Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990. 9 Utlönd Það helsta, sem Austur-Þjóðverjar hafa að bjóða í hinu sameinaða Þýska- landi, eru minjagripír. Þessum gripum fjölgaði að miklum mun þegar aust- ur-þýski herinn skipti um búninga. Evrópu, allt austur á sléttur Volgu og í Póllandi og Tékkóslóvakíu skipta Þjóðverjar hundruðum þúsunda. Þetta er gamalt vandamál sem varð ein helsta orsökin fyrir útþenslu- stefnu Þjóðverja á valdatíma Hitlers. Hins vegar munar miklu að nú stendur efnahagur Þýskalands með miklum blóma, í það minnsta í þeim Simamynd Reuter hluta sem þar til í gær hét Vestur- Þýskaland. Þýskaland er sterkasta iðnveldi Evrópu og eitt hiö sterkasta í heimin- um. Það verður því óhjákvæmilega talið til stórvelda eftirleiöis þótt Þjóð- verjar þurfi ekki lengur að teíla fram óvígum her til að sanna mátt sinn. NTB Frökkum ekki sama um sameiningu Þýskalands: Óttast ekki þýska herinn - Þjóðverjar ógna nágrönnum sínum aðeins á mörkuðunum land og valdið þeim þungum búsifj- um. Núna fagna Frakkar ekki sér- staklega þótt Þýskaland sameinist á ný. Stjóm Frakklands lætur þessa nágranna sína að sjálfsögðu enga ástæðu hafa til að efast um að sam- bandið sé gott en franska þjóðin er ekki öll á sama máli. Frökkum er ekki sama í nýlegri skoðanakönnun kom í ljós að aðeins 37% Frakka telja samein- ingu Þýskalands sérstakt gleðiefni. Það er þó ekki af ótta við öflugan þýskan her heldur óttast margir Frakkar að Þjóðverjar fái fljótlega yfirburðastöðu innan Evrópubanda- lagsins. Þannig verði sameinað Þýskaland óhjákvæmilega efnahags- legt stórveldi í Evrópu þótt ríkið fari ekki með ófriði á hendur nágrönnum sínum. Samanlagður herstyrkur Þýska- lands verður minni en styrkur Vest- ur-Þýskalands fyrir sameininguna. Alls verða 370 þúsund hermenn und- ir vopnum og enn um sinn munu gilda takmarkanir á búnaði hersins. Þjóðverjar geta ekki einu sinni sent herinn út fyrir landamærin án þess að bijóta gegn stjómarskrá landins. Að síðari heimsstyrjöldinni lokinni þótti sjálfsagt að þýska hernum yrði haldið niðri til langframa. Það sama átti að reyna eftir fyrri heimsstyrj- öldina en mistókst meö hörmulegum afleiðingum. Nú hefur hins vegar komið fram gagnrýni á Þjóðverja fyr- ir að sitja heima meðan önnur ríki Vestur-Evrópu verða að halda úti herliði við Persaflóa. Þjóðverjar mega hvergi fara með her sinn, jafn- vel þótt það sé í nafni Sameinuðu þjóðanna. Vilja ekki sýna herinn Þjóöverjar eru yfirhöfuð á móti því að herinn verði sendur gegn Saddam Hussein og írökum. Hermennska er mikið feimnismál í Þýskalandi og hefur verið það allt frá stríðslokum. Hernaðarandinn, sem þar ríkti á Hitlerstímanum og fyrr, reyndist þjóðinni dýrkeyptur. Þjóðverjar vilja því halda sig frá öllum vígvöllum. Bandamenn þeirra segja hins vegar að þeir geti lagt sitt af mörkun eins og aðrar vestrænar þjóðir til að tryggja frið um olíulindirnar við Pérsaflóa. Þjóðverjar eru mjög háðir innflutningi á olíu og það mundi muna um liðstyrk þeirra við flóann. Þótt þýski herinn sé ekki stór þá er hann þeim mun öflugri og að sögn betur búinn en nokkur annar her í heiminum. í sameinuðu Þýskalandi verða íbú- arnir 78 milljónir. Þýskaland verður því næstfjölmennasta ríki Evrópu. Aðeins Sovétríkin eru fjölmennari. Á landakortinu er Þýskaland hins veg- ar ekki tiltakanlega stórt. Þjóðverjar verða þvi aðþrengdir með landrými eins og svo oft áður í sögunni og þar að auki búa ekki allir Þjóðverjar inn- an landamæranna. Gömiu vandamálin enn óleyst Þýskir minnihlutahópar eru fjöl- mennir í mörgum löndum Austur- Sameinað Þýskaland er ekki her- veldi og engar líkur eru að svo verði í náinni framtíð. Nágrannarnir þurfa ekki að óttast ásælni þrátt fyrir að minningin ein um öflugt Þýskaland veki einnig ótta um að þar komist einhvern tíma á legg nýr Hitler. Enginn veit þó hvað kann að gerast í fjarlægri framtíð. „Nei,“ svaraði gamall hershöfðingi frá Hitlerstím- anum spurningunni um hvort þjóðir heims þurfi að óttast nýjan þýskan harðstjóra. „Ekki næstu 150 árin,“ bætti hann við. Frakkar hafa í meira en öld haft mikinn beyg af þýska hernum og hafa haft fulla ástæðu til. Þrisvar hafa Þjóðverjar ráðist inn í Frakk- Helmut Kohl fær það hlutverk að stýra Þýskalandi i það minnsta fram yfir kosningarnar nú í desember og allar líkur eru á að hann leiði flokk sinn til sigurs þá. í Bonn er róinn lífróður - 400 milljónum króna varið til að undirbúa komu nýrra þingmanna Á fimmtudaginn eiga þingmenn frá héruðunum, sem þar til í gær hétu Austur-Þýskaland, að koma sér fyrir í Bonn og taka sæti á þingi sem situr í það minnsta þar til kosið verður að nýju í byrjun desember. Yfirvöld í Bonn berjast fyrir því harðri baráttu að borgin haldi stööu sinni sem aðsetur fyrir ríkis- stjórn og þing sameinaðs Þýska- lands, rétt eins og hún hefur verið allar götur frá árinu 1949. Þetta er þó tæpur slagur og fyrsti fundur þingsins, þar sem mæta þingmenn frá öllu Þýskalandi, verður haldinn í Berlín sem var höfuðborg landsins allt til þess að því var skipt upp í tvo hluta að síð- ari heimsstyrjöldinni lokinni. Bonn býður betur Sagan segir því að Berlín skuh vera höfuðborg og aðsetur æöstu valdamanna ríkisins. í Bonn þykj- ast menn hins vegar geta boðið betur því borgin er rík og þar skort- ir ekkert í glæsilegum byggingum og þegar þingið kemur saman verð- ur búið að útvega öllum þingmönn- unum úr austri aðstöðu til að lifa góðu lífi í Bonn. Það breytir þó engu um að Berlín verður höfuðborg ríkisins en þing- inu gæti þó enn verið fundinn stað- ur í Bonn. Á það er bent að sein- asti maðurinn, sem bar titiUnn Þýskalandskanslari, hélt til í Berl- ín og hann hét Adolf Hitler. Mörgum finnst sem það minni óþægilega á liðna tíð ef Helmut Kohl, hinn nýi kanslari yfir öllum Þýskalandi, á að hafa aðsetur á sama stað. í Bonn eru menn óþreyt- andi við að minna á að saga Berlín- ar er ekki öll glæsileg en í Bonn hafa menn ekkert illt gert af sér. Þeir eru 144 nýju þingmennirnir sem koma til borgarinnar. Borgar- stjórnin í Bonn hefur þegar variö 11 milljónum marka eða nær 400 milljónum íslenskra króna til að undirbúa komu þingmannanna úr austri. Þeir fá allir skrifstofur og bústaöi til að dvelja í meðan þingið situr. Þá hafa breytingar á þing- salnum kostað miklar íjárhæðir. Raðaðfrá hægri til vinstri Salurinn var allur skipulagður upp á nýtt, jafnvel þótt ekki sé enn vitað með vissu hvort hann verður notaður til frambúðar. Hann á að taka 663 þingmenn í sæti í stað 519 áður. Þingmönnum verður skipað eftir skoðunum frá hægri til vinstri, rétt eins og á franska þing- inu þar sem hugtökin hægri og vinstri urðu til í stjórnmálunum. íhaldsmönnum verða fengin sæti lengst til hægri, þá frjálslyndum, græningjum, jafnaðarmönnum og yst til vinstri sitja þingmenn sem áður fylgdu Kommúnistaflokki Austur-Þýskalands að málum. Þrátt fyrir mikinn auð í garði í Bonn er þó vart til nægilega gott íbúðarhúsnæði til að hýsa nýju þingmennina. Það hefur verið leyst með því að taka hótelherbergi á leigu. Þau eru þó ekki öll jafnfín Lothar de Maiziere, fyrrum forsætisráðherra Austur-Þýskalands, fær besta bústaðinn i Bonn. Hann verður líka ráðherra i nýrri stjórn Helmut Kohl. Simamynd Reuter en eiga samt að vera nægilega virðuleg fyrir fulltrúa á löggjafar- samkomunni. Enn hefur þingmönnunum ekki verið skipað niður á hótel en þó er talið fullvíst að Lothar de Maiziere, fyrrum forsætisráðherra Austur- Þýskalands, fái glæsilega íbúð á ráðstefnuhóteli. Hann á að verða ráðherra í nýrri ríkisstjórn Þýska- lands. Meðal annarra fulltrúa ríkir nokkur spenna eftir að fá að sjá íbúðirnar. Sumir hafa látið sér detta í hug að þingmenn geti skipst á um að dvelja í þeim fínustu þann- ig að hver fái viku í senn. Áður séð það svart Þingmennirnir að austan verða að greiða fyrir aðstöðuna sjálfír eins og aðrir þingmenn. Þingfarar- kaupið nær tvöfaldast þó frá því sem var meðan þeir sátu á þingi Austur-Þýskalands. Að loknum kosningunum í byrj- un desember á að vera búið að leysa allan húsnæðisvanda. Á það er bent að.húsnæðisvandinn nú sé aðeins smámunir hjá því sem hann var þegar þinghald hófst í Bonn fyrir rúmum íjörutíu árum. Þá reyndist salur náttúrugripa- safnsins sá eini þar sem hægt var að kalla þingið saman. Þar hófu Vestur-Þjóðverjar löggjafarstörf undir vökulum augum uppstopp- aðra fíla, gíraffa og nashyrninga. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.