Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1990. Lesendur_ Háskólamenntun - laun og lán Spumingin Telurðu að Bandaríkja- menn hafi sýnt rétt viðbrögð vegna innrásar innar í Kuwait? Þórgunnur Reykjalin nemi: Nei, þeir áttu aö grípa inn í miklu fyrr. Steinunn Óttarsdóttir nemi: Nei, alls ekki. Þeir eiga ekki alltaf að vera með nefið niðrí hvers manns koppi. Þorbjörn Jóhannsson lögregluþjónn: Já, ég held það. Birgir Magnússon kjötiðnaðarmað- ur: Já, verð ég ekki að segja það? Það er alltaf spurning hvernig á að bregð- ast við svona vitleysingjum. Sigurður Jóhannsson verslunarm.: Verður maður ekki að telja það? Ég býst ekki við að þeir hefðu getað brugðist öðruvísi við, ekki nema þá að beita efnahagsþvingunum. BHMR-kona skrifar: Verkakona ein skrifaði fyrir skömmu í lesendadálk DV og vildi skammast út í hina hálaunuðu há- skólamenntuðu ríkisstarfsmenn fyr- ir heimtufrekju þeirra. Háskóla- menn hafa að undanfómu verið út- hrópaðir sém nánast ótíndir skemmdarverkamenn fyrir aö krefj- ast þess eins að staðið sé við samn- inga. - Það er illt til þess að vita að láglaunamenn landsins skuli eyða kröftum sínum í innbyrðis deilur í stað þess að standa saman því sundr- ung launþegahreyfingarinnar er engum í hag nema vinnuveitendum. Mig langar einnig til að leiðrétta þann hvimleiða misskilning að há- skólamenn séu hálaunamenn. Sjálf hef ég lokið 6 ára háskólanámi bæði hér og erlendis. Mánaðarlaun mín fyrir júlímánuð voru rétt tæpar 82 Framkvæmdastj. Jarlsins skrifar: Sigrún og „verkakona" hafa skrif- ast á í lesendadálkum DV að undan- fórnu út af MacDonalds hamborgur- um. - Flestir veitingastaðir geta margt gott lært af MacDonalds - en fjölmargar skoðanakannanir stað- festa að bragögæði hamborgaranna er ekki þeirra sterkasta hlið. Þau okkar hjá Jarlinum sem höfum haft tækifæri til þess að bera saman okkar hamborgara og þeirra unum Hans G. Magnússon skrifar: Ég vil þakka DV fyrir kvikmynda- síðuna sem birtist alla fóstudaga. Hún er kærkomin heimild í þessu myndbanda- og kvikmyndaflóði sem nú er á íslandi. - Sjálfur er ég tíður gestur kvikmyndahúsa Reykjavíkur og reyni að sjá sem flestar góðar myndir. Það er þess vegna sem kvik- myndagagnrýnin í DV kemur að svo góðum notum. þús. krónur og er þaö fyrir fulla dag- vinnu. Eins og aðrir launamenn geta sumir háskólamenn drýgt tekjur sín- ar með eftirvinnu en aðrir ekki og er ég í þeim hópi. Starf, heimili og börn bjóða ekki upp á það og verða því launin að duga. Þegar ég hóf starf að loknu námi stóð ég með tvær hendur tómar og rúmlega 2 milljóna króna námsskuld á bakinu. Vinafólk mitt, sem hafði ýmist farið í styttra nám eða látið slíkt alveg vera, átti orðið íbúð og bíl. Ég er ekki að öfundast út í það því sérhver velur sitt ævistarf. Ég er af verkafólki komin. Foreldrar mínir vildu að ég stundaði langskóla- nám. Ef til vill vonuðu þau aö ég myndi hafa það eitthvað betra en þau. - En raunin hefur orðið allt önnur. Fyrir skömmu kom til mín ungur þeim samanburði vel. íslenska nautakjötið er reyndar að margra mati mun bragðmeira en kjöt af hraðvöxnum erlendum holdanauta- kynjum. Við biðjum lesendadálk DV þvi hér með fyrir sinn hvorn boðsmiöann til þeirra Sigrúnar og „verkakonu" þar sem þeim er boðiö að fá sér hamborg- ara hjá Jarlinum - svona til saman- burðar. Ég hefl hins vegar tekið eftir því nú undanfarið að gagnrýniþáttum fer óðum fækkandi í DV. - Til dæmis finnst mér ég sjá alltof fáar greinar eftir Gísla Einarsson sem er einn al- besti og sniöugasti gagnrýnandi í fjölmiðlum á landinu í dag. - Endi- lega reynið að bæta úr þessu sem fyrst svo að bíó-áhugafólk geti fylgst betur með. frændi minn sem hafði nýlokið stúd- entsprófl og var að velta fyrir sér möguleikum til framhaldsnáms. Ég sýndi honum launaseðilinn minn og baö hann aö hugsa vel sinn gang áður en hann hæfl nám í þeirri vís- indagrein sem hugurinn stóð til. Hann yrði að vera tilbúinn að færa fórnir. Væri það þess virði? Satt að segja ráðlagði ég þessum efnilega manni eindregið frá því að hefja námið. Hann skyldi frekar reyna aö finna eitthvert styttra nám, meira metið í þjóðfélaginu en þessa erfiðu vísindagrein. Það væri lítið gaman að leggja á sig þungt nám, þola áralöng blankheit og safna námsskuldum til þess eins að fá sömu laun og hann fengi nú þegar í verkamannavinnunni sem hann stundaði í sumarfríinu. Námslánin virðast ef til vill ekki E.S. skrifar: Ég bý í sveitarfélagi sem hefur tæpa 600 íbúa. í þessu sveitarfélagi eru tvær sóknir og u.þ.b. 15 mín. akstur á milli þeirra á greiðfærri leið. Einn prestur þjónar tveimur kirkj- unum. - Hér er hins vegar nánast aldrei messað nema á stórhátíðum, hámark 6 messur á ári. Ekkert er safnaðarstarfiö sem maður verður var við og ekkert barnastarf er innt af hendi, hvorki af presti né öðrum. Nú veit ég fyrir víst að margir eru óánægðir með þetta ástand. En þar sem allir þekkja alla þorir enginn að gera neitt í málinu og allra síst svo róttækt sem það aö gagnrýna prest sinn opinberlega undir fullu nafni. - Það gæti vakið sárindi, jafnvel úlfúð. Menn tala því bara sín í milli og klykkja svo út með að segja að svona hafi þetta alltáf verið, fólk þekki ekki annað. Sumir láta e.t.v. þau orð falla til viðbótar að kannski þurfi ekki að hafa fleiri messur (og vitna þá gjam- an í orð safnaðarhiröisins sem segist vera á góðri leið með aö afkristna sóknarbörnin). Konráð Friðfmnsson skrifar: Nýlega var greint frá því hér í frétt- um að breska lögreglan óttaðist að 20 ungir drengir hefðu verið myrtir í tengslum við klámmyndaiðnaðinn. Talið er að þetta séu mest börn frá Suður-Ameríku þar sem mannslífið er lítils metiö og löggæsla lítil. Börn þessi hafa ekki í nein hús að venda og hafast við á götum og gang- stéttum þar sem þau eru auðveld bráð þeirra er bjóða þeim mat og húsaskjól. Álítur breska lögreglan aö hér sé aöallega um tvo klám- myndahringi að ræöa er teygi anga sína víða um lönd. - Henni hefur að vísu ekki tekist að sanna málið en líkurnar eru miklar á að verknaður- inn eigi sér stoð í veruleikanum. Þegar maður heyrir slíkt fyllist maöur óhugnaði. Ekki síst sökum þess að enn einu sinni sannast hve ógurlegt og miskunnarlaust vald peninganna er. Þar er allt gert til að þóknast þessum haröa húsbónda sem best. Jafnvel þannig að búa til klámmyndir þar sem drengir eru af- máðir fyrir framan tökuvélamar. - Allt til að fullnægja brengluöum hvötum saurlífisseggja. þungur baggi, eru vaxtalaus eins og bent hefur vrið á, en þau eru verð- tryggð og það þarf að greiöa af þeim. Þau eru heldur ekki fjárfestingarlán eins og fasteignalán - í það minnsta eykst verðmæti þeirrar fjárfestingar ekki í takt við annað í þjóðfélaginu. Vinnuaflið má alltaf fá ódýrt, launa- fólkið ber byröarnar. Stundum, er ég virði fyrir mér bíl- ana á götunum og húsin, sem sumir virðast geta byggt sér, fer ekkert á milli mála að einhvers staðar eru til peningar. - „Launin má ekki hækka án þess að til komi aukin þjóðarfram- leiðsla," er sagt. En hvað um meiri jöfnuð? Um hann má ekki ræða nema þegar láglaunamennimir ráðast hver á annan og bitast um molana sem náðarsamlegast falla af borðum þeirra sem þjóðarauðnum ráða. Það er stundum sagt að glöggt sé gests augað. Þegar ég flutti hingað fyrir rúmlega 10 ámm fundust mér þessir hlutir ómögulegir enda alin upp við sunnudagaskóla og kirkju- sókn og fannst hart að geta ekki veitt börnum mínum það sama. - En ég spyr: Hvers á maöur að gjalda? Eiga börnin að alast upp í þeirri trú að guð sé bara í kirkjunni á jólum og páskum? Eru engin takmörk fyrir því hvaö prestur getur verið lengi í starfi án þess að sinna því skamm- laust? Nú þykist ég vita af starfsævi að viðbættum lífaldri, þ.e. 95 ár, tákni að prestur fari eða eigi kost á aö fara á eftirlaun. En hvað ef viðkomandi hefur verið kosinn prófastur? Þá skilst mér að maður sitji uppi með hann það sem eftir er! - Eru prest- arnir í landinu höfuðlaus her? Hvað er orðið um köllunina? Svo mikið veit ég að sinnti ég starfi mínu svona illa væri búiö að reka mig fyrir löngu og það með skömm. - Þetta vil ég láta koma fram að gefnu tilefni. Við skulum vera minnug þess að menn sem sækjast eftir að kaupa svona drasl eru í engu skárri en hin- ir er framleiða búninginn því kaup- endurnir halda starfseminni gang- andi og ráða þess vegna hvort hún lifir eða deyr og engir aðrir. Auðvítað þarf fjármagn að vera til staðar til flestra hluta. En er ekki sitt hvað að hjá þjóðfélögum þar sem öll umræö- an snýst um aö afla sér meiri tekna? Líkt og hér á landi? Veltum þessum hlutum fyrir okkur. Aö lokum má benda á þekkt dæmi varðandi áhrifamátt hins illa kóngs og tengist kannski ofangreindu efni meir en margur hyggur. Þaö eru at- burðirnir í Kólumbíu. Þar í landi heyja eiturefnabarónar nú harðvít- uga styrjöld gegn stjórnvöldum. Sú skálmöld snýst fyrst og fremst um peninga. Barónarnir geta ekki til þess hugsað að missa þann spón úr aski sínum sem kókaínsalan er þrátt fyrir að þeim er fullkunnugt um eyði- leggingarmátt eitursins. Þess vegna hika þeir ekki viö að drepa stjórn- málamenn, dómara, blaðamenn eða aðra þá sem standa í veginum. Þarna tala staðreyndir sínu máli. Br prestastéttin heilög? Boðsmiðar á Jarlinn Jaríínn ii £-? <j — k Jaríinn Ilandhafa þcssa miöa cr hér incð vinsamlcgast boðið að þiggja vcíUugar fyrir - Tvo - Handhafa þcssa miða er hér með vinsamfegast boðið að þiggja vcitingar fyrir - Tv& ~ hjá JARLINUM, Sprcngisandi án cndnrgjalds. Revkjavík ^ * KFi o Veitkjgastofan JARI.INN sf., hjá JARUNTJM, Sprengisandi,S án endurgjalds. Reykjavík 19'ío Ve^íngastófan JARLINN sf., 1 —T— ÍC-t-Z tw r-vt’ 1 y/c*. ^jj . W). Réttir aðilar mega vitja miðanna til lesendasíðu DV. Kærkomin kvikmyndasíða Óhugnanlegt vald

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.