Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990.
9
Utlönd
Forseti Suður-Afríku í bónarferð til Bandaríkjanna:
De Klerk nær árangri í
að rjúf a einangrunina
- Bush hældi stjóminni fyrir hugrekki í kynþáttamálum
George Bush Bandaríkjaforseti
hældi F.W. de Klerk sérstaklega,
þegar forsetarnir hittust í Hvíta
húsinu í gær, fyrir kjark hans að
víkja frá áratugagamalli aðskilnað-
arstefnu kynþátta í landinu. De
Klerk er fyrsti forseti Suður-Afríku
sem heimsækir Bandaríkin frá því
að núverandi stjórnarflokkur tók
við völdum í Suður-Afríku.
Tilgangur hans með Bandaríkja-
ferðinni var fyrst og fremst sá að
fá Bandaríkjamenn til að gefa eitt-
hvað eftir af viðskiptabanninu sem
gilt hefur síðustu ár á Suður-Afr-
íku.
Engar yfirlýsingar voru gefnar
um það mál en Bush fór fögrum
orðum um de Klerk og sagðist hafa
trú á að aðskilnaðarstefnan yrði
úr sögunni innan tíðar. „Það eitt
er víst, í þeirri þróun sem nú er
hafin í Suður-Afríku, að aðskilnað-
arstefnan hlýtur að víkja,“ sagði
Bush eftir fund forsetanna.
Bush lofaði jafnframt að ráðfæra
sig við bandamenn Bandaríkjanna
í Evrópu varðandi frekari þróun í
Suður-Afríku í átt til lýð'ræðis.
Þetta þykir benda til að Bush hafi
ekki tekið illa í að létta á viðskipta-
banninu ef fleiri skref verða tekin
í áttina að auknum réttindum
svarta meirihlutans í Suður-Afr-
iku.
Eftir fundinn sagðist Pik Botha,
utanríkisráðherra Suður-Afríku,
bjartsýnn á að einangrun landsins
væri senn á enda. „Við forsetinn
erum báðir mjög ánægðir með
F.W. de Klerk, forseti Suður-Afriku,
þykir hafa náð áfanga í að rjúfa
einangrun landsins í för sinni til
Bandaríkjanna. Simamynd Reuter
heimsóknina. Ég held að hér hafi
ýmislegt komið fram sem ríkis-
stjórnir Evrópulanda hafa verið að
bíða eftir,“ sagði Botha.
Ríki Evrópubandalagsins hafa
fyrir löngu lýst því yfir að ekki
komi til greina að ræða viðskipta-
bannið á Suður-Afríku fyrr en
„einhverjar vísbendingar koma
fram um varanlegar breytingar í
landinu".
Bush er fyrsti leiðtoginn á Vest-
urlöndum sem opinberlega viður-
kennir að eitthvað þaö hafl nú gerst
í Suður-Afríku sem réttlæti að
stjórn hvíta minnihlutans þar verði
tekin í sátt meðal ráðamanna í
heiminum.
Reuter
Þýskaland:
Ólæti unglinga
aðvestaní
Nokkur hundruð ungmenni frá
Vestur-Berlin fóru með ólátum
um Austur-Berlin í gær. Voru
unglingamir með hávaða og
köstuðu grjóti að vegfarendum.
Einn lögreglumaður slasaðist.
Lögreglan í Austur-Berlín sagði
að um 500 hundruð unglingar
heðu verið í hópnum. Þeir öbbuð-
ust upp á vegfarendur og brutu
rúður í nokkrum verslunum.
Lögreglan sagöi að unglingarnir
hefðu verið í mörgum smáum
hópum.
ADN, hin opinbera fféttastofa
Austur-Þýskalands, sagði að
kona af erlendu þjóðerni hefði
fundist með höfuðáverka nærri
gömlu landamærunum en lög-
reglan vildi ekki staðfesta þá frétt
viö Reuter.
Eftir að lögreglan kom á svæðið
bjuggu nokkrir unghngar um sig
í auðum húsum en fyrir nóttina
tókst að koma unglingunum út
úr borginni og var allt með kyrr-
um kjörum þar í nótt.
Þessi tíðindi þykja ekki góþ fyr-
ir framtíöina þegar aðeins rúm
vika er þar til ríkin eiga að sam-
einast. Reuter
Hermdaraðgerðir ísraelshers fyrir morð á hermanni:
Hæstiréttur bannar
að hús verði brotin
Vaxandi óróa gætir nú í ísrael eftir að arabar á Gazasvæðinu myrtu ísra-
elskan hermann. Simamynd Reuter
Hæstiréttur ísraels hefur úrskurð-
að að ísraelsher hafl engan rétt til
að brjóta niður byggingar í eigu
Araba á Gazasvæðinu. Herinn hafði
hótað aðgerðum af þessu tagi til að
hefna fyrir hrottalegt morð á her-
manni.
Stórvirkar vinnuvélar á vegum
hersins höfðu þegar verið sendar á
vettvang og var búið að brjóta niður
hús í Bureij-flóttamannabúðunum
þegar boðin komu frá réttinum um
að aðgerðirnar vörðuðu við stjórnar-
skrá landins.
Úrskurður réttarins er þó ekki vár-
anlegur því búist er við að hann komi
saman aftur í dag og ræði framhald
málsins. Fastlega er gert ráð fyrir að
herinn muni hefna fyrir dauða her-
mannsins með einhverjum hætti og
láti þá dómsúrskurði lönd og leið.
Herinn hafði þegar tilkynnt að tíu
verslanir, tíu íbúðarhús og bensín-
stöð yrðu lög í rúst og var fólkið ekki
varað vi'ð hvaða hús yrðu brotin.
Hæstiréttur sagði að herinn mætti
ekki grípa til þessara aðgerða nema
láta eigendur húsanna vita áður.
Herlög gilda á svæðinu og hefur her-
inn því víðtæk völd til að ganga á
eigur manna.
Hermaðurinn hafði orðið fyrir
steinkasti frá 200 manna hópi araba.
Tókst þeim að rota hann og að því
loknu var bensínu hellt yfir hann og
kveikt í. Morðið hefur vakið mikla
reiði í ísrael og hafa landsmenn kraf-
ist hermdaraðgrða.
Moshe Arens varnarmálaráðherra
sagði að þegar yrði að grípa til rót-
tækra aðgerða og láta araba vita að
framferði sem þetta yrði ekki liðið.
Laði Arens til að hernum yrðu gefin
enn víðtækari völd til að halda uppi
aga á herteknu svæðum ísraels.
Reuter
Vinningstölur laugardaginn
22. sept. /90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 1 5.193.334
o íffié 4af5*Sjjáp 2 272.349
3. 4af5 128 7.340
4. 3af 5 4713 465
Heiidárvinningsupphæð þessa viku:
8.869.097 kr.j
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
Elmwood í Visconsin:
Geimverur
velkomnar
íbúar í smábænum Elmwood í Vis-
consin í Bandaríkjunum hafa ákveð-
ið að bjóða allar geimverur velkomn-
ar til bæjarins. Ferðamenn eru fáséð-
ir á staðnum og þar er ekkert hótel.
Á skilti við bæjarmörkin stendur
hins vegar að allar geimverur séu
velkomnar.
Oft hafa borist sögur úr þessum bæ
af heimsókn vera utan úr geimnum.
Þetta byrjaði þegar lögreglumaður
sagðist háfa orðið fyrir ásókn frá eld-
kúlu og eftir það hafa margir fundið
að ekki er allt með felldu í háloftun-
um fyrir ofan Elmwood.
Málið hefur meira að segja náð það
langt að hugmyndir eru uppi um að
byggja flughöfn fyrir geimskip á
staðnum. Af framkvæmdum hefur
þó ekki orðiö enn vegna fjárskorts.
Reuter
ÆTLAR ÞÚ AÐ LEGGJA
SNJÓBRÆÐSLU FYRIR VETURINN?
Nú er tækifærið
Kagstætt verð og greiðsluskilmálar
Faglegar ráðleggingar
Útvegum menn til starfans ef með þarf
V VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966
Í^ÉÉI LVNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416