Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Side 8
8
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1990.
Utlönd
Geimf ararnir loksins komnir heim
Sameinuðu þjóðimar lýsa innlimun Kuwait í írak ómerka:
Sovésku geimfararnir, Anatoli Solovyov (til vinstri) og Alexander Bal-
andin. Simamynd Reuter
Tveir sovéskir geimfarar, Anatoli Solovyov og Alexander Balandin, sem
dvalist hafa í Mir-geimstöðinni síðan í febrúar síðastliðnum, lentu heilu
og höldnu á sléttum lýðveldisins Kazakhstan í gær. Á meöan geímfararn-
ir voru í stöðinni bárust fregnir af því að þeir hefðu lent 1 mesta basli
með geimskipið sitt. Á tímabili töldu margir að tæknileg vandamál kynnu
að koma í veg fyrir að þeir ættu afturkvæmt til jaröar. En sem betur fer
tókst að kippa því í liðinn og mennirnir eru nú aftur komnir með báöa
fætur á jörðina.
Mannskæður fellibylur
Fellibylurinn Díana, sem gekk með offorsi yflr austurströnd Mexíkó í
þessari viku, hefur kostað að minnsta kosti 23 lífið að sögn embætt-
ismanna. Nítján fórnarlambanna drukknuðu nærri Huejutla, um 200 kíló-
metra norðaustur af Mexíkóborg. Þar fylgdi gífurleg úrkoma Diönu og
kváðust íbúar þessa hluta landsins aldrei hafa séð annað eins.
Díana náöi strönd Mexíkó á þriðjudag. Þá var töluverður kraftur í henni
og vindhraði allt að 150 kilómetrar á klukkustund. En skömmu síðar dró
úr veðurofsanum. Verstu skemmdimar urðu í Hidalgo-fylki þar sem
hundruð húsa skemmdust, sum eru gereyðilögð. Flóö fylgdu og í kjölfar
hennar og uppskera skemmdist. Tvö hundmð þúsund manns misstu
heimili sín.
Bömin fórnarlömb glæpabylgjunnar
Glæpaalda í New York í Bandaríkjunum hefur kostað fjögur saklaus
börn lífið á rúmum hálfum mánuði. Alls hafa sjö böm, þar af fjögur
undir tiu ára aidri, orðið fyrir skoti síöustu nítján daga og, eins og fyrr
sagði, létust fjögur. Ljóst þykir að skotunum hafl alls ekki verið beint
að börnunum heldur hafi þau lent mitt í skothríðinni. Einn þrettán ára
drengur varð fyrir skoti þegar hann stöðvaði hjólið sitt til að horfa á tvo
menn rífast úti á götu. Annar mannanna dró upp byssu og skaut á hinn.
Drengurinn varð fyrir skoti en lifði af.
í kjölfar vaxandi ofbeldis vilja margir embættismenn í New York heröa
reglur um byssukaup og skráningu skotvopna í borginni. En lögregla
segir að öflug skotvopn sé auðvelt að kaupa á svörtum markaði. „Eitt
sinn var það svo að fólk barðist með hnefunum en nú grípur það til byss-
unnar,“ sagöi talsmaður lögreglunnar í borginni.
Uppreisnarmenn ákærðir
Abu Bakr, leiðtogi uppreisnarmanna á Trinidad og Tobago, gefur sig á
vald lögreglu. Simamynd Reuter
Rúmlega eitt hundrað uppreisnarmenn, sem tóku forsætisráðherra og
46 aðra embættismenn Trinidad og Tobago fanga í síðasta mánuði, voru
í gær ákærðir fyrir ýmis brot, aiit frá því að bera vopn til landráðs. Ekki
er vitað hvenær réttarhöldin yfir þeim hefjast. Auk þess voru lagðar fram
ákærur á hendur 114 öðrum uppreisnarmönnum að þeim fjarverandi.
Margir uppreisnarmannanna geta átt dauðadóm yfir höfði sér verði þeir
fundnir sekir.
Uppreisnarmennirnir réðust inn í þing Trínidad og Tobago í síðasta
mánuði og tóku marga embættismenn í gíslingu. Þeir sökuðu stjórnina
um spillingu og morð. Gislarnir voru látnir lausir á miðvikudag og
skömmu síðar voru margir uppreisnarmannanna handteknir.
Tugir látast í röstum í S-Afríku
Að minnsta kosti 33 hafa látist í róstum í suður-afrísku borginni Port
Elizabeth síðustu þrjá daga. Yfirvöld hafa ákveðið að senda liðsafla til
aö aöstoða lögregluna í borginni aö halda uppi lögum og reglu, Miklar
skemmdir hafa orðið á verslunarhúsnæöi og heimilum.
Róstumar hófust á mánudaginn þegar lögregla beitti táragasi til að
tvístra mannfjölda sem komiö hafði saman til að mótmæla hækkun á
leigu. Mótmælendurnir reistu vegatálma í borginni til að loka af norður-
hluta hennar þar sem fólk af blönduðum kynstofni býr.
Auknir liðsf lutn-
ingar íraka
suður á bóginn
- neyðarfundir Arabarikja og utanríkisráðherra NATO boðaðir
Kuwaisk börn i bíl foreldra sinna rétt eftir aö þau komust yfir landamæri
íraks og Jórdaniu í gær. Símamynd Reuter
Um fimmtíu þúsund íraskir her-
menn voru í gær á leið suður í átt
til Kuwait og fjöldi íraskra hermanna
söfnuðust saman við landamæri ír-
aks og Tyrklands, aö því er heimild-
armenn í bandaríska varnarmála-
ráðuneytinu sögðu.
Ef hermennirnir, sem voru á leið
suður á bóginn, sameinuðust þeim
sem fyrir eru í Kuwait, yrði saman-
lagður tjöldi íraskra hermanna þar
hundrað og sjötíu þúsund, að sögn
sömu heimildarmanna. Ekki er vitað
hversu margir íraskir hermenn eru
við landamæri Tyrklands.
Tyrknesk yfirvöld hafa samþykkt
að neita flutningaskipum aðgang að
olíuleiðslu íraka sem hggur gegnum
Tyrkland og framfylgja þar með við-
skiptabanni Sameinuðu þjóðanna
gegn írak.
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, heimsótti Tyrkland
í gær til að tryggja hemaðarlegan
stuðning ef írakar gerðu árás. Baker
reyndi auk þess að fá samþykki fyrir
aðild Tyrklands að fjölþjóöaher.
Bandarískar sprengjuflugvélar hafa
að undanfórnu veriö í Tyrklandi
vegn heræfinga á vegum Atlants-
hafsbandalagsins.
Ráðgert var að tvö bandarísk
sjúkraskip, sem hvort um sig hefur
rými fyrir þúsund særða hermenn,
myndu sigla í gær til Persaflóa, að
þvi er kom fram í sjónvarpsfréttum
í Bandaríkjunum í gærkvöldi.
Innlimun úrskurðuð ógild
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
úrskurðaði í gær innlimun Kuwait í
írak ógilda og krafðist þess að íraski
herinn færi þegar úr stað úr landinu.
Á sama tíma hótuðu írakar aö beita
efnavopnum ef á þá yrði ráðist.
Þúsundir útlendinga eru innilok-
aðir í írak og Kuwait. írösk yfirvöld
tilkynntu bandaríska utanríkisráðu-
neytinu í gær að flestir útlending-'
anna í írak fengju ekki að fara úr
landi.
Búist við átakafundi
Leiðtogar Arabaríkja munu reyna
á fundi sínum í dag að finna frið-
samlega lausn á Persaflóadeilunni
og undankomuleið fyrir Saddam
Hussein írakforseta. Þannig vonast
þeir til að koma í veg fyrir átök við
Persaflóa sem margir segja að séu
nú næsta óhjákvæmileg.
Yassin Taha Ramadan, varaforsæt-
isráðherra íraks, sækir leiðtogafund
Arabaríkja fyrir hönd Husseins.
Leiðtogafundurinn átti að hefjast í
gær en var frestað til dagsins i dag
til að fulltrúar gætu sest niður og
rætt ágreiningsefnin.
Ljóst er að fundur þessi verður
mikill átakafundur. Emírinn af
Kuwait, sem Hussein steypti með
innrás sinni í landið fyrir rúmri viku,
mun sækja fundinn en írakar voru
mjög andvígir því. Að minnsta kosti
sautján af tuttugu og einum þjóðar-
leiðtoga aðildarríkja Arababanda-
lagsins hafa sagst munu sækja fund-
inn sem verður haldinn í Egyptal-
andi.
Heimildarmenn segja að Egypta-
land og Saudi-Arabía reyni nú að
sannfæra hin aðildarríki Araba-
bandalagsins um nauðsyn og rétt-
mæti þess að setja á laggirnar herlið
Arabaríkja sem ho^sanlega kynni
síðar að taka stööu íraskra hersveita
í Kuwait. Arabaríkin hafa gagnrýnt
innrás íraka í Kuwait en hafa ekki
enn sem komið er fallist á aðild þjóða
sinna að fjölþjóðaherliði sem Banda-
ríkin hafa komiö á laggimar.
Ráðherrar NATO funda
Utanríkisráðherrar aðildarríkja
NATO, Atlantshafsbandalagsins,
munu koma saman til neyðarfundar
í dag og hélt Jón Baldin Hannibals-
son utan í gær. Sameiginleg, hernað-
arleg íhlutun NATO-ríkjanna virðist
ekki í dæminu í þessu máli en banda-
rísk stjórnvöld hafa farið fram á það
við bandamenn sína að þeir styðji
aðgerðir Bandaríkjanna gegn írak
komi til þess.
Bandaríkin hafa þegar sent fjögur
þúsund hermenn til Saudi-Arabíu en
Bush Bandaríkjaforseti segir að her-
inn sé þar einungis til vamar og að
beiðni saudi-arabíska konungsins.
Stuöningur hinna aðildarríkja
NATO er afar þýðingarmikill fyrir
Bandaríkin, sérstaklega í ljósi þess
að evrópsku NATO-ríkin eru mun
nær Persaflóa en Bandaríkin.
Reuter
Mubarak Egyptalandsforseti tekur á móti Fahd, konungi Saudi-Arabíu, en
leiðtogar flestra Arababandalagsríkjanna streymdu til Egyptalands í gær
til að taka þátt i leiðtogafundi þeirra til að ræða ástandið fyrir botni Persa-
flóa. Simamynd Reuter