Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Síða 26
34
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1990.
LífsstOI
PAPRIKA
I
'O
CQ
I
698 281
SVEPPIR
DV kannar grænmetismarkaðinn:
Verð á íslensku
kartöflimum óstöðugt
Kannaöar eru sömu tegundir
grænmetis þessa vikuna og undan-
fariö. Er helst að sjá aö sveppaverð
hefur hækkað nokkuð eins og áætlað
var í síðustu viku. Það er einnig eftir-
tektarvert hversu misjafnt verð er á
íslensku kartöflunum. Gullauga er
nú að koma í verslanir en hingað til
hefur ef til vill verið hægt að setja
út á innlendu framleiðsluna vegna
smæðar kartaflnanna. Stærðarmun-
ur er merkjanlegur því gullaugaö er
betur þroskað en þær kartöflur sem
fyrst komu. Þetta gerir verðsaman-
burð erfiðan enn sem komið er. Ef
horft er fram hjá þessum atriðum er
lægsta verð að finna í Fjarðarkaupi
þar sem kílóið kostar einungis 40
krónur. Hæsta verð var að fmna í
Hagkaupi en þar kostar kílóið nú 159
krónur. Það eru gullauga-kartöflur
og nokkuð stærri en þær ódýrari.
Tómatar fást í öllum verslunum
eins og ávallt. Er lægsta verðið að
fmna hjá versluninni Bónusi þar sem
kílóið kostar 148 krónur. Hæst er
verðið hjá Kjötstöðinni í Glæsibæ en
þar er það á 250 krónur. Hjá Fjarðar-
kaupi kostar sama magn 165 krónur,
hjá Miklagarði 228 krónur og hjá
Hagkaupi 239 krónur. Meðalverð er
206 krónur og munur milli hæsta og
lægsta verðs 69%.
Gúrkurnar er hægt aö kaupa fyrir
149 krónur kílóið hjá Bónusi og er
það jafnframt lægsta verðið. Mikh-
garður selur þær á 215 krónur, Fjarð-
arkaup er krónu yfir og kosta gúrk-
urnar þar 216 krónur, Hagkaup selur
þær á 229 krónur og Kjötstöðin er
með hæsta verðið en þar kosta gúrk-
umar 245 krónur. 64% munur er á
hæsta og lægsta verði og er meðal-
verð 211 krónur sem er eilítið hærra
en í síðustu viku.
Verð á sveppum er misjafnt en
sama er hægt að segja um útlit
þeirra. Dýmstu sveppirnir eru frá
Flúðum en þeir líta einnig mjög vel
út. Munur á verði er mjög mikill.
Þeir dýrustu era til í Kjötstöðinni en
þar kosta þeir 640 krónur kílóið. Er
verslunin með sveppi frá Flúðum á
boðstólum. Ódýrastu sveppirnir eru
til hjá Bónusi en þar kostar kílóið 247
krónur. Verðmunur er 159% en með-
alverð er 433 krónur og var rúmlega
300 krónur í síðustu könnun. Mikh-
garður selur sveppina á 288 krónur
Verð á íslenskum kartöflum er mjög misjafnt en stærðarmunur gerir verð-
samanburð erfiðan.
og eru þeir á sérstöku tilboðsverði.
Fjarðarkaup selur sína á 460 krónur
og Hagkaup á 529 krónur en það eru
einnig Flúðasveppir.
Grænu vínberin eru ódýrust í
Miklagarði og kosta þar 285 krónur.
Fjarðarkaup er næstódýrast en þar
er kílóið á 336 krónur. Hagkaup selur
sín á 369 krónur og Kjötstöðin rekur
lestina með 398 krónur kílóið. Meðal-
verð er 347 krónur en munur milli
hæsta og lægsta verðs er 40%. Bónus
selur ekki vínber.
Það er 148% munur á hæsta og
lægsta verði á grænni papriku. Bón-
us selur kílóið á 281 krónu en Kjöt-
stöðin á 698 krónur. í Bónusverslun-
unum eru paprikurnar seldar í
stykkjatali og kostar hvert 37 krón-
ur. Þessi tala er notuð til að reikna
út kílóverð ásamt þyngd paprikunn-
ar. Hagkaup selur paprikumar á 435
krónur kílóið, Mikligarður á 438
krónur og Fjaröarkaup á 445 krónur.
Meðalverð er 460 krónur.
Nokkuð er enn til af erlendu kart-
öflunum þó að þær íslensku séu
komnar. Verð á þeim er svipað og í
síðustu viku, meðalverð 102 krónur
á kílóið. Lægst er verðið hjá Bónusi,
87 krónur og 50 aurar. Hagkaup og
Mikligarður selja kílóið á 99 krónur
og 50 aura, Fjarðarkaup á 104 krónur
og 50 aura og Kjötstöðin er með
hæsta verðið en þar kosta kartöfl-
urnar 120 krónur.
Eins og áður hefur komið fram er
verð á íslensku kartöflunum mjög
misjafnt. Verðsamanburður er því
nokkuð erfiður enn sem komið er.
Bragðið ættijtó ekki að vera mjög
frábrugðið. Ódýrustu kartöflurnar
er að finna hjá Fjarðarkaupi þar sem
þær kosta 40 krónur. í sömu verslun
eru einnig fáanlegar íslenskar kart-
öflur á 75 krónur og 94 krónur í
lausu. Bónus selur sínar kartöflur á
70 krónur og er gullauga væntanlegt
hjá þeim eftir helgi. Kílóið kostar 115
krónur í Miklagarði, 120 krónur í
Kjötstöðinni og 159 krónur í Hag-
kaupi. Meðalverð er 96 krónur.
-tlt
Sértilboð og afsláttur:
Smjörlíki, melónur og margt fleira
í Fjarðarkaupi er hægt að kaupa
smjörlíki á lækkuðu verði. Kostar
það nú 99 krónur en var áður 110
krónur. Merrild kaffi er á thboðs-
verði og er pakkinn af Café Noir á
310 krónur en venjulega kaffið kostar
249 krónur. Snap Jacks kex til aö
hafa með kaffinu er hægt að kaupa
á 70 krónur. Hársnyrtivörur frá Su-
ave kosta 239 krónur brúsinn. 3 kíló
af Shine þvottaefni kosta 659 krónur.
Hagkaup er með vikutilboð á ung-
hænum og kostar kílóið af þeim 175
krónur. í eftirmat er tilvahð að fá sér
gula melónu sem er hægt að fá á 99
krónur stykkið. Krakkar eru alltaf
Smjörlíki er eitt af því sem er á lækkuðu verði að þessu sinni. Margt annað
er einnig að finna á tilboðsverði.
til í að fá sér kakó og kostar Nes-
quick kakómalt 199 krónur (400
grömm). Pfannner eplasafi er ekki
síðri kostur fyrir þann sem er þyrst-
ur og kostar lítrinn af drykknum 75
krónur.
Ef löngun er th að fá sér pastarétt
í kvöldmatinn er mögulegt að fá í
Miklagarði spaghetti með sósu frá
Kraft á 179 krónur. Honig pasta er á
67 krónur pakkinn. Menn fá sér
gjarnan salat með ítölskum réttum
og ofan á þaö er hægt að nota Kraft
dressing sem kostar 123 krónur.
Rynkeby ávaxtasafi er á tilboðsverði
og kostar 99 krónur.
í Bónusi er mjólkin á lægra verði,
eða 60 krónur. Smjörlíki er á 98 krón-
ur og til að fá þvottinn hreinan eru
3 kíló afBlutex þvottaefni á 307 krón-
ur. Margt annað er að finna á góðu
verði, svo sem ódýrar rafhlöður og
hársnyrtivörur.
Kjötstöðin í Glæsibæ selur kökur
frá Kuchen Meister á 99 krónur 'og
Dan Cake Roulade á 199 krónur. Það
er fint að fá sér te ef ekki er drukkið
kaffi en 200 pokar af Basel Line te-
pokum kosta 140 krónur og eru á 30%
afslætti. -tit
ífe Vínber
Paprika
Verð í krónum
Jan. Fod. Mars AprA Mal Júnl Júll Agúst