Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990. Menning Afmæli Hljódheimur liðinna alda Musica Antiqua ásamt Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur sópransöngkonu hélt tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í gærkvöldi. Musica Antiqua skipa þau Camilla Söderberg blokkflautuleikari, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir gömbuleikari og lútuleikarinn Snorri Örn Snorrason. Á efnisskránni voru verk eftir J.S. Bach, G.F. Hándel og G.F. Telemann. Húsfyllir var eins og að vanda lætur í Listasafni Sigurjóns og undir- tektir áheyrenda mjög góðar. Hljóðfærin sem meðlimirMusica Antiqua hafa valið að leika á, blokkílauta, lúta og gamba, voru áberandi i tónlist Evrópu fyrr á öldum en urðu að víkja fyrir nýrri hljóðfærum sem höfðu meðal annars til síns ágætis meiri hljómstyrk og möguleika á aö breyta honum. Gömlu hljóðfærin hafa undanfarna áratugi tekið að ryðja sér til rúms aftur vegna þess að þau búa yíir sérstakri hljómfegurð sem er kærkomin tilbreyt- ing. Þá er það mat margra að þau gefi sannari mynd af gömlu tónlistinni sem var semin með þau í huga. Hljóðheimur Musica Antiqua er þannig af lágværari tegundinni og mjög blæfagur. Hann mótast einnig af mjög góðri spilamennsku og góðri samhæfingu hljóð- færaleikaranna, einkum er ástæða til að hrósa blokk- flautuleik Camillu sem er sannur virtúós á þetta við- Tónlist Finnur Torfi Stefánsson kvæma en hljómfagra hljóöfæri og fékk hún næg tæki- færi til að sanna getu sína. Eina hljóðið sem þarna heyrðist og á jafnt heima í nútímanum kom frá Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur sem var mætt með gullröddd sína og söng eins og engill. Runur af hröðum stökkum í kantötu Handels, sem mundu kallaðar ósönghæfar í nútímatónlist, runnu upp úr henni eins og ekkert væri og sannaðist þar að það er ekkert til sem heitir ósönghæf tónlist. Það eru aðeins misgóðir söngvarar. Öll verkin nutu sín vel þótt mest bragðið væri að verkum Bachs og Hándels. Það var einkum gaman að heyra Hándel, þennan yndislega snilhng laglínunnar, sem af einhverjum ástæðum heyrist allt of sjaldan og þá of mikið sömu verkin. Einhveijir góðir menn ættu að taka sig til og auka veg þessa gamla meistara í tón- listarlífinu hjá okkur. Andlát Guðrún Andrésdóttir Starkaðar- húsum, Stokkseyri, áður Smyrla- hrauni 2, Hafnarfirði, andaðist á sjúkrahúsi Suðurlands 24. septemb- er. Gíslína Erla Eiríksdóttir, Reykja- nesvegi 8, Njarðvík, andaðist í sjúkrahúsi Keflavíkur 25. september. Arngrímur Ragnar Guðjónsson skip- stjóri, Kríuhólum 2, Reykjavík, and- aðist að morgni 24. september sl. Ingólfur Guðbrandsson, Nýbýlavegi 90, Kópavogi, lést í Borgarspítalan- um að morgni 25. september. Eva María Sævarsdóttir, Einarsnesi 44, lést 25. september af völdum slyss. Jarðarfarir Ólafur Guðmundsson, Austurbergi 36, frá Glæsistöðum, Vestur-Lan- deyjum, verður jarðsunginn í Að- ventkirkjunni í Reykjavík fóstudag- inn 28. september kl. 15. Haukur Hlíðberg flugstjóri verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstu- daginn 28. september kl. 13.30. Finnur Hermannsson, Vesturbergi 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 27. september kl. 13.30. Axel Davíðsson frá Ytri-Brekkum, Vesturgötu 40, Keflavík, sem lést af slysförum 18. september sl. verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fóstudaginn 28. september kl. 14. Helgi Grétar Helgason, Langholts- vegi 122, Reykjavík, verður jarðsung- inn fimmtudaginn 27. september frá Langholtskirkju kl. 14. Utför Matthíasar Skjaldarsonar, Skriðustekk 7, sem andaðist 19. sept- ember, veröur gerð frá Langholts- kirkju föstudaginn 28. september kl. 13.30. Utför Frímanns ísleifssonar, Foss- öldu 3, Hellu, verður gerð frá Foss- vogskirkju föstudaginn 28. septem- ber kl. 15. Tilkyimingar Safnaðarstarf Laugurneskirkja: Kyrrðarstund í hádeg- inu í dag. Orgelleikur, fyrirbænir, altaris- ganga. Léttur hádegisverður eftir stund- ina. Bamastarf 10-12 ára í dag kl. 17. Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20. Aðalfundur Skák- félags Akureyrar Aðalfundur Skákfélags Akureyrar verð- ur haldinn föstudaginn 28. september kl 20 í húsakynnum félagsins. Venjuleg að- alfundarstörf, kaffi og meðlæti. Mætið vel. Stjómin. tækifæri til þess aö hitta tónskáld og flytj- endur að máli. Fyrirlestur um Svavar Guðnason Fimmtudaginn 27. september kl. 20.30 heldur Júlíana Gottskálksdóttir listfræð- ingur fyrirlestur um Svavar Guðnason í Listasafni íslands. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við yfirlitssýningu á verkum listamannsins í safninu. Fyrir- lesturinn nefnist: Hin sjálfsprottna tján- ing og agaöa hugsun. Söngtónleikar í Njarðvíkurkirkju Kári Friðriksson og Úlrik Ólason halda söngtónleika í Njarðvíkurkirkju fimmtu- daginn 27. september kl. 20.30. Á efnis- skrá em m.a. lög eftir Árna Thorsteins- son, Sigfús Halldórsson og Sigvaida Kaldalóns. Einnig em lög eftir ítölsku tónskáldin Francesko Cilea og Giacomo Puccini. Kórtónleikar í Norræna húsinu Sænskur kammerkór, sem starfar við Vásterledskirkjuna í Bromma, heldur tónleika í Norræna húsinu fimmtudags- kvöldið 27. september kl. 20.30. Á efnis- skránni em kórverk eftir norræn tón- skáld. Stjómandi kórsins er Lilian Hák- anson en hún er jafnframt orgelleikari kirkjunnar. Hún stundaði tónlistamám við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi 1968-1973 með áherslu á kirkjutónlist, orgelleik og kórstjórn. Kammerkór Vást- erledskirkjunnar var stofnaður 1951 af prófessor Folke Wedar sem þá var kantor við kirkjuna. Kórinn er á ferðalagi um landið og söng við messu i Selfosskirkju sl. sunnudag. U.N.M. meðtónleika í Listasafni Sigurjóns Tónlistarhátíð ungs fólks á Norðurlönd- mn (Ung Nordisk Musikfest) verður í ár haldin dagana 30. september-7. október í Helsinki. Frá íslandi fara að þessu sinni á hátíðina þrír hljóðfæraleikarar og sex tónskáld. Af þessu tilefni heldur U.N.M. á íslandi tónleika í Listasafni Siguijóns Ólafssonar á Laugamestanga í kvöld, miðvikudaginn 26. september kl. 20.30. Þar verða flutt sýnishom þeirra verka sem fara á hátíðina í Helsinki. Gefst fólki kostur á að kynna sér hvaö yngsta kyn- slóð íslenskra tónskálda er aö fást við í dag. Á tónleikunum munumeðlimir Cap- ut hópsins, þau Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona, Kolbeinn Bjamason flautu- leikari, Guðni Franzson klarinettleikari og Öm Magnússon píanóleikari flytja verk eftir Ríkharð H. Friðriksson, Hilmar Þórðarson, Eirík Öm Pálsson og Helga Pétursson. Að tónleikunum loknum verða kafiiveitingar þar sem fólk fær Hjónaband Þann 30. júní vom gefin saman í hjóna- band í Burlövs gamla kyrkja. í Svíþjóð af séra Anders Blixt Sigurhans Karlsson og Þórey Jónsdóttir. Heimili þeirra er í Ekeby í Svíðþjóð. Safnaðarstarf Bústaðakirkja: Fótsnyrting fyrir aldr- aða er á fimmtudögum fyrir hádegi og hársnyrting á fóstudögum fyrir hádegi. Fella- og Hólakirkja: Samverustund fyr- ir aldraöa í Gerðubergi fimmtudag kl. 10-12, Umsjón hefur Ragnhildur Hjalta- dóttir. Háteigskirkja: Kvöldbænir og fyrirbæn- ir í dag kl. 18. Neskirkja: Fyrirbænamessa í dag kl. 18.20. Öldmnarstarf: Hár- og fótsnyrting í dag kl. 13-18 í safnaðarheimili kirkjunnar. Opið hús á morgun, fimmtudag, kl. 13-17. Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson skipstjóri, Byggða- renda 19, Reykjavík, er áttræður í dag. Jón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann fór sautján ára til sjós og stundaði sjó- mennsku fram yfir stríð. Hann var fyrst háseti á togaranum Karlsefni í nokkur ár, síðan á línubátum, á síldveiðum og á togurum. Jón lauk hinu meira fiskimanna- prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1932 og varð fljótlega stýrimaður eftir próf og síðan skip- stjóri á stríðsárunum. Eftir að Jón kom í land stundaði hann útgerð, fyrst á eigin vegum en síðan sem útgerðarstjóri hjá Einari Sigurðssyni. Hann var síðan fram- kvæmdastjóri hjá Vélbátaábyrgðar- félaginu Gróttu í tólf ár en hætti störfum fyrir aldurs sakir árið 1984. Jón kvæntist 1938 Ástríði Jóns- dóttur húsmóður frá Þangskála á Skaga. Synir Jóns og Ástríðar eru Sigurð- ur, f. 10.11.1938, læknir í Reykjavik, og Pétur, f. 24.4.1941, fulltrúi í Reykjavík. Kjördóttir Jóns er Sæ- unn, f. 2.7.1954, búsett í Noregi. Jón Sigurðsson. Jón átti sjö systkini en eitt þeirra erlátið. Foreldar Jóns voru Sigurður Oddsson, f. 24.4.1874, d. 9.4.1942, skipstjóri og leiðsögumaður í Reykjavík, og kona hans, Herdís Jónsdóttir, f. 6.7.1884, d. 23.6.1963. Jón og Ástríður taka á móti gest- um að Sigtúni 3 í Reykjavík milli klukkan 17.00 og 19.00 í dag. Herdís Tegeder Herdís Tegeder, starfsmaður hjá Pósti og síma, til heimilis að Hraun- túni 13, Vestmannaeyjum, er fimm- tugídag. Herdís fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hún giftist í desemb- er 1958 Adolf Sigurjónssyni, f. 2.4. 1934, d. 3.1.1987, bifreiðastjóra. Börn Herdísar og Adolfs eru Sig- urjón Hinrik, f. 3.8.1958, bifvéla- virki, kvæntur Elfu Eliasdóttur og eiga þau soninn Adolf, f. 18.4.1985; Gunnar, f. 19.9.1961, bifvélavirki, kvæntur Svövu Bjamadóttur og er sonur þeirra Sæþór, f. 3.10.1983; Jón Steinar, f. 17.10.1967, bifvélavirki. Sambýlismaður Herdísar er Her- mann Kristján Jónsson, f. 10.6.1945, skrifstofustjóri hjá Samtog í Vest- mannaeyjum. Herdís áþrjú systkini sem öll eru á lífi, búsett í Vestmannaeyjum. Foreldrar Herdisar: Heinrich Teg- eder, f. í Bremerhaven í Þýskalandi HerdísTegeder. 17.10.1911, d. 21.12.1976, sjómaður og verkamaður í Vestmannaeyjum, og kona hans, Sigurást Þóranna Guðmundsdóttir, f. 12.11.1915, hús- móðir. Skrifstofur Stjórnar- ráðs íslands Frá 1. október 1990 til 30. apríl 1991 verða skrifstofur Stjómarráðs Islands opnar kl. 9-17 mánudaga til föstudaga. Tapað fundið Plasthylki tapaðist Glært plasthylki með mynd af litlum dreng tapaðist á strætisvagnabiðstöð fyr- ir utan Hrafnistu á Brúnavegi. í hylkinu eru tvær prentaðar bamasmásögur. Ef einhver veit hvar hylkið er niðurkomið vinsamlegast látið vita í síma 24265 á morgnana eða eftir kl. 18. Kettlingur í óskilum Hvítur kettlingur, sem er haltur, er í óskilum á Njálsgötu 77. Upplýsingar í síma 616569. Fundir Kvenfélag Óháða safnaðarins heldur félagsfund nk. fimmtudagskvöld kl. 20 í Kirkjubæ. Kvenfélag Kópavogs Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn fimmtudaginn 27. september kl. 20.30 í félagsheimili bæjarins. ITC-deildin Melkorka Opinn fundur ITC Melkorku verður haldinn í dag, 26. september, kl. 20 í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi í Breiðholti. Stef fundarins er: Penninn er tunga hugans. Á dagskrá er m.a. hóp- vinna um vetrarstarfið. Upplýsingar veita Guðrún í síma 672806 og Gerður, s. 78248. Fundurinn er öllum opinn. Mætið stundvíslega. Fjölirúðlar Orð í tíma töluð Merkilegmynd, Syrtir í álinn, var sýnd á Stöð 2 í gærkvöldi. í henni var fjallað um eitt versta mengunar- slys sögunnar, strand olíuflutninga- skipsins Exxon Valdez, sem varð við strendur Alaska í mars 1989. Mikið magn af hráolíu rann í sjóinn og þrátt fyrír hreinsunaraðgerðir er ástandið í þessum slóðum geigvæn- lega slæmt. Tímasetning myndarinnar var mjög góð og raunar furðuleg tilvilj- un aö hún skyldi sýnd að kvöldi sama dags og fréttir bárust af oliu- leka við Laugarnes þegar verið var aö dæla svartolíu þar í olíutanka. í kjölfar myndarinnar var svo umræðuþáttur sem Eggert Skúla- son stj ór naði þar sem fram komu þrír valinkunnir menn og ræddu um myndina, mengun hér á landi og mengunarvarnir. í máli þeirra kom glöggt fram hversu lítið íslendingar gera i meng- unarvörnum oghversu aftarlega við erum á merinni í þessura efnum. Eggert stjómaði þættinum af skör ungsskap og þar fengu menn ekki leyfi til að vaða út um víðan völl, auk þess hafði hann unnið inn- skot í þáttinn um mengunarslys hér á landi og sýndar voru myndir sem teknar höföu verið yfir sundunura og á þeim mátti glögglega sjá olíu- brákina sem runnið haföi úr leiösl- unum við Laugames. Þetta var óvenju kjarnyrtur umræðuþáttur þar sem vinna virtist hafa verið lögð í að gera hann aðlaöandi fyrir sjón- varpsáhorfendur. Sem sagt þáttur- inn líktist ekki útvarpsþætti sem sjónvarpað var í beínni útsendingu. Jóhanna Margrét

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.