Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Side 22
22
LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991.
Sérstæð sakamál
Dóttirin brá sér í hlut-
yerk leynilögreglukonu
Dawna Kay Wells varð mjög miður
sín þegar henni varð ljóst að móðir
hennar var horfin. Lögreglan hóf
þegar rannsókn en eftir tvo mánuði
hafði henni ekki tekist að verða
neins vísari. Þá tók Dawna Kay
Wells málið í sínar eigin hendur
og henni varð betur ágengt en yfir-
völdunum. Niðurstaðan kom á
óvart og kvikmyndafélag í Holly-
wood hefur keypt réttinn til sög-
unnar.
Bilaðurbíll
Þegar söngkonan Dawna Kay
Wells var orðin leið á því að bíða
eftir því að rannsókn lögreglunnar
færði henni einhverja vitneskju
um örlög móður hennar tilkynnti
hún að hún hygðist hefja rannsókn
á eigin vegum því hún sætti sig
ekki við að komast ekki að því hvað
um móðurina, Ruby, hefði orðið.
Um svipað leyti tilkynnti lögreglan
svo að hún hefði hætt rannsókn-
inni þar eð ekkert hefði komið fram
sem hægt væri að telja vísbending-
ar.
Það var 4. júní sem Ruby Morris
hvarf frá vel búnu heimili sínu í
Arizonaeyðimörkinn í Bandaríkj-
unum. Reyndar bjó hún í ríkmann-
legu húsi ásamt manni sínum, Ga-
ylord Earl Morris, og hinni dóttur-
inni, Cindy.. Hann hafði farið
snemma að heiman þennan dag til
að heimsækja Dawna Kay í Kalifor-
níu.
Nokkram klukkustundum eftir
að Gaylord Earl hélt aö heiman,
réttara sagt klukkan tíu um morg-
uninn, hringdi hann til Dawna Ray
til að segja að bíllinn hans hefði
bilað á leiðinni og hann yrði að
bíða í nokkrar klukkustundir eftir
því að fá gert við hann.
Sex klukkustundum síðar
hringdi hann aftur og sagði að enn
hefði ekki tekist að gera við bíhnn
og því hefði hann ekki getað haldið
áfram ferðinni.
Það var svo loks klukkan ellefu
um kvöldið að hann hringdi og
sagði að bíllinn væri kominn í lag
og hann gæti haldið áfram.
Áhyggjur
af móðurinni
Þegar Gaylord Earl ræddi við
Dawna Kay um kvöldið gat hún
sagt honum frá því að systir henn-
ar, Cindy, sem orðið hafði eftir í
húsinu í Arizonaeyðimörkinni,
hefði hringt til sín. Hún væri
áhyggjufuh því móðir þeirra væri
ekki heima. Hún hefði ekki sést
daglangt en bíh hennar stæði fyrir
framan húsiö. Umhverfi garðsins
umhverfis húsið var svo gróður-
laust og eyðilegt að ólílegt gat tahst
að Ruby hefði farið nokkuð fót-
gangandi. Dawna Kay sagði því
föður sínum að þær systur óttuðust
að eitthvað heföi komið fyrir móð-
ur þeirra.
Gaylord Earl skynjaði hve órótt
dætranum var og sagðist mundu
snúa heim þegar í staö til að kanna
hvað orðið heföi um konu hans.
Morguninn eftir flaug Dawna Ray
svo til Phoenix til að hefja að leit
að móðurinni ásamt föður sínum
og Cindy.
Það athygiisverða var að þennan
dag, daginn eftir að hann fór að
heiman, kom faðirinn ekki heim
fyrr en klukkan hálfsjö um kvöldið
en þar eð hann hafði á ný lent í
erfiðleikum með bílinn og orðið að
fá far með öðra fólki hugsuöu dæt-
urnar ekki meira um það.
Logandi bátur
Hvorki lögreglan í Arizona né
dæturnar tvær vissu að daginn sem
Ruby móðir þeirra hvarf hafði lög-
reglan í Kaliforníu séð logandi bát
úti fyrir San Diego. Þá var klukkan
um eitt eftir hádegi. Strandgæsl-
unni var gert aðvart og sendi hún
þegar bát á staðinn en hann náði
ekki þangað fyrir en báturinn log-
andi var sokkinn. Þar eð enginn
haföi komið nógu nærri honum th
að geta séð um hvaða bát var að
ræða var atvikið flokkað sem slys
og þess getið að hugsanlegt væri
að einhver heföi verið um borð og
týnt lífinu.
Þegar lögreglan í Arizona hafði
árangurslaust reynt að upplýsa
hvarf Ruby Morris í tvo mánuði
var farið að reyna mjög á þolin-
mæöi Dawna Ray. Hugur hennar
var mjög bundinn við örlög móður-
innar þennan tíma og þegar henni
var Ijóst að lögreglan væri í þann
veginn að hætta rannsókninni ák-
vað hún að taka hana í sínar hend-
ur þótt hún heföi enga reynslu í
slíkum málum. Hún gat einfaldlega
ekki sætt sig við aö vita ekki hvað
orðið heföi um móður þeirra
systra.
Dawna Ray fyllist
grunsemdum
Eitt það fyrsta sem Dawna Ray
lét sér til hugar koma var hvort
móðir hennar hefði í raun fariö út
á bát fjölskyldunnar, HiLo, en það
gat einmitt verið hann sem sokkið
hafði logandi í djúpið undan San
Diego þar sem hann hafði verið
geymdur á bátalæginu.
Hún fór á fund lögreglunnar í San
Diego og fékk staðfestingu á því að
vart kæmi annað th greina en það
hefði verið HiLo sem sokkið hefði
umræddan dag. Þá fékk hún að
vita að fréttamenn frá sjónvarps-
stöð þar í borginni höföu tekið
myndir af bátnum nokkra áður en
hann sökk. Þegar hún haföi fengið
að sjá myndirnar þóttist hún ekki
í neinum vafa um að það heföi ver-
ið fjölskyldubáturinn sem sökk log-
andi daginn sem móðir hennar
hvarf.
Miklar grunsemdir í garð fööur-
ins vöknuðu nú með Dawna Ray.
Hún tók aö íhuga hvort ekki gæti
verið að hann heföi komið móður-
inni fyrir kattamef og lík hennar
lægi á hafsbotni í flakinu af HiLo.
Ein af þeim spumingum sem varð
þó ekki svarað í því sambandi var
hvemig faðir hennar heföi komist
th lands heföi hann í raun verið
um borð í bátnum.
Rætt við bátaleigur
Dawna Ray komst að þeirri nið-
urstöðu að heföi faðir hennar verið
á bátnum heföi hann orðið að hafa
annan bát th að geta komist til
lands. Þess vegna fór hún að ræöa
við eigendur bátaleiga í San Diego
th að kanna hvort nafn föður henn-
ar, Gaylords Erals Morris, væri á
útleigulista þann 4. eða 5. júní.
í lok september kom Dawna Ray
í Club Nautico og þar kom í ljós
að faðir hennar hafði tekið bát á
leigu þann 5. júní og notað greiðslu-
kort til að borga reikninginn.
Hann hafði leigt hraðskreiðan bát
klukkan stundarfjórðung yfir níu
um morguninn og fram til hádegis
þennan dag. Þetta var sönnunin
sem Dawna Ray hafði verið að leita
að. Grunsemdir hennar höfðu, þeg-
ar aht kom til alls, ekki verið
ástæðulausar. Þetta sýndi aö faöir
hennar hafði logið í þau skipti sem
hann hafði hringt heim th að segja
að bíh hans heföi bhað. Og það
staðfesti kenningu hennar um að
hann hefði þurft að hafa aukabát
til að komast að landi eftir að hann
heföi kveikt í fjölskyldubátnum.
Á fund lögreglu
Dawna Ray fór strax á fund lög-
reglunnar í San Diego og skýrði
henni frá grunsemdum sínum og
því sem hún haföi komist að. Hún
var þegar í stað tekin alvarlega og
litu rannsóknarlögreglumennirnir
svo á að um morð heföi getað verið
að ræða.
Nákvæm rannsókn var nú gerð á
heimhi Morrishjónanna í Arizona.
Þar fundust þá blóðblettir sem
reyndust vera úr Ruby Morris.
Einnig kom í ljós að bíU Morris-
hjónanna hafði staðið á bílastæð-
inu á flugvellinum í San Diego að-
faranótt 5. júní. Þá var hvergi hægt
að finna fjölskyldubátinn, HiLo.
„Mér brá óskaplega mikið þegar
mér varð ljóst aö líklega heföi faðir
minn myrt móður mína,“ sagði
Dawna Ray þegar hún tjáði sig loks
opinberlega um þessa atburði.
„Hann hlaut að hafa skotið hana
og flutt hana í bílnum th Dan Diego
th þess að geta sökkt líkinu í bátn-
um á þúsund metra dýpi.
Starfsmenn við höfnina segja
mér að Utlar líkur séu á því að flak-
ið’finnist eöa líkið. Straumar þarna
fyrir utan séu sterkir og bátinn
geti hafa borið langt með þeim,
jafnvel margra sjómílna leið.“
„Ég elskaði
foreldra mína,"
sagði Dawna Ray ennfremur, „en
einkum var samband mitt við föður
minn gott. Þe§s vegna má að segja
að ég hafi ihisst báða foreldra
mína.“
Enginn dregur í efa að það var
ákveðni Dawna Ray í að komast
að því hver örlög móöur hennar
urðu sem varð til þess að málið tók
þessa stefnu. Mörgum þykir það
hins vegar kaldhæðni örlaganna
að athafnasemi hennar skyldi
verða til þess að faðir hennar hefur
veriö ákærður um morðið á móður
hennar.
„Mér þykir en vænt um hann,“
segir Dawna Ray, „en ég get aldrei
fyrirgefiö honum það sem hann
geröi. Ég vona að hann fái lífstíðar-
fangelsi."
Hver var ástæðan?
Rannsóknarlögreglumennirnir
hafa mikið velt því fyrir sér hvers
vegna Gaylord Earl hafi ákveðið
að ráða konu sína af dögum. Játn-
ing Uggur ekki fyrir af hans hendi
en í ljós er komið að hann stóð í
ástarsambandi við mágkonu sína.
Mun eiginkonan, Ruby, hafa kom-
ist að þessu og farið fram á skhnað
og háar greiðslur af hans hálfu, svo
háar að hann mun ekki hafa séð
sér fært að innan þær af hendi.
Hafi hann því séð fram á gjaldþrot.
Þegar Gaylord Earl var skýrt frá
því hyaða gögn rannsóknarlögregl-
an heföi nú með höndum neitaði
hann að tjá sig um málið.
Saksóknaraembættið telur sig þó
hafa nægar sannanir th að fá hann
dæmdan. Ekki era þó aUir á því
máU. En hvemig svo sem dómur
féUi er ljóst að líf hans og dætranna
tveggja verður aldrei það sama og
áður.
MáUð hefur vakið svo mikla at-
hygU vestra að verið er að und-
irbúa gerð kvikmyndar um það.
Er byggt á sögu Dawna Ray en hún
er kunn söngkona.