Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991.
15
Strí ðið í sj ónvarpinu
„Stay with us,“ sagði þulurinn
og ég hrökk upp í stólnum. Klukk-
an var langt gengin í þrjú um nótt-
ina og mér hafði runnið í brjóst,
höfuðið sigið ofan í bringuna og
langur vinnudagur tekið sinn toll.
Ég hrökk upp og hvessti augun á
skjáinn. „Stay with us,“ sagði þul-
urinn og ég hækkaði tóninn í hon-
um. Ný frétt úr Persaflóanum, ný
skotárás á írak, nýr fréttamaður
með nýja fréttaskýringu af nýjustu
atburðum. Ég gat ekki misst af
þessu. Ekki fyrir nokkurn mun.
Sjónvarpið hafði gert mér þann
óleik að hafa kvikmynd á dagskrá
langt fram yfir miðnætti. Það voru
sjö tímar liðnir frá því að síðustu
fréttir höfðu veriö sagðar frá víg-
stöðvunum. Þessi bið var óþolandi
og satt að segja ekki nokkur þjón-
usta við sjónvarpsáhorfendur að
skrúfa fyrir beinar útsendingar frá
CNN og Sky með innlendri dag-
skrárgerð og ómerkilegum bíó-
myndum þegar bardagarnir standa
sem hæst. Maöur þarf að vaka fram
eftir öllu og bíða eftir dagskrárlok-
um. Rétt eins og gert sé hlé á
stríðsátökum meðan íslensku sjón-
varpstöðvarnar ljúka sér af!
íslenskan
tapar stríðinu
Handhafar móðurmálsins hafa
verið að rífast út af því að stríðs-
fréttirnar séu ekki sagðar á ís-
lensku. Ég tek algjörlega undir það,
að sjónvarpsstöðvar á heimsmæli-
kvarða eiga auðvitað að tala á því
tungumáli sem flestir skilja, úr því
þær eru á annað borð að ætlast til
að við horfum á útsendinguna. Auk
þess er hætta á því aö íslendingar
týni niður móðurmálinu eftir að
stríðinu lýkur og af því yrði meiri
menningarskaði heldur en hinu að
Saddam Hussein vinni stríðið.
Gervihnattasjónvörpin stofna
framtíð íslenskrar tungu í hættu
og í raun og veru ætti að banna
gervihnattasjónvörpum að senda
út ótextað og það á að banna er-
lendar útvarpsstöðvar sem heyrast
á ensku og ég hef lengi haft áhyggj-
ur af því að sjá krakkana mína lesa
útlenda reyfara.
Ég man eftir því í gamla daga í
lagadeildinni að kröfurétturinn var
kenndur á dönsku og gott ef ekki
réttarfarið líka og það mátti þakka
fyrir að laganemar skyldu standast
þessi utanaðkomandi áhrif og tala
íslensku við útskrift.
Mistökin Uggja sennilega í því að
kenna ensku og önnur óskyld
tungumál. í grunnskólanum. Mis-
tökin eru þau að íslendingar skilja
önnur mál. Þar liggur hundurinn
grafinn.
Vetrarmaður
hjáCNN
Sem betur fer hefur íslenskunni
vaxið ásmegin að undanfórnu og
ber þar hæst að útvarpsstöðvarnar
hafa haldið merkinu á lofti með
prýðisgóðum þulum sem hafa
spakmælin á hraðbergi og mál-
vöndunina í fyrirrúmi. Einn sagði
um daginn eitthvað á þessa leið:
„Nú þurfið þið að tjúna upp tækin
því hér kemur kreisí popplag sem
þeir í bandinu hafa svingað í top
ten.“ Svo græja þeir steróið og fíla
lögin í botn og parkera sér í stúdíó-
inu fram á bládaginn! til að pupull-
inn geti hlustað frá „morgni til
nætur"! Þeir vefjast ekki fyrir þeim
málshættirnir og orðasamböndin
og það er von að málverndarmenn
vilji vernda ástkæra ylhýra málið
og bægja frá okkur utanaðkomandi
áhrifum þegar önnur eins mál-
hreinsun á sér stað hjá því fólki
sem starfar á öldum ljósvakans hér
heima.
Það verður þó að segja CNN til
málsbóta að þar voru menn nærri
búnir ná sér í vetrarmann, John
Sweeney að nafni, frá Hofi í Vatns-
dal, sem kann lýtalausa íslensku.
Frá þeim manni var ítarlega sagt í
Morgunblaðinu á sunnudaginn
undir heitinu Jón Sveinsson. Það
er ekki Mogganum að kenna þótt
CNN hafl ekki ráðið réttan mann
og allavega huggun í því að vita að
John Sweeney gæti verið Jón
Sveinsson ef Mogginn hefði ekki
farið mannavillt. Svona munaði
litlu aö CNN sendi út á islensku.
Þulir í stíl
„Stay with us,“ sagði ljóskan hjá
Sky og drap tittlinga framan í mig
þar sem ég drap sjálfur tittlinga
framan í hana, aðframkominn eftir
vökunætur. Hún endurtók í sjötta
skipti nýjustu fregnir af viðbrögð-
um ráðamanna í Washington við
ræðu George Bush sem var fimm-
tíu og tvisvar sinnum klappaður
upp og þetta minnti mig á orðstír
Stalíns þegar hann var upp á sitt
besta. Það var hins vegar í tíð Stal-
íns að menn klöppuðu fimmtíu og
tvisvar sinnum í hvert skipti sem
þeir klöppuöu og frá því segir í
Gulagi Solsénítsyns að þegar búið
var klappa í hálftíma í miðri ræðu
Laugardags-
pistill
Ellert B. Schram
Stalíns hné gömul kona meðvit-
undarlaus niður og hætti að klappa
í fallinu. Þá gátu hinir hætt að
klappa og þá gat Stalín haldið
áfram með ræðuna. Daginn eftir
var gamla konan sótt heim og fang-
elsuð fyrir þá sök að hafa móðgað
foringjann með því að hætta klapp-
inu á undan öðrum.
Ekki hefur þess verið getið að
neinn hafi verið fangelsaður fyrir
að klappa ekki nógu oft fyrir Bush,
enda er munurinn á honum og
Saddam Hussein sá að sá síðar-
nefndi skýtur þá til dauða sem
mótmæla honum. Bush verður
hins vegar að láta skjóta hermenn-
ina sem eru með honum. Hvort
tveggja gert í nafni réttlætisins. Það
er alltaf verið að heyja stríð í þágu
réttlætisins og ef það er ekki fóður-
landið og kóngurinn þá er það
frelsið og friðurinn sem barist er
fyrir. Friðurinn er svo mikilvægur
að hann kostar ekkert minna en
heilagt stríð ef því er að skipta.
„Stay with us,“ sagði fréttamað-
urinn við hliðina á ljóskunni. Allt
eftir formúlunni: Annars vegar
undurfögur og kynæsandi kven-
mannsstjarna, hins vegar traust-
vekjandi, miðaldra fréttahaukur.
Sjónvarp í lit! Þulir í stíl!
Grætt á vopnabúri
Hvað varð um Scud-eldflaugina
sem þeir sáu yfir Vesturbakkan-
um? Hvað varð um Tomahawk-
sprengjuflaugina sem Kaninn
sendi á Bagdad? Hvað féllu margir
í gær?
Strákarnir í vinnunni höfðu ver-
ið að deila um það hvað Saddam
Hussein ætti margar Scud-eld-
flaugar og ég sagði bara si sona við
þá: Spyrjið Rússana, spyrjið Þjóð-
verjana. Rússarnir seldu írökum
vopnin og Þjóðverjar framleiddu
fyrir þá skothylkin og svo las ég
það einhvers staðar að Belgar
hefðu reist skotpallana og Banda-
ríkjamenn hefðu selt tíu milljónir
af jarðsprengjum til írak meðan
þeir héldu að írakar væru vinir
sínir. Sjálfsagt situr einhver millj-
ónamæringur fyrir vestan og telur
'peningana sem hann fékk fyrir
gróðann af því að styrkja vopna-
búrið hjá Saddam Hussein. Gott ef
hann er ekki heiðursmeðlimur í
Góðgerðarklúbbnum!
„Stay with us,“ sagði Sky og bað
mig um að bíða spenntan eftir
glænýjum fréttum af dularfullum
flugferðum íraka til íran. Hermála-
sérfræðingur frá Pentagon var
fenginn til að gefa skýringar á þess-
,um liðsflutningum eða liðhlaupum
(skrítið hlýtur það að vera að hafa
atvinnu af því að vera sérfræðing-
ur í stríði. Það er eins gott að ein-
hver stríð séu háð svo þessir menn
hafl eitthvað að gera í vinnunni!).
Ekki þar fyrir að ég heyrði eitt-
hvað nýtt hjá þessum manni í
Pentagon. Á kafiistofunni eru
margfaldir herfræðingar sem hafa
pottþéttar skýringar á kænsku
Saddams Hussein og vita upp á hár
hvað hann er að gera með því að
senda vélarnar úr landi. Auk þess
tók ég strætó þennan sama dag og
heyrði þar hjá tveimur strákum í
aftasta sæti að þetta væru sjálfs-
morðssveitir sem ættu að ráðast á
flugmóðurskipin á flóanum.
Eins dauði
Já, ég fór í strætó, enda er ríkis-
stjórnin búin að skora á almenning
að taka þátt í stríðsrekstrinum með
því að taka strætó og spara bensí-
nið. Þeir eru jafnvel búnir að
hækka bensínskattinn ennþá
meira til að taka af allan vafa um
að stríðið komi að gagni, eftir að
hafa afneitað þátttöku sinni í stríð-
inu. Hvað gera menn ekki fyrir
bandamenn sína?
Það skortir ekki sérfræðingana.
Það er stríð í strætó og það er stríð
yfir eldhúsborðinu og maður fer
að velta því fyrir sér hvað fólk gat
yfirleitt talað um áður en þetta
stríð braust út. Ekki hefur maður
heyrt aukatekið orð um ástandið í
öðrum heimshlutum, nema hvað
uppreisn var gerð í Sómalíu án
þess að nokkrum kæmi það við og
Rússarnir eru ýmist að koma eða
fara i Litháen og eru um þessar
mundir á leiðinni burt, eftir að þeir
heyrðu um þingmannasendinefnd-
ina frá íslandi.
„Stay with us,“ segja Litháar við
íslensku þingmennina og „stay
with us“ segja sjálfstæðismenn við
Guðmund H. Garðarsson og þetta
sögðu þeir í Framsókn líka við
Guömund G. sem tók meira mark
á vinum sínum og fór. Vissi sem
var að menn eiga ekki vini í stjórn-
málaflokkum heldur bara viðhlæj-
endur sem hætta að brosa framan
í mann þegar tjaldið hefur fallið.
„Stay with us,“ segja sjónvarps-
stöðvarnar ofan úr gervihnöttun-
um og vita sem er að stríðið við
Persaflóa er besti framhaldsþáttur
sem þær hafa komist yfir. Eins
dauði er annars brauð.
„Stay withus"!
Sjónvarpið suðaði og ég hrökk
upp með andfælum og fannst ég
vera staddur á miðju jarðsprengju-
svæðinu og komast hvorki aftur á
bak né áfram. Þetta var hræðileg
martröð og gott að vakna upp við
það að vera bara áhorfandi heima
í stofu og geta slökkt á stríðinu
þegar einhver er drepinn.
„Stay with us,“ segja stríðsfrétta-
ritarar og halda vöku fyrir heilu
þjóðunum. Svo segja þeir á Alþingi
að íslendingar blandi sér ekki í
stríðsreksturinn!
Ég veit satt að segja ekki um
nokkurn mann sem ekki lifir sig
inn í þessi hernaðarátök. Veit allt
um eldflaugar og gagnflaugar, flug-
styrk og tölvubúnað íjarstýrðra
skotvopna sem heyja þetta strið af
mesta móð. Ekki veitir af. Ekki
taka írakar þátt í þessu stríði, nema
þá að liggja í leyni og bíða í vari
eftir því að almenningsáhtið fyrir
framan sjónvarpstækin fái leiða á
þessu stríði og kalli bandamenn
heim.
Saddam Hussein veit greinilega
hvernig hann á að vinna þetta stríð:
með því að bíða átekta, með því að
láta sprengjunum rigna yfir sig og
þegna sína og eiga svo viðtöl við
CNN-sjónvarpsstöðina í hléi. „Stay
with us,“ segir Saddam Hussein og
biðst innilega afsökunar á
ónæðinu.
„Stay with us,“ segir þulurinn við
mig og hefur ekki hugmynd um
það, þessi mannfjandi, að það er
akkúrat það sem ég er búinn að
gera frá því stríðið hófst. Hvað þarf
ég að vaka margar nætur til að
hann skilji það?
Ellert B. Schram