Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Page 7
f \ i' A r V ! !■ ' f ' ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990. 7 dv Sandkom Gjaldþrota- hagfræði Ríkisstjómin varaðræða vandabygg- ingasjóðanna um daginn en cinsogkunn- ugterstefnir alltíaðþeir verði gjakl- þrotaumalda- mótin.Jó- hanna Sigurð- árdóttirfélags- málaráðherra bentí á aö i raun væri ástand þessara sjóða svipað og Lánasjóðs íslenskra námsmanna, Byggðastofnunar og annarra opinberra sjóða sem gengj u einfaldlega ekki upp. Mismunurinn væri hins vegar sá að byggingasjóð- irnír væru alltaf skornir níður við trog á meðan lánasjóðurinn og aðrir sjóðir fengju að vaða áfram. Efttr ræðu Jóhönnu hugsaði Steingrímur Hermannsson sig um andartak og sagði síöan:, ,Það er kannski athug- andi aö miða ijárlagagerðina við að þessir sjóðir verði allir gjaldþrota á samaárinu." „The Mad Hatter" fireinnl.ofts- son, fyrrver- andi aðstoðar- maðurGeirs Hallgrímsson- arogMatthías- ar Mathiesen i utanrikisráð- iicrratiö þeirra. licfurekki mik- iðálitánúver- :andi utanrikis- ráöherra. Jóni Baldvin Hannibalssynt Hann likb- Jóni Bald- vin við hattarann í ævintýrínu um Lísu í Undralandi en hattarinn dund- aði sér við óskiljanlega spurninga- leiki sem engin svör fengust við. Hreinn segir ástandið í utanríkis- ráðuneytinu svipað því sem þar standi yfir „einskonar samkvæmi þar sem hlegið er dátt aö veröldinni utandyra sem misskilur allt. Er þá aðeins tvennt til svo veisluglaumnum ljúkí,“ segirHreinn. „Annaðhvort verður ráðherrann aö skipta um vor- öld eða veröldin að skipta um ráð- herra." Vantar þjóðfélag Þessi síðasta setningHreins minniráeink- unn sem Þjóð- hagsstofnun fékk einu sinni. Einsog kunn- ugterhefur stofnuninoft reynstæðimis- tækíþjóð- hagsspám sín- ’úm.Einhverju sinniþegar Þórður Friðjónsson forstjóri lagði fram nýja spá sem þótti ekki lofa góðu sagöi einhver: „Þetta er mjög góð þjóðhagsspá. Það þarf bara að finna eitthvert þjóðfélag sem passar viðhana." Eru bændur búfénaður? Aaðalfumii Stéttarsam- bandsb.en<ia umdaginn var meðal annars rættumaðtaka uppbeinanið- UrgreiðslUrtíl bænda. Her- mannSigur- jónssonbóndii Raftholtísagð- istteljaþessa hugmynd vonda og í henni fættst algjör niður- lægingfyrirbændur. „Þáerlitiðá bændursem búfénað," sagði Her- mann á fundinum. Við sem fæddir erum á mölinni höfum rey ndar alltaf litið á niðurgreiðslur sem styrki til bænda. Við höfum verið látnir borga háa skatta til að halda by ggð í landinu. Ef okkur heíði verið sagt að við værum aö sty rkja kindur en ekki fólk hefðum við sjálfsagt spyrnt viö fótum og neitað að borga. Umsjón: Gunnar Smári Egilsson _________________________________________Fréttir Sjávarútvegssýningin: Talið er að um 12 þúsund manns haíl sótt sjávarútvegssýninguna í Laugardalshöll, en henni lauk um helgina. Þátttakendur létu vel af að- sókninni og voru flestir mjög ánægð- ir með árangur þessarar sýningar sem er sú þriðja af þessu tagi hér- lendis. Mikið var um að fyrirtæki væru að kynna ýmsar nýjungar á sviöi sjávarútvegs og dæmi voru um að menn gerðu góðar sölur. Seldu 2500 fiskikör Til dæmis var Norm-x að sýna í fyrsta skipti ný ófrauðfyllt fiskikör sem þeir luku við að smíða daginn áður en sýningin hófst. Þeir seldu um 2.500 kör á sýningunni, aöallega til Nýfundnalands og Færeyja, og fengu auk þess mikiö af fyrirspum- um. Sölumenn frá Rafboöa voru mjög ánægðir eftir sýninguna og sögðu að hún hefði skilað þeim mjög þýðingar- miklum samböndum. Til að mynda eru þeir komnir í sambönd við aust- ur-þýskt fyrirtæki sem framleiðir togvindur í nánast allan sovéska fiskiskipaflotann. Rafboði framleiðir rafmagnshlutann í togspil og væntir sér mikils af árangri af sýningunni. Fyrirtækið Hafsýn kynnti nýtt tölvustýrt línuveiðikerfi og yfir 100 aðilar höfðu lýst miklum áhuga á kaupum á kerfmu þegar það verður tilbúið eftir rúmt ár. Pólstækni sýndi m.a. pallvogir og seldust fjórar strax á sýningunni. Stykkið af þeim kostar rúmlega 300.000 krónur. Einnig var slegist um fiskflokkara sem kostar yfir 2 millj- ónir stykkið. Samvalslína sem sýnd var vakti gífurlega athygli og gerðu þeir ráð fyrir að selja margar slíkar og mikið af fyrirspurnum barst og óskum um tilboð. Hver lína kostar á milli 2 og 3 milljónir og að sögn Jón- asar Ágústsonar, sölustjóra hjá Póls- tækni, fara slíkir samningar sjaldn- ast fram á sýningunni sjálfri heldur leiti menn tilboða sem skoöuö eru í rólegheitum. Hollendingarnir ánægðir Hollendingar voru mjög ánægðir með árangur sýningarinnar. Þeir töldu hana styrkja mjög tengslin milli seljenda og kaupenda þar úti og ennfremur kváðust þeir háfa komið sér upp nýjum samböndum. íslenski fiskurinn væri eftirsóknar- Mikil áfengisneysla var á sjávarútvegssýningunni. Þessir herramenn fara nett i hlutina en sumir komu gagngert til að drekka ódýrt. DV-myndir GVA verð vara og þeir legðu mikið upp úr tengslum við íslenska framleið- endur. Margir þeir sem blaðamaður DV ræddi við á sýningunni sögðu að eig- inlega væri hún tveimur dögum of löng. Það væri alveg nóg að svona sýning tæki þrjá daga því að það dygði því fólki sem væri að versla. Einn viðmælanda blaðsins sagði að á sunnudaginn hefðu til dæmis þeir sem heföu verið að kaupa og gera samninga verið búnir, en „ísfólkiö" hefði veriö mætt. Þaö væri það fólk sem færi á sunnudagsrúntinn að kaupa ís handa sér og sínum en kæmi við á sýningunni í leiðinni. Ný beitningarvél, sem fyrirtækið Hafsýn kynnti, vakti mikla athygli sýningar- gesta og stöðugur straumur fólks var i básnum alla dagana. Margir með bar Það vakti athygli hversu mikið áfengi var haft um hönd á þessari sýningu og einn þeirra sem rætt var við sagðist ekki muna eftir jafn- mikilli drykkju. Margir voru með bar inn af básum sínum og veittu vel, sjálfsagt í þeim tilgangi að liöka fyrir sölu. Á föstudagskvöld þurftu öryggis- verðir sýningarinnar aö fjarlægja Íslendinga sem voru með ófrið og læti viö hollenska barinn. Þeir virt- ust liafa komið á sýninguna i þeim tilgangi einum að svala drykkju- þorsta sínum og hefðu sjálfsagt kom- ist upp með það ef þeir hefðu haft vit á því að vera til friðs. -hge Sölur, ný sambönd og bar í mörgum básum Austurland: Eitt sláturhús í stað fjögurra Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstödunc Fyrir ekki mörgum árum voru fjögur sláturhús starfandi á félagssvæði Kaupfélags Héraðsbúa, það er, á Eg- ilsstöðum, Reyðarfirði, Borgarfirði og Fossvöllum. í haust verður sauö- fjárslátrun aðeins í einu þeirra, á Fossvöllum. Þar er nýuppgert og endurbætt sláturhús sem í haust fékk löggildingu en starfaði áður á undanþágu. Björn Ágústsson, fulltrúi hiá Kaup- félaginu, sagði að það hefði þótt best- ur kostur að koma sláturhúsinu á Fossvöllum í gott horf. Sláturhús á Egilsstöðum hefði þurft að byggja upp frá grunni ef þar hefði átt að fá viðunandi aðstöðu. Á Egilsstöðum verður þó áfram stórgripa- og svína- slátrun svo og frystigeymslur. Slátrun á Fossvöllum hófst 5. sept- ember og verður slátraö 900 fjár á dag. Heildarslátrun í haust verður um 35.000 fiár. Starfsmenn í slátur- húsinu eru um 80, flestir úr norður- hreppum á Héraði. Björn sagði að þessi aðstaða til slátrunar ætti að duga næstu árin því þótt nú væri byrjað að taka aftur fé í hreppa austan Lagarfljóts, þar sem skorið var niður vegna riðunn- ar, þá yrði nú í haust skorið niður allt fé milli Jökulsár á Dal og Lagar- fljóts, alls um 13.000 fjár. Þaö munu því líða allmörg ár áður en fé fer að fjölga á ný hér fyrir austan. Eitt sláturhús, á Fossvöllum, verður nú starfrækt í stað fjögurra áður. Fé kemur ekki til með að fjölga á Austurlandi alveg á næstunni eftir niður- skurð vegna riðuveiki. DV-mynd Sigrún Björgvinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.