Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990. Vidskipti Jólasalan brást ekki kaupmönnum í Reykjavík - þetta voru mikil bókajól og metannríki í verslimum Laugavegurinn í jólaösinni. Kaupmenn við Laugaveginn eru mjög ánægðir með söluna fyrir þessi jól og tala um mikla aukningu. Þá var geysileg sala í Kringlunni eins og undanfarin ár. Almennt eru kaupmenn því ánægðir og segja að jólasalan hafi ekki brugðist aö þessu sinni. Jólasalan brást ekki kaupmönnum í Reykjavík að þessu sinni. Svo virð- ist sem meira hafi verið að gera en í fyrra. Þannig jókst jólasalan í Hag- kaup, stærstu verslun landsins. Þá bera Laugavegskaupmenn sig mjög vel og ræða um mun meiri umferð um miðbæinn en undanfarin ár. Hagkaupsmenn ánægðir „Við erum ánægðir með söluna fyrir þessi jól. Hún fór frekar hægt af stað en síðasta vikan fyrir jól var mjög drjúg," segir Jón Asbergsson, forstjóri Hagkaups. Hann segir ennfremur að salan hjá Hagkaup hafl verið meiri í magni en í fyrra. „í matvælunum var þetta svipað og í fyrra. En þetta voru greinilega mikii bókajól enda bækur hlutfallslega ódýrari en síðustu ár.“ Að sögn Jóns var einnig mikil sala á fatnaði í Hagkaup. Verslunin tók nýlega upp sölu á nýjum og aðeins dýrari merkjum en boðiö hefur verið upp á áður og var mikil sala í þeim fatnaði. „Það hefur verið mikið um mjúka pakka að þessu sinni.“ Laugardagurinn fyrir Þorlák var metdagur Aðalsöludagurinn í Hagkaup sem annars staðar var laugardagurinn fyrir Þorláksmessu. Líklegast var sá dagur metdagur í Kringlunni frá upphafi. Bolli í Sautján Bolli Kristinsson, eigandi verslun- arinnar Sautján við Laugaveginn, segist vera ánægður með jólavið- skiptin og þær móttökur sem nýtt verslunarhús, Sautján við Laugaveg- inn, hefur fengið. „Það var mjög góð sala í Sautján í Kringlunni líkt og áður en hins vegar mikil aukning hjá okkur við Lauga- veginn sem vonlegt er.“ Bolli segir að margir viðskiptavina sinna hafi haft á orði að mikil jóla- stemning væri við Laugaveginn og jiefði hún minnt á stemninguna í gamla daga. „Við erum ánægðir við Laugaveginn" Jón Siguijónsson, gullsmiður í versluninni Jón og Óskar við Lauga- veginn og stjórnarmaður í samtök- unum um gamla miðbæinn, segir að mun meira hafi verið af fólki í gamla miðbænum nú en fyrir undanfarin jól. „Þetta kom fram í meiri jólasölu en áður. Enda erum við ánægðir, kaupmenn við Laugaveginn.“ Áberandi var að verslanir í gamla miðbænum auglýstu meira en fyrir undanfarin jól. Þá voru settir upp bogar við Laugaveginn með auglýs- ingaskiltum. „Við höfum leyfi fyrir þessum bog- um í þrjú ár. Engu að síður eru þess- ir bogar byrjunin á því að viö Lauga- vegskaupmenn byggjum yfir gang- stéttirnar okkar. Byggt yfir gangstéttir við Laugaveg í sumar Þegar í sumar ætlum við að byggja yfir gangstéttimar á nokkrum stöð- um. Byggingarmátinn verður með mismunandi sniði til að hægt verði að finna út hvemig yfirbygging fólki finnst best. Við ætlum að finna bestu lausnma með viðskiptavinunum sjálfum áður en hafist verður handa um sjálft aðalverkið.“ Að sögn Jóns hafa samtökin um Gamla miðbæinn skipst í tvær deild- ir, Kvosina og Laugaveginn. „Kringlan býr við velgengni en ég hef trú á því að í framtíðinni eigi Laugavegurinn eftir að vinna mjög á í verslun og sú þróun hafi byrjað um þessi jól. Það var áberandi hvað fólk hafði oft á orði að hin eina og sanna jólastemning fengist fyrst og fremst með því að sækja verslanir í gamla miðbænum." Olían hækkaði um jólin Á bankaráðsfundi í dag verður nýr bankastjóri Landsbankans ráöinn. Vaxtahækkun hjá Landsbanka? Búist er við að bankaráð Lands- bankans samþykki á fundi sínum í dag að hækka nafnvexti lítillega. Á sama fundi verður nýr bankastjóri Landsbankans ráðinn. Eyjólfur K. Sigurjónsson, formað- ur bankaráðs Landsbankans, segir aö vextimir verði fyrsta mál á dag- skrá fundarins. Hann segir að á síðasta fundi hafi komið fram tillaga frá bankastjómn- um um að hækka nafnvexti lítillega. Afgreiöslu tillögunnar hafi hins veg- ar verið frestað til fundarins í dag. „Ég vfi engu svara um það hvort tillaga bankastjóranna verði sam- þykkt á fundinum í dag,“ segir Ey- jólfur. Landsbanki og Samvinnubanki hafa ekki hækkað nafnvexti eins og íslandsbanki, Búnaöarbanki og Sparisjóðimir hafa gert að undan- förnu. Spáð „er nokkurri hækkun verð- bólgunnar í janúar en að hún lækki afturífebrúar. -JGH Verð á olíu og bensíni hækkaði á erlendum mörkuðum um jólin. Hækkunin var að jafnaði um 8 doll- arar á unnum olíuvörum, eins og bensíni og gasolíu. Hækkunin er hins vegar rétt um 1 dollar á hráolíunni. Þegar mörkuðum var lokað síðast- hðinn föstudag var tonniö af súper- bensininu 256 doharar en var í gær komið í um 264 dollara. Verðið á blý- lausu bensíni var á föstudag um 246 dollarar tonnið og var í gær komið í 254 dollara. Síðustu tíu dagana hefur verð á Menn ársins í viðskiptalífinu verða útnefndir í dag af Frjálsri verslun og Stöð 2. Þetta er í þriðja skiptið sem þessi útnefning fer fram. í fyrra fengu eigendur útgerðarfyr- bensíni og gasolíu hækkaö um næst- um 20 dollara tonnið. Mikil spenna ríkir um framvindu mála viö Persa- flóa. Því meiri líkur sem eru á stríði eftir 15. janúar, daginn sem Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna vill að Irak- ar verði búnir að yfirgefa Kúvæt, þeim mun meira hækkar verð á olíu og bensíni enda þótt miklar birgðir af bensíni og olíu séu til á Vestur- löndunum. Auknar líkur á friðsam- legri lausn lækka hins vegar verðið. -JGH irtækisins Samherja hf. á Akureyri þessa útnefningu. Þar áður voru það eigendur bílafyrirtækisins Brim- borgar sem er með umboð fyrir Volvo og Daihatsu. -JGH Menn ársins Herrahúsið Heimir Bergmann, verslunarmað- ur í Herrahúsinu við Laugaveginn, segir að engin spuming sé um það að miklu meiri umferð hafi verið í gamla miðbænum en undanfarin ár. „Við erum ánægðir. Salan fór síðustu dagana fram úr björtustu vonum." -JGH Peningamarkaöur INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 2-3 ib Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2,5-3 Allir 6 mán. uppsögn 3,5-4 nema Bb ib.Sb 12mán.uppsögn 4-5 Ib 18mán. uppsögn 10 ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Bb Sértékkareikningar 2-3 ib Innlan verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6 mán. uppsögn 2.5-3.0 Allir nema ib fnnlán með sérkjörum 3-3,25 Ib Innlángengistryggð Bandarikjadalir 6,5-7 Ib.Lb Sterlingspund 12-12,5 Sb Vestur-þýsk mörk 7-7.6 Sp Danskar krónur 8,5-9 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 12,25-13,75 ib Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 12,5-14,25 Lb Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16-17.5 Allir Útlán verðtryggð • nema ib Skuldabréf 7,75-8,75 Lb.Sb Útlántilframleiðslu isl. krónur 12,25-13,75 Lb.Sb SDR 10,5-11,0 Ib.Bb Bandarikjadalir 9,5-10 Allir Sterlingspund 15-15,25 nema Sb Sb Vestur-þýsk mörk 10-10,7 Sp Húsnæðislán 4.0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,0 MEÐALVEXTIR Óverðtr. des. 90 13,2 Verðtr. des. 90 8.2 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalajan. 2969 stig Lánskjaravísitala des. 2952 stig Byggingavísitala jan. 565 stig Byggingavisitala jan. 176,5 stig Framfærsluvisitala des. 148,6 stig Húsaleiguvisitala óbreytt 1 .okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,245 Einingabréf 2 2.841 Einingabréf 3 3.449 Skammtímabréf 1,761 Auðlindarbréf 1,021 Kjarabréf 5,156 Markbréf 2,747 Tekjubréf 2,039 Skyndibréf 1,535 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,516 Sjóðsbréf 2 1,790 Sjóðsbréf 3 1,746 Sjóðsbréf 4 1,505 Sjóðsbréf 5 1,053 Vaxtarbréf 1,7735 Valbréf 1,6630 islandsbréf 1.088 Fjórðungsbréf 1,063 Þingbréf 1,088 Öndvegisbréf 1,079 Sýslubréf 1,095 Reiöubréf 1,070 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 688 kr. Eimskip 585 kr. Flugleiðir 259 kr. Hampiðjan 180 kr. Hlutabréfasjóður 183 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 193 kr. Eignfél. Alþýðub. 145 kr. Skagstrendingur hf. 420 kr. islandsbanki hf. 143 kr. Eignfél. Verslunarb. 143 kr. Olíufélagið hf. 610 kr. Grandi hf. 230 kr. Tollvörugeymslan hf. 112 kr. Skeljungur hf. 670 kr. Ármannsfell hf. 245 kr. Útgerðarfélag Ak. 360 kr. Olís 210 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, lb= Islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á limmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.