Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Qupperneq 44
 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað i DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. fíitstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991. Barði barn með f lösku Maöur um tvítugt sló sjö ára dreng í höfuðiö meö gosflösku fyrir utan íbúðahús við Skipasund um klukkan hálfsex í gær. Drengurinn hlaut áverka í andliti og á höföi og var fluttur á slysadeild. Drengurinn mun hafa verið gest- komandi í hverfinu þegar hann kom aö umræddu húsi og hitti manninn. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en þó er vitað að hann vildi fá drenginn eitthvaö með sér. Þegar drengurinn neitaði óskum hans skipti engum togum að maðurinn brá kókflösku á loft og barði hann í höf- uðiö. Vitni urðu að atburðinum. Ár- ásarmanninum tókst að komast und- an. Drengurinn mun ekki hafa verið alvarlega slasaður. -ÓTT Uppistand á Vellinum: Grunsamleg íþróttataska Töluvert uppistand varð í mötu- neyti hjá varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli í vikunni þegar vart varð við grunsamlega íþróttatösku í hillu i húsinu. Enginn í húsinu kannaðist við töskuna. Allir sem voru inni í mötuneytinu, jafnt gestir sem starfsmenn, voru reknir út og kallaö á sprengjusér- fræðing. Hann kom ekki á staðinn fyrr en eftir drykklanga stund. Þegar sérfræðingurinn gægðist varfærnis- lega í töskuna komu aðeins svita- blaut íþróttaföt í ljós. Einhver hafði gleymt töskunni sinni þegar hann var að fá sér hressingu eftir íþrótta- æfingu. Taskan hafði staðið í um- -ræddi hillu í um eina klukkustund þegar kallað var á sprengjusérfræð- inginn. -ÓTT V^8MíV > C 72177 SMIÐJUKAFFI sm<m fRÍrr hum 0PNUM KL. 18 VIRKA DAGA^ OG KL. 12 UM HELGAR 'V 111 ALÞJÓÐA LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ LÁGMÚLA 5 • REYKJAVlK • S. 681644 LOKI Þennan mávskíri ég Saddam! Meirihlutinn styður hemaðaraðgerðir - og enn fleiri vilja stjómmálasamband Islands við Litháen Yfírgnæfandi meirihiuti Islend- inga vill viðurkenna Litháen og er hlynntur Persaflóastriðinu sam- kvæmt skoðanakönnun DV sem var gerð nú fyrir helgina. Þannig reyndust yflr 80 af hundr- aði þeirra sem tóku afstöðu vilja stjómmálasamband og sendiherra- skipti við Litháen. Tveir af hverj- um þremur þeirra sem tóku af- stöðu segjast vera hlynntir hern- aðaraðgerðum bandamanna við Persaflóa. Þessar niðurstöður eru óvenju- afgerandi í skoðanakönnunum. Eftir þær þurfa stjórnmálaforingj- ar ekki að fara í grafgötur um hvað landsmenn vilja. Úrtakið í könnuninni var 600 manns og var jafnt skipt milli kynja og jafht milli höfuöborgarsvæðis- ins og landsbyggðarinnar. Könn- unin var gerð á miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra fagnaði þvi hversu' undirtektir þjóðarinnar við sjálf- stæöisbaráttu Litháa væru góðar og sagði stutt í að formlegt stjóm- málasamband við þá yrði tekið upp. Kristin Einarsdóttir, Kvenna- lista, sagði það viss vonbrigði hvað íslendingar væru herskáir. -HH - Sjá nánar á bls. 2 og 7 Konan sem átti vanræktu hrossin í Hafnarfirði: Eins dauði er annars brauð. Það hljóp á snærið hjá þessum einmana mávi þegar hann náði að fanga önd sér til hádegisverðar. DV-mynd Brynjar Gauli Akærð fyrir slæma meðferð hrossanna Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur konu sem varð upp- vís að þvi að hafa vanrækt fjölda hrossa sem hún hafði í hesthúsi í Hafnarfirði síðastliðið sumar. í ákæruskjali er þess krafist að konan sæti refsingu samkvæmt dýravernd- unarlögum. Máliö er komið til með- ferðar hjá Sakadómi Reykjavíkur. Brot á dýraverndunarlögum varða sektum eða varðhaldi allt að einu ári. Stórfellt eða ítrekað brot varðar hins vegar fangelsi allt að tveimur árum. Auk refsingar krefst ríkissak- sóknaraembættið þess í ákæru að konan verði dæmd til sviptingarrétt- ar til að „eiga, nota, hafa í umráöum sínum eða sýsla um dýr“. Mál þetta kom upp í júní síöastliðn- um. Forðagæslumaður og dýralækn- ir fóru á staðinn þar sem dýrin voru illa á sig komin. í niöurstöðum þeirra kom meðal annars fram að fjögur trippi væru rýr en þrjár hryssur mjög illa á sig komnar. Hrossin höfðu ekki fengið hey í marga daga, þau voru veikburða og styggð kom að þeim í nærveru ánnarra hrossa. Umrædd kona hefur verið kærö áöur fyrir slæma meðferð á dýrum. í kjölfar lögreglurannsóknar og meö- ferðar málsins í júní var ákveðnum manni veitt umboð til að gæta hross- anna að undangengnu samþykki dýralæknis ogfógeta. Gæslumannin- um var falið að fita hrossin og koma þeim í góð liold aftur. Áður hafði uppboði, sem átti að fara fram á dýr- unum í Hafnarfirði, verið frestaö þar sem fram komu afsöl hjá konunni vegna sölu á umræddum hrossum nokkru áður en málið kom upp. Málsmeðferð hjá Sakadómi Reykja- víkur vegna ákærunnar á hendur konunni hefst væntanlega í þessum mánuöi. -ÓTT Veðrið á sunnudag og mánudag: Éljagangur sunnanlands og vestan Á sunnudag verður vestankaldi með éljum vestan- og suðvestanlands en úrkomulaust veröur annars staðar á landinu. Frost á bilinu 1-6 stig. Á mánudag snýst í allhvassa eöa hvassa sunnanátt. É1 eða slydduél verða sunnan- og vestanlands en að mestu úrkomulaust annars staðar. Hiti frá 1 stigi niöur í 4 stiga frost.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.