Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1990. 13 Lesendur Laxveiði 1 sjó: Líka hafbeitarstöðvar Trausti Bjarnason skrifar: Stjórnendur Vogalax hrópa hátt um þessar mundir um laxveiði í sjó, hún standi stööinni bókstaflega fyrir þrifum öll þessi ólöglega veiði í sjó sem sé stunduð meðfram ströndinni á öllum Suðurnesjum og víðar. Þeir vitna réttilega í lög sem banna lax- veiöi í sjó við strendur íslands enda erum viö að berjast á alþjóðavett- vangi gegn laxveiðum í sjó. - Þökk sé Orra og félögum (ekki svo að skilja að ég sé að mæla þessu bót). En nú er komið að kjarna málsins. Vogalaxmenn veiða nefnilega allan lax sem þeir fá í sjó og hafa alltaf gert. Það hefur nánast enginn lax gengið upp í stöðina af sjálfsdáðum. Það er girt fyrir víkina og síðan er allt sem lendir fyrir innan girðing- una háfað með bílkrana upp í stöð. Hvernig ætia Vogalaxmenn að ábyrgjast að sá lax, sem þeir veiða þannig í sjó, sé allur frá þeim kominn en ekki úr öðrum hafbeitarstöðvum eöa laxveiðiám? - Hvað gerist þegar lax úr t.d. lítilli laxveiðiá lendir kannski í laxatorfu úr hafbeitarstöð, og svo er háfað upp, úti í sjó? Fer ekki eitthvað af þeim laxi með? En Vogalaxmenn eru ekki einir um þessa iðju. í Hraunsfirði á Snæfells- nesi er nefnilega hafbeitarstöð við brúna yfir Hraunsfjörð, sem er úti í miðjum firði. Þar er allur lax veiddur í sjó! Hvað um Lárós, sem er með alls konar tilfæringar úti í sjó? Og svona mætti halda lengi áfram að telja upp fleiri og fleiri. Þessi framkoma er til skammar fyrir okkur íslendinga og er kannski að eyðileggja okkar yndislegu lax- veiðiár. Um þetta væri hægt að skrifa langt mál, en nóg að sinni hér. - Að endingu þetta: Orri og félagar; snúið ykkur að þessari sjávarveiði. Stjórn- málamenn; stöðvið þennan ósóma strax. Stjórnendur hafbeitarstöðva; hættið þessari sjávarveiði nú þegar, þar sem hún er brot á landslögum, og látið laxinn ganga eðlilega upp í eldisstöðvarnar. Um límúsínur Kristinn Snæland skrifar: Bjarni Pálmarsson, sá sem hefur fengið rekstrarleyfi fyrir 5 límúsín bifreiðar í Reykjavík, eyðir 60 dálksentímetrum í DV sl. mánudag til að svara grein minni um límús- ínleyfin, sem birtist í blaðinu hinn 27. júlí sl. - og það þótt hann telji grein mína ekki svaraverða. Guð hjálpi mér og lesendum DV ef Bjarni hefði talið grein mína svara- verða! Að mínu mati snýst mál þetta um þá skrýtnu ákvörðun Umsjónar- nefndar leigubifreiða í Reykjavík og nágrenni að samþykkja venju- lega stóra Buick bifreið sem límús- ín bifreið. Framleiðendur þessarar bifreiðar og aðrir sem þekkja til bifreiða kalla viðkomandi bifreið ekki límúsín bifreið. Þess vegna er nefndin að stuðla að viðskiptasvik- um með því að heimila notkun hennar í nafni þess fyrirtækis sem auglýsir „B.P. Limousine þjónust- an“. Það skal tekið fram, að ég - og mér virðist leigubílstjórar almennt - ekki amast við því þótt Bjarni fengi leyfi til reksturs fimm limous- ine bifreiða, heldur framkvæmd- inni sjálfri, þ.e.a.s. þeirri að heimila honum rekstur fimm venjulegra leigubifreiða undir nafninu „limo- usine“. - Með því er aðeins verið að fjölga venjulegum leigubifreið- um um fimm, á sama tíma og al- mennt er verið að reyna að fækka í stéttinni. Það skal sérstaklega tekið fram, að „eðalvagnar", fallegri, betri og vandaðri en Buick Bjarna eru þeg- ar á bifreiðastöðvum borgarinnar. Þess vegna eru leyfin til Bjarna með stóra ameríska dreka bara rugl og umsjónarnefndinni til skammar. Bjarni heldur því fram að límúsín bílar séu til í þremur stærðarflokk- um. Látum sem það sé rétt, en þá má bæta því við að allir bílar, sem flokkast í þessa þrjá flokka, eru raunverulegir límúsínbílar. Það er Buickinn ekki. í raun er það furðulegt að Bjarni skuh vera að sperrast með þessa „limousine" þjónustu þegar hann segir sjálfur: „Það er einfaldlega ekki hægt að nota stærri gerðir af limúsínum hér á landi". - Það sem hangir á spýtunni, að mínu mati, er að Bjarni vilji fá leyfi til þess að reka fimm stóra ameríska bíla og geta með því verið bæði inni á al- mennum markaði leigubifreiða og í því sem hann kýs að kalla „limo- usine“ þjónustu. Því míður hefur umsjónamefnd- in gengið til liðs við Bjarna í rugli þessu og er með því að eyðileggja trúnað sinn við leigubílstjóra. Leigubílstjórar hafa þegar undir- ritað mótmæli gegn þessu, enda telja þeir leyfin til Bjarna stuðla að upplausn í stéttinni. - Að lokum vil ég bæta við, að grunnhygginn er Bjarni þegar hann segir: „Allt umtal er hin besta auglýsing." - Staðreyndin er sú að með því að reyna að selja rækju fyrir humar verður maðurinn aðeins frægur af endemum, og verði honum að góðu, ef hann kýs sér það hlútskipti. H agkvæmt kvikmyndasamstarf Þorsteihn Jónsson, framkvæmdastj. Kvikmyndasjóðs íslands, skrifar: „Axel“ nokkur hringdi til DV 20. júlí sl. og vildi setja upp merki stöðv- unarskyldu og fannst ekki verjandi af ráðherranum að samþykkja þetta verkefni. Axel vill beita stöðvunar- skyldunni á röngum stað. Gera verð- ur upp á milli verkefna eftir því hvort þau eru hagkvæm eða ekki. - Þarna er um það að ræða að íslendingar fá meira en þeir leggja fram. 1. Framlag íslendinga veröur hlut- fallslega lægra heldur en framlag hinna Norðurlandanna. 2. íslenska kvikmyndin nýtur kynn- ingar sem við höfum að öðrum kosti ekki efni á. Sú kynning verð- ur stökkpallur fyrir hana og fleiri íslenskar myndir á erlendum markaði og skilar okkur hagnaði. 3. Þátttöku í verkefninu fylgir 30 milljón króna styrkur úr Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðn- um. 4. Á móti íslenska framlaginu í myndum hinna Norðurlandanna eignast þeir hluta í dreifingarrétti á þessum myndum sem getur skil- að hagnaði. Það er happdrættis- miði sem getur skilað stórum vinningi því verkefnin, sem valin eru, eru stærstu og metnaðar- fyllstu verk sem sett eru í gang á þessu ári á Norðurlöndunum. Þegar á heildina er litið þurfa ís- lendingar að leggja fram íjárhæð sem er lægri en kostnaðarverð myndar þeirra og fá í staðinn verðmæti sem eru meiri en kostnaðarverð hennar. - Niðurstaðan er því sú að þarna er um góða ávöxtun þessara peninga að ræða, auk þess sem við framleið- um eina vandaða íslenska kvikmynd. OKKARÁRLEGI HEILDSÖLUMARKAÐUR VERÐUR OPNAÐUR ÁMORGUN AÐ BÍLDSHÖFÐA 16 • Barnafatnaður 9 Karlmannafatnaður 9 o.íl. o.fl. Opiðfrákl. 13.00-18.00 allavirka daga, laugardaga frá kl. 10.00-14.00. ATH. Aðeins opið 2-3 vikur. HNOÐRI HF. EINSTAKT Á ÍSLANDI Úrval TÍMARIT FYRIR ALLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.