Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Side 26
34 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990. Afmæli Ámi Bjömsson Arni Björnsson tónskáld, Hörgs- hlíð 10, Reykjavík, varð áttatíu og flmm ára 23. desember. Starfsferill Ámi er fæddur á Lóni í Keldu- hverfi og var í Tónlistarskólanum í Reykjavík 1930-1935. Hann lauk burtfararprófi í píanóleik 1935 og var í framhaldsnámi í Royal Manc- hester College of Music í Englandi 1944-1946, aðalnámsgreinar flautu- og píanóleikur en var auk þess í námi í stofutónlist, undirleik, tón- fræði og tónsmíðar. Lauk hann þriggja ára námi á tveimur árum og útskrifaðist sem ARMCM. Árni var kennari í Tónlistarskólanum í Rvík 1946-1952 og lék með Útvarps- hljómsveitinni 1946-1950, Sinfóníu- hljómsveitíslands 1950-1952 og Lúðrasveit Reykjavíkur. 1952 varð hann fyrir miklu áfalli sem hefti starfsgetu hans og hefur hann verið sjúklingur síðan. Árni er heiðurs- félagi Tónskáldafélags íslands og varð heiðursfélagi Bandalags ísl. lúðrasveita 1988. Hann lék við guðs- þjónustur á Landspítalnum fram á vorið 1990. Meöal helstu tónsmíða Árna eru: Hljómsveitarsvítan upp til fjalla; Hljómsveitarverkiö Tilbrigði viö frumsamið rímnalag; Tónlist við Nýársnóttina, leikrit Indriða Ein- arssonar, 1950; Rómönsur fyrir fiðlu og píanó; Pínósónata; Lítil svíta fyr- ir strengjasveit; Fleiri hundruö sönglög, fyrir einsöngvara, karla- kóra og blandaða kóra. Einnig ligg- ur eftir Árna fjöldinn allur af mörs- um fyrir lúðrasveitir og hefur hann í tvígang unniö til verðlauna á þeim vettvangi eftir að hann varð fyrir slysinu, bæði hérlendis og erlendis. Fjölskylda Árni kvæntist 2. júlí 1941 Helgu Þorsteinsdóttur, f. 26. ágúst 1913. Foreldrar Helgu eru Þorsteinn Jó- hann Jóhannsson, kaupmaður í Rvík, og kona hans, Katrín Guð- mundsdóttir. Dætur Árna og Helgu eru: Katrín Sigríður, f. 30. maí 1942, fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit- inni og fiðlukennari, sambýlismað- ur hennar er Reynald Þ. Jónsson byggingatæknifræðingur, sonur Katrínar er Árni Jón Eggertsson, f. 11. maí 1970, sölumaður og söng- nemi og einn af félögunum í Radd- bandinu; og Björg, f, 2. júlí 1947, leik- kona, leiklistarkennari ogleiks- stjóri í Haslemere í Surrey í Eng- landi, gift Andrew Cauthery, fyrsti óbóleikari við Ensku þjóðaróperuna (ENO). Synir Bjargar og Andrew eru: David Harald, 1. janúar 1976, nemi í Yeudi Mehnuynskólann í Englandi, ogGunnar Atli, f. 17. júlí 1981. .Systkini Árna eru: Guðmundur, f. 20. ágúst 1898, b. og hreppstjóri í Lóni, kvæntur Friðriku Jónsdóttur; Arngrímur, f. 5. september 1900, d. 12 janúar 1972, læknir í Ólafsvík, kvæntur Þorbjörgu Jensdóttur; Sig- urveig, f. 8. júní 1908, d. 10. desemb- er 1946, gift Gunnari Jóhannssyni, b. í Árnanesi, og Björg, f. 9. ágúst 1913, organistiíLóni. Ætt Foreldrar Árna voru Bjöm Guð- mundsson, f. 5. júní 1874, d. 8. nóv- ember 1954, b. og hreppstjóri í Lóni, og kona hans, Bjarnína Ásinunds- dóttir, f. 28. júlí 1874, d. 15. ágúst 1927. Faðir Björns var Guðmundur, b. í Lóni. Bróðir Guðmundar var Árni í Lóni, sem var giftur Önnu, systur Bjargar, konu Guðmundar. Þeirra sonur var Árni píanóleikari, faðir Kristjáns menntaskólakenn- ara og rithöfundar og afi Magneu Matthíasdóttur rithöfundar. Guð- mundur var sonur Kristjáns, b. og hreppstjóra á Víkingavatni. Systir Kristjáns var Kristjana, móðir Sveins Víkings rithöfundar. Bróðir Kristjáns var Óli, faðir Árna Óla rithöfundar og afi Geirs Kristjáns- sonar rithöfundar. Kristján var son- ur Árna, umboðsmanns á Arnanesi, Þórðarsonar, b. á Kjarna í Eyjafirði, Pálssonar, ættföður Kjarnaættar- innar. Meðal barna Þórðar voru Páll, afi Friðriks Friðrikssonar æskulýðsleiðtoga, Björg, langamma Rögnvaldar Siguijónssonar píanó- leikara, Þórdís, langamma Sæ- mundar, fóður Þorsteins stjörnu- fræðings, Þorbjörg, langamma Vil- hjálms Hjálmarssonar, fyrrv. menntamálaráðherra, Kristbjörg, langamma Ragnars Halldórssonar, stjórnarformanns ÍSALs, og Ingi- björg, langamma Ingibjargar, móð- ur Sigurjóns Péturssonar borgar- ráðsmanns. Móðir Kristjáns var Jóhanna, systir Gunnars, langafa Gunnars Gunnarssonar skálds. Jóhanna var dóttir Skíða-Gunnars, b. á Ærlæk, Þorsteinssonar. Móðir Guðmundar var Sigurveig Guðmundsdóttir, b. í Ærlækjarseli, Árnasonar. Móðir Sigurveigar var Ólöf, systir Bjargar, ömmu Jóns Sveinssonar, Nonna. Önnur systir Ólafar var Guöný, móðir Kristjáns Fjallaskálds. Ölöf var dóttir Sveins, b. á Hallbjarnar- stöðum, Guðmundssonar. Móðir Björns var Björg, systir Petrínu, ömmu Kristjáns Eldjárn forseta. Önnur systir Bjargar var Oddný, langamma Jóns Sen, fv. konsert- meistara Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, og Signýjar Sen, móöur Er- lends Jónssonar heimspekilektors. Ami Björnsson. Petrína var dóttir Hjörleifs prests á Skinnastað Guttormssonar og konu hans, Guðlaugar Björnsdóttur, syst- ir Önnu, langömmu Ragnars Hall- dórssonar, sjórnarformanns ÍSALs. Bróðir Guðlaugar var Stefán, afi Stefaníu Guðmundsdóttur leik- konu, móður Önnu Borg. Móðir Áma, Bjarnína, var systir Guðmundar læknis. Bjarnína var dóttir Ásmundar, b. á Áuðbjargar- stöðum, Jónssonar. Móðir Ásmund- ar var Ása Jónsdóttir, b. í Ytri- Tungu á Tjörnesi, Semingssonar, bróður Marsibilar, móður Bólu- Hjálmars. Móðir Bjarnínu var Kristbjörg Amgrímsdóttir, b. á Fellseli, Bjarnasonar, bróður Ein- ars, langafa Valtýs Péturssonar list- málara. Systir Arngríms var Margr- ét, móöir Tómasar Johnson, ráð- herra í Kanada. Önnur systir Arn- gríms var Kristín, móðir Magnúsar Kristjánssonar ráðherra. Kristján Jónsson Kristján Jónsson, b. á Óslandi í Skagafirði, varð áttatíu og fimm ára 27. desember. Kristján fæddist á Víðivöllum í Fnjóskadal og ólst upp á Hólum í Hjaltadal og Unastöðum í Kolbeins- dal. Starfsferill Kristján varð búfræðingur frá Hólum 1923 og dvaldi á Korita bún- aðarskólanum á Fjóni í Danmörku og Ási í Noregi við landbúnaðarnám 1929-1930. Hann var b. í Stóragerði 1932-1946 og á Óslandi 1946-1959 og í félagi við tengdason sinn eftir það. Kristján var í hreppsnefnd 1946- 1970 og oddviti Hofshrepps 1966- 1970. Hann var í stjóm Kaupfélags Austur-Skagfirðinga 1950-1969 og sýslunefndarmaður 1966-1974. Kristján var formaður skólanefndar Hofshrepps og formaöur Búnaöar- félags Óslandshlíðar. Fjölskylda Kristjánkvæntist20.júní 1932 Ingibjörgu Jónsdóttur, f. 1. apríl 1907, d. 20. september 1955. Foreldr- ar Ingibjargar eru Jón Erlendsson, b. á Marbæli í Óslandshlíð, og kona hans, Anna Rögnvaldsdóttir. Börn Kristjáns og Ingibjargar eru Margr- ét, f. 7. ágúst 1933, starfsstúlka í Sunnuhlíð í Kópavogi, var gift Snoma Jónssyni, bifreiðarstjóra á Akranesi, og eiga þau sex börn; Þóra, f. 11. september 1936, skrif- stofumaður, gift Jóni Guðmunds- syni, b. og sveitastjóra á Óslandi, og eiga þau sjö börn; Jón, f. 11. júní 1942, alþingismaður í Rvík, kvæntur Margréti Einarsdóttur bankamanni og eiga þau þrjú böm og Svava, f. 9. júní 1949, skrifstofumaður, gift Pétri Jónssýni, byggingameistara á Hvanneyri í Borgarfirði, og eiga þau þrjú börn. Systkini Kristjáns eru Þóra, f. 18. september 1908, d. 1937, gift Friðriki Guömundssyni, b. á Höfða á Höföa- strönd, síðar tollþjónn í Rvik, sonur þeirra er Þórir, f. 13. apríl 1937, ahnn upp á heimili Kristjáns; Gestur, f. 14.júní 1916, d. 1989, viðskiptafræð- ingur í Rvík, kvæntur Kristínu Jónsdóttur, börn þeirra eru: Ófeig- ur, bæjarstjóri á Blönduósi, Þóra, iðjuþjálfi í Danmörku, og Sverrir, kennari í Fellabæ. Fóstursystir Kristjáns er Aðalbjpörg Guðmunds- dóttir, f. 14. desember 1920, húsmóð- ir á Bessastaðagerði í Fljótsdal. Ætt Foreldrar Kristjáns voru Jon Sig- urðsson, f. 26. september 1870, d. 13. febrúar 1944, smiðurogb. í Stóra- gerði í Óslandshlíð í Skagafirði, og kona hans, Níelsína Kristjánsdóttir, f. 13. september 1881, d. 29. maí 1959. Jón var sonur Sigurðar, b. í Gríms- gerði í Fnjóskadal, Árnasonar, b. á Draflastöðum, bróður Ingjalds á mýri, fóður Margrétar, móður Har- alds, afa Einars Jónssonar á Einars- stöðum. Árni var sonur Jóns, b. á Mýri, Halldórssonar, ættfóður Mýr- arættarinnar. Móðir Sigurðar í Grímsgerði var Kristín, systir Jóns, alþingismanns á Gautlöndum, afa Steingríms Steinþórssonar forsæt- isráðherra og langafa Jóns Sigurðs- sonar viðskiptaráðherra. Kristín var dóttir Sigurðar, b. á Gautlönd- um, Jónssonar, bróður Árna á Draflastöðum. Annar bróðir Sigurð- ar var Kristján, afi Kristjáns Fjalla- skálds. Móðir Kristínar var Bóthild- ur Þorkelsdóttir, systir Elínar, ömmu Kritjáns Fjallaskálds. Bróðir Bóthildar var Björn, faðir Bóthildar, móður Valdimars Ásmundssonar ritstjóra, foður Laufeyjar og Héðins. Móðir Jóns í Stórageröi var Frið- rika Kristjánsdóttir, b. á Böðvars- nesi, Guðlaugssonar, b. á Böðvars- nesi, bróöur Þórðar á Kjarna í Eyja- firði, ættfóður Kjamaættarinnar, langafa Friðriks Friðrikssonar, æskulýðsleiðtoga og föður Þorbjarg- ar, langömmu Vilhjálms Hjálmars- sonar, fyrrv. menntamálaráðherra. Guðlaugur var sonur Páls, b. á Sörlastöðum, Ásmundssonar. Systir Páls var Herdís, kona Davíðs Ind- riðasonar, b. á Stóruvöllum í Bárðardal, foreldrar tveggja Ingi- Kristján Jónsson. bjarga er báðar voru ömmur Krist- ins, föður-Jakobs fræðslumálstjóra og Hallgríms og Sigurðar, fortjóra SIS. Bróðir Páls var Gísli, faðir Ás- mundar, föður Einars, alþingis- manns í Nesi. Gísh var einnig langa- langafi Arnórs Sigurjónssonar rit- höfundar. Níelsína var dóttir Kristjáns, b. í Krossnesi í Eyjafirði, Gíslasonar, b. í Pétursborg í Glæsibæjarhreppi Bjarnasonar, b. í Skjaldarvík, Hah- grímssonar. Móðir Kristjáns í Krossnesi var Soffia Þorláksdóttir, b. í Pétursborg, Guðmundsdóttir, og konu hans, Rósu Friöfinnsdóttur, b. í Stóra-Gerði í Hörgárdal, Lofts- sonar. Móðir Níelsínu var Margrét Hálf- dánardóttir, b. á Krossanesi, Hálf- dánarsonar, b. í Grenivíkurkoti í Höfðahverfi, Hallgrímssonar, b. í Grýtubakka, Bjömssonar, b. og hreppstjóra í Hléskógum, Hall- grímssonar, b. á Hóh í Kinn, Bjöms- sonar, b. á Breiðumýri í Reykjadal, Pétursoanr, b.é Skáldastöðum í Eyjafirði, ættföður Skáldastaðaætt- arinnar. Móðir Margrétar var Kiist- ín Snorradóttir, b. á Böggvisstöðum í Svarfaðardal, Flóventssonar, og konu hans, Guöríðar Benediktsdótt- ur. Kristján dvelur nú á Dvalarheim- ili aldraðra á Sauðárkróki. HUGSUM FRAM A VEGINN gJUMFBRÐAR Til hamingju með afmælið 80 ára Guðrún Guðmundsdóttir, Hraunbæ 44, Reykjavík. 70 ára Bjami Friðriksson, Noröurgaröi 17, Keflavik. Guðrún S. Þorsteinsdóttir, Glaðheimum 14, Reykjavik. 60 ára Svavar Konráðsson, Gmndargerði 38, Akureyri. Þráinn Þórarinsson, Skólavegi90, Fáskrúðsfirði. 50 ára Auður Anna Konráðsdóttir, Dalseli 25, Reykjavik. Lóa Guðmundsdóttir, Háengi 10, Selfossi. Þórný Guðbjörg Oddsdóttir, Útskálum 3, Hellu. 40ára Tryggvi Tryggvason, Árholtil,ísafiröi. Sigurður Ómar Hauksson, Hólavegi 41, Siglufirði. Margrét R. Jóhannsdóttir, SmárahUð 5E, Akureyri. Skúli Guðmundsson, Holtsgötu 35, Sandgerði. Guðbj örg Sigurðardóttir, Kirkjubraut 52, Höfn i Homarfiröi. Þórdís Eygló Sigurðardóttir, Kvisthaga 21, ReykjaVík. Svava A. Júlíusdóttir, Grettisgötu 44, Reylcjavík. Sæm undur H, Jóhannesson, Mýrarbraut 13, Vík í Mýrdal. Eiríkur Brynjólfsson, Bergstaðastræti33A, Reykjavík. Birna H. Gunnlaugsdóttir, Hlíðarvegi 35, Siglufirði. Sviðsljós Ekkert lát á vinsæld- um JohnWayne Þrátt fyrir að nokkuð sé nú um lið- ið frá þvi að John Wayne lést njóta myndir hans enn gifuriegra vin- sælda. Myndir John Wayne njóta enn mikiUa vinsælda þrátt fyrir að leik- arinn góðkunni sé nú kominn yfir móðuna miklu. í Bretlandi hafa selst yfir 250 þúsund eintök af kvik- myndinni The Quiet Man sem sett var á myndband. í umræddri mynd leikur Wayne írskan slagsmála- tiund sem reynir fyrir sér í Banda- ríkjunum en snýr á heimaslóðir um síðir þar sem hann byijar nýtt líf. Myndin hefur ávallt átt miklum vinsældum að fagna hjá fólki, sem á ættir sínar að rekja til írlands, og Noröur-Ameríka, Ástralía og Suður-Afríka eru þau landsvæði, auk Bretlands, þar sem ekkert lát virðist vera á vinsældunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.