Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1990. Útlönd Herferð gegn embættismönnum Bhuttos Benazir Bhutto, fyrrum forsætis- ráðherra Pakistans, segir hina nýju leiðtoga landsins hafa haíið herferð gegn þeim sem störfuðu fyrir hana. Bráðabirgðastjórn GhuJams Mustafa Jatoi hefur rekiö embættismenn sera ráðnir voru í tíð Bliuttos og fryst nokkra bankareikninga, að því er fyrrum forsætísráöherrann heldur fram. Stjórn Bhuttos var sett af á mánu- daginn af forseta Pakistans, Ghul- ams Ishaq Khan, sem einnig leysti upp þing og fyrirskipaði nýjar kosn- ingar 24. október. Bhutto og ráö- herrar hennar voru sökuð um spill- ingu en hún vísar ásökunum á bug. Leiðtogar flokks Bhuttos, Þjóðar- Benazir Bhutto, fyrrum forsætis- flokksins, munu koma saman í dag ráðherra Pakistans. til að ræða framtíð flokksins. Þeir Sfmamynd Reuter eru sagðir vera undir þrýstingi bráöabirgðastjómarinnar um að láta Bhutto flakka. Vestrænn stjórnarerindreki kveðst vera þeirrar skoðunar aö Bhutto muni verða í framboöi fyrir flokkinn í kosningunum ioktóber. Olíule'it við Grænland á ný? Grænlenska jarðfræðistofnunin lætur nú kanna hvort flöldi stórra olíu- fyrirtækja gætí hafa haft rangt fyrir sér þegar þau drógu þá ályktun á áttunda áratugnum að enga olíu væri að finna fyrir utan vesturströnd Grænlands. Jaröfræðingar Jiafa endurskoðaö niðurstöður fyrri rannsókna og áætla að ástæöa sé tíl að kanna málið á ný. Kanadískt skip hefur verið tekið á leigu fyrir rannsóknarmenn og hefur það þegar lagt úr höfn í Nuuk. Walesa vill flýta kosningum Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, á tali við ibúa Mlawa í Póllandi. Símamynd Reuter Iæch Walesa, leiðtogi pólsku verkaJýðssamtakanna Samstöðu, hvatti í gær til að þing- og forsetakosningum yrði flýtt. Walesa hefur frá því í apríl háð óopinbera baráttu fyrir forsetaembættinu sera Jaruzelski gegnir. Held- ur Walesa því Jram að forseti Póllands þurfi víðtæk völd tíl að geta hraðaö endurbótum og komið kommúnistum úr mikilvægum embættum. Andstæðingar Walesa segja liann vera með einræðisherratilhneigingar og vilja enn meiri völd. Stuöningsmenn Walesa Irafa aukið þrýstinginn á Jaruzelsltí forseta, leiðtoga gamla kommúnistaflókksins, um að segja af sér innan fárra vikna og ryðja brautína fyrir kosningar. Nokkrir vilja Mazowiecki forsætisráðherra í embættí forseta en hann hefur hingað til neitað að segja til um hvort hann ætli í framboð. Finninnborðar675kílóafmatáári Finnar borðuðu í fyrra að meðaltali 675 kíló af mat á mann. Auk þess drukku þeir aö meðaltali 170 lítra af saft, gosdrykkjum og áfengi á mann. Mjólkurafurðir voru það sem Finnar neyttu mest eða 240 kíló á mann. Reyndar drekka Finnar æ minna af mjólk en boröa þess meir af jógúrt, súrmjólk og ís. Kjötneyslan i fyrra var 70 kíló á mann, þar af 27 kíló af pylsum. 15 kíló af fiski á mann voru borðuð og 6 kíló af kjúldingum. Kjötneysla í Finn- landi hefur aukist mjög síðustu árin. Síðustu þrjá áratugina hefur kart- öfluneysla í Finnlandi minnkaö um næstum helming. í fyrra borðaöi hver Finni aö meðaltali 65 kíió af kartöflum. Á sama tímabiJi hefur græn- tnetisneysla tvöfaidast og var hún 55 luló á mann í fyrra að meðaltali. Avaxtaneyslan var í fyrra 90 kíló á mann að meðaltali. Hert eftiHit við sendiráð Lögreglan í Havana á Kúbu herti í gær eftirlit við spænska sendiráöið í borginni eftir að maður nokkur reyndi að komasl inn í sendiráðið þar sem átján Kúbubúar hafast við. Starfsntaður scndiráösins sagði að flóttatilraunin heföi átt sér stað á miðvikudaginn. Ungur maður hefði stokkið yfir Jnndranir lögreglunnar umhverfis sendiráðið og hlaupið í áttina að byggingunni. Lögreglan hefði hins vegar náö honum. Samskiptin milh Spánar og Kúbu hafa veriö stirð vegna deilunnar um flóttamennina átján sem verið hafa Castro Kúbuforseti. i spænska sendiráöinu frá þvi í júlí. simamynd Reuter Castro Kúbuforsetí hefur neitað að hleypa þeim úr landi. Gerðar hafa verið tilraunir til innbrota á heimili spænskra stjórnarer- indreka að undanfómu og hefur spænski sendiherrann farið fram á auk- ið eftirlit lögreglunnar. Reuter,FNBogRitzau DV Þýskaland: Kosið í desember Kanslari Vestur-Þýskalands, Helmut Kohl, og forsætisráðherra Austur-Þýskalands, Lothar de Maizi- ere, urðu að sætta sig við ósigur í gær og fallast á að alþýskar kosningar fari ekki fram fyrr en í desember. Báðir leiðtogarnir vildu að Þjóðverj- ar gengju í október til sinna fyrstu sameiginlegu kosninga í marga” ára- tugi en stjórnarandstaðan, sérstak- lega jafnaðarmenn í báðum ríkjum, var á móti slíkum hugmyndum. Létu jafnaðarmenn í veöri vaka að þeir myndu reyna hvað þeir gætu til að koma í veg fyrir að slíkar hugmynd- ir hlytu samþykki. Jafnaðarmenn fengu sínu framgengt, ráðamenn beggja þýsku ríkisstjómanna viður- kenndu ósigur og verða kosning- amar því þann 2. desember eins og upprunalega var gert ráð fyrir. Hvorki Kohl né Maiziere virðast þó enn hafa gefið upp á bátinn hug- myndir um sameiningu í október þó þeir hafi áður lýst því yfir að þeir séu hlynntir því að sameining og kosn- ingar gerist samhliða. Maiziere, sem í gær ræddi við Kohl, sagði að svo kynni að fara að þeir féllust á sam- einingu í október nú þegar kosning- um hefur verið frestað. Jafnaðar- menn á vestur-þýska þinginu höfðu heitið því að koma í veg fyrir að frumvarp um kosningar í október hlyti samþykki á þingi. Svipað frum- varp, þar sem kveðið var á um til- högun kosninga í október, var fellt á austur-þýska þinginu í fyrrinótt. Stjómmálaskýrendur segja að jafnaðarmenn vilji að kosningar fari fram eins seint og unnt er svo kjós- endur getí gert sér fulla grein fyrir hroðalegú ástandi austur-þýska efnahagsins og þannig kennt Kohl um allt saman og styrkt stöðu sína fyrir kosningarnar. Reuter Lothar de Maiziere, forsætisráðherra Austur-Þýskalands, gaf i skyn í gær að hann kynni að fallast á sameiningu þýsku ríkjanna i október, jafnvel þótt kosningar fari ekki fram fyrr en í desember. Símamynd Reuter Sovésk yfírvöld: Hervaldi ekki beitt Armenskir þjóðernissinnar bjuggu sig í gærkvöldi undir árás sovéskra hermanna en á meðan reyndu leiðtogar Armeníu og sov- éskir embættismenn í Moskvu að ná samkomulagi til að koma í veg fyrir átök. Nýkjörinn forseti Armeníu, Le- von Ter-Petrosian, tjáði í gær fréttamönnum í Moskvu að sovésk yfirvöld hefðu heitið því að beita ekki hervaldi gegn vopnuðum hóp- um armenskra þjóðernissinna. Þeim hafði verið fyrirskipað að leggja niður vopn í dag. Innanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, Vadim Bakatin, kvaðst mundu biðja Gor- batsjov forseta um að þjóðerniss- innum yrði veittur hálfsmánaðar- frestur til að leggja niður vopn. Forseti Armeníu sagði einnig á fundinum með fréttamönnum að hann væri reiðubúinn að reyna að ná málamiðlun við Azerbajdzhan í deilunni um yfirráð yfir Nagorno- Karabakh. Héraðið er í Azerbajdz- han en flestir íbúa þess eru Armen- ar. Armeníuforsetinn fór til Moskvu til að ræða við ráðamenn þar um fyrirskipan Gorbatsjovs frá 25. júlí síðastliðnum um að vopnaðir hóp- ar armenskra þjóðernissinna yrðu að leggja niður vopn innan tveggja vikna. Varaði Gorbatsjov við því að sovéskir hermenn kynnu að verða látnir afvopna þjóðernis- sinna ef þeir legðu ekki sjálfir niður vopn. Undanfarin tvö ár hafa orðið hörð átök milli armenskra þjóðern- issinna og Azerbajdzhanmanna. Armenska þingið hefur stutt her þjóðernissinna. Reuter Líbería: Skæruliðar herða sóknina Stríðandi fylkingar skæruliða í Lí- beríu nálguðust í nótt bústaö Samu- els Doe forseta í Monróvíu. Vestur- afrísk friðargæslusveit er væntanleg til landsins innan tíu daga en stjórn- arerindrekar eru þeirrar skoðunar að skæruliðar hafi í hyggju aö steypa forsetanum áður. í austurhluta höfuðborgarinnar hertu skæruliðar, undir forystu Charles Taylor, sókn sína í gær og áttu eftir tvo kílómetra að höllinni áður en þeim var veitt hörð mót- spyma. I norður- og vesturhluta borgarinnar sóttu einnig menn Prince Johnsons fram. Ágreiningur uppreisnarleiðtog- anna tveggja hefur hins vegar orðið til að skapa óvissu um hvað við tek- ur. Taylor hefur heitið því að berjast andspænis mönnum Johnsons hvar sem er en Johnson kveðst einungis hafa áhuga á að sigra Doe. í gær náðu menn Taylors aftur hlutum sendiráðahverfis Monróvíu eftir harða bardaga. Þeir eru sagöir hafa farið inn í sendiráð Vestur- Þýskalands og Nígeríu. Skærulið'- amir ráku átján hundruð flóttamenn úr sendiráði Nígeríu. Talsmaður v- Uppreisnarmaður i Líberíu skýtur til bana mann sem fannst í felum í húsi sínu með einkennisbúning hermanna og kúlur i fórum sínum. Simamynd Reuter þýska utanríkisráðuneytisins sagði að starfsmönnum v-þýska sendiráðs- ins væri ekki hætta búin en í sendi- ráðinu hafast nú við um fimm hundr- uð flóttamenn frá Nígeríu, Líberíu og vestrænum löndum. Talið er að menn Taylors hafi ráðist inn í sendi- ráð Guineu og skipaö sendiherran- um, sem stutt hefur Doe, að fara úr landi. Sendiherra Frakka í Líberíu fór í gær úr sendiráði sínu ásamt nokkrum starfsmönnum. Flaug hann frá Monróvíu í bandarískri þyrlu. Bandarísk yfirvöld hafa frá því á sunnudag flutt Bandaríkja- menn og aðra útlendinga til nerskipa við strendur Líberíu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.