Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990. 15 Eru íslendingar menningarþjóð? Það er alveg rétt sem Robert Co- ok segir í grein sinni í Morgun- blaðinu þriðjudaginn 25. september sl. Það vill enginn Þjóðarbókhlöðu. Nema ef til vill örfáir menn en þeir standa ráðþrota gagnvart öllum íjöldanum. „Gefið oss bjórkrár og verslunarmiðstöðvar," er hróp fólksins í landinu. Pilatus þvoði þó hendur sínar en valdsmenn ís- lensku þjóðarinnar tcika úr eigin hendi það fé sem þeir sjálíir höfðu samþykkt að ætti að renna til þess safns sem er heili allrar mennta- starfsemi í landinu. Auðvitað hvarflar ekki að þess- um mönnum að þeir þurfi að þvo sér um hendumar. Ekki fremur en það hvarflar að okkur í háskólan- um aö hrópa NEI þegar vegiö er að svokallaöri æðri menntun í landinu. Við bara þegjum og þumb- umst hver í sínu horni án þess að hreyfa litla fingur hvað sem á geng- ur. Er nokkur furða? Spurningar hljóta að vakna. Hvemig getur á því staðið að það tekur „bókaþjóðina" marga ára- tugi að koma upp húsi yfir bækur landsins? Það er háttur draslara að láta reka á reiðanum. Þeir byrja á mörgu en ljúka engu. Þeir skilja eftir sig hálfköruð verk úti um hvippinn og hvappinn. Og þeir eru hæstánægðir með þá lífsskoðun sína, að „það reddast einhvern veg- inn“. Góðir menn eiga hlut aö því að þetta verk var hafið og það er svo sannarlega ekki við þá að sakast hver dráttur er á orðinn. Gylfi Þ. Gíslason hratt málinu af stað með tillögum sínum um sameiningu Landsbókasafns og Háskólabóka- safns. Vilhjálmur Hjálmarsson tók fyrstu skóflustunguna og Sverrir Hermannsson gerði - mér liggur við að segja - örvæntingarfulla til- raun til aö koma málinu f höfn eft- KjaUaiinn Haraldur Ólafsson dósent merki þess að við þorum ekki að spyrja óþægilegra spurninga, vog- um okkur ekki að kanna innstæður sumra fullyrðinga okkar. Fátt er mönnum hollara en að endurskoða lífshætti sína, skoðan- ir og afstöðu annað veifið. Herbert Tingsten orðaði þétta svo að það væri jafnnauðsynlegt aö skipta um skoðun eins og að fara í hrein nær- fót - svona við og við. Ekki vil eg ganga jafnlangt og Tingsten, þó held eg að með því að varpa frá sér viðteknum skoðunum eða kanna þær óvægilega hreinsum við burt margt sem óþarft er og óþægilegt. Eg held t.d. að við íslendingar þurfum að íhuga af alvöru menn- ingu okkar og menntun. Hvar stöndum við raunverulega í þeim efnum? Stendur menning hér með „Flokkakerfið íslenska er gatslitið og vafasamt að það standist 1 mörg ár enn.“ ir margra ára dosk og ráðleysi. En alltaf voru fundin ráð til að hindra að bókhlaðan yrði að veruleika. Er nokkur furða þótt tekið sé undir' þá skoðun að íslendingar vilji ekki Þjóðarbókhlöðu? Hvar stöndum við? Það er annars umhugsunarefni hve lítil fylgni er á milh ræðuhalda um ágæti íslenskrar menningar og bókmenntaáhuga landsmanna og framlags til menningarmála. Orð duga skammt en stundum eru þau upphaf þess sem gera þarf. Hér á landi virðast mörg orð hafa glatað merkingu. Inntak þeirra er ekkert. Þau eru álíka innihaldslaus og klappið á tónleikum. Er þetta ekki þeim blóma sem við viljum vera láta - og dreg eg ekki undan að eg hef oft haft stór orð um íslenska menningu. Er þannig búið að menntakerfi okkar að ekki standi margt til bóta? Er ekki íslensk menning stundum harla smá? Allir geta verið sammála um að slík endurskoðun allra hugmynda og gilda má ekki vera neikvæð - hún má ekki stuðla að því að brjóta niður heldur verður hún að byggja upp. En oft verður að rífa niður svo að unnt sé að byggja hið nýja á traustum grunni. Upphaf þekkingar er spurningin Upphaf þekkingar er spurningin. „Þjóðarbókhlöðumálið vekur alvarlegar spurningar um afstöðu alþingis- manna til menntamála," segir greinarhöfundur. Hitt er annaö mál hvort þekkingin leiði til dyggöar. Góðar spurningar, bornar fram af alvöru, eru meira virði en vel meintir sleggjudómar. Þjóðarbókhlöðumálið vekur al- varlegar spurningar um afstöðu alþingismanna til menntamála. Þrátt fyrir góðan vilja og baráttu fárra fyrir málinu hefir þing og meirihluti ríkisstjórna ætíð séð um að tefja bygginguna. Og við starfs- menn háskólans, þar með taldir stúdentar, að sjálfsögðu, höfum af blygðunarsemi htið undan þegar við sáum að keisarinn var ekki í neinu. Robert Cook tók að sér hlutverk barnsins, ekki af því að hann er gestur (hann er raunar enginn gestur heldur prófessor viö háskól- ann, einn af okkur starfsmönnun- um) heldur vegna þess að hann heflr mikinn menningarlegan metnað fyrir hönd okkar starfs- félaganna. Á endanum mun Þjóðarbókhlað- an rísa og verða miðstöð upplýs- inga í þjóðfélaginu. Hún gæti verið fullbúin 1992 ef vilji væri fyrir hendi. En það verður ekki nema gagnger breyting verði á afstöðu valdamanna og þjóðarinnar allrar til mennta og þekkingar. Flokka- kerfið íslenska er gatslitið og vafa- samt að það standist í mörg ár enn. Við verðum að vona að unnt reyn- ist að móta mennta- og menningar- stefnu sem hentar þjóðfélagi okkar áður en skammsýni og neikvæð íhaldssemi hefir endanlega komið á fátæktarþjóðfélagi á íslandi. Haraldur Olafsson „ ... eitt besta ferðaárið, hvort sem menn fóru á vixlum eða á rikiskostn- að,“ segir Haraldur m.a. Samið um núll Árið 1990 ætlar að veröa minnis- vert ef heldur sem horfir. Ár skoð- anakannana Gallups, Skáíss og allra hinna. Rikisstjórnin okkar hangir í 30-35%. Þar sitja tveir í stólum í 05 flokki og Stefáni sagt upp vistinni. Munu hinir 11 sitja meðan sætt er því „ekki allir fara á kirkjugarðsbalhð í haust sem hlökkuðu til þess í vor“. Inn bakdyramegin Þó ráðherrar rífist svo sem um meltingarveg sauðkindarinnar, soyétflug og fleira þá eru þeir bara að strákast. En dauft týrir nú rauða ljósið Skattmanns og Hattmanns. Olafur formaður ætlar að stjórna velferðinni með hækkandi sköttum að sögn. Nokkuö bar á straumi og skjálfta út af bæjarstjórnarkosn- ingum í vor. Sjónvarpsstjörnur fengu sér nýja vettlinga fyrir slaginn en dugðu illa og hefur verið hent. Þá er svo var komið laumaðist Ólína inn í krata- flokkinn bakdyramegin og Kristín er nokkuð tvístígandi raulandi þjóðlög. Bjami tók besta kostinn, fór á slóðir Grettis. Jakinn bíður átekta með stóran hóp, og „Hattmann" segir „ekkert mál“ að innbyrða þessa gömlu fjandvini í kratasöfnuðinn. Enn er óvíst hvar Össur lendir. - Og blaðið sem áður fyrr vegsamaði nafn guð- fræðings frá Grúsíu er nú orðið hallt undir hinn heilaga fóður í Róm. Fáir sáttir við „þjóöarsátt" Um margt hefur árið aukið ánægju fólks sem vera ber. Nokkur Kjallarinn Haraldur Guðnason fyrrverandi bókavörður í Vestmannaeyjum „átök“ hafa verið á döfinni og lukk- ast vel, t.d. í málrækt, og þar þótti Bibba best. Þetta hefur líka veriö með betri veisluárum með hinum þjóðlegustu réttum svo sem skyr- böku og blóðmör. Líka eitt besta feröaáriö, hvort sem menn fóru á víxlum eða á ríkiskostnað. Margir fengu orður fyrir unnin afrek og óunnin. Þjóðarsátt verður líklega lengst í minnum höfð og ber margt til. Sem betur fer eigum við bjarg- vætti enn, menn sem eftir mikla leit fundu núlllausnina. Sá kom að vestan sem engan skyldi undra, því úr austri getur ekkert gott komið lengur. Tíminn okkar og fleiri fiutti landslýð mikinn fögnuð þegar núll- ið loks var fundið: „ísland að verða fjárhagslega siðuð þjóð.“ Já, vesal- ings fyrri ríkisstjórnir, líka Fram- sóknar! Nú er það mál manna aö varla fyrirfinnist maður í verka- lýðsstétt sáttur við „þjóðarsátt" atvinnurekenda og fylgiliðs þeirra í ASÍ og BSRB. í stjórnarblaðinu Tíminn segir að þjóðarsátt hafi ver- ið gerð um það að helmingur þjóð- arinnar líti aldrei upp úr striti og afborgunum sem renni til hins helmingsins. Verkamenn voru lítt sáttir við sinn hlut (sbr. samtöl Mbl. 1. maí). Sumir bændur tæmdu sáttabikar- inn með lítilli gleði. Bóndi nokkur sagði: Niðurlæging bændastéttar- innar er að verða alger (Bænda- blaðið). Verkakona í blaðaviðtali: „Kaupið er hvorki til að lifa af né deyja.“ Og prestar líka Prestar mótmæltu líka. Og Stein- grímur forsætis mælti svo - með tvíræðu glotti: „Vonandi næst sam- komulag með guðs hjálp“ - Prestar lifa ekki á munnvatni og guðsbless- un einu saman fremur en Magnús sálarháski. En seinþreyttir til vandræða stöðu sinnar vegna. Einn þeirra mælti svo: „Vegna köllunarinnar er hægt að pína presta." - Var það kannski vegna köllunarinnar að ríkið stórhækkaði húsaleigu við presta ofan á lág laun? Haraldur Guðnason „Nú er það mál manna að varla fyrir- fmnist maður í verkalýðsstétt sáttur við „þjóðarsátt“ atvinnurekenda og fylgíliðs þeirra í ASÍ og BSRB.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.