Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990. Nauðungaruppboð Eftirtaldar eignir verða boðnar upp og seldar, ef viðunandi boð fást, til lúkningar neðangreindum kröfum, á opinberu uppboði sem sett verður í dómsal embættisins, Strandgötu 52, Eskifirði, mánudaginn 7. janúar 1991 kl. 10.00 og síðan háð eftir nánari ákvörðun uppboðsréttar. Lambeyrarbraut 12, Eskifirði, þingl. eig. Ali Ragnar Mete. Uppboðsbeið- endur eru Magnús M. Norðdal hdl. Landsbanki Islands, Eskifirði, Veð- deild Landsbanka íslands og Búnað- arbanki íslands. Lóð úr landi Bakkagerðis, Reyðar- firði, þingl. eig. Reynir Gunnarsson. Uppboðsbeiðendur eru Magnús M. Norðdal hdl. og Bjami G. Björgvins- son hdl. Réttarholt 2, 2.h. t.h„ Reyðarfirði, þmgl. eig. Jón Hreiðar Egilsson. Upp- boðsbeiðendur eru Magnús M. Norð- dal hdl. og Veðdeild JÁndsbanka ís- lands. Bleiksárhlíð 61, miðhæð, Eskifirði, þingl. eig. Ólafúr Gunnarsson. Upp- boðsbeið. er bæjarsjóður Eskiijarðar. Borgarland 7 (Hraungerði), Djúpa- vogi, þingl. eig. Byggingafélag verka- manna. Uppboðsbeiðendur eru Magn- ús M. Norðdahl hdl., Islandsbanki og Gjaldheimta Austurlands. Búðavegur 34, Búðahreppi, þingl. eig. Guðlaugur Einarsson. Uppboðsbeið- endur eru Gjaldheimta Austurlands, íslandsbanki hf. og Veðdeild Lands- banka íslands. Bkólabraut 16, Stöðvarfirði, þingl. eig. Steinar Guðmundsson. Uppboðsbeið- andi er Magnús M. Norðdahl hdl. Skólabrekka 9, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Birgir Kristmundsson. Uppboðs- beiðendur eru íslandsbanki hf., Bún- aðarbanki íslands og Magnús M. Norðdahl hdl. Strandgata 14 b, Eskifirði, þingl. eig. Benni og Svenni hf. Uppboðsbeiðend- ur eru Iðnlánasjóður, Byggðastofhun og Gjaldheimta Austurlands. Tjamarbraut 17, Egilsstöðum, þingl. eig. Guðrún Margrét Tryggvadóttú. Uppboðsbeiðendur em Trygginga- stofnun ríkisins og Veðdeild Lands- banka Islands. Fiskvinnsluhús í skálahverfi, Reyðar- firði, þingl. eig. Reynir Gunnarsson. Uppboðsbeiðandi er Magnús M. Norðdahl hdl. Grjótárgata 6, Eskifirði, þmgl. eig. Davíð Valgeirsson. Uppboðsbeiðend- ur eru Hijóbjartur Jónatansson hdl. Guðjón Ánriarm Jónsson hdl., Sigríð- ur Thorlacius hdl, Tómas H. Heiðar lögfr., Klemens Eggertsson hdl. og Ásgeir Magnússon hdl. Hamrar 2, Djúpavogi, þingl. eig. Stef- án Gunnarsson. Uppboðsbeiðandi er Gjgldheimta Austurlands. SÝSLUMAÐURINN í SUÐUR-MÚLASÝSLU BÆJARFÓGETINN Á ESKIFTRÐI Útlönd Austurhluti Þýskalands: Glæpir og liðhlaup sovéskra hermanna Um þrjátíu glæpir, mest stuldir og rán, eru nær daglega framdir af so- véskum hermönnum á landssvæði því sem áður var Austur-Þýskaland. Þá eru liðhlaup sovéskra hermanna þar tíð þar sem 15-30 hermenn hlaupast daglega úndan merkjum. Þessar upplýsingar eru hafðar eftir foringja hjá glæpadeild þýsku lög- reglunnar. Eftir sanmeiningu þýsku ríkjanna breyttist staða þessara sovésku her- sveita mjög. Áður voru þær nánast óhagganlegar en í dag ræður sið- ferðisbrestur og agaleysi ríkjum hjá þeim hersveitum sem verða á brott úr Þýskalandi að þremur árum liðn- um. Meðal afbrota sovésku hermann- anna eru innbrot og rán frá heimil- um fullum af vestrænum vörum sem keyptar voru inn eftir sameiningu þýsku ríkjanna. Þá munu sovéskir hermenn hafa orðið valdir að mörg- um umferðarslysum þar sem þeir hafa ekið herbílum á ofsahraða á vegum. Sumir sovésku liðhlaupanna hafa náðst og verið afhentir sovésk- um heryfirvöldum. Þau viðurkenna að liðhlaup eigi sér staö í auknum mæli en ekki að um alvarlegt vanda- mál sé að ræða. Þetta ástand á sovésku hersveitun- um hefur vakið andúð almennings í austurhluta Þýskalands en andúðin var töluverð fyrir eftir 40 ára her- setu. Sú öryggistilfinning, sem her- sveitirnar áttu að veita, hefur snúist upp í andstæðu sína. Verða sovéskir hermenn því fyrir aðkasti og alls kyns niðurlægingu á götum úti. Reuter Það voru snor handtok slokkviliðsmanns sem bjorguðu lífi 19 ára stúlku sem ætlaði að fyrirfara sér með þvi að stökkva fram af 15 hæða byggingu í Hong Kong í gærdag. Foreldrar og önnur skyldmenni stúlkunanr höfðu árang- urslaust reynt að telja henni hughvarf og viðþolslaus spenna var orðin allsráðandi á þakbrúninni og niðri á göt- unni. Þá kom slökkviliðsmaðurinn til skjalanna. Honum tókst að komast nær alveg aftan að stúlkunni, stökk á hana og dró hana með sér inn á þakið. Þegar hættan var afstaðin harðneitaði stúlkan lyfjameðferö og neitaði einnig alfarið að segja hvers vegna hún vildi sytta sér aldur. Myndirnar sýna stúlkuna á þakbrúninni og siðan hvernig slökkviliðsmaðurinn gómaði hana. Reuter ísraelskur ráðherra: Páfinnviður- kenni ísrael Avner Shaki, ráöherra trúmála í ísrael, sagði í viötah við ísraelska sjónvarpstöð í gær að tími væri kom- inn til að páfinn í Róm viðurkenndi Ísraelsríki. „Eftir 43 ár frá stofnun Ísraelsríkis og framkvæmd trúfrelsis er sannar- lega tími til kominn að páfinn viður- kenni okkur,“ sagði Shaki. Vatíkanið hefur neitað að koma á stjómmálatengslum við israel. Páf- inn hefur krafist þess að Palestínu- arabar fengju heimaland og að Jerú- salem yrði alþjóðleg borg. Shaki sagði hins vegar að ísrael væri stað- reynd sem ekki yrði hnikað. „Á tímum þegar milljónir gyðinga frá Sovétríkjunum flykkjast til ísra- els er ómögulegt að horfa fram hjá ísrael sem hinni eilífu ættjörð sem gyðingar sneru aftur til.“ Nálægt 200 þúsund gyðingar hafa flust til ísraels á þessu ári og á næsta ári er búist við að þeir verði ein millj- ón. Reuter Skothríðá Guðföðurnum Ungur maður lést af völdum skotsára og þrír særðust í skot- hríö i kvikmyndahúsi í New York á annan dag jóla. Verið var aö sýna myndina Guöfaðirinn III þegar rifrildi tveggja hópa kvik- myndahúsagesta hófst vegna þess hve hátt annar hópurinn talaöi undir myndinni. Rifrildið hófst þegar tuttugu mínútur voru liðnar af sýning- unni og endaði í heilmikilli skot- hríð með fyrrgreindum afleiðing- um. Um 700 manns flúðu ótta- slegnir úr troðfullu kvikmynda- húsinu. Byssumennimir hurfu í látun- um sem urðu og höföu ekki náöst þegar síðast fréttist. Myndin gengur þó enn fyrir fullum hús- ura um öll Bandaríkin. Reuter 68 55 22 H

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.