Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991. Fréttir nýja bensínið Bíleigendur tóku vel við sér í gær þegar 95 oktana bensínið kom á markaöinn og var nokkur eftirspurn eftir því. Tilkoma þessa bensíns var ekki síst merkiieg vegna þess að olíu- félögin hófu verðstríð - í fyrsta skipt- ið. Hjá Olís var opnaö klukkan 8 í gærmorgun á lægsta verði með 95 oktana lítrann á 57,90. Skeljungur opnaði á 58 krónum og Essó á 58,10 krónum. Essó svaraði svo fyrir sig klukku- stund síðar og lækkaði verðið um 30 aura og fór með það niður í 57,80 krónur á lítrann. Stóð það sem lægsta verð það sem eftir lifði dags- ins. í frétt DV í gær um- verðstríðið varð sú prentvilla að Essó heföi lækkað sig niður í 57 krónur sléttar. -JGH Reykjanesbraut: Tvítugur ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut í fyrradag eftir að hafa ekið á ofsahraða á móts við Vogastapa. Lögreglan mældi bifreiö hans á 148 kílómetra hraða. Ökuþór- inn var sviptur ökuréttindum tii bráðabirgða þegar komið var meö hann á lögreglustöðina. Að sögn lögreglu er óvenjulegt að svo mikill hraði mælist hjá bifreiðum að vetrarlagi. -ÓTT Innbrot á Hellissandi: Fótspor í gluggakarmi Rúður voru brotnar í grunnskólan- um á Hellissandi í fyrrinótt. Ein- hverjir höfðu kastað steinum í þrjár rúður með opnanlegum fögum. Fót- spor fundust í gluggakarmi á einum glugganum. Greinilegt var af um- merkjum að farið hafði verið inn í bygginguna. Engu var þó stolið. Þetta er í annað skiptið á skömm- um tíma sem skemmdarverk eru unnin á skólanum. Um síðustu helgi var hnefastórum steini kastað í rúðu í anddyri skólans. Lögreglan hefur málið í rannsókn og er talið að ungt fólk hafi veriö aö verki. -ÓTT Norðurlands- mót í dorgveiði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ólafsijarðarvatn verður vettvang- ur Norðurlandsmótsins í dorgveiði á sunnudag, en kl. 11 þá um morgun- inn byrja menn aö dýfa beitum sín- um 'í vatnið niður um vakirnar. Vitað er um talsverða þátttöku i mótinu og mega keppendur eiga von á hinum ýmsu tegundum fiska á öngla sína. í vatninu er silungur og lax og einnig aðrar „óæðri“ tegundir fiska eins og þorskur, koli og fleiri. Sem fyrr sagði hefst dorgiö kl. 11 en keppendur eiga að mæta klukku- stundu fyrr á hótelið. Dorgveiðifélag íslands, Dorgveiðifélagið í Ólafsfirði óg Hótel Ólafsfjarðar standa að mót- inu sem er liður í keppninni um ís- landsmeistaratitilinn. 5 OSSUR SKARPHEÐINSSON Á HIKIÁUST ERINDI í 3. SÆTIÐ Á LISTA ALÞÝÐUFLOKKSINS. Ossur hefur nýjar hugmyndir um það hvernig bæta má lífskjör íslendinga. Hann er áræðinn og kjarkmikill - í senn talsmaður markaðshyggju og mannúðar. Kjósum hanri hiklaust! OPIÐ PROFKJOR ALÞYÐUFLOKKSINS I DAG OG A MORGUN VERKSMIÐJUÚTSALA ÁLAFOSS Mosfellsbæ Band, teppi, peysur, Fínull, skíðaúlpur og anorakar. Opið daglega frá kl. 10.00 til 18.00, einnig sunnudaga. Sendum í póstkröfu, sími 91-666303.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.