna og er því meiri von
um gott markaðsverð á strand-
svæðunum. Fiskkaupmenn í
Madrid hafa dregið mjög úr eftir-
spurn og verður svo þar til menn
koma aftur úr sumarleyfum og
kólnar í veðri. Alltaf er það vandi
með ísun aflans þegar hitar geisa
en sá fiskur ber af þar sem ekki er
sparaður ísinn, hann kemur á
markaðinn stinnur og góður.
Tókíó
Fiskverð hefur almennt verið
heldur lágt á Tsukiji markaðnum
í Tókíó að undanförnu. Verð á laxi
hefur falhð mjög og að undanförnu
hefur það verið frá 1000 yenum, eða
um 390 kr. kg, til 1600 yena, eða um
530 kr. kg. Gæðin hafa verið mi-
sjöfn og enn sem fyrr fá þeir besta
verðið fyrir fiskinn sem ganga vel
frá honum, þ.e. að nægur ís sé á
fiskinum þegar hann kemur á
markaðinn.
Kaupmenn hafa kvartað yfir
slæmum frágangi á síld og makríl.
Endurskoðun fiskveiði-
heimilda við Ástralíu
Veiðar fiskimanna við Ástralíu
hafa gefið heimamönnum 130 millj.
norskra króna á veiðum „orange
roughy“. Alls voru veidd 31.000
tonn af þessum fiski. Utan við Tas-
maníu verða leyfi til fiskveiða
minnkuð um 7000 tonn. Ákvörðun
þessi er tekin eftir ábendingar frá
fiskifræðingum.
Norskir togarar
Fiskimenn á Tasmaníu hafa
gagnrýnt hvað heimamenn fá ht-
inn kvóta en Norðmenn veiði þar
eins og þeir geti. Þessu svara
Fiskmarkaðir
Ingólfur Stefánsson
stjórnmálamenn á þann hátt að
Norðmenn verði að lúta miklu
strangari reglum en heimamenn.
Þeir gera miklar rannsóknir á mið-
unum sem heimamenn geta ekki
framkvæmt og gera auk þess til-
raunir á veiðisvæðum sem heima-
menn vilja ekki taka áhættu af.
Ástralía og Nýja-Sjáland gera nú
samkomulag um hámarksveiði á
„orange roughy" á alþjóðasvæð-
um. Að undanförnu hafa norsk
verksmiðjuskip veitt á þessu svæði.
Slíkt samkomulag gæti haft hin
alvarlegustu áhrif á norsku verk-
smiðjutogarana og ef þeir verða
útilokaðir frá áströlskum höfnum
verða þeir aö landa afla sinum í
Asíulöndum, Á bestu fiskimiðun-
um hefur nýlega veriö úthlutað
veiðileyfum en Norðmenn hafa
ekki fengið nein leyfi ennþá. Á
þetta svæði hafa Ástralíumenn lítið
getað sótt vegna smæðar skipa þar.
Leyfm eru aðeins veitt skipum sem
eru lengri en 40 metrar, eru útbúin
til úthafsveiða og geta fryst aflann
um borö.
Gámasölur í Bretlandi 30.7-3.8 ’90
Sundurliðun eftirtegundum Selt magn kg Verðí erl. mynt Meðalverð ákg Söluverð ísl. kr. Kr. kg
Þorskur 452.875,00 583.678,10 1,29 62.178.928,64 137,30
Ýsa 251.351,25 356.597,60 1,42 37.983.109,77 151,12
Ufsi 34.166,25 16.542,00 0,48 1.761.445,53 51,56
Karfi 20.262,50 15.127,20 0,75 1.611.238,96 79,52
Koli 104.000,00 98.905,90 0,95 10.538.448,43 101,33
Grálúða 29.295,00 29.309,40 1,00 3.123.924,97 106,64
Biandað 70.175,75 75.645,40 1,08 8.058.298,28 114,83
Samtals: 962.125,75 1.175.804,80 1,22 125.255.309,35 130,19
Gámasölur I Þýskalandi í júli 1990
Sundurliðuneftirtegundum Selt magn kg Verðí erl. mynt Meðalverð kg Söluverð ísl. kr. Kr. kg
Þorskur 42.977,00 130.687,16 3,04 4.145.149,20 96,45
Ýsa 39.547,00 138.431,86 3,50 4.390.762,05 111,03
Ufsi 445.190,00 1.066.496,64 2,40 33.998.762,73 76,37
Karfi 734.419,00 1.863.660,62 2,54 59.750.626,09 81,36
Koli 964,00 1.831,53 1,90 58.404,90 60,59
Grálúða 30.819,00 104.641,08 3,40 3.318.984,85 107,69
Blandað 151.857,00 218.605,82 1,44 6.948.704,80 45,76
Samtals 1.445.773,00 3.524.354,71 2,44 112.611.394,62 77,89
LOÐIR
UNDIR
SUMARHÚS
Til sölu eru lóðir undir sumarhús í nýskipu-
lögðu hverfi á jörðinni SEYÐISHÓLUN í
Grímsnesi. Stærð lóðanna er á bilinu 5000
m2-10.000 m2. Lóðimar liggja í mishæð-
óttu landi sem er kjarrivaxið að hluta. Á
svæðinu er mjög góður útsýnisstaður,
skemmtilegur lækur, góð aðstaða íyrir
varðeld og samkomur og frátekið svæði
fýrir íþróttir og leiki.
Upplýsingar gefnar í síma 91-10600 milli
kl. 10 og 12 alla virka daga.
Laugardaginn 11. ágúst verður svæðið til
sýnis og sölumaður til viðtals á staðnum frá
kl. 13.00 - 17.00.