Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Side 15
LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991. 15 Stríðið við Persaflóa hófst á mið- vikudagskvöldið. Stundin var runnin upp. Samningaviðræður höfðu ekki borið árangur, ákalh friðarsinna var ekki svaraö, biðin var á enda. Vígvélarnar voru ræst- ar og fréttir bárust af sprengjuárás- um á Bagdad. Mér leið ekki vel á þessu augna- bliki. Ekki frekar en öðrum. Var ný heimsstyijöld að brjótast út? Hver yrðu viðbrögð íraka? Hver var máttur vopnanna? Hvar mundi þetta enda? Ekki dró úr spennunni að horfa á atburðina í beinni út- sendingu og því fylgdi óhugur að hlusta á drunurnar frá spr'engjun- um og skothríðina úr loftvarna- byssunum. En jafnframt óhugnaðinum fylgdi þessum fyrstu fregnum ákveðinn léttir og eftirvænting, spenna af öðrum toga. Nú var látið tU skarar skríða, nú var runnin upp úrslitastundin. Eftirvæntingin var fólgin í því hvort bandamönn- um tækist að eyðileggja möguleika íraka til gagnsóknar. Loftárásin gat gert út um varnir írakanna og framhald stríðsins réðst af því hvort skotmörkin væru rétt valin. Vonin um stutt stríð og lítið mann- fah var háð því að lama andstæð- inginn strax í upphaíi. Styrjöld er ekkert gamanmál. Hér •var ekki stjömustríð á ferðinni, ekkert valhallarstríð þar sem óvin- irnir rísa heilir upp í leikslok og skála fyrir dagsverkinu. Hér var engin bíómynd á skjánum þar sem vopnabrakið var sviðsett. Þetta var bláköld alvara, raunveruleg átök, barátta upp á hf og dauða. Eftir því sem leið á nóttina og strax á íimmtudagsmorgni var ljóst að írakar áttu ekki svar viö innrás- inni. Þeir réðu ekki við margefldan flugflota bandamanna. Háþróaðar sprengjuflugvélar komu þeim í opna skjöldu. ísraelsmenn þurftu ekki að taka fram gasgrímurnar. Aðvömnarsírenurnar í Saudi Arabíu reyndust óþarfar. Gagnár- ásin lét á sér standa og kom aldrei. Óttinn um gereyðinguna, átökin ægilegu og spádómamir um ragna- rökin hafa enn ekki ræst. Svo sé guði fyrir að þakka. hmd fyrir framan sjónvarpstækin á þessu miðvikudagskvöldi og sennhega hefur engin sjónvarps- dagskrá vakið jafnaímenna at- hygh. Þaö er svo eftir öðru að öfundar- menn Stöðvar tvö grófu upp reglu- gerð sem bannar beinar útsending- ar sem ekki eru á íslensku! Það mátti sem sagt ekki flytja íslend- ingum fréttir af heimsögulegum viðburði nema á íslensku! Það þurfti maöur að ganga undir manns hönd til að bjarga heims- fréttunum og þökk sé menntamála- ráðherra sem hafði dómgreind til að sjá fjarstæðuna í þvi að einangra ísland frá veruleikanum. Til síðasta manns Víst má setja út á vinnubrögð CNN stöðvarinnar og stundum gat maður haldið að verið væri að lýsa kappleik eða framhaldsmynda- flokki um ófrið og örlög. En enginn getur neitað dramatík þess augna- bliks að vera vitni að hildarleik vígvallarins. Kalt vatn rann milli skinns og hörunds þegar hugrakkir fréttamenn sjónvarpsstöðvarinnar lýstu sprengjuregninu allt í kring- um hótel þeirra. * Þegar þetta er skrifað veit enginn hver endalokin verða. Bandamenn virðast hafa unnið fyrstu lotu. En Saddam Hussein hefur sýnt að hann er ekki maður uppgjafar eða sátta. Hingað til hefur hann neitað að horf- ast í augu við margefldan herafla bandamanna, virt friðarviðleitni að vettugi og boðið ofurefhnu birginn. Hann ákahar almættið og stendur greinhega í þeirri trú að hann geti ógnað andstæðingum sínum með sama hætti og hann hræðir sína eigin þegna th hlýðni. Saddam Hussein er ekki líklegur th að gefast upp fyrr en ■í fulla hnefana; fyrr en hans síðasti maður er fallinn. Talsmenn friðar og þolinmæði gagnvart Saddam Hussein hafa vís- að th hugarfars og trúarbragða araba og fullyrða aö Vestur- landabúar skhji ekki þann heim. Þeir skírskota til þess að Saddam Hussein hafi araba að baki sér og árás bandamanna verði aldrei fyr- irgefin. Mín spá er hins vegar sú Stríð vlð Persaflóa Einn gegn friði Það bað enginn um þetta stríð. Hvað svo sem friðarsinnar segja. Vietnam-stríðið er Bandaríkja- mönnum í of fersku minni th að þeir sækist eftir nýjum hhdarleik. Þeir þekkja afleiðingar styrjaldar af eigin raun. Enda fór ekki á mhli mála síðustu dagana og í viðtölum við fólk eftir að innrás banda- manna hófst að þar ríkti lítill fögn- uður. Hann var heldur ekki öf- undsverður, Bandaríkjaforseti, að taka þá ákvörðun að gefa herjum sínum grænt ljós th árásar. Ekki vhdi ég þurfa að vera í þeirri að- stöðu að bera ábyrgð á því græna ljósi. Það gerir enginn meö glöðu geði. Mér fannst Bush Bandaríkja- forseti komast vel frá ávarpi sínu og rökstyðja aðgerðir sínar á sann- færandi hátt. Gjörvöll heimsbyggðin hefur beð- ið og vonað eftir tilslökun af hálfu Saddam Hussein. Sameinuðu þjóð- irnar, Arababandalagið og jafnvel nánustu stuðningmenn íraka hafa reynt að koma vitinu fyrir hann. Bandaríkjamenn freistuðu þess fram á síðustu stundu að telja Saddam Hussein hughvarf. Hann einn stóð í veginum fyrir því að friður héldist. Hann einn kallaöi þessi átök yfir land sitt og þjóð. Áður en yfir lauk skiptust menn upp í tvo hópa þegar þeir tóku af- stööu th deilunnar við Persahóa. Annars vegar þeir sem mótmæltu hernaði og töldu engan málstað svo heilagan að hann réttiætti styrjöld. Hins vegar þeir sem komust að þeirri niðurstöðu að ekkert gæti stöðvað Saddam Hussein nema gjalda honum líku hkt. Hræsnin Ekki skal gert lítið úr friðarboð- skapnum. Öh vhjum við frið. En það verður því miður að segja þá sögu eins og hún er að ýmsar þær röksemdir sem settar voru fram gegn því að ráðist skyldi til atlögu við írak eru langsóttar og fremur lítilmannlegar. Þannig var vitnað til þess að Kúvæt væri í rauninni gerviþjóð. Orðrétt segir í kjallara- grein í DV eftir kunnan mennta- mann: „Það var ekki nein „kúvæsk þjóð“ sem ákvað að stofna ríki heldur skiptu Bretar arabísku landsvæði upp til að hafa dvergríki með miklar auðlindir hjá mann- mörgum, fátækum ríkjum og halda þannig tangarhaldi á olíulindun- um. Auk þess er aðeins minnihluti íbúa Kúvæt ríkisborgarar í því landi, flestir íbúanna voru farand- verkamenn frá Egyptalandi og öðr- um arabaríkjum. Það er því hræsn- in tóm að boða stríð th að vernda sjálfstæði Kúvæt en hirða hvorki um Panama, Grenada eða Palest- ínu.“ Hvað er maöurinn að segja? Hann er að halda því fram að Kúvæt eiga í rauninni ekki tilverurétt! Þetta sé engin þjóð. Það megi einu ghda þótt Hussein leggi þennan land- skika undir sig. Ef þetta eru rök sem taka á mark á má sömuleiöis heimfæra þau upp á ýmis lönd Afríku sem með sama hætti rekja sjálfstæði sitt th fyrri nýlenduskiptingar. Þá má sömu Laugardags- pistiU Ellert B. Schram leiðis spyrja um tilverurétt íraks sem einnig rekur sjálfstæði sitt til yfirráða Breta á sínum tíma. Samanburður við stríðsátök í Panama og Grenada er barnalegur og aðeins thtækur þeim mönnum sem geta ekki leynt þeirri stað- reynd að friðarvilji þeirra er sprott- inn af blindu hatri á Bandaríkja- mönnum. Saddam Hussein á að fá frið til að bjarga farandverka- mönnunum í Kúyæt undan olíu- græðgi Vesturlanda en Vesturlönd eru að shta friðinn með því að hrekkja Saddam Hussein. Þetta er málflutningur þeirra sem mót- mæla gagnárás bandamanna. Hver er að tala um hræsni? Kúæt hefur verið sjálfstætt og fuhvalda ríki í nær hálfa öld. Kú- væt er meðlimur Sameiriuðu þjóð- anna. Kúvæt er ekki minna eða ómerkilegra land fyrir þá sök að landið er htið og þjóðin fámenn. Maður hélt að íslendingar skildu þá staðreynd öðrum betur. Heimsfréttir á íslensku Fréttir af fyrstu skotárásum handamanna á írak bárust mér á tólfta tímanum í miðvikudags- kvöldið. Ég sat á því augnabliki og horfði á mörkin í ítalska fótboltan- um. Næsti hður á dagskrá Stöðvar tvö var stríðið í Persaflóanum. Bara rétt si sona og meðan maður skrapp upp í eldhús og fékk sér mjólkurglas hófst bein útsending frá stríðinu. Það horföu fleiri á sjónvarpið. Hvarvetna um heimsbyggðina var sthlt á CNN sjónvarpsstöðina sem flutti fréttir-af sprengjuárásum á Bagdad og sagði frá atburðunum, hvort heldur var í Saudi Arabíu, ísrael eða Jórdaníu. Fréttamenn- imir í Bagdad höfðu útsýni frá níundu hæð hótelsins og skriðu á mhli glugga til að virða fyrir sér eldstólpana í borginni. Vamar- málaráðherra Bandaríkjanna sagðist hafa sínar bestu upplýsing- ar frá CNN stöðinni. Getur voru leiddar að því að fjarskiptasam- bandið frá Bagdad hefði ekki verið ruglað th að stríðsaðilar gætu fylgst með athurðarásinni. Þetta var satt að segja ótrúleg nótt. Stríðið var á skerminum heima. í beinni útsendingu um heim ahan. Bandaríska þjóðin sat að ef og þegar gangur átakanna við Persaflóa heldur áfram að sanna yfirburði fjölþjóðahersins og stríðsmenn íraka skhja að ákall til almættisins dugar htt í nútíma- stríöi þá muni bresta flótti á liðið, þá muni koma í ljós að hvorki arab- iskt hugarfar né trúarbrögð binda sína bagga með einræðisherranum Saddam Hussein. Hans bíða þau örlög aö láta lífið fýrir banasárum sinna eigin manna. Vopnin kvödd Arabar þurfa á lýðræði og mann- réttindum að halda jafnt sem Vest- urlandabúar. Lýðræði er ekki einkaeign kristinna manna og hvað sem hður íslamskri trú og sérkenn- um arabiskra lifnaðarhátta þá er vel hugsanlegt að uppgjörið við Persaflóann valdi þáttaskhum. Kúvæt verður aldrei samt og áður, írak ekki heldur. Hreyfing mun komast á Palestínumáhð og í stað þess að óttast hefndir múshma og áframhaldandi togstreitu í þessum heimshluta má aht eins leiöa að því líkur að á rústum ríkis Saddams Hussein rísi ný öld í stað skálmald- ar, að þar nái lýðræði fótfestu í stað einræðis. Ef svo fer veröur stríðið við Pers- aflóa ekki háð th einskis. Það hefur veriö gripið til vopna th að kveða niður grimmilegt vopnavald. En vopnabrakið og vopnaviðskiptin við Persaflóa geta sömuleiðis leitt th þess að dehur verði framvegis settar niður við sáttaborðin og vopnin kvödd. Hver veit? Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.