Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Side 14
14
LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK.SlMI (91 )27022 t FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Mannréttindaeinkunn
Bandaríkjastjórn hefur sent Þýzkalandsstjórn lista
yfir rúmlega 100 þýzk fyrirtæki, sem hafa reynt að rjúfa
bann Sameinuðu þjóðanna á viðskiptum við írak. Svip-
aðir listar hafa borizt ýmsum öðrum ríkisstjórnum og
sýna vel, hve erfitt er að hemja öfgamenn í kaupsýslu.
Saddam Hussein varð ekki hjálparlaust að skrímsl-
inu, sem hann er nú. Sovétríkin byggðu hann upp, þeg-
ar Bandaríkin voru í bandalagi við keisarann í Persíu.
Eftir valdatöku erkiklerka í Persíu varð Saddam Hus-
sein að gæludýri Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu.
Töluverður hluti af áþján mannkyns stafar annars
vegar af aðgerðum vopnasala á borð við Bofors í Sví-
þjóð og aðgerðum misheppnaðra utanríkisfræðinga á
borð við Kissinger í Bandaríkjunum. Slíkir aðilar hafa
víðs vegar vakið upp drauga á borð við Saddam Hussein.
Kalda stríðið milli austurs og vesturs hefur auðveldað
Hfharðstjóra. Þeir hafa hallað sér að öðru heimsveldinu
eða hótað að styðja sig við hitt. Þeir hafa teymt utanrík-
isfræðinga og ríkisstjórnir heimsveldanna á asnaeyrun-
um og komið sér upp ógrynni vopna í skjóli þeirra.
Sumir harðstjórar eru ekki mikið skárri en Saddam
Hussein. Dæmi um slíkan er Suharto Indónesíuforseti,
sem er einn mesti íjöldamorðingi síðustu áratuga. Hann
hefur blómstrað í skjóli Bandaríkjanna og nýtur meira
að segja stjórnmálasambands við fjarlægt ísland.
Suharto hefur stundað hliðstæða landvinninga og
Saddam Hussein með öllu meiri m^nndrápum og heldur
minni pyndingum. Að auki er hann sjálfur einn mesti
stórþjófur síðustu áratuga, næst á eftir Marcosi Filipps-
eyjaforseta, sem var amerískur skjólstæðingur.
Nú hafa Sovétríkin horfið af velli heimsmálanna.
Sovétstjórnin er önnum kafm við vonlausa viðleitni til
að halda saman sjálfu ríkjasambandinu innan landa-
mæranna og hefur enga orku aflögu til að etja kappi
við Bandaríkjastjórn á alþjóðlegum vettvangi.
Um þessar mundir er því aðeins eitt heimsveldi. Og
á sama tíma sker einn harðstjórinn sig úr í landvinning-
um og hroðalegu stjórnarfari. Þess vegna gat heimsveld-
ið, sem eftir var, náð saman alþjóðlegu samkomulagi
um að senda á vettvang fjölþjóðaher bandamanna.
Þetta tækifæri þurfa stuðningsmenn stofnskrár og
mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna að nota til
að krefjast breyttra vinnubragða í samskiptum vesturs
við ríki íslams og þriðja heimsins. Hér eftir verður að
gera kröfur til þeirra, sem eru í bandalagi við vestrið.
Hugmyndafræði stofnskrár og mannréttindasáttmála
Sameinuðu þjóðanna hefur skyndilega sigrað í Austur-
Evrópu. Hún hefur einnig skotið rótum utan hins vest-
ræna menningarheims, svo sem í Japan, Indlandi og
Botswana. Hún er ekkert vestrænt einkamál.
Talsmenn harðstjóra íslams og þriðja heimsins hafa
hnnulaust reynt að sannfæra Vesturlandabúa um, að
vestrænt lýðræði henti ekki í þeirra menningarheimi.
Harðstjórafræðingur Morgunblaðsins skrifaði árið 1973,
að „hæfilegt einræði“ hentaði Grikkjum bezt!
Staðreyndin er hins vegar sú, að lýðræði hentar al-
menningi um allan heim, þar á meðal 1 svörtu Afríku og
í löndum íslama. í stefnu utanríkisviðskipta og her-
gagnaviðskipta við þriðja heiminn og heim íslams verða
Vesturlönd nú að fara að gera mannréttindakröfur.
Bezt væri að fela Amnesty og skyldum samtökum að
mæla mannréttindi ríkja eftir einkunnaskala og haga
samskiptum við ríkin með hliðsjón af einkunninni.
Jónas Kristjánsson
Fyrsta mannfallið í
eyðimerkurorustu
ásamt vopnahlésboði
Landvarnaráöherra Frakklands,
Jean-Pierre Chevenement, hefur
sagt af sér vegna ágreinings viö
stefnu Francois Mitterrands for-
seta um fulla þátttöku fransks liðs
í framkvæmd bandarísku hemað-
aráætlunarinnar um alhhða og
óheftan hernað gegn írak. Cheve-
nement var frá upphafl tregur til
að senda franskar sveitir á vett-
vang, og úr því sem komið er vildi
hann takmarka aðgeröir þeirra við
árásir á írasksa hernámsliðið í
Kúvæt. í afsagnarbréfinu leggur
hann áherslu á að bandaríska yflr-
herstjómin fari í aðgerðum sínum
langt útfyrir heimildir í samþykkt-
um Öryggisráðsins um að endur-
heimta Kúvæt undan írökskum
yflrráðum.
í þessu máli er það Mitterrand,
yfirboðari franska heraflans, sem
ræður. Hann reyndi í lengstu lög
að komast hjá ófriði og leitaði
lausnar fram á síðustu stund með
sendiboðum til Saddams Husseins,
undir það síðasta í mikilli óþökk
Bandaríkjastjómar. Úr því sem
komið er vill Mitterrand svo að
Frakkar dragi hvergi af sér í hem-
aðinum með þeim herafla sem þeir
leggja til, því þannig sé aðstaða
Frakklands best tryggð til að hafa
áhrif á gang stríðsins af hálfu fjöl-
þjóðahersins og skipan mála að
ófriði afstöðnum.
Lokauppástungur Mitterrands
fyrir friðslit fólu í sér að Saddam
héti að láta her sinn yfirgefa Kúvæt
en að því loknu opnaðist leið til að
gera út um deilur í löndunum fyrir
Miðjarðarhafsbotni og við Persaf-
lóa við samningaborð, þar á meðal
rúmra fjögurra áratuga ófriðar-
ástand milh ísraels og arabaþjóða
annarra en Egypta. Hugmynd, sem
gengur í sömu átt, var meginefni
fyrstu sameiginlegrar yfirlýsingar
í manna minnum frá stjórnum
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
um málefni Austurlanda nær.
í lok fundar í Washington sendu
utanríkisráðherrarnir James Ba-
ker og Alexander Bessmertnikh frá
sér yfirlýsingu um að íraksfors^ta
stæði til boða vopnahlé í stríðinu
jafnskjótt og hann sendi frá sér
skuldbindingu um að uppfylla
ályktanir Öryggisráðsins um að
íraksher hverfi frá Kúvæt skil-
málalaust. Jafnframt lýstu þeir yfir
að stjórnir Bandaríkjanna og Sov-
étríkjanna vildu vinna saman að
lausn mála sem ógna friði á svæð-
inu, þar á meðal deilu ísraels og
araba.
Eftir á sendi talsmaður Bush for-
seta frá sér yfirlýsingu um að
þarna væri ekki um neina stefnu-
breytingu að ræða af Bandaríkj-
anna hálfu. Jafnframt var gefið til
kynna að Baker hefði samþykkt
yfirlýsingu þeirra utanríkisráð-
herranna án þess aö bera endanlegt
orðalag undir forsetann. Sé þarna
um raunverulegan skoðanamun að
ræða milli forseta og utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, væri það í
fyrsta skipti sem ágreinings verður
vart milh þessara nánu samstarfs-
manna og fornvina.
Hitt fer ekki milli mála, segja
fréttamenn í Washington, að æðstu
menn þar vildu mikið til gefa að
ekki þyrfti að koma til blóðugra
bardaga landherja í eyðimörk
Arabíu. Bush forseta og mönnum
hans er vel ljóst að um leið og veru-
Erlend tíöindi
Magnús Torfi Ólafsson
legt mannfali verður í bandaríska
hðinu getur orðið skjót breyting á
stuðningi almennings við stríðs-
reksturinn.
Dick Cheney landvamaráðherra,
sem tahnn hefur verið herskáastur
ráðamanna í Washington, hefur
gefið í skyn að dragast muni allt
fram undir lok febrúar að banda-
ríski landherinn leggi til atlögu við
íraksher. Tíminn þangað til yrði
notaður til að reyna að gera sem
mestan usla í íraksher á væntan-
legum vígstöðvum með loftárásum.
Viöhorfið, sem þarna ræður, hef-
ur svo að sjálfsögðu eflst við at-
burði vikunnar, þegar írösk her-
sveit sótti allt að tvo tugi kílómetra
inn í Saudi-Arabíu, tók þar mann-
lausa olíuborg og hélt henni á ann-
an sólarhring gegn sameiginlegri
sókn bandarískra landgönguhða og
hers Sauda. Fyrstu tölur stríösaðha
um mannfall eru jafn óábyggilegar
og vant er í styrjöldum, manntjón
andstæðingsins ýkt en fjöður dreg-
in yfir mannskaða í eigin hði. Það
eina sem víst er aö þarna létu lífið
fyrstu tugirnir úr Bandaríkjaher í
eyðimörkinni.
Bollaleggingar um að Saddam
kunni að sjá sér fært að nota smá-
vegis hernaðarávinning af þessu
tagi til að uppfylla skilyrðið fyrir
vopnahléi, heita brottför frá Kú-
væt, hafa vart mikið til síns máls.
Hann hefur frá öndverðu leitast við
að gera sinn málstað að málstað
araba gegn gömlum og nýjum
drottnunarveldum í vestri. Því
lengur sem hann þraukar með sinn
gloppótta herbúnað í þriðja heims
ríki gagnvart voldugri hemaðarvél
Bandaríkjanna, studdri af fjöl-
þjóðaher, þeim mun meiri hijóm-
grunn fær sá boðskapur.
Áhrif hans hafa síðustu daga
komið berlega í ljós á ólíklegasta
stað. Heittrúarmenn í íran, sem
fyrir ekki alllöngu héldu Saddam
Hussein réttdræpan trúníðing og
háðu óhemju mannfrekt stríð við
heri hans í átta ár, krefjast þess
nú að íransstjórn gangi í lið með
írak th að hrekja her vantrúaðra
frá fjarlægum löndum brott úr ná-
lægð við hinar helgu borgir og th
að afstýra því að íslömsk bræðra-
þjóð sé murkuð niður.
Hashem Rafsanjani íransforseti
hefur vísað þessum kröfum á bug
sem sjálfsmorðsæði og stjóm hans
virðist ná vaxandi tökum í landinu.
En jafnframt fastheldni við hlut-
leysi í stríðinu, hefur íransstjórn
látið til sín taka á tveim sviöum.
Reynt verður að hna stríðshörm-
ungarnar í írak með matargjöfum
og lyíjasendingum. Samtímis er
leitað hófanna um vopnahlé í stríð-
inu. í því skyni hafa verið kvaddar
saman th funda viö æðstu menn í
Teheran sendinefndir frá Alsír,
Frakklandi og Jemen.
Hugmyndin um vopnahlé áður
en lengra er haldið á braut blóðsút-
hehinga og eyðileggingar nær inn
í raðir ríkjanna sem aö fjölþjóða-
hemum standa. Nýverið brá Hosni
Mubarak Egyptalandsforseti sér til
Tripoli að hitta Gaddafi Líbýufor-
seta. Þaðan hélt Mubarak rakleitt
th Rijadh th fundar við Fadh, kon-
ung Saudi-Arabíu. Að skilnaði létu
þeir frá sér fara yfirlýsingu, sam-
hljóða þeirri sem utanríkisráð-
herrar Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna gáfu út í Washington.
Saddam Hussein er boðið vopnahlé
í stríðinu samstundis og hann heit-
ir því að láta her sinn rýma Kúvæt.
Ekki er líklegt að Arabíukonung-
ur og Egyptalandsforseti vænti já-
kvæðra undirtekta. En þeir verða
að sýna vilja til að þyrma írak til
að reyna að lægja ólguna meðal
þegna sinna.
Hosni Mubarak Egyptalandsforseti (t.v.) og Fadh, konungur Saudi-Arabíu, á fundi í Rijadh á fimmtudag.
Símamynd Reuter