Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1990. 11 Utlönd íbúar (átækrahverfis í Lima í Perú reyna að grípa matvæli sem kastað er ofan af þaki verslunar. Greipar voru látnar sópa um matvælaverslanir i mótmælaskyni við þreföldun brauðverðs og álíka hækkanir á öðrum mat- vælum. Símamynd Reuter Perú: Gíf urlegum verð- hækkunum mótmælt íbúar fátækrahverfa í Lima í Perú létu í gær greipar sópa um matvöru- verslanir og réðust inn í nokkra banka. Voru þeir að mótmæla þeim gífurlegu verðhækkunum á matvæl- um og bensíni sem nýr forseti lands- ins, Alberto Fujimori, hefur fyrir- skipað. Þrátt fyrir mikinn viðbúnað lög- reglu og hermanna segjast yfirvöld búast við frekari óeirðum í kjölfar morða á þremur mótmælendum sem myrtir voru af hermönnum. Efnahagsmálaráðherra Perú, Juan Hurtado Miller, tilkynnti á miðviku- daginn 3.100 prósenta hækkun á bensínverði og gífurlegar hækkanir á matvælum. Reyna á að fá fé með þessum hætti í tóman ríkiskassann. Á einni nóttu þrefaldaðist verð á brauði, verð á núðlum fjórfaldaðist og verð á gasi til eldunar hækkaði tuttugu og flmmfalt. Umferð um Perú lamaðist í gær þar sem ökumenn almenningsvagna neituðu að aka í mótmælaskyni við hækkun bensínverðs. Leiðtogar kirkjunnar hvöttu menn til aö sýna stillingu en embættis- menn kváðust óttast að skæruliöa- samtökin í Perú myndu nota tæki- færið og hvetja til frekari gripdeilda. Reuter Var sj árbandalagsríkin: Bjartsýn um Vínarsáttmála Sovétríkin og bandalagsríki þeirra í Varsjárbandalaginu sögðust í gær bjartsýn á að samkomulag um fækk- un hefðbundins herafla í Evrópu lægi fyrir fljótlega. Nú standa yfir í Vínarborg viðræður um fækkun hefðbundins herafla í Evrópu og kváðust fulltrúar ríkja Austur-Evr- ópu bjartsýnir á að undirritun slíks sáttmála gæti farið fram í nóvember. En hvað sem því líður er ljóst að enn á eftir að ganga frá ýmsum mál- efnum. Ungverski utanríkisráðherr- ann, sem og yfirmaður sendinefndar sovésku samninganefndarinnar í Vínarviðræðunum, sögðu í gær að enn væri ágreiningur meðal hinna sjö aðildarríkja Varsjárbandalagsins um hvernig haga beri niðurskurði vopnanna og hversu mikla fækkun hvert ríki taki á sig. Samninganefndir Varsjárbanda- lagsins og Atlantshafsbandalagsins reyna nú að ná samkomulagi í grundvallaratriðum fyrir fyrirhug- aðan leiðtogafund aðildarríkja RÖSE, Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, í nóvember. „Ég tel að raunhæfur möguleiki sé á að samningur kunni að liggja fyrir (í nóvember) þrátt fyrir knappan tíma,“ sagði Oleg Grinevsky, einn' helsti samningamaður Sovétmanna í Vínarviðræðunum, í gær. Ungverski utanríkisráðherrann sagði að enn væri ágreiningur meðal aðildarríkja Varsjárbandalagsins um fækkun í samræmi við hugsanlegt samkomulag í Vín. Stjórnarerind- rekar segja að krafa Moskvustjórn- arinnar sé sú að sovéskur herafli verði ríflega þriðjungur af heildar- herafla Austur-Evrópu eftir fækkun í samræmi við Vínarsáttmála. Þetta fellur hinum ríkjum Austur-Evrópu ekki, segja stjórnarerindrekarnir. Heimildarmenn segja að fulltrúar aðildarríkja Varsjárbandalagsins muni koma saman til fundar í Tékkó- slóvakíu á næstu vikum til að ræða þetta ágreiningsefni. Reuter Tímamótauppgötvun í læknisfræði: Slökkt á krabba- meinsgeni Hiroto Naora, ástralskur prófessor, heldur á tilraunamús. Hópi visinda- manna undir forystu Naora hefur tekist að stöðva vöxt krabbameins í til- raunamúsum og snúið við vexti æxlverkandi gena i petrískál Simamynd Reuter Vísindamenn í Ástralíu kváðust í gær hafa í fyrsta sinni snúið við vexti krabbameinsfrumu með því að „slökkva á“ geninu sem orsakaði sjúkdóminn. Vísindamennirnir segja þetta tímamótauppgötvun á sviði læknavísinda. Prófessor Hiroto Naora við Ástr- alska háskólann í Canberra sagði í samtali við Reuter-fréttastofuna að með því að beita nýrri erfðatækniað- ferð, sem rannsóknarhópur á sínum vegum hefði þróað, hefði vísinda- mönnum tekist að snúa við vexti ill- kynja æxlis. Vísindamennirnir komu fyrir aöskotageni nærri æxl- valdandi geni í petrískál, grunnri og flatbotna plast- eða glerskál sem einkum er notuð til gerla- eða frumu- ræktunar. Lífefnahvati var notaður til að virkja aðskotagenið sem aftur leiddi til þess að „átök“ brutust út milh genanna í skálinni. Þessum átökum lauk með sigri „góða“ gens- ins, aðskotagensins, sem gerði hið æxlvaldandi gen óvirkt. Árangurinn lét á sér standa og krabbameins- frumumar breyttust snarlega og urðu góðkynja. Vísindamennirnir leggja áherslu á að genunum hafi verið komið fyrir, hlið við hlið, í petrískáhnni. Naoro segir að aðferð þessari hafi verið beitt á tilraunamýs en að frek- ari rannsóknir standi nú yfir til að kanna hvort krabbameinsfrumumar í músunum hafi breyst í góðkynja frumur. Hann kvaðst ekki sjá neitt er mælti gegn því að þessari aðferð yrði beitt til að hafa stjórn á krabba- meinsfrumum í mönnum en áður en slíkt gerðist yrðu frekari rannsóknir að fara fram. Reuter okkur ganga allir viimmgar út! UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.