Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990. Iþróttir NM í handbolta: Ósigur í fyrsta leik „Við töpuðum þessum leik á síðustu þremur mínútunum í fyrri liálfleik og fyrstu þremur í seinni Mlfleik en þá misstu úti- leikmenn okkar trúna á sjálfa sig, við misstum boltann klaufalega og Danir tryggðu sér sigunnn. Það er greinilega meiri æfing og vinna sem liggur á bak viö hvern leikmann hjá Dönum en okkur og við náum ekki betri árangri fyrr en við lögum þetta því við höfum nægan efnivið,“ sagði Gústaf Bjömsson, þjálfari íslenska stúlknalanúsliðsins, að Iokinni viðureign íslands og Dan- merkur, sem var opnunarleikur Norðurlandamóts stúlkna sem fram fer i Hafnarfiröi þessa dag- ana. Leikur íslands og Danmerkur var jafn raestallan fyrri Mlfleik- inn en ura hann miðjan Mðu Dan- ir tveggja marka forskoti, 6-8. Langskyttan Auður Hermanns- dóttir skoraði þá þrjú stórglæsileg mörk í röö og náði að jafha leik- inn, 9-9. Halia María Helgadóttir kom síðan íslandi yör, 10-9, með góöu marki eftir gegnumbrot. Mjög slæmur kafli kom þá hjá ís- lenskaliðinu, boltanum var kastað klaufalega í hendur andstæðing- ,anna sem þökkuðu fyrir sig með þvi að skora hvert markið á fætur öðru úr hraöaupphlaupi. í Mlfleik höfðu Danir nóð fjög- urra marka forskoti, 10-14, og í upphafi seinni háifleiks jókst mun- urinn í 10-17. Með miklu harðfylgi tókst ís- lensku stúikunum, með Herdísi Sigurbergsdóttur í broddi fylking- ar, að minnka muninn í tvö mörk, 17- 19. Nær hleyptu Dánir íslendingum ekki og öruggur sigur þeirra, 20725, var staðreynd. fslenska liöiö þarf nauösynlega að bæta sóknarleikinn til muna en mikið mæöir á útileikmönnum liðsins en aöeins þrjú mörk voru gerð úr hornunum. Vamarleikur líösins er með miklum ágætum. Liðið spilaði flata 6-0 vörn og gafst hún vel en flest mörk Dana komu úr hraðaupphiaupum eftir klaufa- leg sóknarmistök íslenskú leik- mannanna. Mörk íslands skoruðu: Halla María Helgadóttir 6, Herdis Sigur- bergsdóttir 4, Auður Hermanns- dóttir 4, Heiða Erlingsdóttir 2, Hulda Bjarnadóttir 2, Laufey Sig- valdadóttir 1 og Sigrún Másdóttir 1. Þá sigruðu Svíar lið Norðmanna, 18- 16. Næsti leikur íslenska liðsins er í. dag gegn Svíþjóð og hefst hann kl. 14 i Kaplakrika. -HR Fyrstu 20 sóknirnar forgörðum gegn Svíum Sóknamýting íslenska liðsins gegn Svíum í gærkvöldi var frek- ar slök en samtals fékk íslenska liðiö 57 sóknir og 22 þeirra end- uðu með marki. Þetta gerir 38,6% nýtingu. Svíar fengu 55 sóknir og skor- uðu 22 mörk og nýting heims- meistaranna því 40,0%. Þess má geta aö íslenska iiðið byrjaöi af- leitlega gegn heimsmeistumnum í gærkvöldi og 20 fyrstu sóknar- lotur íslenska liðsins mnnu út í sandinn. Áhorfendur þurftu að bíða í tæpar tuttugu mínútur eftir fyrsta íslenska markinu. -SK Tíu stiga tap gegn Dönum í Hólminum - Danir unnu slaka íslendinga, 90-80 mjög góðan leik, sterka vörn og pressuðu vel út um allan völl og gáfu íslenska liðinu aldrei frið. íslenska liðið var í mestu vandræð- um með að setja upp, leikmenn reyndu ótímabær skot og Danir skor- uðu grimmt úr hraðaupphlaupum. Vítahittni íslenska liðsins var afar döpur en hins vegar var vítahittni Dananna góð. íslendingar eiga að geta mun betur og fá þeir tækifæri í næstu tveimur leikjum til að hefna ófaranna í gær- kvöldi. Magnús Matthíasson og Teit- ur Örlygsson voru góðir í fyrri hálf- leik en hurfu gjörsamlega í síðari hálfleik. Pétur Guðmundsson sýndi ágætan kafla í síðari hálfleik og eins Pálmar Sigurðsson. Aðrir léku undir getu. „Ég er eins og gefur að skilja ósátt- ur með leikinn í heild. Liðið virtist ekki verið tilbúið í þennan leik. Við eigum að geta gert mun betur en þetta og Danir sleppa ekki eins vel frá hlutunum í leiknum í Njarðvík í kvöld," sagði Torfi Magnússon landsliösþjálfari í samtali við DV í gærkvöldi. Um 300 áhorfendur fylgdust með leiknum þrátt fyrir aftakaveður í bænum í gærkvöldi og var nánast ófært innanbæjar um tima. Helgi Bragason og Kristinn Óskarsson dæmdu leikinn. • Stig íslands: Pétur Guðmunds- son 20, Magnús Matthíasson 18, Teit- ur Örlygsson 13, Guðjón Skúiason 11, Pálmar Sigurðsson 8, Sigurður Ingi- mundarson 4, Guðmundur Bragason 2, Jón Arnar Ingvarsson 2, Albert Óskarsson 2. • Flemming Danielsen var stiga- hæstur Dananna með 22 stig. -JKS Rikharður Hrafiikelsson, DV, Stykkishólnii: íslendingar biðu ósigur fyrir Dön- um í landsleik í körfuknattleik í Stykkishólmi í gærkvöldi. Lokatölur leiksins uröu 80-90 eftir að Danir höfðu haft eins stigs forystu í hálf- leik, 44-45. Þetta var fyrsti leikur þjóðanna af þremur en annar leikur- inn verður í Njarðvík í kvöld og sá þriðji á Hlíðarenda á laugardaginn. Fyrri hálfleikurinn í gærkvöldi var nokkuð jafn og um tíma náðu íslend- ingar fimm stiga forystu og var það besti leikkafli íslenska liðsins í leikn- um. Þá barðist liðið vel í vöminni og eins var sóknarleikurinn sterkur. í byijun síðari hálfleiks skoruðu Danir þrettán stig á þriggja mínútna leikkafla á meðan íslendingar skor- uðu aðeins þrívegis. Segja má að þetta hafi gert út um leikinn og náðu Islendingar aldrei að minnka þetta bil að ráði. Danir sýndu á köflum • Teitur Örlygsson skoraði 13 stig fyrir íslendinga gegn Dönum í gærkvöldi. Svartur risi til liðs við Haukana Urvalsdeildarlið Hauka í körfuknattleik fær í dag góðan líðsauka en þá kemur til félagsins nýr erlendur leikmaður í stað Mike Noblets sem lék með liöinu fyrri hluta keppnistímabilsins. Hér er um að ræða Bandarískan svertingja, Damon Vance að nafni og er hann 25 ára garaall. Vance er 2,05 metrar á hæð og hefur ieik- ið með mjög sterkum liðum í bandaríska háskólakörfuknatt- leiknum. Þar má nefna lið St. Lou- is og Kaliforníu. Damon Vance lék í fyrra með hði í 1. deild í Finnlandi og þótti standa sig afburðavel í þeirri sterku deild. Skoraði hann að meðaltali 15 stig og hirti að meðaitali jafnmörg frá- köst. Haúkar vænta mikils af þess- um sterka leikmanni og verður hann löglegur með liði Hauka í fyrsta leik liðsins eftir áramót sem er gegn íslandsmeisturum KR. -SK/GH -íslendingarger Það hefur töluvert oft komið fyrir á liðni árum að landsliðið íslenska í handknattk hafi komið manni gersamlega á óvart. En alc ei eins og í Höllinni í gærkvöldi. Einn einker ilegasti landsleikur sem fram hefur farið héi landi og aðeins hreint hroðalegur klaufaskap okkar manna kom í veg fyrir að heimsmeist; amir, sem mættu til leiks með sitt sterka: lið, færu ekki mjög niðurlútir af velli í lokii Það var líkiega eingöngu vegna þess að mað var í vinnunni að maður gekk ekki út í byrji Þvílíka martröð hefur íslenska landsliðið ei boöið upp á síðustu árin og verður að fara lar aftur til að finna hliðstæðu. Svíarnir komus 0-8 og það var sama hvernig færi okkar me fengu, allt fór forgörðum. Og Steingrímur Hi mannsson forsætisráðherra, sem var á mei áhorfenda, hefði örugglega skorað úr mörgi þeirra dauðafæra sem strákarnir fen; Kannski þó ekki mörgum, því Tomas Svenss í marki Svía var hreint ótrúlegur á þessum tíi Opið bréf til íþróttasíðu D V frá Carli J. Eiríkssyni: Stjórn Skotsambandsins hef ur ákveðið... Þegar íþróttamaður ársins í skot- fimi var valinn nú í desember 1990 kom eftirfamadi yfirlýsing frá stjóm Skotsambands íslands: „Að þessu sinni hefur stjórn Skotsambandsins ákveðið að útnefna skotmann ársins úr röðum skammbyssumanna". Með þessari snilidarlegu ákvörðun útilokaði stjórn Skotsambandsins að íþróttamenn úr öðrum greinum skot- fimi en skammbyssuskotfimi kæmu til greina við val á skotmanni ársins, enda þótt miklu betri íþróttaárangra væri þar að finna, t.d. í riffilskotfimi, á árinu. Svona ákvörðun, einmitt á því ári þegar að minnsta kosti tveir árangrar í öðram greinum en skammbyssu- skotfimi voru áberandi bestir, hlýtur að teljast afar ósanngjöm gagnvart þeim íþróttamönnum sem þar eiga í hlut. En með þessu er ekki öll sagan sögð. Ef það hefði nú einhverra hluta vegna verið óhjákvæmilegt að ógilda og ómerkja öll mót í skotfimi á árinu 1990 nema skammbyssumótin þá stendur eftir þessi staðreynd: Á öllum skammbyssumótum á árinu, nema íslandsmeistaramótinu í staðlaðri skammbyssu, vom árangrar miklu betri en besti árngur þess manns sem kosinn var skotmaöur ársins 1990. Hér skal bent á dæmi: Á Reykjavík- urmeistaramótinu í staðlaðri skamm- byssu 19. maí 1990 hlaut Björn Birgis- son 550 stig. Besti árangur Björns er 556 stig. Besti árangur þess manns sem valinn var skotmaður ársins 1990 er 526 stig. íslandsmetið er 564 stig. Til samanburðar má benda á að neðstu þrír keppendur á síðasta heimsmeistaramóti í staðlaðri skammbyssu hlutu 546 stig, 540 og 530 stig. Stöðluð skammbyssa er ekki ólympíugrein og þess vegna er hvorki tii samanburður við ólympíuleika né heimsmeistaramót. Stjórn Skotsambands íslands hefur ákveðið að íslandsmeistaramótið í loftskammbyssu 1990 skuli haldið 30. desember. Með þessari snjöllu ákvörðun hefur stjórninni tekist að útiloka að árangur, sem þar kynni að nást, kæmi til greina við útnefningu skotmanns ársins, enda munu líkleg- ustu sigurvegarar í loftskammbyssu, sem er ólympíugrein, ekki vera í náð- inni hjá stjórninni. Á árinu 1990 er vitað um þrjú mót sem haldin hafa veriö í loftskamm- byssu. Á tveimur þessara móta var íslandsmetið bætt og er metið nú 566 stig. Sá árangur er svipaður og 555 stig í staðlaðri skammbyssu. Þegar þetta met var sett hlaut annar kepp- andi 561 stig á sama mótinu en það er svipaður árangur og 548 stig í staðl- aðri skammbyssu. Ekki hlutu þessi árangrar heldur náð fyrir augum stjórnar Skotsambands íslands þótt stjórnin hefði ákveðið að veita titilinn manni „úr röðum skammbyssu- manna“. Carl J. Eiríksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.