Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990. Fréttir Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar: Átök og uppnám vegna deilna um formannskjör lögfræðiálitum ber ekki saman og stjómarmaður vill hreint mannorð „Hver félagsmaður er ábyrgur fyr- ir atkvæði sínu. Hrekklaust fólk þarf því að varast að láta nota nafn sitt og atkvæði til óhappaverka sem skaða félagsandann og skapa sundr- ungu og illindi í félagi okkar,“ segir í bréfi sem Óskar Jóhannsson, stjómarmaður í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, hefur ritað til fulltrúa, varafulltrúa og nokkurra starfsmanna Reykjavíkurhorgar. Tildrög þessa bréfs eru harðvítugar deilur innan fulltrúaráðs og stjómar starfsmannafélagsins um hvort opna eigi fyrir formannskjör um leið og kosið verður til stjórnar í byrjun næsta árs. Verði formaöur ekki kjör- inn beinni kosningu munu einungis 10 manns sitja í stjórninni á næsta ári í stað 11 eins og lög félagsins gera ráð fyrir. Skoðun meirihluta stjómar er hins vegar sú að. Sjöfn Ingólfs- dóttir, sem var kjörin varaformaður af stjórn, skuli gegna formennsku út kjörtímabil Haralds Hannessonar, sem lést fyrr á árinu, en hann var kosinn beinni kosningu til tveggja ára. Samkvæmt lögum félagsins er for- maður kosinn sérstaklega til tveggja ára í senn en í forfóllum hans skal varaformaður gegna störfum hans. Varaformaður er hins vegar ekki kosinn beinni kosningu heldur af stjórn. Samkvæmt lögum félagsins eru 5 meðstjórnendur kosnir í einu til tveggja ára og ganga því árlega 5 úr stjórninni á víxl. Fyrir liggja tvö lögfræðiálit vegna þessa máls. Annars vegar liggur fyr- ir álitsgerð Atla Gíslasonar hrl. en hann kemst að þeirri niðurstöðu að við næstu stjómarkosningar í starfs- mannafélaginu verði að kjósa nýjan formann í opinni kosningu auk þeirra 5 stjórnarmanna sem lög fé- lagsins kveða á um. Hins vegar liggur fyrir bréf frá Gesti Jónssyni hrl. þar sem segir að eðlilegt sé að varafor- maður taki við stöðu formanns og gegni henni í forfóllum hans. Ljóst er að innan ráðsins er mikil andstaöa gegn hugmyndum meiri- hluta stjómar um að opna ekki fyrir formannskjör næst þegar kosið verð- ur í stjóm félagsins. Þegar hafa á þriðja tug fulltrúa í ráðinu skrifað undir tillögu þess efnis að opna beri fyrir formannskjör. Á fulltrúaráðsfundi, sem haldinn verður næstkomandi mánudag, veröur tekin afstaða til þessa máls. Bréf Óskars mun sjálfsagt hleypa enn meiri hörku í fundinn því þar segir meðal annars um deilurnar: „Ég mun ekki láta mitt eftir liggja við að uppræta þennan rógburð og hreinsa mannorö mitt og samstarfs- fólks míns í stjórninni...“ -kaa Langtímaspá um veður á N-Atlantshafi fyrir október* Byggt á gögnum NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) * Spáin sýnir frávik frá meöaihita og meöalúrkomu á spásvæöinu Álverið hefur tæpast áhrif á svínin - segirÞorvalduríSlldogfisk „Það hefur nú enginn óskaö eftir því að við fjarlægjum okkur enda útlit fyrir aö þetta álver veröi svo langt frá okkur,“ sagði Þorvaldur Guðmundsson, kaupmaður í Síld og fisk, en hann rekur eitt stærsta svínabú landsins á Vatnsleysu- strönd. Þorvaldur á jörðina sem svínabúið stendur á. Svínabú þetta er ekki langt frá Keilisnesi en þar er nú fyrirhugað að reisa risastórt álver. Fyrst í stað verður það upp á 210.000 tonn en síð- an er ætlunin að stækka það um helming. Þorvaldur sagðist sáralítið hafa leitt hugann að því hvort svínabúiö yrði að víkja. „Það er algengt erlend- is, að því að mér er sagt, og það hef- ur engin áhrif á svínin. Annars er þetta ekki komið svo langt að maður sé nokkuð farið að hugsa um þetta,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur sagðist geta ímyndað sér að álverið yrði um það bil tvo til þrjá kílómetra frá svínabúinu. Hann sagði að þaö væri svipað og fjarlægð vinnslufyrirtækisins frá ísal. -SMJ Megindrættir í veðrinu fram 1 miðjan nóvember: Svalt og blautt Hitastig verður heldur lægra en í meðalári en úrkoma hins vegar örlít- ið meiri. Þannig hljómar lang- tímaspá bandarísku veðurstofunnar fyrir tímabilið frá miðjum október til miös nóvember. Samkvæmt gögnum bandarísku veðurstofunnar er hitinn í Reykjavík á bihnu 2,8-4,1 gráða, eða 3,3 gráður að meðaltali á þessu tímabili. DV ræddi við veðurfræðing veðurstof- unnar vestra í gær og upplýsti hann að spá til skemmri tíma, fyrir tíma- bihð 23.-27. október, væri ekki alveg í samræmi við 30 daga spána. Sú spá segði mönnum að í næstu yiku yrði frekar hlýtt á svæðinu viö ísland og úrkoma aðeins meiri en venja er til á þesum árstíma. Þegar horft er lengra fram í tímann má þannig bú- ast við kólnandi veðri. Kortiö hér th hhðar sýnir reyndar 30 daga spá bandarísku veðurstof- unnar fyrir októbermánuð, en kort fyrir miðjan október til miðs nóv- ember hefur ekki borist blaðinu enn- þá. Þar kemur fram að ekki verður mjög kalt í október frekar votviðra- samt. Lesendur DV ættu að vera farnir að kannast við þessar spár sem birst hafa reglulega í blaöinu síðasthðin tvö ár. Nú hefur kortið verið endur- bætt þannig að lesendur eigi auð- veldara með að átta sig á megintil- hneigingum í veðrinu næstu vikurn- ar. Sem fyrr minnum við á aö spár, sem gerðar eru th lengri tíma en næstu 5-6 daga, eru ekki eins áreið- anlegar og skammtímaspár. Ber því að taka þessar langtímaspár með fyr- irvara enda er tilgangur þeirra aðal- lega að sýna megintilhneigingar í veðurfarinu næstu vikur en ekki að spá í veðrið frá degi th dags. Þess má þó geta aö spárnar hafa í flestum thvikum gengið eftir í meginatriðum. -hlh Kvennakórinn Lissý með tónleika Gylfi Kris^ánssan, DV, Akureyit Kvennakórinn Lissý, sem skipaöur er 60 konum víös vegar úr Þingeyj- arsýslu, heldur tvenna tónleika í Eyjafirði á sunnudag. Þeir fyrri veröa í félagsheimilinu Hlíðarbæ skammt norðan Akur- eyrar kl. 16 en hinir síðari í Víkur- röst á Dalvík og heflast þeir kl. 21. a emtsskra era kirkjuleg og ver- aldleg kórlög íslenskra og erlendra höfunda, m.a. eftir Pál ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns, Franz Schu- bert og Mozart. Einsöngvarar eru Þuríður Baldursdóttir og Hildur Tryggvadóttir, tmdirleikari Guð- rún A. Kristjánsdóttir og stjórn- andi Margrét Bóasdóttir. Stjóm Ibúasamtaka Grafarvogs: Vilja að íbúar geti lifað áhyggjulaust í framtíðinni - Áburöarverksmiðjan greiöir um helming þess verös sem Atiantsál vill greiða vegna álvers á Keilisnesi „í áhættumatinu kemur skýrt fram að innra eftirhti í verksmiðj- unni er stórlega ábótavant og að umtalsverð hætta stafar af starfsemi hennar fyrir íbúa í nágrenninu. í matinu er ekki tekið tihit th hætt- unnar sem stafar af flutningi efna th og frá verskmiðjunni en þó er gféint frá því að óhöpp vegna þessa séu tíð,“ segir Guömundur Guömunds- son, formaður íbúasamtaka Grafar- vogs um nýútkomna skýrslu norska ráðgjafarfyrirtækisins Technica yfir áhættumat vegna Áburðarverk- smiðju ríkisins í Gufunesi. Stjóm íbúasamtakanna ályktaði vegna þessa máls á fimmtudags- kvöld. í ályktuninxh segir meðal ann- ars að eina ásættanlega lausnin sé að leggja niður starfsemi Áburðar- verksmiðjunnar á þessum stað. „Stjómin skorar á borgarstjóm, al- þingismenn Reykjavíkur og ríkis- stjóm að taka höndum saman og vinna ákveðið að lausn þessa máls þannig aö íbúar Grafarvogs geti lifað áhyggjulaust í framtíðinni,“ segir í lok ályktunarinnar. Mörgum sem DV hefur leitað th finnst undarlegt að forsvarsmönnum Áburðarverksmiðjunnar skuh hafa verið fahð að kynna niðurstöður norska ráðgjafarhópsins, þeim sé í raun gefiö eftir að túlka niðurstöð- umar sér í hag. Telja sumir að túlk- un þeirra á innihaldi skýrslunnar sé bæöi vihandi og hlutdræg. Þetta tel- ur Hákon Björnsson, framkvæmda- stjóri verksmiðjunnar, ekki maklega gagnrýni. „Við fengum virt fyrirtæki á þessu sviði til að gera þessa úttekt og stóðum síðan fyrir því aö gefa fjöl- miðlum færi á því aö tala við þessa aðha,“ segir Hákon. Deilur um ávinning af áhættu Nokkuð skiptar skoðanir era á því hvort ávinningurinn af starfsemi Áhurðarverksmiðjunnar sé nægjan- legur th að réttlæta þá áhættu sem af henni stafar. í ljósi þess að áburö- amotkun innanlands mun óhjá- kvæmhega minnka á komandi áram, meðal annars vegna ákvæða búvöra- samninga um samdrátt í landbúnað- arframleiðslu, hlýtur hins vegar sú spuming aö verða æ áleitnari hvort ekki sé rétt að afnema einkarétt Áburðarverksmiðjunnar á fram- leiðslu og dreifingu áburðar og leggja starfsemi hennar niöur. í samtah við DV segir Hákon Bjömsson verksmiðjuna þjóðhags- lega hagkvæma, og í svipaðan streng hefur Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra tekið. Á öndverðri skoðun eru hins vegar margir, meðal annarra Davíð Oddsson borgarstjóri. Hvað sem þessum dehum um hag- kvæmni líður er þó ljóst að á undan- fómum 5 árum hefur Áburðarverk- smiðjan fengiö ríflega mhljarð króna í bein framlög úr ríkissjóöi og á íjár- lögum fyrir næsta ár er gert ráð fyr- ir 90 mihjón króna framlagi. Þá greiðir verksmiðjan óverulegt verð fyrir rafmagnsnotkun sína en orku- þörfverksmiðj unnar er um einn tí- uridi af orkunotkim álversins í Straumsvík. Á meðan Reykvíkingar greiða tæp- ar 6 krónur fyrir kílóvattstundina greiðir Áburðarverksmiðjan einung- is 53 aura. Th samanburöar má geta þess að álverið í Straumsvík greiðir um 85 aura fyrir khóvattstundina og samkvæmt drögimi að samningum við Afiantál-hópinn er fyrirhugað verð á raforku til álversins á Keihs- nesi um 1 króna kílóvattstundin mið- að við núverandi gengi. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.