Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990. 7 dv Sandkom Júlíus í landbúnaðinn Framganga umhverfls* málaráðhorr- ans okkar, Júl- iusar Sólness, í álmálinuer hreintmögnuð. Hannpúará vothreinsibún- aöþósábúnað- ur sé talinn mun betri mengunarvörn en þurrhreinsibúnaður. í sjónvarps- viðtölum stendur Júlíus gleiður og segir geisiandi af gleði að auð vitað verði umtalsverð mengun af álverinu og það er ekki laust við að hann hlæi við þegar hann segir að loftmengun á íslandi muni líklega tvöfaldast. Við íslendingar eigurn ekki að venjast svona ráðherrum. Landbúnaðarráð- herrarnir okkar standa með land- búnaðinum fram í rauðan dauðann og sjávarútvegsráðherramir eru til- búnir til að sökkva efnahagslífmu mður í svartasta myrkur ef svokall- aðir hagsmunaaöilar óska eftir því. Nú erum við hins vegar komnir með umhverfisráðherra sem virðist vera einn helsti andstæðingur umhverfis- ins. Það er því ekki furða að menn segi nú: Júlíus í landbúnaðarráðu- neytið Fjármálaráðherra á varamannabekknum Núþegaraö- alfundurAl- þjóðabankans stendurvíir: Washington rifjastuppsaga fráfjármála- ráðherratíðAl- bertsGuð- mundssonar. Þannig háttar til, öfugt við aðrar þjóðir.að viðskiptaráðherra en ekki fjármálaráðherra er aðalfulltrúi ís- lendinga á fúndinum. Fjármáfaráð- herraerhins vegar varafulltrúi. Þeg- ar Albertfórá sinnfyrstafundhjá bankanum sást hann i innsta hring enda sá hann alla kollega sína sitja þar. Þegar hann var rétt búinn að koma sér fy rir hnippti Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra í Albert og bendi honum á að hann sæti í sætinu hans. Albert fyrtist við, rauk af fundinum og lét aldrei sjá sig á fundum Alþjóðabankans. Óli Laufdal Fáskrúðsfjarðar Á undanfórn- umárumhefur enginnmátt opna veitinga- staðútiálandi ánþessaðvera kallaðuróh Laufdal Hvcra- gerðis, Óli Laufdal Vest- mannaeyja og svo framvegis. Nýtega var greint frá þ ví að Óli hefði selt Hollywood en þar byrjaði viðskipta- ævintýri hans. Kaupverðið var greitt með veitingastaðnum Snekkjunni á Fáskrúðsfirði og hyggst Óli halda áfram að reka hann. I kjölfar sagna um bága fjárhagsstöðu Laufdals spá gárungarnir því að Óli missi allt og eigi Snekkjuna á Fáskrúðsfirði eina eftir. Þá verður hann kallaður Óh Laufdal Fáskrúðsfjarðar. Hollywood í Hafnarfirði SH-verktakar •hafareist feiknai'iegt skilti, svipaðog skiltiðfrægaí Holiywood. þar sem reisi verð- uríbúðarbyggð við Setbergs- iandíframtið- inni. Þar stendur Setbergshlið risa- stórum stöfum, þó eitth vað sé málum blandiö að það sé natnið á hlíðinni. Með þessu skilti hafa verktakamtr sjálfsagt tryggt að þetta hverfi veröur kallað Hollywood um ókomna tíð. Það er kannski kominn tími til að Hafnflrðingar sýni smástærilæti. Þeir hafa hingað til ekki átt nein stræti heldur bara götur og stíga og engar hatlir heldur. Til dæmis eiga þeir stórt íþróttahús sem sjálfsagt yrði kallað íþróttahöll í flestum hæj- arfétögumöðrum. Umsjón: Gunnar Smári Egilsson ____________________________________________________Fréttir Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti í Kópavogi: Rannsökum þá sem geyma sprengief ni „Þetta er mjög alvarlegt mál. Rannsóknarlögregla ríkisins rann- sakar fyrst og fremst þjófnaðinn á þessum sprengiefnum og aðra þætti tengda því. Lögreglan í Kópavogi mun jafnframt byrja rannsókn á því hvernig vörslu þessara efna var hátt- aö á þessu verkstæði í Auðbrek- kunni. Þá verður rannsakað hvort fleiri aðilar í Kópavogi eru með svona efni og hvernig geymslu þeirra efna er háttað,“ sagði Ásgeir Péturs- son, bæjarfógeti í Kópavogi. Lögeglu- stjóri eöa bæjarfógeti á hverjum staö veita aðilum sprengjuleyfi sem heim- ilar þeim aö kaupa og hafa sprengi- efni með höndum. „Þá munum við athuga hvernig reglum um sölu og dreifmgu á sprengiefnum er fylgt. Það verður til dæmis að skrá sprengiefni sem selt er, hve mikið er látið, hverjum er selt og í hvaða tilgangi." Ásgeir sagðist ekki vita til að neitt vandamál varðandi sprengiefni hefði komið upp í Knpavogi áður en þjófn- aðurinn um helgina yrði til þess að þessi mál yrðu könnuð ítarlega þar í bæ. Ásgeir sagði að ef sá aðili, sem sprengiefnunum var stolið af, yrði fundinn sekur um brot á lögum yrði því máli náttúrlega fylgt eftir. „Almennir hagsmunir eru settir að veði með ógætilegri meðferð sprengi- efna og því verður að gera viðkom- andi aðila ábyrga gerða sinna.“ -hlh Guðlaugur faktor við púlt sem er jafngamalt verslun hans eða 73 ára. DV-mynd Ingi S. Ingason Guðlaugur ekki hættur þótt hann sé orðinn 94 ára: Hef ur rekið verslun á Eyrarbakka í 73 ár Ingi S. Ingason, DV, Stokkseyri: Árið 1917 hóf Guðlaugur Pálsson verslunarrekstur á Eyrarbakka, þá 21 árs gamall. Voru þá starfandi 11 verslanir á Bakkanum en Guðlaugur keypti upp vörubirgðir tveggja þeirra og stofnsetti eigin verslun og fækkaði þeim þar með niður í tíu. Þessa verslun hefur Guðlaugur rekið æ síðan og er hreint ekkert að hugsa um að hætta; „enda erfitt fyrir 94 ára gamlan mann að fá vinnu hjá öðrum um þessar mundir,“ segir Guðlaugur. Honum er því nauðugur einn kostur vilji hann áfram stunda vinnu. Guðlaugur hefur á boðstólum allar almennar nýlenduvörur, hreinlætis- vörur, ritföng, sælgæti, leikföng og tóbak svo eitthvaö sé nefnt. Að sögn Guðlaugs verður enginn feitur af verslunarrekstri á Eyrar- bakka um þessar mundir. Sam- kvæmt niðurstöðum endurskoðanda verslunarinnar voru í fyrra 9 þúsund krónur eftir til launagreiöslna á mánuði, þegar greiddur hafði verið allur annar rekstrarkostnaður. Hætt er við að flestum gengi illa að lifa á þeim mánaðarlaunum. Sjálfur segist Guðlaugur framfleyta sér á ellilífeyri og vaxtatekjum. Að undanförnu hefur það færst í vöxt að Eyrbekkingar sæki verslun til Selfoss eða Reykjavíkur. Tilkoma brúarinnar við Óseyrarnes hefur aft- ur á móti orðið þess valdandi á ný- liðnu sumri að verslun um helgar hefur aukist hjá Guðlaugi, en hann hefur opið alla daga frá kl. 09.30-17.00 og 20.00-21.30. Verslun Guðlaugs er að finna í húsi, sem byggt mun hafa veriö árið 1886, en hefur að sjálfsögðu tekið stakkaskiptum í tímans rás. Húsið er rétt hjá kirkjunni á Eyrarbakka, í vesturhluta þorpsins. Ók á hross og eyðilagði bfl Ingibjörg Hinriksdóttir, DV, Stylddshólmi: BMW bifreið er tahn ónýt eftir að hún ók á hross sem var á veginum rétt utan við Stykkishólm, á móts við hús Rafmagnsveitna ríkisins, að- faranótt laugardags. Engin meiðsl uröu á fólki en hrossið var dautt þegar lögreglan kom á slysstaö. Tildrög slyssins voru þau aö öku- maður BMW bifreiðarinnar var að mæta öðrum bíl og er talið að hann hafi blindast af ljósgeisla þeirrar bif- reiðar og því ekki tekið eftir hrossinu þar sem það stóð á veginum. Lög um meðferð sprengiefna eru frá 1977: Reglugerð ekki enn gef in út „Reglugerð um geymslu og flutn- ing sprengiefna er ekki til þannig að menn eru að styðjast við starfsreglur frá Norðurlöndunum hvað það varð- ar. Þannig eru öll námskeið hjá Vinnueftirlitinu byggð á’ norskum grunni,“ sagði Jón Bjartmarz, aðal- varðstjóri hjá lögreglunni í Reykja- vík, en hann hefur umsjón með út- gáfu leyfa fyrir meðferð sprengiefna fyrir hönd lögreglustjóra. í kaflanum um meðferð sprengi- efnis í lögum um skotvopn, sprengi- efni og skotelda frá 1977 segir: „Dómsmálaráðherra skal setja ákvæði í reglugerð um geymslu á sprengiefni, um flutning á því og um meðferð þess aö fengnum tillögum Brunamálastofnunar ríkisins og Ör- yggiseftirlits ríkisins." Reglugerð um þessi efni var í fæðingu fyrir nokkr- um árum en af útgáfu hennar varð aldrei. „Það mætti gjarnan setja skýrari reglur um geymslu og eftirlit meö sprengiefni. Það er einnig full ástæða til aö skoða nánar hvemig umgengni við sprengiefni er háttað. Við höfum meðal annars skoöað sprengiefna- geymslur í Reykjavík í samvinnu við Landhelgisgæsluna og eins hefur Vinnueftirhtið haft með höndum eft- irlit með meöferð þess. En það má alltaf gera betur og reglugerð þar sem nánar væri kveðið á um þessi mál væri vissulega mjög til bóta," sagði Jón. -hlh Ólafsvík: 50 bílar fengu ekki skoðun vegna anna skoðunarmannsins Mikil óánægja ríkir í Ölafsvík og hún númerin af bílum sem færðir Hellissandi með þjónustu Bifreiða- hafa veriö til skoðunar en ekki skoðunar íslands. Þangað kom fengið hana vegna anna skoðunar- skoðunarmaður í síðustu viku og mannsins? dvaldi í tvo daga. Hann gat hins „Við verðum bara að gleyma vegar ekki annað nema um helm- þessu. Við ættum að sjálfsögðu að ingi þeirra bíla sem biðu skoðunar. taka þá en þar sem Bifreiðaskoðun Hinum helmingnum vísaði hann geturekkistaðiðviðþauloforðsem frá þrátt fyrir að eigendur þeirra húnblæsuppísjónvarpiogblöðum heföu beðið eftir skoðun. Um fimm- þá getum við ekki klippt númer af tíu bifreiðaeigendur urðu frá að bíIumsemvísaðerfrá,“sagðiÞórö- hverfa. ur Þórðarson lögregluþjónn. - En hvað gerir lögreglan? Klippir -gse Þorsteinn Pálsson um ræöu Jóns Baldvins: Ekkert nýtt í ræðunni „Þetta er nú bara það sama og sagt hefur verið. Það sem vantar enn er vilji til að viðurkenna ríkin formlega. Það sem þau þurfa á að halda er að sú viðurkenning komi strax vegna þess að þau meta það svo að það geti ráðið úrslitum í viðræðum þeirra við Sovétmenn," sagði Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæöisflokksins, þegar hann var spuröur að því hvort honum þætti nýr tónn í afstöðu Jóns Baldvins Hannibalsson utanríkis- ráöherra til Eystrasaltsríkjanna í ræðu hans á allsherjarþingi Samein- uöu þjóðanna. í ræðu sinni kom Jón Baldvin með- al annars inn á afstöðuna til Eystara- saltslýðveldanna og segir að til langs tíma litið sé engin lausn á þessu vandamáli nema að viðurkenna rétt þeirra til sjálfstæðis. Um leið segir Jón Baldvin að þaö væri ánægjuefni ef þessum ríkjum yrði veittur réttur til áheyrnar á ráðstefnunni um ör- yggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE). Þorsteinn sagði að engin áherslu- breyting fæhst í þessari tillögu enda heföi hún komið fram áður hjá ráð- herranum. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.