Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Blaðsíða 40
48 Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Golf CL ’82, ekinn aðeins 86 þús. km, og Skidoo Formula plus ’85, ekinn 2700 km, 94 ha. Uppl. í s. 72857 e.kl. 17. Ford Econoline 350 XL, árg. ’89, til sölu, bensín, 351 EFI, 4x4, Dana 44, sjálf- skiptur, vökvastýri, aflbremsur, tveir bensíntankar, ekinn 13 þús. mílur, óinnréttaður. Uppl. í síma 91-32525. Mercedes Benz 0.309, árg. '78, til sölu, sæti fyrir 25, upptekin vél, kúpling og bremsur á síðasta ári, gott lakk, loft- ' hurð. Verð 900 þús. Uppl. í símum 96-31337 og 985-23188. Vantar þig pening? 100-250 þús. í pen- ingum + mjög góður Chevrolet Nova Custom Cabriolet ’78, með rafmagn í rúðum, 8 cyl., sjálfskiptur, centrallæs- ingar, topplúga, krómfelgur, vökva- og veltistýri, mikið yfirfarinn, skoðað- ur ’91. Ath. skipti á jafndýrum koma einnig til greina. Hs. 91-79411 og vs. *■ 91-674970. > Dodge Ram '87, 8 cyl., ek. 70 þús. km, sjálfsk., vökvast., dekk 31", krómfelg- ur, litað gler, 8 manna. Verð 1300-1500 þús. Skipti á ódýrari. Vagn 2x6 m. Burðarg. 2,5-3 tonn. Verð 85 þús. Uppl. í síma 91-29184 eða 985-32454. Þessi stórglæsilega Toyota Corolla liftback GTI-16, árg. 1988, er til sölu. Bíllinn er í sérflokki og ekinn 29.000 km, með hörkumiklum hljómtækjum o.fl. Uppl. í síma 91-686168 eða til sýnis á Bílasölunni Blik. Suzuki Fox SJ 413 JX, ’88, 5 gíra, ekinn 40 þús. km, rauður, upphækkaður, 31" dekk + driflokur. Fallegur og sport- legur jeppi. Uppl. í síma 91-38410. Opel Rekord ’86 til sölu, ekinn 79 þús. km, dökkblár, 2,0 1, verð 550 þús., skipti á ódýrari eða nýlegum smærri bíl. Upplýsingar í heimas. 91-642364 og vinnus. 91-608055 Einstakt tækifæri. Ford Econoline 350 XL dísil, árg. ’85, nýinnfluttur, ekinn aðeins 38 þús. mílur. Uppl. í síma 91-20424 og 666712. Daihatsu Charade TX, árg. ’87, rauður, 3 dyra, 5 gíra, ekinn 53 þús. km. Álfelg- ur, sportinnrétting. Upplýsingar í síma 624945 eða 24995. Til sölu Toyota 4Runner, V-6, árgerð ’89, ekinn 13.500 mílur, rafmagn, topplúga, krúskontrol, álfelgur. Uppl. í síma 92-68567. Toyota Corolla GL 4WD ’90 til sölu, rafinagn í rúðum og speglum, sóllúga, álfelgur, vínrauður. Uppl. í síma 91-22067 eða 91-43025. Rúna. 4x4 AMC Eagle 1982, í topp standi (einkabíll). Sérstaklega vel með far- inn. Til sýnis og sölu á Bílsölu Garð- ars, Borgartúni. Ford Escort RS-Turbo '88, góður bíll á góðu verði. Óska einnig eftir dýrari jeppa, helst Toyota, staðgreiðsla á milli. Sími 91-666886. Toyota Celica GTi ’86 til sölu, ekinn 72 þús. km, skipti á ódýrari. Uppl. í síma 78095 eftir kl. 18. M. Benz 300 D, árg. ’85, með gjald- mæli + talstöð fyrir leigubíl. Uppl. í síma 91-73848 e.kl. 19. Camaro Z 28 ’86, ekinn 33 þús. mílur, sjálfskiptur, 270 hestöfl. Til sýnis og sölu á Bílasölu Ragnars Bjamasonar, áími. 91-673434. Fornbíll. Chevrolet, árg. ’59, til sölu, í góðu standi. Uppl. í síma 96-31219. Opel Senator 3000S, árg. '82, ekinn þúsund, skoðaður ’91, gullfallegur og í toppstandi, álfelgur, sjálfskiptur, topplúga o.fl. Ýmis skipti ath. Uppl. í síma 91-651801. Dodge '55 til sölu, nýskoðaður, lítur vel út og er í toppstandi. Verð 400 þús. Uppl. í síma 24225. Mazda 626 2000 GLX ’88, ekinn 28 þús. km, hvítur, beinskiptur, með gijót- grind og sílsalistum. Skipti á ódýrari bíl. Uppl. í síma 91-52487. Toyota Corolla DX sedan 1600, 5 gíra, árg. ’84, til sölu. Uppl. í síma 91-34669. LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990. Menning dv Myndin sýnir þrjár ballerínur í einum þriggja balletta sem íslenski dans- flokkurinn flutti í gærkvöldi. DV-mynd BG Þröng á þingi Það var með aðkenningu af ugg sem undirritaður sótti frumsýningu íslenska dansflokksins í húsnæði Islensku óperunnar í gærkvöldi, minn- ugur sýninga flokksins í betra rými og tómi. Því miður reyndist uggur minn ekki alveg ástæðulaus. Sviðið í Gamla bíói er alls enginn vettvangur fyrir dansverk af því tagi sem íslenski dansflokkurinn framdi þar. Þrengslin voru að sönnu ekki mjög áberandi í verki Terence Etheridges, Konsert fyrir sjö, sem var fyrst á dag- skránni, enda skilst mér að það sé sérstaklega lagað að takmörkuðu rým- inu. Var þó einn dansara, máttarstólpinn Hany Hadaya, næstum floginn út af sviðsbrún. Ballett Aðalsteinn Ingólfsson En þegar kom að verki Ed Wubbes, Fjarlægðir, sem fjallar beinlínis um, ja, fjarlægðir, í menningarlegu jafnt sem landsfræðilegu tiiliti, fóru annmarkar sviðsins að segja til sín fyrir alvöru. Dansarar voru aðþrengd- ir og gátu tæpast leitt til lykta þær tjáningarfullu hreyfingar sem nutu sín svo vel í Þjóðleikhúsinu forðum. Ekki var ég heldur ánægður með lýsingu í þessu verki, sem virtist öll vera miðja vegu á sviðinu, þannig að baksvið og sviðsbrún voru ofmyrkvuð. Samstilltir kraftar Ekki veit ég hvort dansverk Etheridges við Pétur og úlfmn var beinlín- is sniðið fyrir lítið svið. Alltént bar þar meir á látbragði en fyrirferðar- miklum dansi svo að ekki reyndi um of á sviðið. Hér var sem sagt höfðað til „allrar fjölskyldunnar”, sem er út af fyrir sig ágætt, nema hvað yngstu fjölskyldumeðlimirnir voru orðnir syfjuleg- ir þegar kom að verkinu um hann Pétur. Konsert fyrir sjö er haganlega samið verk, ágætlega til þess fallið að sýna samstillta krafta sjö dansara en tæplega mikið fram yfir það. Þar kom fram Einar Sveinn Þórðarson, nýráðinn hstdansstjóri, og sýndi og sannaði getu sína með eftirminnilegum hætti. Um dansverk Wubbes hafði ég mörg orð og fögur þegar það var frumsýnt og ætla ekki að endurtaka þau hér. Hefur verkið ekki tapað neinu af upprunalegum kynngimætti sínum. Bóndi úr Borgarfirði Pétur og úlfurinn er skrautlegt sprell sem féll greinilega 1 kramið hjá yngstu kynslóðinni. Bóndi ofan úr Borgarfirði, Flosi Ólafsson, steig þar nokkur lauflétt spor við góðar undirtektir. Hafði ég þó á tiifinningunni að hægt hefði verið að gera meiri dans úr þessum efnivið en Etheridge gerir hér. Það er raunalegt að horfa upp á góða starfskrafta við vondar aðstæð- ur. En við vondar aðstæður verður íslenski dansflokkurinn víst að búa enn um sinn. Þessi fallega Toyota twln cam '86 er til sölu. Uppl. í sfina 92-12176. Nýjar perur, frábærir Ijósabekkir, 10 tíma kort kr. 2.490. ■ Ferðalög íslenskt hótel í Lúx. Við erum í Mósel- dalnum, mitt á milli Findelflugvallar í Lúx. og Trier í Þýskalandi (20 km frá flugvelli, 17 km frá Trier). Gestum ekið til og frá flugv. endurgjaldslaust ef óskað er. Útvegum rútur (litlar og stórar), með bílstjóra, á mjög góðu verði. Aðstoðum gesti okkar eftir bestu getu. Hjá okkur eruð þið í öruggum höndum. Hotel Le Roi Dago- bert, 32 Rue de Treves, 6793 Greven- macher, Luxemburg, sími (352) 75717 og 75718, telexnr. 60446 Dagob-Lu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.