Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Side 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990.
iSviðsljós
Ólyginn
sagði . . .
John Goodman,
sem er íslenskum sjónvarpsá-
horfendum aö góðu kunnur fyrir
leik sinn í framhaldsþáttunum
um Roseanne varð nýlega faðir í
fyrsta sinn. Goodman, sem er 38
ára gamall, hefur um nokkurt
skeið verið giftur Annabeth
Goodman, fyrrverandi fyrirsætu,
22 ára gamalli. Þeim hjónum
fæddist dóttir sem hefur þegar
verið skirð Molly Evangeline. Sú
stutta vó tæpar 17 merkur við
fæðingu sem telst fremur vænt
af ungbarni að vera. Væri henni
reyndar illa í ætt skotið ef hún
væri mjög smávaxin.
Garry Marshall
sem leikstýrði kvikmyndinni
Pretty Woman segir að fram-
haldsmynd sé í undirbúningi og
hann muni setjast við stjórnvöl-
inn í annað sinn ef Richard Gere
og Julia Roberts fáist til þess að
leika saman á ný. Pretty Woman
hefur fært Disney-kvikmynda-
verinu mestan gróða frá upphafi.
Marshall segist viss um að Walt
heitinn Disney snúi sér við í gröf
sinni í hvert skipti sem einhver
greiðir aðgangseyri að myndinni
og eykur þar með hagnaðinn.
Walt heitinn var nefnilega mjög
siðavandur og hefði fundist mjög
óviöeigandi að maka krókinn á
sögu um vændiskonu og viðskipti
hennar. Hann hefði frekar kosið
að einhver teiknimynda hans
skipaði toppsætið.
Irene Dunne
er látin, 88 ára að aldri. Hún lék
í tæplega 50 kvikmyndum á ferh
sínum og var fimm sinnum til-
nefnd til óskarsverðlauna þótt
hún hreppti þau aldrei. Á blóma-
skeiði sínu, sem var á áruhum
milli 1930 og 40, var hún ein hæst
launaöa leikkona í Hollywood.
Dunne varð þó aldrei fræg að
endemum, hún lifði mjög kyrr-
látu og lítt hneykslanlegu lífi og
hvarf þvi úr sviðsljósinu þegar
hún hætti að leika.
Alfreð Guðmundsson, fyrrverandi forstöðumaður Kjarvalsstaða, Sæmundur
Valdimarsson og Þorvaldur Guðmundsson, kenndur við Síld og Fisk.
Tvær konur í hópi sýningargesta virða fyrir sér kynsystur sínar höggnar í
rekavið. DV-myndir S
Sæmundur sýnir skúlptúra
Sýning alþýðulistamannsins Sæ- túrum úr rekaviði á Kjarvalsstöðum Fjölmenni var viðstatt opnun sýn- og virti fyrir sér handverk Sæmund-
mundar Valdimarssonar á tréskúlp- hefur vakið verðskuldaða athygh. ingarinnar laugardaginn 15. sept. sl. ar.
Anna prinsessa tekin
fyrir of hraðan akstur
Anna Bretaprinsessa var tvisvar athæfi en gaf ekki út formlega
sinnum í hðinni viku stöðvuð fyrir ákæru.
of-hraðan akstur í nágrenni við Prinsessan er þekktur lögbrjótur
heimili sitt í Gloucestershire. á þessu sviði og hefur afar gaman
Prinsessan ók í bæði skiptin tals- af hraðakstri. Árið 1977 var hún
vert yfir löglegum hámarkshraða dæmd til að greiða 40 punda sekt
sem er 95 kílómetrar á klukku- fyrir að aka bifreið sinni á 160 kíló-
stund á þessum slóðum. Lögreglan metra hraða þrátt fyrir endurtekn-
lét þó duga aö vara hinn konung- ar aðvaranir.
borna ökufant við þessu varasama
Feðgar á frumsýningu
Við framsýningu Þjóðleikhússins
á Örfá sæti laus var sem endranær
flöldi leikhúsfólks og leikhúsunn-
enda. Meðal þeirra sem ljósmyndari
DV rakst á í hléi voru feðgamir Sig-
urður Hallmarsson og Hallmar son-
ur hans. Sigurður hefur um árabil
verið driffjöðrin í starfsemi Leik-
félags Húsavíkur sem er að öðrum
ólöstuðum eitt blómlegasta áhuga-
leikfélag landsins. Hallmar sonur
hans er leikhússtjóri hjá Leikfélagi
Reykjavíkur og þekktur leikari eins
og faðir hans.
. v'
DV-mynd Hanna
Læknir Bretaprins
skammar frcttamcnn
Doktor Christopher Colton, sem amar að sjúkhngi mínum er
skurðlæknir í Birmingham, hund- ágengni fréttamanna og ljósmynd-
skammaði breska fréttamenn á ara sem hafa slegið tjöldum bók-
dögunum íyrir framkomu þeirra staflega við svefnherbergisglugga
við Karl Bretaprins. Colton gerði hans,“ sagði doktorinn fokreiður í
aðgerð á handíegg prinsins efdr bréfi til breska blaðsins Times.
slys sem hann hlaut í pólókeppni. Prinsinn dvelst nú á frönsku
Colton bað fuhtrúa pressunnar sveitasetriþarsemhannbíðurbata
vinsamlegast aö hundskast til þess i handleggnum. Ljósmyndarar
aö láta sjúklinginn í friði og leyfa haía legið á vakt við setrið og slúð-
honum aö jafna sig í friði og ró. urblöð í Bretlandi hafa verið iðin
„Það hefur engin ígerð komið upp við að birta myndir af hans hátign
og ekkert sem bendir til annars en fólum og illa til reika á náttslopp
að bati geti orðið eðlilegur. Það eina með handlegginn í fatla.
Rannveig Guðmundsdóttir, þingkona Alþýðuflokksins og fyrrum bæjarfull-
trúi í Kópavogi, bauð fólki til veislu i fimmtugsafmæli sínu á dögunum. Hér
árnar Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkis-
ráðherra, afmæíisbarninu heilla. DV-mynd S
Fjölmenni var viðstatt opnun yfirlitssýningar á verkum Svavars Guðnasonar
i Listasafni íslands á laugardag. Hér sést frú Vigdis Finnbogadóttir, forseti
íslands, ásamt Beru Nordal, forstöðumanni Listasafnsins, og frú Ástu Eiríks-
dóttur, ekkju Svavars. DV-mynd Hanna