Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1,990.
15
Að halla réttu máli
Öðru hverju skýtur upp kollin-
um gamalkunnugt greppitrýn for-
dóma og fáfræði. Það kemur síður
að sök þegar í hlut eiga þeir sem
augljóslega vita ekki betur og oftast
gengur sæmilega að leiðrétta mis-
skilning og missagnir undir slíkum
kringumstæðum.
Hitt er sýnu verra þegar menn,
sem miðla fróðleik og skoðunum
til almennings, eru svo bhndaðir
af eigin fordómum að þeim er fyrir-
munað annað en halla réttu máli
og þá væntanlega oft gegn betri
vitund.
Það hlýtur að mega gera þá aug-
ljósu kröfu til þeirra sem fjalla
reglulega um kvikmyndir að þeir
kynni sér það sem satt er og rétt
varðandi þau lög og reglur sem í
gildi eru hér á landi og lúta að sýn-
ingum og dreifmgu myndefnis.
Sömuleiðis ætti þeim að vera ljóst
að ákvæði laganna eru fyrst og
fremst samin með velferð barna og
ungmenna í huga en ekki í þeim
tilgangi að „sortera" kvikmyndir
ofan í fullorðið fólk.
Allar upplýsingar um það hvern-
ig staðið er að framkvæmd þessara
laga liggja á lausu og eru fúslega
veittar hvenær sem eftir er leitað,
bæði hjá Kvikmyndaeftirliti ríkis-
ins og öðrum aðilum sem málið
varðar.
Mildilega á málum haldið
í smáeftirmála við umfjöllun um
kvikmynd hér í blaðinu síðasthð-
inn mánudag lætur skrifari pistils-
ins, Gísh Einarsson, að því liggja
að hér á landi sé starfandi voðalegt
ritskoðunarapparat, þ.e. Kvik-
myndaeftirhtið, sem banni og
klippi kvikmyndir af miklum móð
og gefur í skyn að landsmenn eigi
þess þar af leiðandi ekki kost að
KjaUarinn
Auður Eydal
forstöðumaður Kvikmynda-
eftirlits ríkisins
njóta þess besta sem framleitt er
fyrir hvíta tjaldið í heiminum
hverju sinni.
Slík ummæli eru algjörlega úr
lausu lofti gripin og auðvelt að sýna
fram á með tölum um skoðaðar
myndir og aldursmörk að hér á
landi er mjög mildilega á málum
haldið miðað við lönd í okkar
heimshluta og klippingar eru ein-
faldlega aldrei framkvæmdar af
Kvikmyndaeftirliti ríkisins.
Ég ætla ekki að leggja dóm á verk
Chve Barkers, sem Gísh kallar
„hstamann" enda þótt hann finni
sjálfur ótal vankanta á kvikmynd
hans, en þetta verk hans getur hver
og einn, sem náð hefur 16 ára aldri,
dæmt fyrir sjálfan sig.
Óþarfa áhyggjur
Það sem Gísla þótti sem sagt frétt-
næmt var að þessi mynd var hvorki
bönnuð né klippt en í sömu andrá
hefur hann af því áhyggjur nokkr-
ar að skoðunarmenn Kvikmynda-
eftirhts ríkisins kunni ekki að
greina á milli hrylhngs og ofbeldis.
Af því tilefni er skylt að upplýsa
að til þeirra trúnaðarstarfa, sem
skoðun kvikmynda er, hefur
menntamálaráðherra skipað hóp
af mjög vel hæfu fólki með fjöl-
breytilega menntun. Öll höfum við
góða þekkingu á kvikmyndum,
sögu þeirra og listfræði, auk þess
að vera sérmenntuð á ýmsum sviö-
um er varða velferö barna og ung-
menna. Þá þurfum við að sjálf-
sögðu að hafa mjög gott vald á
tungumálum þar sem sjaldnast er
búið að texta kvikmyndirnar þegar
við skoðum þær.
Það er því algjör óþarfi að halda
að þessi hópur fólks geti ekki metið
samkvæmt almennum viðhorfum
og gildismati í okkar þjóðfélagi
hvar sýning ofbeldis í kvikmynd-
um er orðin með þeim hætti aö telj-
ist brjóta i bága við ákvæði laga
sem sett voru árið 1983 um bann
við óhóflega grófum ofbeldismynd-
um.
Ákvæðum þessara laga hefur
verið beitt af mikilli varfærni en
setning þeirra hafði fyrst og fremst
þau áhrif að aðstreymi slíkra
mynda stórminnkaði hingað og til
annarra landa þar sem svipuð lög-
gjöf tók gildi um sama leyti.
Mat og mikils-
verðar upplýsingar
Mikið er í húfi í dag þegar hol-
skefla erlends myndefnis, harla
misjafns að gæðum, steypist yfir
börnin okkar aö kappkosta að
byggja upp jákvætt viðhorf til
starfsemi Kvikmyndaeftirlitsins og
eyða gömlum fordómum um pipr-
aðar kellingar sem sitji með gríðar-
legt sax í höndum og klippi kvik-
myndir í gríð og erg daginn út og
inn.
Slík ímynd er fjarri öllum sanni
og hlægileg nú á tímum.
Mat skoðunarmanna á kvik-
myndum og aldursmörk, sem mið-
uð eru við almenn viðhorf í okkar
samfélagi, gefa foreldrum og for-
ráðamönnum barna miklisverðar
upplýsingar um kvikmyndina,
hvort sem hún er sýnd í bíói eða
dreift á myndbandamarkaði.
Stjórnendum kvikmyndahúsa og
myndbandaleiga er skylt að sjá til
þess að börn hafi ekki aðgang að
myndefni, sé það ekki talið við
þeirra hæfi, og hliðstæðar aðvaran-
ir eiga að fylgja sjónvarpsefni.
Þeir sem fjalla að staðaldri um
kvikmyndir ættu þannig að gera
það að reglu að láta upplýsingar
um aldursmörk fylgja í pistlum sín-
um. Við það yrðu þeir einungis
áhugaverðari og slíkt væri sæmra
en að láta úrelta fordóma stýra
skrifunum.
Auður Eydal
Þeir sem fjalla að staðaldri um kvik-
myndir ættu þannig að gera það að
reglu að láta upplýsingar um aldurs-
mörk fylgja í pistlum sínum.
Hinir ósnertanlegu
Stjórnvöld eru í viðræðum við
Atlantsál um nýtt álver hér á landi,
heilbrigðis- og vinnueftirlitið lokar
lögreglustöð í Stykkishólmi vegna
slæmra aðstæðna og hótar að loka
skóla í Reykjavík því veggir séu
ekki rykbundnir.
Dr. Roth, forstjóri ísal, er að
rækta tré við annan enda kerskál-
anna og bæta og fegra umhverflð í
kringum verksmiðjuna og gefur
háar flárhæðir til ýmissa félaga-
samtaka til að skapa sér hylli og
vinsældir út á við - því ekki fær
hann það innan verksmiðjunnar. Á
meðan þessu framvindur eru
starfsmenn í kerskálum íslenska
álversins í Straumsvík að sligast
undan gas- og rykmengun sem er
það mikil að henni verður ekki lýst
með orðum.
Kjallariim
Ragnar H. Ragnarsson
varatrúnaðarmaður
í kerskálunum hjá ísal
„Það hlýtur að vera eitthvað mikið að
þegar allir verstu sjúklingarnir koma
frá einni og sömu deildinni.“
Spurningarog svör
Það er ekki nema von að starfs-
menn spyrji sem svo: Þora stjórn-
völd ekki að taka á mengunarmál-
um hjá ísal af ótta við að fæla Atl-
antsálhópinn frá? Er heilbrigðis-
og vinnueftirhtið gjörsamlega van-
máttugt gagnvart Islenska álfélag-
inu? - Eru ekki til nein íslensk lög
sem ná yfir ísal? - Er náttúruunn-
andinn og hinn mikli mannvinur,
dr. Roth, bara enginn mannvinur
þegar allt kemur til alls?
Eftir síðustu mengunarmælingu,
sem var gerð í byrjun júlí 1990, kom
í ljós að gasmengun hefur tvöfald-
ast í kerskálunum frá árinu 1989
og rykmengun að sama skapi. Þó
nokkuð mörg sýni voru yfir hættu-
mörkum og fór þó mælingin fram
þegar ástandið var með skárra
móti.
Allir aðilar sem eiga hlut að máli
eru sammála um að ástandið sé
mjög slæmt. Allir eru sammála um
að það þarf að gera eitthvað. En
hvað er gert? Ekkert til aö hlífa
starfsmönnum við þessari mengun
„Eftir siðustu mengunarmælingu ... kom i Ijós að gasmengun hefur tvöfaldast i kerskálunum frá árinu 1989,“
segir greinarhöfundur m.a.
þar til viðunandi lausn fæst og einu
viöbrögðin sem við fáum frá stjórn-
endum ísals eru svikin loforð.
Viö sem störfum í kerskálunum
þurfum engin mælitæki til að segja
okkur hve mengunin er mikil. Við
höfum líkama og heilsu sem mælir
mengunina fyrir okkur. Þegar
starfsmenn eiga erfitt með að halda
sér vakandi þegar þeir koma heim
úr vinnu og eru jafnþreyttir og
þungir þegar þeir vakna morgun-
inn eftir, eru með brjóstsviða,. eiga
erfitt með andardrátt, eru meö
kláða, slæmir í maga og stöðugan
höfuðverk hlýtur að vera eitthvað
meira en lítiö að.
Allir úr kerskálunum
Á vinnusvæði ísals er deild sem
kölluð er Skjólgarður, þaö er
verndaður vinnustaður fyrir
starfsmenn sem hafa tapað heilsu
sinni og þeir starfsmenn sem vinna
þar eru allir úr kerskálunum. Þeir
starfsmenn, sem koma verst út í
læknisskoðun, eru allir úr kerskál-
unum. Þeir starfsmenn sem þurfa
að fara í sérstaka lungnaskoðun á
Vífilsstöðum eru allir úr kerskál-
unum.
Það hlýtur að vera eitthvað mikið
að þegar allir verstu sjúklingarnir
koma frá einni og sömu deildinni.
Við starfsmenn í kerskálunum er-
um búnir að fá okkur fullsadda af
þessu aðgerðaleysi stjórnvalda,
heilbrigðis- og vinnueftirlitsins og
stjórnenda ísals sem í engu vilja
koma á móts við starfsmenn til að
hlífa þeim við þessari mengun þar
til viöunandi lausn finnst. Og á
sama tíma og við fáum alltaf lélegra
og lélegra hráefni til að vinna úr
og mengunin versnar stöðugt
fækka þeir mannskap og auka
vinnuálagið á þeim sem eftir eru.
Ég skora á stjórnvöld og heil-
brigðisyfirvöld að taka á þessu
máli og það strax.
Ég skora á forstjórann okkar, dr.
Roth, að hugsa aðeins minna um
grasið fyrir utan verksmiðjuna og
snúa sér meira að velferð starfs-
manna sinna því að heilbrigður og
ánægður starfsmaður skilar betri
vinnu en lasinn og óánægður.
Ragnar H. Ragnarsson