Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Side 24
24
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990.
Afmæli
Sigurður Ingason
Sigurður Ingason, fyrrv. póst-
rekstrarstjóri, Safamýri 23, Reykja-
vík, er sjötugur í dag. Sigurður er
fæddur í Kaupmannahöfn og ólst
upp í Kaupmannahöfn, Bergþórs-
hvoli og Vaönesi í Grímsnesi. Hann
brautskráðist úr Verslunarskóla ís-
lands 1941 og var skrifstofumaður í
Rvík 1941-1942. Sigurður var lög-
regluþjónn í Rvík 1943-1945 og þá
m.a. í 12 manna óeirðasveit lögregl-
unnar. Hann var póstfulltrúi frá 1.
október 1945 til ársloka 1959 og
deildarstjóri Tollpóststofunnar frá
1. janúar 1960 til 1967. Sigurður var
skrifstofustjóri Póststofunnar
1967-1974 og póstrekstarstjóri í Rvík
1974-1986. Hann var ritari Lögreglu-
félags Reykjavíkur 1944-1945 og í
stjóm Póstmannafélags íslands í
nokkur ár, ritari, varaformaður og
formaður í tvö ár. Sigurður var full-
trúi Póstmannafélagsins á þingum
BSRB í nokkur ár og formaður
Glímuráðs Reykjavíkur í tvö ár og
formaður glímudeildar Glímufé-
lagsins Armanns 1949. Hann var rit-
stjóri Póstmannablaðsins 1976-1986.
Sigurður kvæntist 6. desember 1947
Ernu Jónsdóttur, f. 12. desember
1922, fulltrúa. Foreldrar Emu eru:
Jón Halldórsson, starfsmaður í Gas-
stöð Reykjavíkur og kona hans Gísl-
ína Magnúsdóttir. Synir Sigurðar
og Ernu em: Skúli Már, f. 1949, sím-
virkjameistari hjá Pósti og síma,
búsettur í Rvík, kvæntur Sigrúnu
Einarsdóttur og eiga þau tvö böm;
Gísli Jón, f. 1954, útibússtjóri hjá
Pósti og síma, búsettur í Hafnar-
firði, kvæntur Þorbjörgu Jónsdótt-
ur og eiga þau þrjú börn og Öm, f.
1962, landfræðingur, deildarstjóri
hjá Landmæhngum íslands, búsett-
ur í Rvík, sambýliskona hans er Una
GuðlaugHaraldsdóttir. Systkini
Inga eru: Gunnlaugur Jón, f. 1924,
starfsmaður Alþingis, búsettur í
Hafnarfirði, kvæntur Helgu Guð-
mundsdóttur, ritara Tónhstaskól-
ans í Hafnarfirði, og eiga þau sex
böm; Siguijón Ágúst, f. 1928, starfs-
maður Aburðarverksmiðju ríkis-
isns, búsettur í Rvík, kvæntur Soffíu
Jónsdóttur, sjúkraliöa á Landspíta-
lanum, og eiga þau sex börn og Soff-
ía, f. 1932, starfsmaður Hagstofu ís-
lands, búsett í Kópavogi, gift
Tryggva Árnasyni, starfsmanni
Áburðarverksmiðjunnar, og á hún
eittbarn.
Foreldrar Sigurðar voru: Ingi
Gunnlaugssonf. 1894, d. 1973, póst-
afgreiðslumaður í Rvík, áður b. í
Vaðnesi, og kona hans, Ingibjörg
Jónsdóttir, f. 1888, d. 1976. Ingi var
sonur Gunnlaugs, b. og dbrm. á
Kiðjabergi, Þorsteinssonar, sýslu-
manns á Kiðjabergi, Jónssonar, lög-
sagnara á Ámóti, Jónssonar, bróður
Valgeröar, konu Hannesar Finns-
sonar biskups, ættmóður Finsens-
ættarinnar. Móðir Gunnlaugs var
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, dóm-
kirkjuprests í Rvík, Oddssonar og
konu hans, Þórunnar Björnsdóttur,
prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar,
föður Kristínar, langömmu Finn-
boga, fóður Vigdísar forseta.
Móðir Inga var Sofíía Skúladóttir,
prófasts á Breiðabólsstaö í Fljóts-
hlíð, Gíslasonar, prófasts í Odda,
Þórarinssonar, sýslumanns á
■ Gmnd, Jónssonar, ættföður Thor-
arensensættarinnar. Móðir Skúla
var Ragnheiður Vigfúsdóttir, sýslu-
manns á Hlíðarenda í Fljótshlíð,
Þórarinssonar, bróður Gísla. Móðir
Ragnheiðar var Steinunn Bjama-
dóttir landlæknis, Pálssonar, og
konu hans, Rannveigar Skúladótt-
ur, landfógeta Magnússonar.
Móöursystir Sigurðar var Þórunn
ljósmóðir í Ey, amma Magnúsar L.
Sveinssonar, forseta borgarstjórn-
ar. Ingibjörg var dóttir Jóns, b. og
formanns í Álfhólum í Landeyjum,
Nikulássonar, bróður Þorbjargar
ömmu Aldísar, móður Ellerts og
Bryndísar Schram. Móðir Þórunnar
var Þorbjörg ljósmóðir Jónsdóttir,
b. á Hrútsstöðum í Flóa, Einarsson-
ar. Móðir Jóns var Þorbjörg Guð-
mundsdóttir, systir Brynjólfs, lang-
afa Magnúsar Stephensen lands-
höfðingja, Þuríðar móður Þorsteins
Erhngssonar og langafa Brynjólfs,
langafa Erlendar Einarssonar, fv.
Sigurður Ingason.
forstjóra SÍS. Móðir Þorbjargar var
Hallbera Erlendsdóttir, systir
Helga, langafa Sigmundar, afa Sig-
mundar Guðbjarnasonar rektors.
Móðir Ingibjargar var Sigríður
Sigurðardóttir, b. í Miðkoti í Land-
eyjum, Ólafssonar, b. á Ey, Gests-
sonar, prests á Móum á Kjalarnesi,
Þorlákssonar, bróður Ástríðar,
langömmu Þorláks Ó. Johnson,
kaupmanns í Rvík, afa Einars Lax-
ness, framkvæmdastjóra Mennta-
málaráðs. Móðir Sigurðar var
HaUdóra Þórhalladóttir, systir Guð-
rúnar langömmu Kjartans, fóður
Magnúsar ráðherra.
Asgeir Sölvason
Ásgeir Sölvason skipstjóri, Lækj-
arkinn 10, Hafnarfirði, er sextugur
ídag.
Ásgeir fæddist í Hnífsdal en ólst
upp á Flateyri í foreldrahúsum.
Hann byrjaði fjórtán ára tú sjós og
hefur stundaði sjómennsku aUa tíð
síðan, fyrst sem háseti og vélstjóri
á bátum frá Flateyri, síðan bátsmað-
ur og netamaður í tvö ár á togaran-
um GylU frá Flateyri, síðan skip-
stjóri á bátum frá Súgandafirði og
skipstjóri á bátum frá ísafirði í fjög-
urár.
Árið 1969 flutti Ásgeir til Hafnar-
fjarðar en þar hefur hann stundað
útgerð og verið skipstjóri á bátum.
Ásgeir lauk minna fiskimanna-
prófi frá ísafiröi og síðar meira fiski-
mannaprófi frá Stýrimannskólan-
um í Reykjavík 1965.
Ásgeir sat í fyrstu stjórnskipuðu
nefndinni sem sá um stjórnun fisk-
veiða hér viö land og var formaður
Skipstjóra- óg stýrimannafélagsins
Kára í Hafnarfirði í þrettán ár. Þá
hefur hann setið í Sjómannadagsr-
áði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, í
stjóm Farmanna- og fiskimanna-
sambandsins í tvö ár og gegnt ýms-
um öðrum trúnaðar- og félagsstörf-
um sjómanna.
Ásgeir kvæntist 24.12.1951 Ásdísi
Sörladóttur, f. 5.7.1932, húsmóður
og dagverði í Kaplakrika, en hún er
dóttir Sörla Ágústssonar frá Kjós í
Strandasýslu og konu hans, Sigur-
bjargar Guðmundsdóttur húsmóð-
ur.
Ásgeir og Ásdís eiga sjö böm. Þau
eru Guðbjörg, f. 1951, húsmóðir í
Grindavík, gift Erhngi Einarssyni
véltæknifræðingi og eiga þau þrjá
syni; Hafdís, f. 1953, háskólanemi í
Reykjavík; Guðmundur Sölvi, f.
1957, rafvirki og stýrimaður í Hafn-
arfirði, en sambýhskona hans er
Ásdís Guðmundsdóttir húsmóðir;
Berghnd, f. 1958, húsmóðir í Hafnar-
flrði, og á hún þijú börn; Freyja, f.
1960, húsmóöir í Hafnarfirði, gift
Friðgeiri Garðarssyni verkamanni
og eiga þau þijú börn; Gaðmundur
Júní, f. 1961, sjómaður í Hafnar-
firöi, og á hann einn son; Sigur-
björg, f. 1964, iðnverkakona, og á
húneinadóttur.
Ásgeir átti sjö systkini og eru fjög-
Ásgeir Sölvason.
urþeirraálífi.
Foreldrar Ásgeirs voru Sölvi Ás-
geirsson, f. 1893, skipstjóri, og kona
hans, Fanney Annasdóttir, f. 1910,
húsfreyja.
Sölvi var sonur Ásgeirs Guð-
bjartssonar, formanns og útgerðar-
manns í Hnífsdal og víðar, og konu
hans, Guðbjargar Pálsdóttur.
Ásgeir verður ekki heima á af-
mælisdaginn.
Irma H. Geirsdóttir
Irma H. Geirsdóttir, starfsmaður
við mötuneyti virkjananna við íra-
foss, Ljósafoss og Steingrímsstöð,
til heimilis að Ljósafossi IV í
Grímsnesi, er sjötug í dag.
Irma fæddist I Kolberg í Pom-
mem sem þá var í Þýskalandi en
er nú í Póllandi, dóttir hjónanna
Fridu og Gustaf Herman. Irma átti
eina systur, Dorotheu, sem fæddist
1926 en hún lést úr barnaveiki 1944.
Móðir Irmu lést 1927 og ólust þær
systurnar upp hjá ömmu sinni í
Kolberg.
íbúar bæjarins fóm ekki var-
hluta af hörmungum stríösins og
hemám Rússa þar er dimmur tími
í huga Irmu. Árið 1946 tókst henni
að flýja með pólskum mjólkurbíl
BÍLASPRAUTUN
IÉTTINGAR
Varml
Auðbrekku 14, sími 64-21 -41
til Stettin þar sem Rauði krossinn
hjálpaði henni um borð í lest til
Lubeck. Þar bjó hún í flóttamanna-
búðum fyrst í stað og kynntist þar
fjölda fólks sem hún enn heldur
vináttusambandi við.
Árið 1948 frétti Irma af atvinnut-
ilboöi frá íslenskum bændum og
réö sig 1949 til tveggja ára að Syðri-
Brú í Grímsnesi. Þar starfaöi hún
til ársins 1954 er hún hóf störf í
mötuneyti virkjananna við írafoss,
Ljósafoss og Steingrímsstöð þar
sem hún starfar enn.
Irma giftist 1950 Alexander Rein-
holt Geirssyni sem þá starfaði við
Ljósafoss, f. 21.8.1911, en hann lést
íoktóber 1982.
Faðir Alexanders var Geir, f. 14.4.
1887, d. haustið 1976, verkamaður
á Akranesi, sonur Jóns Guömunds-
sonar, skósmiðs þar, og konu hans,
Sigríðar Kristjánsdóttur. Móðir
Alexanders var Gróa Hallgríms-
dóttir, f. 14.1.1887, d. úr spönsku
veikinni 1918.
Alsystkini Alexanders eru Lúð-
vík og Halldóra en hálfsystkini
hans erufjögur.
Stuttu eftir að Irma og Alexander
hófu búskap kom til þeirra yngsti
sonur Alexanders af fyrra hjóna-
bandi, Heiðar, f. 1944 og ólst hann
Irma H. Geirsdóttir.
upp hjá þeim. Heiðar er rafvirki
og starfar hjá Mjólkurbúi Flóa-
manna á Selfossi. Kona hans er
Sigrún Jóhannesdóttir en dætur
þeirra eru Auður, starfsmaður
Búnaðarbankans á Selfossi, gift
Sævari Sverrissyni, Vala Rún, tólf
ára og Heiðrún Jóhanna, sjö ára.
Önnur böm Alexanders eru Krist-
inn Reynholt og Ámi, sem eru eldri
en Heiðar, og Sigrún sem er yngst.
Sambýlismaður Irmu frá 1983 er
Karl, f. 15.7.1919, sonur Sæmundar
Dúasonar kennara og konu hans,
Guðrúnar Þorláksdóttur.
Meiming___________________
Foss-
búar
Þrátt fyrir efnislægt yfirbragð og sýnilegan trúnaö við tiltekið við-
fangsefni, Þingvelli, Fljótshlíðina eða eitthvað annað, er landslagsmál-
verkið óhjákvæmilega afar huglægt fyrirbæri, eins og allir bestu lands-
lagsmálarar vita.
Gott málverk af síbreytilegri náttúru Þingvalla, umvafðri síbreytilegri
birtu, er að mestu leyti ágiskanir og eftirþankar, samslungnar hugmynd-
um Ustamannsins um það hvernig málverkið eigi að líta út.
Lengi vel töldu íslenskir landslagsmálarar sig eiga ýmsar skyldur að
rækja við staðhætti en ný kynslóð landslagstúlkenda, með Georg Guðna
Meiming
Aðalsteinn Ingólfsson
i fararbroddi, hefur lagt af slík viðhorf og Utur nú á landslagið sem fram-
lengingu á sjálfinu eða samansafn margræðra náttúrukrafta.
Vestfirsk upplifan
Guðbjörg Lind heitir ungur Ustmálari frá ísafirði sem fer ótroðnar slóð-
ir í túlkun sinni á íslensku landslagi. Sú túlkun er grundvölluð á vest-
firskri upplifan, eins og ljóst verður hveijum þeim sem ferðast hefur þar
með fjörðum, fundið fyrir smæð sinni undir hveiju stáli og fylgst með
síbreyfilegri hrynjandi fossanna.
Málverk Guöbjargar, sem nú eru til sýnis í Nýhöfn við Hafnarstræti,
fjalla meðal annars um yfirþyrmandi nálægð fjallanna fyrir vestan, sam-
særi þeirra gegn manninum, hvernig þau renna saman í vitundinni og
mynda eins konar frum-íjallgarð, eUífan og óbreytilegan, sem bæði vernd-
ar og þrengir að. Fossarnir eru hins vegar fuUtrúar alls þess sem lifir
og hrærist meðal fjallanna, eru raunar eins margbreytílegir og mannfólk-
ið.
Stall af stalli
Sumir eru langir og mjóir og falla eins og úr fötu, aörir gera sig breiða,
falla stall af stalli með látum, enn aðrir eru margradda og óútreiknanleg-
ir, þoma kannski upp þegar þeim sýnist. Hver foss fær sitt eigið port-
rett, langt og mjótt eða ógnar breitt.
í málverkum Guðbjargar eru það fossarnir sem stjórna því hvernig við
sjáum fjöllin, gefa þeim „prófil" ef svo má segja. Veröa þeir þar af leið-
andi raunverulegri í vitund okkar en gegnheil íjöllin. Fínlegir fossar
mýkja yfirbragð fjalla, steypifossar ítreka hörku þeirra. Öllu þessu reyn-
ir Guðbjörg Lind að koma tU skila.
Þetta eru afskaplega þekkileg listaverk, fíngerö og þokkafull. Mætti lista-
konan þó kveða meira að í einstökum verkum, hnykkja á andstæðum
þeirra náttúruafla sem hún vUl yrkja á, annars leggst talsverð deyfð á
stóra myndfleti. Sýning hennar í Nýhöfn endar þann 26. september.