Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Page 3
MIDVIKUDAGUR 26. SEPTEMÖER Í990.
3
Fréttir
Forsætisráðherra:
Islenska sauðkindin nemur land í
Kanada. DV-mynd: EJ
íslenska sauðkindin:
Hluturinn 250 þúsund
Gylfi Krisqánsson, DV, Akureyri:
„Hlutur háseta í fyrstu veiðiferð nýja
Sólbaks, Útgerðarfélags Akur-
eyringa sem áður hét Aðalvík og
keyptur var frá Keílavík í sumar,
nam um 250 þúsundum króna eftir
18 daga veiðiferð.
Aflinn var frystur um borð og var
landað 134 tonnum af frosnum fiski,
mest karfa, og nam aflaverðmæti 22
milljónum króna.
Einar Óskarsson hjá Útgerðarfé-
lagi Akureyringa segir að aflabrögð
togara félagsins að undanförnu hafi
verið sæmileg en nokkuð misjöfn.
Frystitogararnir tveir, Sólbakur nýi
og Sléttbakur lönduöu samtals 343
tonnum, en síðustu landanir ísfisk-
togaranna flmm sem félagið á voru
frá 106 tonnum upp í 244 tonn. Aflinn
hefur verið blandaður að undan-
förnu, mest karfi og þorskur.
Einar Óskarsson sagði að þorsk-
kvóti ÚA sem eftir er að veiða næmi
um 1800 tonnum, en heildarkvótinn
sem eftir er nemur um 4000 þorsk-
igildum.
Úthlutaður kvóti til ÚA á árinu
nemur um 15 þúsund þorskígildum
en einnig hefur eitthvað verið keypt
af kvóta á árinu.
„Ég held að það sem eftir á að veiða
fari langleiðina í það að nægja okkur
fram undir jól miðað við eðlilegar
aðstæður. Það verður reynt að stýra
veiðunum þannig að þetta endist sem
lengst,“ sagði Einar Óskarsson.
Nefnd um
nýtingu á
Keflavíkur-
fiugvelli
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra hefur skipað sex manna
nefnd til að kanna möguleika á frek-
ari framtíðarnýtingu aðstöðu við
Keflavíkurflugvöll.
Er nefndinni fahð að athuga hvaða
breytingar þurfi á fyrirkomulagi og
aðstöðu við Keflavíkurflugvöll til að
örva flugumferð og auðvelda hvers
konar flutningsaðilum afnot af flug-
vellinum og flugstöðinni. Verður
þetta kannað sérstaklega með ís-
lenska útflutningsaðila í huga. Þá er
nefndinni falið að athuga hvaða er-
lendir aðilar hafa áhuga á að nota
Keflavíkurflugvöll fyrir starfsemi á
sviði iðnaðar og þjónustu og kanna
hvernig aðrar þjóðir hafa nýtt sér
alþjóðlega flugvelli. Loks er nefnd-
inni falið að athuga áhuga flutnings-
aðila sem annast flutninga milli Evr-
ópu, Jppans og Bandaríkjanna á að
nota flugvöllinn sem birgðastöð og
umskipunarhöfn.
Stefnt er að lokum nefndarstarfs-
ins fyrir 1. mars á næsta ári og þess
vænst að samvinna verði höfð við
Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja og
fleiri hagsmunaaðila.
Jóhann Einvarðsson alþingismað-
urerformaöurnefndarinnar. -hlh
Austurland:
Halldór og
Jónáfram
Emil Thoiarensen, DV, Eskifirði:
Framsóknarmenn í Austurlands-
kjördæmi eru þessa dagana að ganga
frá tfinefningum í forval sem fram fer
meðal framsóknarmanna í lok mán-
aðarins. Tíu efstu menn í forvalinu
keppa síðan um sex efstu sætin. Kosn-
ing milli þeirra fer fram á aukakjör-
dæmisþingi framsóknarmanna sem
fram fer í Hótel Valaskjálf á Egilsstöð-
um laugardaginn 27. október.
A fundi, sem haldinn var fyrir
stuttu í stjórn kjördæmissambands
framsóknarmanna á Austurlandi,
lýstu þeir Halldór Ásgrímsson og Jón
Kristjánsson, þingmenn Framsókn-
arflokksins á Austurlandi, því báðir
yfir að þeir gæfu kost á sér áfram,
Hafidór í fyrsta sætið og Jón í annað.
Orðrómur var á kreiki um að mjög
væri lagt að Halldóri Ásgrímssyni
að gefa kost á sér til framboðs í
Reykjavík.
Nemur land
í Kanada
Þó illa gangi í íslenskum
búnaði hafa ekki allir misst trúna
íslensku sauðkindina.
Stefanía Sigurðardóttir, vestu
íslensk kona, hefur keypt um 100
lenskar kindur og hyggst flytja
með sér tfi Kanada. Þar rekur
búgarð rétt utan við Toronto.
Stefanía hyggst rækta þar íslensk
íjárkynið og munu kindurnar eit
hundrað verða fyrsti vísirinn að tjár
stofni hennar. Það er ekki hvaö sís
ullin á íslensku sauðkindinni se
Stefanía horfir tfi. Kindurnar mun
leggja í hann í næsta mánuði.
Nfr, '
stærri
°g
kraftmeiri
Daihatsu Charade Sedan er rúmgóður 5 manna fjölskyIdubílI meö sérstaklega
stóra faraneurssevmslu (288 lítra) sem mjög auðvelt er
að hlaða. Hann er búinn nýrri kraftmikilli 4ra
strokka, 16 ventla 1.3 lítra, 90 hestafla vél með
beinni innspýtingu. Þessi vél gerir bílinn bæði
auðveldan og skemmtilegan í akstri hvort sem
hann er með beinskiptingu eða sjálfskiptingu. Sparneytni og hagkvæmni í
rekstri undirstrika svo kosti Charade Sedan sem hins fullkomna fjölskyldubíls.
Ótrúlega hagstætt verð
Daihatsu Charade Sedan SG
5 gíra kr.777.000 stgr. á götuna.
Sjálfskiptur kr.839.000 stgr. á götuna.
Komið og reynsluakið kraftmiklum Charade Sedan
Brimborg hf.
Faxafeni 8 • Sími 685870