Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Side 2
2
LAU^AEDAGUR 19. JANÚAR 1991.
Fréttir
Skyggni ekkert við Heklu í gær:
Hekla gamla lék á
f orvitna ferðalanga
- en aUmikiI umferð var á svæðinu
Það sást lítið til gosstöðvanna við
Heklu í gær. Hvemig sem rýnt var
sást ekkert nema sortinn. Það eina
sem sást var snjór sem var orðinn
grár af ösku. Öðru hvoru heyrðust
drunur úr íjallinu, Ef þær hefðu ekki
heyrst heíði sem best verið hægt að
telja sjálfum sér trú um að það væri
alls ekkert að gjósa á þessum slóðum.
Þeir sem komu að skoða Heklugos-
ið urðu flestir fyrir miklum von-
brigðum. Einn af þeim sem kominn
var austur sagði við blaðamann:
Maður lagði af stað í bjartsýniskasti
því maður vildi ekki trúa því sem
maður heyrði í tjölmiðlum að það
sæist nákvæmlega ekki neitt.
Klerkur einn, sem kominn var að
skoða gosið, sagðist heldur ekki trúa
því aö hann væri kominn fýluferð.
Þegar við rákumst á hann sagðist
hann vera búinn að vera á gangi í
um klukkutíma og hann áætlaði að
þaö væri enn um klukkutíma gangur
þangað til hann væri kominn að gos-
stöðvunum í sunnanverðu fjallinu.
„Mér líður betur ef ég fer alla leið
því þá verð ég endanlega sannfærður
um að það sé ekkert að sjá. Ég vil
ekki trúa því sem ég heyri,“ sagði
guðsmaðurinn galvaskur.
Þrír mennskælingar úr Reykjavík
höfðu leigt sér bílaleigubíl til að aka
á austur. Þeir voru staðráðnir í því
að bíða viö rætur fjallsins eftir því
að hann létti til. Einn þeirra sagði:
„Við höfum nógan tíma, erum með
teppi, svefnpoka og gott nesti. Viö
getum því beðið hér alla helgina.
Bílaumferð að svæðinu við rætur
Heklu jókst nokkuð þegar líða tók á
daginn í gær. Færð var sæmileg en
töluverð hálka. Nokkuð bætti þó snjó
á vegi á austanverðu svæðinu.
Skyggni var fremur lélegt í gær og
því þurfti að fara mjög nálægt gos-
stöðvunum til að sjá eldsumbrotin.
Jeppamenn söfnuðust saman á út-
sýnisbrún við svokallaða Bjalla hjá
Heklubraut en þar sást mjög vel til
gossins í suðvesturhliðinni í fyrri-
nótt. Umbrotin þar minnkuðu þó
nokkuð í gær. Af Fjallabaksleið bár-
ust hins vegar fregnir um að gosið
væri kröftugt að austanverðu. Þang-
að var ekki hægt aö komast nema á
sérstaklega útbúnum jeppum.
Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli
fóru sex rútur að gosstöðvunum í
gær. Farþegarnir gengu nokkurn
spöl að gossvæðinu. Umferð var ekki
nærri eins mikil í gær eins og þegar
mest lét' á fimmtudagskvöld og að-
faranótt föstudagsins. Þá var nánast
óslitin umferð á vegunum að Heklu
hjá Landsveit og Rangárvöllum. Lög-
reglan sagði undir kvöld að engin
óhöpp hefðu orðið á svæðinu í gær.
-Ótt/J.Mar
Vísbendingar um að
dregið haf i úr eldvirkni
„Gosóróinn hefur verið stdpaður í
allan dag. Það hefur verið nokkuð
mikið um sprengingar í fjallinu sem
gæti bent til að eldvirknin væri að
færast á milli stáða," sagði Bryndís
Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur í
gær.
En hún ásamt Guðrúnu Sverridótt-
ur jarðfræðingi fylgdist með gosinu
frá bænum Selsundi.
„Staðan er nokkuð óljós þar sem
ekkert hefur sést til gosstöðvanna í
dag. Það hefur líklega dregið úr
krafti gossins í sunnanverðu fjallinu
því það heyrast ekki jafnmiklar
drunur úr fjallinu og gerði í fyrri-
nótt,“ segir Guðrún.
„Það eru á lofti vissar vísbendingar
um að dregið hafi úr eldvirkninni,
til dæmis minni drunur frá fjallinu
og færri jarðskjálftar. En það er erf-
itt að segja nokkuð um þetta með'
vissu fyrr en sést almennilega til
fjallsins," sagði Eysteinn Tryggva-
son hjá Norrænu eldfjallastöðinni á
fimmta tímanum í gærdag.
-kaa/J.Mar
Bryndís Brandsdóttir og Guðrún Sverrisdóttir fylgdust með gosinu í Heklu.
Bryndís stjórnaði sérstöku tölvustýrðu tæki sem mældi óróa á gossvæðinu.
DV-mynd GVA
Vamarliðsmenn um stríðið við Persaflóa:
Fréttaf lutningnum ber
að taka með varúð
- menn eru hræddir en búnir undir að deyja, segir Mark Benjamin
„Það er of snemmt að segja neitt
til um árangur. Það er lítið að marka
það sem kemur fram í fréttum. Ég
hef verið í hernum í 14 ár og tek öll-
um fréttum af stríðinu með mikilli
varúð. Að öðru leyti held ég að það
sem forsetinn okkar er að gera núna
sé réttlátt og hernum ber skylda til
að fylgja skipun hans. Stríð er ljótur
leikur en einhver verður að gera
þetta,“ sagöi Mark Benjamin, her-
maður hjá varnarhðinu á Keflavík-
urflugvelli, við DV vegna stríðsins
sem braust út við Persaflóa í vikunni.
DV-menn tóku varnarliðsmenn tah
og eiginkonur sem starfa á varnar-
svæðinu. James Burt þyrluflugmað-
ur, sem er hálfíslenskur, tók undir
orð Marks Beiyamin um að frétta-
flutningi beri að taka mjög með var-
úð:
„Fréttamenn búa stundum til frétt-
ir eftir vafasömum heimildum. Þegar
ófriður var í Lýbíu árið 1986 voru
fréttir fluttar af skipinu sem ég var
á. Frásagnimar áttu ekkert skylt viö
það sem við vorum að gera,“ sagði
James. Mark sagði að ekkert á fyrstu
dögum stríðsins segði til að sigur
væri í augsýn:
„Síðustu atburðir eru bara byrjun-
arástand. Viö verðum því bara að
bíða og sjá hvað setur. Flestir þeirra
sem ég þekki th í vamarliðinu hér á
íslandi em sömu skoðunar. Þetta er
bara byrjunin." Mark sagðist vera
sammála George Bush forseta. „Ég
trúi að Persaflóadeilan snúist ekki
um stríð helduffrelsÍT Ég trúi heldur
ekki að Bandaríkjastjóm sé að gera
neitt sem hún væri ekki tilbúin th
að gera annars staðar í heiminum
eins og í Norður-Evrópu.
Mark segist eiga vini í bandaríska
hemum í Persaflóa: „Ég hef fengið
bréf frá þeim. Þeir vom óþohnmóðir
að bíða áður en stríðið skah á. En
ég er viss um að þeim finnst núna
að biðin hafi verið þess virði. Þeir
em ahir hræddir. Hver sá sem segist
ekki vera hræddur í bardaga segir
ekki satt. Allir vinir mínir segjast
vera hræddir við að deyja. En þeir
vom undir það búnir að deyja. Stríð
hefur mikil áhrif á menn. Enginn
vill berjast en einhveijir veröa samt
að gera það,“ sagöi Mark Benjamin.
Erin Turok, sem á eiginmann í
varnarliðinu, segir að mjög óþægi-
legt sé aö vera á íslandi og geta ekki
fylgst með stríðinu nema með augum
fréttastöðvarinnar CNN.
Rebekah Whitacre segist hafa átt
marga ættingja sem féhu í Víetnam-
stríöinu. Hún telur sig vera mjög
öragga og heppna að vera hér á ís-
landi en telur stríðiö óumflýjanlegt.
„Það verður einhver aö stööva þenn-
an bijálaða mann,“ sagði Rebekah.
-ÓTT
Frá vinstri Erin Turok, James Burt, sem er hálfíslenskur, Rebekah Whit-
acre og á stóru myndinni Mark Benjamin 34 ára varnarliðsmaður með 14
ára reynslu af herþjónustu. Hann segir vini sina við Persaflóa vera mjög
hrædda við að deyja. DV-myndir BG
Ríkisstjómin:
ónumvariðí
Ríkissfjórnin hefur samþykkt
að veija þremur mhijónum króna
til áróðursherferðar þar sem
brýnt verður fyrir fyrirtækjum
og einstaklingum aö takmarka
bensín- og olíunotkun. Veröur
áróðursherferðinni hleypt af
stokkunum strax eftir helgi en
búast má við eidsneytisskorti ef
stríðið við Persaflóa dregst vem-
lega á langinn.
Jón Sigurðsson, starfandi utan-
ríkisráðherra í fjarveru Jóns
Baldvins Hannibalssonar, gerði
ríkisstjórninni grein fyrir stöð-
unni í Persaflóastríðinu í gær-
raorgun. Að sögn Steingríms Her-
mannssonar forsætisráöherra
vom ekki teknar ákvarðarúr um
sérstök viðbrögð við ástandinu
sem lýst var sem mjög alvarlegu
eftir eldflaugaárás íraka á ísrael.
-hlh
Menntamálaráðherra:
Rýmri reglur
varðandi þýð-
ingarskyldu
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra hefur sett nýja reglu-
gerð um þýöingarskyldu sjón-
varpsstöðva og hefur hún þegar
tekiö gildi. Samkvæmt henni fær
Stöð tvö að halda áfram óþýddum
og ótextuðum útsendingum frá
CNN. Hér eftir mun nægja að láta
útskýringar fylgja á þeim timum
sem ætlaðir eru til auglýsinga.
-kaa
konungs
minnst
Ólafur V. Noregskonungur var
einlægur vinur íslands og ís-
lensku þjóðarinnar. Þegar leiðir
okkar lágu saman erlendis lét
hann það einatt í Ijós og rifjaöi
upp hve allar stundir, sem hann
haföi dvaliö á íslandi, væru gleöi-
ríkar í mínningunni. Hann var
af þessari sterku ræktarsömu
aldamótakynslóö, sem þakklát-
lega hefur litið til þess að marg-
vislegir draumar og hugsjónir
hennar hafa ræst, og æðraðist
hvorki né lét bugast þótt móti
blési. Sú kynslóð ræktaði af sömu
umhyggju land, þjóð og frænd-
garð. Mér fannst ætíð sem Ólafi
konungi fyndist hann vera í innri
frændgarði þegar hann ræddi við
Islending um málefrú þjóöanna
tveggja, hinnar norsku og ís-
lensku.
Ólafur konungur kom íjórum
sinnum th íslands. Hið fyrsta
sínn sem krónprihs Noregs þegar
hann á Snorrahátið í Reykholti
áriö 1947 afhjúpaði styttu af
Snorra Sturlusyni sem Norð-
menn gáfu islendingum. Síðasta
sinni árið 1988 þegar hann kom
einnig færandi hendi með stór-
gjöffrá Norðmönnum til Snorra-
stofu í Reykholti. Þá tók landið á
móti þessum bjartleita hötðingja
í sólskini og gróðurskrúða og
þjóðin fagnaöi honum af djúpri
vináttu.
Við Íslendíngar minnumst Ól-
afs V. Noregskonungs með virð-
ingu og hlýju og vottum Haraldi
konungi V., sem tekið hefur við
afföður sínum, konungsfjölskyl-
dunni og norsku þjóöinní allri
innlegan samhug okkar.
Vigdís Finnbogadóttir