Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990. Vanur sölumaður óskast Óskum eftir góðum sölumanni til starfa sem fyrst. Áhugasamir skili inn umsókn með upplýsingum um aldur og fyrri störf til DV, merkt „Sölumennska 24“, fyrir 25. október. Kvennalistinn í Reykjavík Fyrri skoðanakönnunin vegna alþingiskosninganna í vor verður kynnt að Laugavegi 17 kl. 11.00 á laugardag. Uppstillingarnefnd MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Menntamálaráðuneytið auglýsir styrki úr Þróunar- sjóði grunnskóla skólaárið 1991-92. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að nýjungum, tilraun- um og nýbreytni í námsefni, kennsluaðferðum, náms- mati og skipulagi náms og kennslu í grunnskólum landsins. Samkvæmt reglum sjóðsins er heimilt annað hvert ár að tiltaka ákveðinn þátt í starfsemi grunnskóla sem hefur forgang það ár. Hefur verið ákveðið að um- sóknir um verkefni í list- og verkgreinum njóti að öðru jöfnu forgangs við næstu úthlutun. Umsóknarfrestur er til 1. desember 1990. Umsóknum skal fylgja ítarleg lýsing á verkefninu og tilgangi þess og áætlun um framkvæmd. Umsóknareyðublöð, ásamt reglum sjóðsins og nán- ari upplýsingum, fást á fræðsluskrifstofum og í menntamálaráðuneytinu. ~ ■ f- Flug, bíll og lúxushús í Hostenherg, ntióað vió 4 saman í bíl og húsi. 20. nóv. - 25. nóv. Kr. 30.770,- 29. nóv. - 3. des. Kr. 29.200,- 6. des. - 9. des. Kr. 28.580,- 7. des. - 11. des. Kr. 29.200,- Flug, bíll og íbúó í Hostenherg, 20 minútna akst- ur frá Trier, ntiöaó vió 2 í bil og íbúó. 20. nóv. - 25. nóv. Kr. 33.380,- 29. nóv. - 3. des. Kr. 31.800,- 6. des. - 9. des. Kr. 29.980,- 7. des. - 11. des. Kr. 31.800,- Flug oggisting í Trier, tvíbýli á Altstadthótelinu. 20. nóv. - 25. nóv. Kr. 35.550,- 29. nóv. - 3. des. Kr. 32.900,- 6. des. - 9. des. Kr. 30.570,- 7. des. - 11. des. kr. 32.900,- Ofangreint veró er án flugvallarskatts, kr. 1.150,- Takmarkaóur sætajjöldi. Ath. Verslanir í Trier eru opnar X alla laugardaga í desember. Hinhliðin_____________________ pv Ætla að verða góður þjálfari - segir Vanda Sigurgeirsdóttir knattspymukona Vanda Sigurgeirsdóttir, besti leikmaður kvenna i fyrstu deild. Vanda Sigurgeirsdóttir var fyrir stuttu valin besti leikmaöur í fyrstu deildinni í kvennaknattspymu. Vanda er fædd og uppalin á Sauðár- króki þar sem hún hóf aö æfa fóbolta sjö ára gömul. Þar var þó ekkert kvennalið og þurfti Vanda því aö sætta sig viö að vera með strákunum á æfingum en þaö segir hún aö hafi ekki verið mikiö mál. „Þaö var helst að upp kæmi sturtumál þegar viö komumst á kynþroskaaldurinn," segir hún. Vanda spilar og þjálfar með Breiðabliki auk þess sem hún leikur með íþróttafélagi stúdenta. Það er Vanda Sigurgeirsdóttir sem sýnir hina hliðina aö þessu sinni: Fullt nafn: Vanda Sigurgeirsdóttir. Fæðingardagur og ár: 28. júní 1965. Maki: Enginn. Börn: Engin. Bifreið: Toyota Corolla árg. 1987. Starf: Aðstoðarforstöðumaður í fé- lagsmiöstöðinni Árseli. Laun: Spyrðu Davíð. Þau eru alit of lág. Áhugamál: íþróttir og útilíf. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég spila aldrei í lottó- inu, líklegast vegna þess að ég hef aldrei neinn tíma til þess. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að spila fótbolta og að þjálfa annan flokk kvenna í Breiðabliki. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Þetta er vandræðaspurning. Mér þykir ekkert leiðinlegt enda er ég alltaf mjög bjartsýn. Uppáhaldsmatur: Það er allur mat- urinn hennar mömmu. Uppáhaldsdrykkur: Mjólk og vatn. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur i dag? Það eru nokkrar konur sem standa mjög framarlega í íþróttum, svo sem Erna Steinsen sem ætlar aö byija aö þjálfa aftur tveimur vikum eftir bamsburð. Uppáhaldstimarit: íþróttablaðið. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Mel Gibson leikari. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Mamma yröi fyrir miklum von- brigðum ef ég segðist ekki taka af- stöðu. Ég hef haft svo margt og mik- ið að gera undanfarið og því ekki haft nokkurn tíma til að fylgjast með stjómmálum svo ég verö að vera hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Carl Louis. Uppáhaldsleikari: Dustin Hoffman og Sigurður Sigurjónsson. Uppáhaldsleikkona: Meryl Streep og Jessica Lange. Uppáhaldssöngvari: Pabbi minn, Sig- urgeir „Muni“ Angantýsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Mar- teinn Luther King. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hermann. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir. Ertu hlynnt eða andvíg veru varnar- liðsins hér á landi: Þegar ég var átján ára og í menntaskóla var ég á móti hemum. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Eff emm er stillt á tækiö og ég hef ekki ennþá nennt að breyta til. Uppáhaldsútvarpsmaður:Vinkona min, Anna Björk Birgisdóttir. Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða Sjónvarpið? Ég hef ekki afmglara. Uppáhaldssjonvarpsmaður: Sigrún Stefánsdóttir. Uppáhaldsskemmtistaður: Hótel ís- land. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Breiða- blik og íþróttafélag stúdenta. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Aö verða góður þjálfari. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór á þjálfaranámskeiö í Svíþjóö og var síðan meö æfingabúðir kvenna á Laugarvatni. -ELA Uppáhaldsmatur á sunnudegi Ljúffengur lundi - að hætti Stefaníu Valgeirsdóttur þular „Sósuna baka ég upp og krydda með kjötkrafti, aromat, salti og worc- hestersósu og að lokum er sett ein matskeið af rifsberjahlaupi út í. Og auðvitað sósulitur. Mér fmnst ágætt að bera fuglinn fram kaldan, þá tek ég hann frá bein- inu og legg kjötið á fat og það sem verður eftir á beininu geymi ég í tar- talettur daginn eftir. Meölæti gæti verið brúnaðar kart- öflur, niðursoðnar pemr og rifs- berjasulta. Auðvitað má nota græn- meti en það er alveg óþarft. Þessi veislumatur er öðmvisi og gaman að elda eitthvað annað en gamla kindakjötið eða svínið." -ELA „Mín uppáhaldsuppskrift er án efa nýr, hamflettur lundi sem ég sendi ykkur uppskrift að,“ segir Stefanía Valgeirsdóttir, þulur hjá Ríkisút- varpinu, í bréfi sem hún sendi helg- arblaðinu. Uppskriftin lítur vel út og sjálfsagt að prófa hana. „Nýr, hamflettur lundi, tíu stykki handa fjórum. Fuglinn er lagður í bleyti í mjólk yfir nótt. Þerraður og steiktur í smjöri. Kryddaður með salti og pipar. Látinn í pott og fjögur til fimm lárviöarlauf sett út í, síðan vatn svo fljóti yfir fuglinn. Soðinn í einn og hálfan tíma. Þegar fuglinn hefur soðið í klukkustund er einum pela af ijóma bætt út í,“ segir Stef- anía. Stefania Valgeirsdóttir, þulur hjá Ríkisútvarpinu. DV-mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.