Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990. Erlendbóksjá THE BOMBER COMMAND WAR DIARiES AN OPERATIONAL BEFERENCE 600Kt 1939-1945 Loftárásirnar á Þjóðverja Fljótlega eftir upphaf síðari heimsstyijaldarinnar hófu breskar sprengjuflugvélar árásir gegn Þjóðvetjum sem lögöu á skömmum tíma undir sig mikinn hluta Evrópu. Eftir því sem á stríðið leið urðu sprengjuárásim- ar magnaðri og eyðileggingin af þeirra völdum meiri en nokkurn hefði grunað í upphafi. Tveir breskir fræðimenn hafa tekið saman tæmandi yfirlit um allar árásarferðir sem famar voru á vegum bresku herstjórn- arinnar, Bomber Command, það ríflega hálft sjötta ár sem styij- öldin stóð í Evrópu. Bókinni er skipt í kafla eftir gangi stríðsins og meginatriði hvers tímabils dregin saman í stuttum formál- um. Veittar eru allar helstu upp- lýsingar um hverja árásarferð fyrir sig. Hér er því á rúmlega 800 hlað- síðum sagt frá á íjórða hundrað þúsund árásarferðum sprengju- flugvéla en um 9000 flugvélar fór- ust í þessum ferðum og um 50 þúsund flugliðar létu lífið. Einnig er sagt frá eyðileggingunni á jörðu niðri í borgum og bæjum víða um Evrópu en einkum þó að sjálfsögðu í Þýskalandi. THE BOMBER COMMAND WAR DIARIES. Höfundar: Martin Middlebrook og Chris Everitt. Penguin Books, 1990. a longthe riverrun ICHARD ELLMANN Ritgerðir Ellmanns Ævisagnaritarinn og bók- menntaprófessorinn Richard Ell- mann, sem lést árið 1987, var einkum kunnur fyrir skrif sín um írsku stórskáldin Yeats, Joyce og Wilde. Fyrsta bók hans, um Yeats, kom út árið 1948. Frægust bóka hans er mikið rit um ævi og störf Jo- yce sem fyrst kom út árið 1982. Sú síðasta var hins vegar ævisaga Wilde sem birtist rétt eftir andlát Ellmanns. Á milli þessara kunnugustu verka Elimanns samdi hann ýmsar aðrar bækur, auk þess sem hann flutti fjölda fyrirlestra. í þessari nýju bók er einmitt safn- aö saman tuttugu fyrirlestrum og ritgerðum sem flestar hafa ekki áður birst í bókarformi og eru sumar þeirra þó samdar fyrir mörgum áratugum. í þessum ritgerðum eru eftir- lætis-viðfangsefni Ellmanns - Jo- yce, Yeats og Wilde - að sjálf- sögðu tekin til enn frekari krufn- ingar. En hann fjallar hér um marga fleiri rithöfunda, svo sem WaUace Stevens, Henry James, Pound, EUot og Auden, Lawrence og Hemingway og jafnvel Freud. A LONG THE RIVERRUN. Höfundur: Richard Ellmann. Penguln Books, 1990. Hirohito og heimsstríðið Þegar Hirohito, keisari Japans, var jarðsettur 24. febrúar í fyrra mættu ekki færri en 163 þjóðarhöfðingjar og ríkisleiðtogar tU að votta honum virðingu sína. Mæld í fyrirmönnum var þetta vafalítið glæsUegasta útför allra tíma og verðugur endir á best- heppnuðu ímyndarsmíð í stjóm- málalífi aldarinnar. Eins og blaðamaðurinn kunni Ed- ward Behr, sem starfaði um langt árabil hjá tímaritunum Time, Life og Newsweek, bendir á í þessari eftir- tektarverðu bók sinni um æviferil Hirohito, er það nánast viðtekin skoðun að Japanskeisari hafi í reynd verið eins konar fangi japanskra her- foringja sem ráðið hafi gangi mála í Japan frá upphafi fjórða áratugarins og allt þar tU heimsstyijöldinni lauk í ágúst árið 1945. Hirohito hafi þann- ig engu ráðið um hemaðarstefnu Japana né grimmdarlegan stríðs- rekstur þeirra, ef ekki beinlínis verið þeirri stefnu andvígur. Behr telur hins að hér sé um goð- sögn að ræða, ímynd sem búin hafi verið tU með skipulögöum hætti af Bandaríkjamönnum og japönskum ráðamönnum á árunum eftir stríðið. í bókinni sviptir hann með sannfær- andi hætti grímu valdaleysis og frið- arvilja af Hirohito á tímabiUnu frá um 1930 til stríðslokanna 1945 og sýn- ir um leið hvernig og hvers vegna hin nýja og nú viðtekna ímynd af Hirohito var búin tU. Guð í augum landa sinna Japanskeisari var afkomandi guð- anna í augum landa sinna fram yfir lok síðari heimsstyijaldar og því bæði andlegt og veraldlegt yfirvald. Hann var sóUn sem þegnarnir máttu ekki einu sinni horfa á. Hann var hafinn yfir lög og reglur sem giltu um aðra. Gegn vUja keisar- ans treysti enginn sér til að rísa þótt nánir samstarfsmenn reyndu að sjálfsögðu að hafa áhrif á endanlegar ákvarðanir hans. Við slíkum arfi tók Hirohito þegar hann var krýndur keisari árið 1926, að fóður sínum látnum og viðhélt honum óbreyttum aUt tíl stríðsloka. Foringjar hers og flota, þar sem öfgafuU þjóðernishyggja og trú á rétt Japana til forræðis yfir öðrum þjóð- um var ríkjandi, bættu valdastöðu sína verulega upp úr 1930. Þá hófst sókn Japana til yfirráða í nágranna- ríkjunum. Fyrst var lagt tU atlögu í Mansjúríu, þá í Kína og loks ráðist á flotastöð Bandaríkjanna í Perluhöfn, ýmis ríki í Suðaustur-Asíu og FUippseyjar. Japanir höfðu vit á því að brenna í stríðslok flest opinber skjöl sem vörðuðu á einn eða annan hátt ákvarðanir um fimmtán ára stríðs- rekstur. Engu að síður eru til staðar ýmis gögn sem Behr vitnar óspart í tU stuðnings þeirri niðurstöðu sinni að Hirohito hafi verið hjartanlega sammála útþenslustefnu herforingja sinna aUt frá árásarstríðinu gegn Kína til sóknarinnar í Suðaustur- Asíu og árásarinnar á Bandaríkin. Nýtt hlutverk Behr rekur einnig ítarlega hvemig Hirohito fékk nýtt hlutverk eftir hemám Bandaríkjanna. Það yar ákvörðun McArthurs her- foringja, sem stýrði hemámsliðinu, og Trumans forseta að Hirohito - sem á stríðsárunum var einna mest hataður aUra manna í Bandaríkjun- um og meðal margra Asíuþjóða - skyldi hvítþeginn af ábyrgð á árásar- stríði Japana og notaöur til þess að auðvelda Bandaríkjamönnum að koma á lýðræðislegum stjómarhátt- um í landinu og endurreisa efnahag þess. Hirohito, sem sjálfur óttaðist að verða handtekinn sem stríðsglæpa- maöur, tók þessari afstöðu Banda- ríkjaforseta fegins hendi og gjör- breytti um lífsstíl til þess að gegna nýju hlutverki sem valdalaus þjóð- höfðingi að vestrænum sið. Af þessum sökum urðu stríðs- glæparéttarhöldin í Japan einungis til málamynda. Jafnvel Japönum sem í nafni keisarans myrtu þúsund- ir stríösfanga, þar á meðal með ógeðslegum tilraunum, var sleppt við málaferli og refsingu. Þetta er lærdómsrík bók. Hún gef- ur forvitnUega mynd af ótrúlegum ferh manns sem lifði svo sannarlega tímanna tvenna. En hún er einnig kennslubókardæmi um það hvemig pólitísk tækifærismennska og stór- veldahagsmunir megna að gera svart hvítt og lygi að viðteknum sannleika. HIROHITO: BEHIND THE MYTH. Höfundur: Edward Behr. Penguin Books, 1990. MetsöluJdljur Bretland Sfcáldsögur 1. Martin Amls: LONDON FIELDS. 2. Len Deighton: SPY LINE. 3. stephen Klng: THE OARK HALF. 4. Scott Turow: PHESUMED INNOCENT. 5. J. Barnes: A HISTORY OF THE WORLD IN 10'/j CHAPTERS. 6. Vlrglnla Andrews: GATES OF PARADISE. 7. Martín Cruz Smith: POLAR STAR. 8. Terry Pratchett: TRUCKERS. 9. KEN FOLLETT: PILLARS OF THE EARTH. 10. Isaac Asimov: NEMESIS. Rit almenns eðlis: 1. Nlget Ntcolson: PORTRAIT OF A MARRIAGE. 2. Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 3. Oenls Healey: THE TIME OF MY LIFE. 4. Rosemary Conley: CQMPLETE HIP & THIGH DIET. 5. Hannah Haunwetl: SEASONS OF MY UFE. 6. Rosemary Conley: INCH-LOSS PLAN. 7. Mlchael Lewls: LIAR’S POKER. 8. Wllllam Dalrymple: IN XANADU. 9. floger Penrose; THE EMPEROR’S NEW MIND. 10. Joanna Lumley: STARE BACK ANO SMILE. (Byggl a The Sunday Tlmes) Bandaríkin Sfcáldsögur: 1. Slephen King: THE DARK HALF. 2. Scott Turow: PRESUMED INNOCENT. 3. Carrie Fishcr: POSTCARDS FROM THE EDGE. 4. Píors Anthony: ISLE OF VIEW. 5. Tom Clancy: CLEAR AND PRESENT DANGER. 6. Kathleen E. Woodiwlss: SO WORTHY MY LOVE. 7. Allon Gurganus: OLDEST LIVING CONFEDERATE WIDOW TELLS ALL. 8. donathan Kellermen: SILENT PARTNER. 9. Isaac Aslmov: NEMESIS. 10. Ken Follott: THE PILLARS OF THE EARTH. 11. Amy Tan: THE JOY LUCK CLUB. 12. Martha Grimes: THE OLD SILENT. 13. Stephen Coonts: THE MINOTAUR. 14. Jennlfer Lynch: THE SECRET DIARY OF LAURA PALMER. 15. John Jakes: CALIFORNIA GOLO. 16. Llllan Jackson Braun: THE CAT WHO TALKED TO GHOSTS. Rlt almenns eðtis: 1. Robort Fulghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW I LEARNED IN KINDERGARTEN. 2. M, Scott Pecfc: THE ROAD LESS TRAVELED. 3. Thomas L. Frledman: FROM BEIRUT TO JERUSALEM. 4. Tracy Kidder: AMONG SCHOOLCHILDREN. 5. Erma Bombeck: I WANT TO GROW HAIR, I WANT TO GROW UP, IWANTTO GO TO BOISE. 6. Stephen Hawfclng: A BRIEF HISTORY OF TIME. 7. Michael Lewis: LIAR’S POKER. 8. JIII Ker Conway: THE ROAD FROM COORAIN. 9. Jonathan Coleman: EXIT THE RAINMAKER. 10. Gilda Radner; IT’S ALWAYS SOMETHING. 11. Shelley Winters: SHELLEY 11. (Byggt á tiew York Ttmcs Boofc RoJew) Danmörk Metsölukiljur: 1. Marilyn French: SIN MORS DATTER. 2. Isabel Allende: EVA LUNA. 3. Ib Michael: KILROY KILROY: 4. Isabel Alfende: ANDERNES HUS. 5. Bjarne Reuter: MANEN OVER BELLA BIO. 6. Jean M. Auel: HULEBJ0RNENS KLAN. 7. Henrik Stangerup: MANDEN DER VILLE VÆRE SKYLDIG. 8. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERNE. 9. Gail Godwin: EN SYDSTATSFAMILIE. 10. Jean M. Auel: HESTENES DAL. (Byggt á Polltiken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Amerískur Raspútín Bandaríski rithöfundurinn Lawrence Sanders er löngu kunnur fyrir spennusögur sínar. Að þessu sinni beinir hann sjón- um að þeim hættum sem gætu steðjað að bandarísku stjóm- málalífi ef eins konar amerískur Raspútín kæmi til sögunnar. Kristos er amerískur predikari sem gefur sig út fyrir að geta læknað fólk pieð með andlegm prku sem hoiium herist frá guði. í reynd er hann valdasjúkur nautnaseggur. Honum tekst hins vegar að sannfæra forseta Banda- ríkjanna um að hann sé krafta- verkamaður sem einn geti lækn- að son forsetans af banvænum sjúkdómi. Þegar Kristos hefur náð slíkum tökum á valdamesta manni ver- aldarinnar þá færir hann sig að sjálfsögðu upp á skaftið og fær forsetann til þess að fara að „vilja guðs“ einnig í veraldlegum efn- um. Samstarfsmenn forsetans, embættismenn og þingmenn, sem gera sér grein fyrir hinu sanna eðli kraftaverkamannsins, bregð- ast brátt hart við. Þetta er hörkugóð pólitísk spennusaga og hin ánægjulegasta afþreying í skammdeginu. CAPITAL CRIMES. Höfundur: Lawrence Sanders. Berkley Books, 1990. BRENDA MALL0N ® C h i l d r e n |:nft WE^tNC AJýO í:->JCNin^\Nl.t ÓF 'VSf ” '• v ***** fHHP AVOUVttMKÍ Draumar bama og unglinga Hvers vegna dreymir okkur mun meira á æskuárunum en þegar aidurinn færist yfir? Hvaða hlutverki gegna draumar í þroska barna og unglinga? Hvernig verða draumar til og hvernig her að túlka þá og bregð- ast við þeim? Brenda Mallon, höfundur þess- arar bókar, hefur safnað saman ijölmörgum lýsingum bama og unglinga á draumum sínum, og sömuleiðis frásögnum fólks sem nú er fullorðið á eftirminnilegum draumum frá æskuárunum. Með þessar draumalýsingar í huga hefur hún flokkað algenga drauma eftir aldri bamanna og einnig að hluta eftir aðstæðum þeirra. Hún dregur sínar ályktan- ir af reynslu barnanna og ráð- leggur foreldrum hvemig við skuh bregðast þeim vandamálum sem gjaman leiða af tilteknum tegundum drauma, til dæmis martrööum. Jafnframt gerir höfundurinn stuttlega grein fyrir þeirri vitn- eskju sem vísindamenn búa nú yfir um hvemig draumar verða til og því mikilvæga hlutverki sem þeir gegna fyrir starfsemi heilans. CHILDREN DREAMING. Höfundur: Brenda Mallon. Penguin Books, 1990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.