Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Síða 7
Fréttir Hitaveita á köldum klaka - enn er kvartað yíir heitavatnsleysi á höfuðborgarsvæðinu HAFNARFJORÐUR: 8.-9. des.: kvartanir streyma inn vegna skorts á heitu vatni A kortinu má sjá hversu mikil bilanaA| tíðnin er. Enn berast Hitaveitu Reykjavíkur daglega rúmlega 50 kvartanir vegna heitavatnsleysis á höfuðborgarsvæð- inu. Flestar kvartanirnar eða þriðj- ungur þeirra er frá íbúum í Þing- holtum og vesturbæ. Flestar urðu kvartanirnar á milli 400 og 500 yfir helgina 8. til 9. desemb- er en að meðaltali hafa Hitaveitunni borist á milli 20 og 40 kvartanir á dag undanfarin ár vegna bilana í keríinu. Vandræðin byijuðu í haust þegar kólna fór í veðri. Þá kom í ljós að óvenjumikið var um stíflur í hita- veitukerfinu á höfuðborgarsvæðinu. Kvartanirnar voru svo margar að starfsmenn bilanaþjónustu Hita- veitu Reykjavíkur höfðu varla undan að sinna þeim. í október sagði Hreinn Frímanns- son, yfirverkfræðingur hjá Hitaveit- unni, í samtali við DV þegar hann var spurður hvað ylli öllum þessum kvörtunum fólks: „Yfirleitt er þetta að meirihluta til ryð og eitthvað kem- ur úr jarðhitasvæðum. Þetta er mun verra í ár en vanalega... Okkur sýn- ist að þetta fari minnkandi.“ En ástandið skánaði ekki heldur þvert á móti. Fjögur alvarleg skakkaföll Á einungis tveimur mánuðum hef- ur Hitaveitan orðið fyrir fjórum al- varlegum skakkafóllum. Það fyrsta kom upp snemma í desember þegar þúsundir íþúa í Reykjavík, Hafnar- firði, Kópavogi og Garðabæ urðu heitavatnslausar svo að dögum skiptií kjölfar útfellingar í heita- vatnskerfinu eftir að Nesjavalla- virkjun var tekin í notkun. Útfelling- in orsakaði meðal annars þrýsting- stap í Hafnarfjarðaræðinni auk þess sem hún settist í rör og pípur og stífl- aði inntök í hús. Það var varla að íbúum þessara bæjarfélaga væri orðið sæmilega hlýtt þegar næsta áfall reið yfir þvi í byrjun janúar kom gat á Reykja- hlíðaræðina sem liggur í gegnum Höfðabakkabrúna. Við það urðu 40 þúsund íbúar á höfuðborgarsvæðinu heitavatnslausir í marga klukku- tíma. Þann 22. janúar sprungu svo heita- vatnsleiðslur í nokkrum íbúðum í austurbæ Kópavogs, svo og leiðslur utanhúss, er þrýstingur á heita vatn- inu jókst skyndilega og hlutust af miklar skemmdir. Þann 27. janúar varð svo fjórða slysið er aðfærsluæð nálægt Stekkj- arbakka fór í sundur með þeim af- leiðingum að íbúar í Breiðholti 3 urðu heitavatnslausir í rúmlega hálf- an sólarhring. Engar skýringar Sérfræðingar hjá Hitaveitunni kunna engar skýringar á þessum tíðu bilunum. „Það má kannski segja að tilviljanir ráði því að það koma upp svo margar bilanir á stuttum tíma í hitaveitukerfinu. Það er Ijóst að þær eru ekki nema að hluta til afleiðingar útfellingarinnar sem varð vart í kjölfar þess að Nesjavalla- virkjun var tekin í gagnið. í meðalári verða á milli 400 og 500 bilanir í kerf- inu en ég veit ekki til að það hafi orðiö jafnmargar stórar bilanir á svo stuttum tíma sem raun ber vitni,“ segir Hreiníí Frímannsson, yfirverk- fræðingur Hitaveitu Reykjavíkur. „Við höfum að mestu ráðið bót á þeirri útfellingu sem átti sér stað þegar Nesjavallavatninu var blandað saman við upphitað vatn Hitaveit- unnar svo nú verður vart sáralítillar útfellingar í kerfinu. Þessa dagana er unnið að stöðugum prófunum þar sem prófaðar eru mismunandi blöndur af Nesjavallavatni og hita- veituvatni til að finna út hvaða blanda er best. Það er ómögulegt að segja til um hvað þessi tíðu slys hafa kostaö Hita- veituna þvi það hefur ekki verið tek- ið saman ennþá. Við vitum þó að á síðasta ári eyddi Hitaveitan rúmum 100 milljónum króna í endurbætur og til viðhalds á kerfinu," segir Hreinn. -J.Mar 'n Kristín Einarsdóttir: Vonbrigði hvað íslend- ingareru herskáir „Ég verð að játa að það eru mér viss vonbrigði hvað íslendingar eru herskáir í afstöðu sinni til styrjaldarátakanna fyrir botni Persaflóa. Ástæðan er efalaust einhliða fréttaflutningur af þess- um málum. Sjálf er ég þeirrar skoðunar að það sé ekki réttlæt- anlegt að fara í stríð til að leysa deilumál. Engu að síður fordæmi ég innrás íraka í Kúvæt en tel einfaldlega að það sé engin lausn fyrir bandamenn að beita vopna- valdi,“ segir Kristín Einarsdóttir, þingmaður Kvennalistans. Kristín segir að sér komi ekki á óvart hversu margir eru fylgj- andi því að ísland taki upp stjórn- málatengsl við Litháen með sendiherraskiptum. Hún segir það vera samdóma álit allra aö styðja sem mest við bak Litháa í sjálfstæðisbaráttu þeirra. Rök gegn því hafi nánast ekki heyrst. „Umrædd spurning er þó vill- andi að því leyti að sendiherra- skipti eru óframkvæmanleg þar sem Litháen hefur ekki verið við- urkennt sem sjálfstætt ríki. Það er því hætt við að hún hafi kallað fram nei-svör hjá því fólki sem veit af þessu en styður þó sjálf- stæðisbaráttu Litháa. íslendingar eru þátttakendur í samfélagi þjóðanna og því getum við ekki gengið þvert á viðteknar reglur í þessu sambandi. En ég er sann- færð um að nánast allir íslend- ingar vilji gera eins mikið og hægt er til að rétta Litháum hjálparhönd í baráttunni." -kaa Jón Baldvln Hannibalsson utanríkisráðherra: Ánægður með undirtektirnar - segir stutt í formlegt stjórnmálasamband við Litháen „Mér þykir vænt um hversu undir- tektir íslensku þjóðarinnar til sjálf- stæðisbaráttu Litháa eru góðar. Það er ánægjulegt að svona góður meiri- hluti hennar skuli með þessum hætti lýsa yfir samstöðu með baráttu Éystrasaltsþjóða," segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra um niðurstöðu skoðanakönnunar DV. Jón Baldvin segir að undirbún- ingnum að formlegu stjórnmálasam- bandi landanna miði vel áfram. Hann segir að í viðræðum sínum við for- seta Litháens fyrir skömmu hafi þeir orðið ásáttir um að bíða með hin formlegu tengsl þar til náðst hefði endanlegur milliríkjasamningur milh Rússlands og Litháens, undir- skrifaður af forsetum landanna og staðfestur af þjóðþingum þeirra. „Ég átti samtal við utanríkisráö- herra Litháens í gærmorgun og hann sagði að formenn samninganefnd- anna væru búnir að ganga frá samn- ingstextanum milli Rússa og Litháa og að nú væri einungis eftir að skrifa undir hann og staðfesta. Ég á því von á að það styttist í að við ljúkum smiðshögginu við okkar samkomu- lag. Hvað varðar afstöðu fólks til stríðsátakanna fyrir botni Persaflóa þá held ég að maður verði að hrósa DV fyrir að hin herskáa ritstjórnar- stefna blaðsins skuli endurspeglast með þessum hætti í viðhorfum lands- manna," sagði Jón Baldvin að lok- um. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.