Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Page 16
16 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991. Skák Yasser Seirawan lauk góðu skákári með öruggum sigri gegn Timman Jan Timman mætir Hiibner i fyrstu lotu áskorendaeinvígjanna sem hefj- í æfingaeinvígi þeirra í Hilversum. ast nk. miðvikudag - þar duga engin vettlingatök. Seirawan lék sér að Timman í æfingaeinvigi - áskorendaeinvígin hefjast í næstu viku Jan Timman hefur í lok undan- farinna ára fengið góðan gest til Hollands og teflt við hann æflnga- einvígi. Nú síðast tók bandaríski stórmeistarinn Yasser Seirawan áskoruninni. Varla hefur Seirawan verið sigurviss því að Timman hef- ur jafnan barist vel í þessum ein- vígjum og aðeins einu sinni beðið lægri hlut - gegn sjálfum Kasparov. En nú fór á annan veg. Er upp var staðið hafði Seirawan gjörsigrað Hollendinginn með fjórum vinn- ingum gegn tveim! Einvígið hófst með spennandi jafnteflisskák en Timman náði síð- an forystunni með sigri í 2. skák- inni. Sú gleði stóð stutt því að næstu þremur skákum tapaði hann, öllum í innan við þrjátíu leikjum! Þar með hafði Seirawan sigrað en sjöttu skákina tefldu þeir þó einnig og lauk henni með jafn- tefli. Þrátt fyrir afhroð Timmans er þó engin ástæða fyrir hann að ör- vænta fyrir áskorendaeinvígið við Robert Hubner sem hefst í Sarajevo í Júgóslavíu næstkomandi mið- vikudag. Einvígi hans við Seirawan var bersýnilega teflt í réttum anda æfingaeinvígis. Ævintýramennsk- an var í fyrirrúmi og taflmennskan átti lítið skylt með skotgrafahern- aði heimsmeistarakeppninnar. Auk Timmans og Hubners tefla Gelfand og Nikolic í Sarajevo og byrja einnig á miðvikudag. Kortsnoj og Sax annars vegar og Dolmatov og Jusupov hins vegar, hefja einvígi sín á sama tíma í Wijk aan Zee í Hoflandi og Anand og Dreev tefla í Madras á Indlandi. Þá er fyrirhugað að Ivantsjúk og Jud- asín tefli í Riga í Lettlandi en Short og Speelman verða á heimavelli í London frá 27. janúar. Einvígi Timmans við Seirawan var býsna fjörlega teflt eins og meðfylgjandi skákir vitna um. Seirawan beitti Caro-Kann vörn með svörtu í tveimur skákanna og urðu þær sviptingasamar. Þeirri fyrri tapaði hann en endurbætti taflmennsku sína og náði vinn- ingnum aftur í þeirri seinni. Með hvítu kom hann Timman í opna skjöldu með óvenjulegu af- brigði. Uppskeran þar varð fyrst jafntefli en síðan tveir vinningar í 22 og 26 leikjum, þar sem Timman sá aldrei til sólar. Fjórða skákin Hvítt: Jan Timman Svart: ,Yasser Seirawan Caro - Kann vörn 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rc3 e6 5. g4 Bg6 6. Rge2 c5 7. h4 h5!? Endurbót Seirawans á 2. skákinni (og raunar einnig skák þeirra fé- laga frá Tilburg) er tefldist 7. - h6 8. Be3 Db6 (Seirawan lék 8. - cxd4 í Tilburg) 9. f4 Rc6 10. Í5 Bh7 11. Dd2 0-0-0 12. 0-0-0 c4 13. Rf4 Og Timman átti sterka stööu. Seiraw- an reyndi 13. - Da6?! 14. fxe6 b5 15. exf7 Rge7 en eftir 16. Re6 b4 17. Rxd8 Kxd8 18. aS bxc3 19. Dxc3 var sóknin runnin út í sandinn og Tim- man vann í 34 leikjum. Nýjung Seirawans lítur sannar- lega ekki vel út en ýmislegt býr að baki. 8. Rf4 Rc6 9. Rxg6 fxg6 10. Dd3?! Timman reynir að hrekja nýjung Seirawans með skyndisókn en í ljós kemur að svarta staðan þolir áhlaupið. Líklega er gæfulegra að styrkja miöborðið með 10. Be3. 10. - cxd4! 11. Rb5 Ef 11. Dxg6+ Kd7 og 12. - Rxe5 liggur í loftinu. 11. - hxg4 12. Dxg6+ Kd7 13. Dxg4 Db6! Hótar 13. - a6 og riddari hvíts á engan góðan reit. Ekki verður séð að hvítur eigi skynsamlega leið til að mæta þessu. Tilraun Timmans er þó athyglisverð. 14. c3 dxc3 15. Rxc3 Rh6 16. Bxh6 Ef drottningin víkur sér undan hreiðrar riddarinn um sig á f5 og svartur fær öruggt frumkvæöi. 16. - Dxb2! Nú eru góð ráð dýr. Ef 17. Hbl Dxc3 + 18. Bd2 Dxe5 og tvö peð eru fallin. 17. Bd2!? Dxal+ 18. Ke2 Db219. Bh3 He8 20. Hbl Dc2 21. Hxb7+ Kc8 22. Hbl Ba3! Þessi snjafli leikur, sem hindrar 23. Hcl, gerir sókn hvíts harla mátt- lausa Ef nú 23. Dxg7 Bb2! og svara má 24. Bxe6+ Kb8 25. Rxd5 með 25. - De4 +! 26. Be3 Rd4 + og vinnur. 23. Hdl Bb2 24. Rb5 Kb8 25. Rd6 Rd4+ 26. Ke3 26. - Hxh4! 27. Dxh4 Dxdl 28. Bg4 Hótunin var 28. - Df3 mát. 28. - Rc2+ 29. Kd3 Rel + Og Timman gafst upp, því aö 30. Ke3 Rg2+ 31. Kd3 Dbl+ kostar drottninguna. Fimmta skákin Skák Jón L. Árnason Hvítt: Yasser Seirawan Svart: Jan Timman Nimzoindversk vörn 1. d4 RÍ6 2. c4 e6 3. RÍ3 b6 4. Rc3 Bb4 5. Db3 c5 6. a3 Ba5 7. Bg5 í fyrstu einvígisskákinni lék Seirawan rólegri leik, 7. e3, sem gaf honum lítið í aðra hönd. í þriðju skákinni bætti hann um betur meö biskupsleiknum og áfram tefldist: 7. - h6 8. Bh4 Rc6 9. 0-0-0 Bxc3 10. Dxc3 cxd4 11. Rxd4 Re4 12. Dh3 Dc7 13. Rb5 De5 14. De3 Í5 15. f4 Db8 16. g4 og Seirawan átti sigurstranglega stöðu. Skákin varð aðeins 22 leikir og lauk með 16. - 0-0 17. Bg2 d5 18. gxf5 exf5 19. cxd5 Ba6 20. Rc3 Ra5 21. d6 Rc4 22. Dd4 og Timman gaf. Nú hyggst Timman spara sér h7-h6 leikinn, svo hann geti skotið inn Rf6-e4 síðar meö árangri. En aftur bíður hans glaöningur. 7. - Rc6' 8. 0-0-0 Bxc3 Nú getur Timman svarað 9. Dxc3 með 9. - Re4! En Seirawan lumar á nýrri hugmynd. 9. d5!? Seirawan hirðir ekki um biskup- inn á c3 en ógnar riddara svarts í staðinn. Svartur hlýtur aö missa annan hvor manninn og þá jafnast liösaflinn. En ákvörðun svarts er erfið. Hvernig teflir hann best úr stöðunni? Slæmt er 9. - Bxb2? 10. Dxb2 Ra5 11. e4! meö yfirburðatafli á hvítt. Einnig eftir 9. - Rd4 10. Dxc3 Re4 11. Bxd8 Rxc3 12. bxc3 Rxf3 13. Bc7 Rg5 14. f3 á hvítur þægilegra tafl. Leikurinn sem Timman velur næg- ir heldur ekki til aö j’afna taflið. Trúlega er 9. - Be5 10. dxc6 Dc7 besti möguleiki hans. 9. - exd5? 10. cxd5 Be5 11. dxc6 De7 12. cxd7+ Bxd7 13. e3 Eftir uppskiptin á d5 í 9. leik hef- ur lifnað yfir hvítreita biskupi hvíts og nú strandar 13. - 0-0? á 14. Rxe5 Dxe5 15. Bxf6 með mann- svinningi og 13. - Bc6 er svarað með 14. Bb5. 13. - Hd8 14. Hxd7! Hxd7 Ekki 14. - Kxd7 15. Da4+ Kc8 16. Ba6+ Kb8 17. Rxe5 Dxe5 18. Bf4 og vinnur. 15. Bb5 Bd6 Enn má ekki hróka og 15. - Kd8 til að losna úr leppuninni er svarað með 16. Bxd7 Kxd7 17. Rxe5 Dxe5 18. Dxf7 o.s.frv. 16. Hdl 0-0 17. Bxd7 Dxd7 18. Bf4 c4 19. Dc2 Re8 20. Rg5 f5 21. Dxc4+ Kh8 22. Bxd6 Rxd6 23. Dd5 Hd8 24. Re6! En ekki 24. Dxd6 vegna 24. - Dc8 + ! 24. - Dc8+ 25. Kbl Hd7 26. Dxd6! Og Timman gaf, því að eftir 26. - Hxd6 27. Hxd6 á hann ekkert svar við 28. Hd8+. .jl^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.