Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Síða 18
Veiðivon dv Tumi Tómasson fiskifræðingur: Er bjartsýnn á veiðina í Miðfjarðará næstu árin Þar sem mjög hlýtt hefur verið síðustu vikur getur ís á vötnum verið veikur og eru veiðimenn beðnir að fara varlega. DV-mynd Guðmundur Stefán Þrátt fyrir frekar dræma veiði í Miðtjarðará síðasta sumar eru flski- fræðingar og aðrir iþar um slóðir bjartsýnir á næstu ár. Eða eins og Tumi Tómasson fiskifræðingur seg- ir: „Seiðastofnar Miðíjaröaránna voru kannaðir með rafveiðum í ágúst, líkt og gert hefur verið á und- anfornum árum. í kalda vorinu 1989 var mikiö um að seiði frestuðu sjó- göngu um eitt ár, einkum framarlega í ánum. Þetta var sérstaklega áber- andi í Vesturá þar sem mikiö var um seiði á fimmta ári framan Dalgeirs- gerðis. Þetta er ein orsök þess hve lítið veiddist framarlega í Vesturá sl. sumar en lítið vatn átti líklega einnig sinn þátt í að tefja göngu laxa fram ána. Vorið og sumarið 1990 fram- leiddi þetta svæði hins vegar mikið af gönguseiðum. Neðar í Vesturá eru gönguseiðin yngri, aöallega þriggja og fjögurra ára. í Núpsá er seiðavöxtur almennt mun betri en víðast annars staðar í Miðfjarðaránum." Seinna segir Tumi: „Versandi veiði hin síöari ár má fyrst og fremst rekja til óhagstæðra umhverfisþátta, þ.e. tíðarfars og sjávarskilyrða. Laxa- stofninn í Miðfjarðaránum sýnir engin merki um hnignum og þvert á móti hefur ástand seiðastofnanna ekki mælst betra um langt skeið. Gönguseiðasleppingar hafa skilað umtalsverðum árangri á undanfórn- um árum og með þeim má að veru- legu leyti hafa áhrif á hvar í ánni laxinn veiðist. Þótt aldrei verði hægt að tryggja laxveiði í norðlenskum ám tel ég að ekki sé ástæða til annars en að vera bjartsýnn um veiöina næstu árin,“ segir Tumi Tómas- son. Þetta eru sannarlega ljósir punktar fyrir veiðimenn sem ætla að renna Veiðimaður gengur framhjá sjö punda laxi í Núpsá í Miðfirði sem hann hafði landað nokkrum áður. Það verður gaman að sjá hvernig veiðin verður þar um slóðir næstu sumur. DV-mynd G.Bender fyrir lax í Miðfjarðará næstu sumur. Kannski verður góð veiði? Opið hús hjá Stanga- veiðifélagi Reykja- víkurnæstuhelgi Um næstu helgi verður Stanga- veiðifélag Reykjavíkur með opiö hús fyrir veiðimenn, svona rétt eftir árs- hátíðina frægu. En svo verða opin hús í mars, apríl og maí. Á þessu opna húsi verður Jón „Skelíir" Ár- sælsson með myndasýningu og verða sýndar myndir víða af landinu. Ólafur Skúlason farinn að kenna fiskeldi í Danmörku Skjótt skipast verður í lofti í ís- lenska íjármálaheiminum og fyrir nokkru síðan var Laxalón tekiö til gjaldþrotaskipta. Veiðimenn hafa miklar áhyggjur af þessu máli því ekkert er vitað hvað verður um Hvammsvík í Kjós. Þar sem Ólafur Skúlason hafði kom- ið upp glæsilegum stað fyrir veiði- menn og aöra með útvistardellu. En þaö eru ekki alltaf jólin. Ólafur Skúlason er núna kominn til Dan- merkur og farinn að miðla Dönum af reynslu sinni í fiskeldinu. En allt er óráðið með Hvammsvík í Kjós, en mikið hefur spurt um hana í fjár- málageiranum. -G.Bender LAUGARDAGUR 2, EEBRÚAR. 1991. Þjóðar- spaug DV „Læknir, maðurinn minn vill endilega fá að vera viðstaddur fæðinguna, hvað finnst þér eigin- lega um það?“ „Ja, mér finnst nú að eigin- mennimir eigi að vera viðstaddir á slíkri hátiðarstundu,“ svaraði læknirinn. „Já, en honum og barnsfóðurn- um kemur svo hrikalega illa sam- an,“ svaraði konanþá, alveg mið- ur sín. Glefsa úr lögfræðitima: „Hver er refsingin við tvikvæni hér á landi?“ spurði kennarinn. „Tvær tengdamömmur,“ heyrðist þá á aftasta bekk. Bara að... Gömul kona, sem var hið mesta hörkutól, lá nú rúmfost í hárri elli. Aldrei hafði þessari konu orðið misdægurt ura ævina en þama, sem hún lá í rúminu, virt- ist sem æðsta stundin væri loks- ins rannin upp. Var þvi sóttur læknir til hennar svo að hægt væri að lina þjáningar hennar. Er læknirinn kemur að rúmi gömlu konunnar segír hann: „Hvað gengur að yður, kona góð?“ „Það er ekkert að mér,“ svaraði konan. „Ég er bara að deyja.“ Hvíldar- þurfi Maður nokkur komst svo að orði við kunningja sinn: „Konan min fór á Heilsuhæliö í Hveragérði í gær, sér til hvíldar og hressingar. Mér var svo sann- arlega orðin þörf á því.“ Finnurþáfimmbreytmgai? 91 Ef þú reiknar verðið út frá hversu efnismikill kjóllinn er sérðu að hann Nafn: er mjög ódýr... Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. Sharp útvarpstæki með seg- uibandi að verðmæti kr. 8.500. 2. Sharp útvarpstæki með seg- uibandi að verðmæti kr. 8.500. Vinningarnir koma frá versl- uninni Hljómbæ, Hverfisgötu 103, Reykjavík. Mer-kið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 91 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir áttu- gustu og níundu getraun reyndust vera: 1. Kristin Eva Sigurðardóttir, Selfossi I, 800 Selfoss 2. Sesselja Kristinsdóttir, Blikabraut 3, 230 Keflavík Vinningarnir verða sendir heim. Heimilisfang:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.