Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991.
íOLJi v .. 171 A i l I A i . > L i I A L; ».i
55 ^
Reykjavík fyrr og nú
Ljósmynd: Pétur Brynjólfsson
DV-mynd: Brynjar Gauti
Skólapiltar
á Hólavöllum
Þeir sem fyrst hlóöu Skólavörð-
una voru skólapiltar í Hólavalla-
skóla árið 1793 en skólapiltar höfðu
hlaðið vörðu og haldið henni árlega
við norður af Skálholti áður en
skólahaldið var flutt til Reykjavík-
ur.
Endurminningar Knud Zimsens
borgarstjóra, Úr bæ í borg, hefjast
reyndar á frásögn af þessari sögu-
legu vörðuhleðslu á Skólavörðu-
holtinu. Þar nefnir Zimsen ýmsa
þá skólapilta sem líklega hafa lagt
hönd á verkið og getur i leiðinni
nokkurra afkomenda þeirra sem
löngu síðar urðu þekktir í bæjarlíf-
inu. Hann segir m.a.: „Ef við virð-
um fyrir okkur skólapiltahópinn
frá Hólavöllum, sem með aðgerð-
um sínum vorið 1793 komu því til
leiðar, að aðalsjónarhæð höfuð-
staðarins hefur síðan heitið Skóla-
vörðuholt og ein af elztu götum
hans Skólavörðustígur, þá munum
við komast að raun um, að á meðal
þeirra eru ýmsir forfeður kunnra
núlifandi Reykvíkinga.
Þar er Eyjólfur Kolbeinsson lang-
afi Thoru Friðriksson og Theodóru
Thoroddsen. Guttormur Pálsson
langafi Jóhannesar Gunnarssonar
biskups í Landakoti. Hálfdán Odds-
son langafi Ágústs H. Bjarnasonar
prófessors. Grímur Pálsson langafi
Ásgeirs Ásgeirssonar bankastjóra
og Guttormur Þorsteinsson langa-
langafi Jóns E. Vestdals og Jóhann-
esar Björnssonar læknis.“
Árið 1805 var skólahaldið flutt til
Bessastaða og naut varðan þá ekki
lengur hins árlega viðhalds nem-
enda. Varðan hrundi því á nokkr-
um árum.
Kriegers Minde
Annar kaflinn í sögu Skólavörö-
unnar hefst árið 1834 en þá rís ný
varða á sama stað, ferhyrnt og
mjókkaði eftir því sem ofar dró og
sýnu stærri en sú fyrri. Utan á
vörðunni voru tvö þrep og bekkir
á þrepunum er vísuðu í vesturátt.
I Annálum Reykjavíkur getur
Jón Helgason biskup þess að Krie-
ger stiftamtmaður hafl á eigin
kostnað látið hlaða vörðuna og
ryðja stig upp að henni sem síðar
varö Skólavörðustígur. Var varöan
þá í fyrstu nefnd Kriegers Minde
en fljótlega festist þó aftur við hana
gamla Skólavörðu-heitið sem hún
hélt allar götur síðan.
Þegar Árni Óla skrifaði sögu
Skólavörðunnar árið 1946 var hann
heldur vantrúaður á þetta örlæti
stiftamtmannsins og taldi hitt rétt-
ara sem hann segir að dr. Jón Þor-
kelsson hafi haft eftir Geir Zoega
kaupmanni, að kaupmenn í bæn-
um hafi látið hlaða vörðuna, Krie-
ger til heiðurs.
Þessi varða, sem var bundin með
trégrind að utan, þótti hin áhtleg-
asta og samþykkti bæjarstjórn árið
1835 að sjá um viðhald hennar.
Ekki tókst þó betur til með við-
haldiö en svo aö trégrindin fúnaði
og dag einn árið 1858 hrundi varðan
í blíðskaparveðri.
Bæjarfógeti
tekur til sinna ráða
Það var svo Ámi Thorsteinsson
bæjarfógeti sem hóf þriðja kaflann
í sögu Skólavörðunnar er hann
árið 1868 fór þess á leit við bæj-
arbúa að þeir endurreistu vörðuna
og í þetta skipti miklu stærri og
vandaðri en áöur. Árni vildi láta
reisa alvöru útsýnisturn hlaðinn
úr tilhöggnu grjóti.
Bæjarfógetinn fékk heldur
dræmar undirtektir hjá bæjarbú-
um og bæjarstjórn svo hann tók
sjálfur til óspilltra málanna og fékk
Sverri Runólfsson steinsmið til að
hlaða vörðuna en Sigurður Guð-
mundsson málari mun hafa teikn-
að hana.
í vetrarbyrjun 1868 var útsýnis-
turninn tilbúinn. Varðan var nú
níu álnir á hvern kant og fimmtán
álnir á hæð. í Þjóðólfi frá þessum-
tíma segir m.a. í lýsingu á vörð-
unni: „Loft er ofan til í miðri vörð-
unni og bera gluggarnir birtu á
milliloft þetta og er þangað gengið
upp eftir hliðarstigum og eftir öðr-
um stiga upp á yfirpallinn, er nem-
ur við efstu veggbrún og í upp-
gangsop á miðju lofti og er hetta
yfir er upp undan má ganga og upp
á loftriðið eða „sjónarpallinn" - því
þaðan er næsta víðsýnt yfir allt -
Umsjón:
Kjartan Gunnar
Kjartansson
og er hún til varnar því að niður í
húsið rigni eður framan í þá, er upp
á pallinn ganga, en umhverfis hann
allan efst á veggjunum og utan á
ytri brún þeirra eru traust tré-
verks-handrið til vamar þvi að
menn geti hrotið ofan fyrir.“
Árni Thorsteinsson afhenti bæj-
arstjórn Skólavörðuna og gat þess
í leiðinni að hann vildi gjarnan fá
meginhluta kostnaðarins endur-
greiddan. Bæjarstjórn tók nú vel í
málið en ekki er fullljóst hve mikiö
Árni fékk endurgreitt af kostnaðin-
um. Hins vegar lét bæjarstjórnin
nú leggja nýjan og betri veg upp
Skólavörðuholtið og suður í Öskju-
hlíð.
Skólavarðan þótti nú hin mesta
bæjarprýði. Hún varð vinsæll út-
sýnisstaður meðal bæjarbúa og
reyndar það helsta sem þeir gátu
státað af við ferðamenn þegar
skemmtiferðaskipum tók að fjölga
eftir aldamótin. Þá þótti hún ómiss-
andi leiðarvísir fyrir ferðamenn á
leið til Reykjavíkur og fiskimið fyr-
ir sjómenn í Buktinni.
En eftir því sem byggðin hækkaði
og færðist ofar í Skólavörðuholtið
fór sífellt minna fyrir reisn Skóla-
vörðunnar. Auðvitað fór svo að
lokum að ört vaxandi byggðin kaf-
færði þetta fyrrverandi höfuðdjásn
bæjarins sem áður hafði staðið á
hæð fyrir utan bæinn og borið höf-
uð og herðar yfir aðrar byggingar
hans.
Á þúsund ára afmæli Alþingis
gáfu Bandaríkjamenn íslendingum
styttu af Leifi heppna og var henni
valinn staður rétt fyrir sunnan
Skólavörðuna sem þá hafði verið í
niðurníðslu um árabil. Styttan var
afhjúpuð árið 1932 en árið áður
þótti bæjarstjórn og sennilega flest-
um öðrum tilhlýðilegt að binda
endi á langa sögu Skólavörðunnar
sem þá hafði augljóslega lokið sínu
glæsilega hlutverki.
Þeir Reykvíkingar sem muna
Skólavörðuna eru komnir af létt-
asta skeiði enda eru nú sextíu ár
síöan hún var rifin. Það eru hins
vegar tæp tvö hundruð ár síðan
fyrsta Skólavarðan á samnefndu
holti var hiaðinn. Þá hét Skóla-
vörðuholtið Arnarhólsholt en þar
höfðu staðið beitarhús frá bænum
Arnarhól.
Vedur
•Á morgun verður suðaustlæg eða breytileg átt og
dálítil snjókoma eða slydda sunnanlands en úrkomu-
lítið og nokkuð bjart veður norðanlands. Hiti verður
nálægt frostmarki.
Akureyri snjóél 1
Egilsstaðir snjókoma 1
Hjarðarnes rigning 7
Galtarviti snjóél 1
Keflavíkurflugvöllur skýjað 0
Kirkjubæjarklaustur slydda 4
Raufarhöfn þokumóöa 3
Reykjavik snjókoma -1
Vestmannaeyjar snjókoma -1
Bergen skýjað 4
Helsinki heiðskírt 0
Kaupmannahöfn þokumóða 3
Osló þokumóða .-1
Stokkhólmur þokumóða -1
Þórshöfn alskýjað 7
Amsterdam mistur 3
Barcelona þokumóða 10
Feneyjar þokumóða 7
Frankfurt heiðskírt 0
Glasgow skýjað 7
Hamborg heiðskírt 1
London alskýjað 8
Lúxemborg hrimþoka -3
Madrid þokumóða 9
Malaga mistur 15
Mallorca þokumóða 12
Montreal snjóél -3
Nuuk léttskýjað -17
Paris heiðskirt 6
Róm heiðskírt 8
Valencia mistur 13
Vin mistur -1
Gengið
Gengisskráning nr. 12. -18. janúar 1991 kl. 9.15
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 55.280 55,440 55,880
Pund 106,621 106,930 106,004
Kan. dollar 47.777 47.915 48,104
Dönsk kr. 9,4909 9,5184 9,5236
Norsk kr. 9,3536 9,3807 9,3758
Sænsk kr. 9,7945 9,8228 9,7992
Fi. mark 15,1681 15,2120 15,2282
Fra.franki 10.7538 10,7849 10,8132
Belg. franki 1,7745 1,7796 1,7791
Sviss. franki 43,4591 43,5849 43,0757
Holl. gyllini 32.4137 32,5075 32,5926
Þýskt mark 36,5367 36.6424 36,7753
it. lira 0,04860 0,04874 0,04874
Aust. sch. 5,1924 5,2075 5,2266
Port. escudo 0,4086 0,4098 0,4122
Spá. peseti 0.5811 0,5828 0,5750
Jap. yen 0,41408 0,41528 0,41149
írskt pund 97,533 97,816 97,748
SDR 78,5999 78,8274 78.8774
^CU 75,3439 75,5619 75.3821
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
Fiskmarkaðimir
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
18. janúar seldust alls 31,038 tonn.
Magn í Verð í krónum
tonnum Meðal Lægsta Hæsta
Blandað 0,030 30,00 30,00 30,00
Keila 0,030 27,00 27,00 27,00
Smáýsa.ósl. 0,053 30,00 30,00 30,00
Koli 0,054 59,00 59,00 59,00
Rauðm/grál. 0,009 86,00 86,00 86,00
Smárþorskur 0,534 74,21 55,00 78,00
Langa 0,041 68,00 68,00 68,00
Smáþorskur, ósl 0.258 55,00 55,00 55,00
Steinbitur 0,174 65,43 60,00 68,00
Hrogn 0,042 252,38 100,00 300,00
Ýsa.ósl. 2,666 87,18 79,00 104,00
Ufsi, ósl. 0,050 33,00 33.00 33,00
Þorskur, ósl. 9,850 86,43 70,00 103,00
Steinbítur, ósl. 0,211 60,00 60,00 60,00
Langa, ósl. 0,210 58,00 58,00 58,00
Ýsa 3,024 106,07 1Q0.00 110,00
Þorskur 11,668 104,24 97,00 110,00
Lúða 0,308 308,74 290,00 310,00
Keila, ósl. 1,821 27,00 27,00 27,00
Faxamarkaður
18. janúar seldust alls 123,612 tonn.
Blandað 0,122 49,00 49,00 49,00
Gellur 0,057 322,89 320,00 330,00
Hrogn 0,362 347,00 325,00 355,00
Karfi 23,727 42,59 30,00 43,00
Keila 1,645 46,26 37,00 46,00
Kinnar 0,099 124,34 115,00 140,00
Langa 7,664 66,70 49,00 69,00
Lifur 0,294 12,98 8,00 20.00
Lúða 0,487 320,15 280,00 400,00
Skata 0,157 125,00 125,00 125,00
Skarkoli 0.713 58,49 54,00 62,00
Sólkoli 0,028 75,00 75,00 75,00
Steinbítur 0,598 67,29 67,00 71,00
Þorskur, sl. 62,319 102,30 96,00 114,00
Þorskur, ósl. 13,290 88,56 69,00 99,00
Ufsi 1,824 43,53 42,00 53,00
Undirmál. 2,169 75,27 20,00 79,00
Ýsa, sl. 5,873 111,84 97,00 124,00
Ýsa, ósl. 2,183 83,65 65,00 99,00
Fiskmarkaður Suðurnesja
18. janúar seldust alls 66,700 tonn.
Þorskur 37,370 97,87 85,00 125,00
Ýsa 0,174 90,00 90,00 90,00
Þorskur 4,243 99,63 92,00 119,00
Ýsa 6,759 92,16 74,00 99,00
Lýsa 0,088 25,00 25,00 25,00
Undirmál. 0,100 70,00 70,00 70,00
Steinbítur 0,351 46,69 20,00 64,00
Skata 0.300 85,00 85,00 85,00
Skötuselur 0,015 160,00 160,00 160,00
Blálanga 0,132 72,00 72,00 72,00
Ufsi 9,857 45,06 15,00 46,00
Lúða 0,225 410,00 400,00 415,00
Langa 2,622 72,54 59,00 76,00
Keila 1,710 31,97 5,00 40,00
Hlýri 0,250 56,40 40,00 69,00
Blandað 0,422 39,02 35,00 40,00
Hlýri/steinb. 0,173 59,00 59,00 59,00
Karfi 1,492 45,01 40,00 50,00
MARGFELDI 145
PÖNTUNARSÍMI • 653900