Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990.
Viðtalið
Selur rækju
vegna
liknannála
Nafn: Dögg Pálsdóttir
Aldur: 34 ar
Stait Skrifstotustjóri
íheilbric “
málarád
Þann 1. október síðastliðinn var
Dögg Pálsdóttir skipuð skrif-
stofustjóri 1. stigs í heilbrigðis-
og tr>'ggingamálaráðuneytinu.
Dögg lauk námi í lögfræðí árið
1980 og hélt þá utan til Svíþjóðar
i framhaldsnám á sviði vátrygg-
ingaréttar. Ári síðar sneri hún
heim á ný og hóf störf í ráðuneyt-
inu. Síðan þá hefur Dögg unnið
þar ef undan eru skilin árin 1985
til 1987. Á þeim árum var hún
busett í Washington og lagði
stund á heilbrigðisfræðL Hún var
skipuö deildarstjóri áriö 1983 og
vann þá að málefnum aldraðra
en frá 1987 hefur hún farið með
almenn lögfræðileg mál.
Dögg segir námið í Bandaríkj-
unum hafa komiö að miklum
notum i starflnu. „Ég lærði mikið
um stjórnun og rekstur heil-
brigðiskerfjsins og held að ég sé
eini íslenski lögfræöingurinn
sem hefur próf í heilbrigðisiræð-
um. Hingað til hafa einkum lækn-
ar og hjúkrunarfræðingar lagt
stund á þetta nám.“
Félagi í Zonta-
klúbbnum Emblu
Dögg á sér margvísleg áhuga-
mál og þegar DV hafði samband
við hana haíöi hún í ýmsu að
snuast. Hún tekur virkan þátt i
líknarmálum og stendur þessa
dagana fyrir rækjusölu i fjáröíl-
unarskyni fýrir Zontaklúbbinn
Emblu. „Zontahreyfingin er al-
þjóðleg hreyfing kvenna sem var
stofnuð 1919 í þeim tilgangi að
afla fjár til iíknarmála. Á hveiju
vori styrkjum við einhver mál og
síðastliðið vor létum við til dæm-
is rúmlega 300 þúsund krónur
renna til Foreldrafélags Grein-
ingar- og ráögjafarstöövar rikis-
ins. Við styrktum einnig Heima-
hlynningu Krabbameinsfélagsins
og byrjuðum auk þess aö styrkja
tvö börn í þróunarlöndunum til
mennta í gegnum Hjálparstofnun
kirkjunnar."
Kosningastjóri
eiginmannsins
En rækjusala og liknarmál eru
ekki einu viðfangsefni Daggar.
Þennan mánuðinn tók hún sér frí
frá störfura í ráöuneytinu til að
starfrækja kosningaskrifstofu
fyrir mann sinn, Ölaf ísleifsson,
sem stefhir að því að ná sjöunda
sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins.
„Það eru mörg handtökin sem
fylgja því aö reka kosningaskrif-
stofu og óneitanlega er þetta mik-
il vinna. Á móti kemur hins vegar
ánægjan af því að hitta mikinn
fiölda góðs fólks þannig að ég sé
ekki eftir tímanum sem fer i próf-
kjörsbaráttuna.
Aöspurð segir Dögg að þau
hjónin og sjö ára sonur þeirra
hafi mikla ánægju af útiveru og
þá sérstaklega göngutúrum og
skokkl „En hvað sjálfa mig varð-
ar þá hef ég mikla unun af matar-
gerð og lestri,“ segir Dögg Páls-
dóttir. -kaa
Fréttir
Tölvupappír
Vestmannaeyj ar:
Framkvæmdum við flug
völlinn loks að Ijúka
- Kostnaður tvöfaldaðist miðað við áætlun
lllll L
Hverfisgolu 78. simar 25960 25566
Ómar Garðarsson, DV, Vestmaiuiaeyjum;
kvæmt heimildum blaðsins hefur kemst hún öll í gagnið. Ekki verður
kostnaður meira en tvöfaldast miðað þó hægt að lenda í myrkri því ljósin
Gert er ráð fyrir að lagningu bundins við kostnaðaráætlun sem hljóðaði eru enn ekki komin. Astæðan til þess
shtlags á flugvöllinn hér í Eyjum upp á 40 milljónir króna. aö verkið tók lengri tíma en áætlaö
ljúki í dag. Þá er eftir aö ganga frá Verið er aö leggja slitlag á vestasta var er sú að breyta þurfti legu braut-
brautar- og aðflugshallaljósum á hluta austur-vestur brautarinnar og anna til að ná vatnshalla og miklu
austur-vestur brautinni. Upphaflega með því verki lýkur lagningu á allan meira fór í undirlag þeirra.
átti verkið að taka 18 daga en nú eru völliim. Reyndar var byrjaö að lenda
2 mánuðir frá því það hófst og sam- á brautinni í síðustu viku og nú
... alla daga
^ÉlI^ARNARFLUG
INNANLANDS hf.
Reykjavikurflugvelli - sirai 29577
-j 5 j | &
VILTÞU STYRKJA SAMKEPPNISSTODU ÞÍNA?
Glitnirhf
Glitnir gerir þér það kleift!
Þegar valið stendur um fjármögnun býður Glitnir fyrirtæki þínu möguleika sem
geta skipt sköpum. Möguleika sem auðvelda þér fjárfestingu í tækjum og búnaði,
á afgerandi hátt.
Kostir fjármögnunar hjá Glitni:
• Þú nýtir staðgreiðsluafslátt með fullri fjármögnun.
• Þú færð fjármögnun á samkeppnishæfum kjörum.
• Þú átt kost á lánstíma sem hentar fjárfestingunni.
• Þú endurgreiðir í takt við væntanlegar tekjur af fjárfestingunni.
• Þú skerðir ekki lausafjárstöðu fyrirtækisins.
Glitnir býður eftirtalda fjármögnunarkosti:
• Fjármögnunarleigu: Tveggja til sjö ára samningur þar sem
fjárfestingin er afskrifuð á samningstímanum.
• Kaupleigu: Tveggja til sjö ára samningur, hliðstæður fjárfestingarláni.
• Greiðslusamning: Stuttur samningur í 6 til 18 mánuði með
óverðtryggðum greiðslum. Hentar vel við smærri fjárfestingar.
• Erlend lán: Lánstími eftir vali, tii allt að 7 ára.
Þú getur náð forskoti í samkeppni með hagkvæmri fjárfestingu. Ræddu
málin við okkur - með réttri fjármögnun geturðu náð árangri sem um munar.
Gefur þínu fyrirtæki forskot
DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA