Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1991, Síða 4
4
; MÁNUDAGUR 4. FEBRÚÁR'- Í99l.
Fréttir
Fjöldi björgunarsveitarmanna á Suðurnesjum kom til aðstoðar. Hér safna menn þakplötum saman í bíl.
Neyðarástand í Vestmannaeyjum
Ómar Garðaissan, DV, Vestmamiaeyjum;
Nánast neyðarástand var í Eyjum
í gærdag vegna ofsaveðursins sem
gekk yfir landið. Allt lögreglulið,
hjálparsveitir skáta, Björgunarfélag
Vestmannaeyja, allir smiðir, eigend-
ur þungavinnuvéla og fleiri voru við
björgunarstörf og höfðu ekki undan.
Járnplötur fuku eins og skæðadrífa,
þök rofnuðu, rúður brotnuðu og
klæðningar flettust af húsum. Eitt
hús er ónýtt eftir veðurhaminn, þá
var lögreglu kunnugt um að tvennt
hefði slasast.
Ólafur Sigurðsson lögregluvarð-
stjóri tjáði DV að frá klukkan 9 í
gærmorgun og fram yfir hádegi hefði
lögreglu verið tilkynnt um tjón á um
áttatíu stöðum.
Hús númer 24 við Goðahraun, sem
er tvílyft timburhús, fauk til á grunni
í einni hviðunni. Ein hlið hússins er
nánast úr og þurfti lögreglu tii að
bjarga íbúum úr húsinu.
Hjálparsveitir björguðu innbúi og
smiðir stífuðu húsið niður svo að það
fyki ekki alveg.
Af einstökum tjónum öðrum má
nefna að hluti þaks fauk af þurrk-
húsi Stakks, Netagerð Ingólfs og
Netagerð Njáls og svo fauk hesthús
við Norðurgarð. Veðrið var verst í
kringum hádegið og var ekki fært á
milli húsa og í raun stórhættulegt
að vera utandyra því járnplötur og
annað lauslegt fauk eins og skæða-
drífa um allan bæ. Kona, sem var að
huga að hlut utandyra, fauk og bein-
brotnaði og fiskkar fauk á mann við
höfnina og er hann beinbrotinn.
J.Mar/ÓG
Keflavlk:
Fólk flutt úr íbúðar-
húsum sínum
Vindmælirinn stóð í botni
Ómar Garðarsson, DV, Vestmarmaeyjum
Veðrið skall mjög skyndilega á um
klukkan 9 í gærmorgun og stóð fram
yfir hádegi. Versta veðrið var rétt
eftir klukkan 12 og sagði Óskar Sig-
urðsson, vitavörður á Stórhöfða, að
klukkan 12.15 hefði 10 mínútna vind-
hraði verið 110 hnútar en iöulega
stóð vindmælirinn í botni eða 120
hnútum og giskaði Óskar á að þá
hefði vindhraði verið að minnsta
kosti 125 hnútar. Veðriö var mjög
byljótt, fór út 60 hnútum í 120 hnúta.
-J.Mar/ÓG
íbúar í húsum við Baugholt i Keflavik voru fluttir úr húsum sínum. Mikil
hætta var af fjúkandi þakplötum. íbúarnir fengu skjól í Holtaskóla. Þar
Raf magnslaust f rá
morgni til kvölds
gátu menn andað léttar yfir kaffibolla.
DV-myndir Ægir Már
Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum;
Um einn þriðji af þaki bæjar-
skemmunnar í Keflavík fauk í óveðr-
inu í gær. Járnplötumar af skem-
munni fuku yfir óbyggt svæði og um
tíma stafaði mikil hætta af þeim fyr-
ir íbúa í Baugholti og var ákveðið að
flytja þá á brott úr íbúðarhúsum sín-
um og láta þá bíða af sér áhlaupið í
Holtaskóla. Á milh 40 og 50 björgun-
arsveitarmenn unnu svo við að tína
upp þakplötumar sem lágu eins og
skæðadrífa um nágrennið.
Jám fauk af Sparisjóðshúsinu í
Keflavík og af tveimur fjölbýlis-
húsum, skemmdir urðu á trillum í
höfninni er þær lömdust hver utan
í aðra og nudduöst við bryggjuna.
Mikil mildi var að tókst að bjarga
litlum báti sem hafði shtnað upp en
lóðsinum tókst að koma mönnum
yfir í bátinn og var honum siglt út
úr höfninni og í var.
í Grindavík fauk hálft þakið af Lag-
metisgerðinni og járnplötur fuku af
nokkrum húsum og urðu töluverðar
skemmdir þar. Á ísólfsskála
splundraðist 500 kinda fjárhús og var
sauðféð á vergangi seinnipartinn í
gær og á bænum Hrauni fuku einnig
fjárhús. Triha sökk í höfninni í
Njarðvík. Önnur 10 tonna trilla var
hætt komin er hún losnaði upp. Lög-
regluþjónar unnu mikið þrekvirki
og lögðu sig í mikla hættu á meðan
þeir komu taug í trihuna og tókst
þeim að festa hana á nýjan leik og
afstýra því þar með að hún færi upp
í fjöru.
Mikið tjón varð og í Sandgerði en
þar fuku þakplötur af mörgum hús-
um og eitt íbúðarhús mun vera nán-
astónýttþar. -J.Mar/ÆMK
Rafmagn fór af öhu höfuðborgar-
svæðinu um hálfellefuleytið í gær-
morgun. Hafði Straumsvíkurlína
slitnað við Geithálsstöðina, lent á
tengivirki og eyðilagt mastur. Urðu
báðar Búrfellslínumar þá óvirkar.
Vegna veðursins gátu menn frá raf-
magnsveitunum htið aðhafst en
strax og mögulegt var hófust við-
gerðir. Straumur komst smám sam-
an á en langur tími leið áður en sum
hverfi fengu rafmagn. Hjá Lands-
virkjun fengust þær upplýsingar að
einungis ein af þremur línum frá
Þjórsársvæðinu væri virk. Brotriuðu
tvö möstur, eitt í Gnúpverjahreppi
og annaö á hnunni milli Brennimels
í Hvalfirði og Geitháls. Hrauneyja-
fosslínan að Brennimel gat því ekki
nýst höfuðborgarbúum.
Nokkum tíma tók að ná upp næg-
um straumi og meðan það var gert
sá Rafmagnsveita Reykjavíkur um
að koma straumi á einstök hverfi,
eitt í einu. í gærkvöld var rafmagn
síðan komið á allt höfuðborgarsvæð-
ið.
Vestfjarðalína Landsvirkjunar fór
út í gær og hafði ekki komist straum-
ur á hana í gærkvöld. Var byggðar-
lögum vestra séð fyrir rafmagni frá
díshvélum.
Rafmagn var annars á víðast hvar
í gærkvöld, eftir lengri eða skemmri
truflanir um daginn. Þó var vitað um
einstaka sveitalínur sem voru enn
úti, meðal annars þar sem heilu hús-
in höfðu fokiö á þær.
Loks var straumlaust í Sandgerði
en undir kvöld hafði verið fengin
díshrafstöð þangað og verið var að
komahenniígagnið. -hlh
Bænakvabbið
Það ber helst th tíðinda þegar
stríð braust út við Persaflóa að ís-
lendingar lögðust á bæn. Bömum
var gert að biðja fyrir friði í skólum
landsins og biskup lét presta og
aðra guðsmenn leggjast á bæn í
kirkjum landsins þar sem aftur var
beðið fyrir friði. Einhveijir úti-
fundir vom haldnir af sama thefni
enda ærið nóg af ahs kyns friðar-
sinnum sem töldu að Guð einn
gæti bjargað friðnum eftir að stríð-
ið brast á.
Hins vegar láðist þessu sama
fólki að biðja th Guðs þegar Sadd-
am Hussein hóf þetta stríð í ágúst
og það gleymdist sömuleiðis í frið-
arbænunum að láta þess getið
hvers konar frið menn vora að
biðja um. Var verið aö biðja fyrir
Saddam Hussein og friði honum til
handa svo hann kæmist upp með
landvinninga sína og hermdar-
verk? Eða var verið að biðja um
frið eftir að friðarspilhrinn hafði
fengið sína ráðningu? Var verið að
biðja Saddam Hussein um frið eða
George Bush? Hver átti að taka
þetta friðarhjal th sín?
Þessi skilaboð þvældust fyrir
bestu mönnum, sem að öðra jöfnu
hafa ágæta trú á Guð og fara með
bænir sínar í hljóði á hveiju kvöldi
án þess að biskup þurfi að biðja um
það. Hvað þá kennarar eða for-
svarsmenn útifunda.
Jón Á. Gissurarson, fyrrverandi
skólastjóri og þekktur maður hér í
borg, er einn þeirra sem hafa jafn-
an gegnt kalli kirkju og klerka og
farið með bænir sínar beðinn og
óbeðinn ef því er að skipta. Jón
skrifar merka grein í Morgunblað-
ið fyrir helgi og segir:
„Um þessar mundir eru menn
hnnulaust kvaddir th bænahalda
fyrir friði við Persaflóa, en láist að
skilgreina þann frið sem fyrir skal
beðið. Er það friöur th handa for-
seta íraks að heyja óáreittur sitt
eina landvinningstríð á fætur ööra,
eða friður í kjölfar herferöar gegn
honum og farin er í umboði næst-
um allra hinna sameinuðu þjóða?“
Þessa fyrirspum ber Jón fram,
vegna þess að hann telur fullvíst
að það muni vefjast fyrir Drottni
að bænheyra lýðinn ef Drottni er
ekki ljóst hvoram megin bænar-
mennimir standa. „Drottinn getur
því aðeins lagt lóð sitt á rétta vogar-
skál að honum sé ljóst hvorum
megin hryggjar þið hggið,“ segir
Jón.
Jón rifjar það upp að í bernsku
sinni undir Eyjafjöhum hafi menn
verið vel kristnir þar um slóðir,
sótt helgar tíðir á messudögum,
lesið húslestra, signt sig kvölds og
morgna og farið síðan með bænir
sínar, án þess að skipta sér af því
hvernig Guð leysti úr aðsteðjandi
uppákomum.
„Nú hafa hlutverk brenglast,
menn segja Drottni hvað hann gera
skuh, stundum með shkum fjálg-
leik að einna helst líkist særingum.
Þegar svo er komið er brýn nauð-
syn að bænir séu skýrar og ótví-
ræðar, svo að ekki valdi misskiln-
inig á æöri stöðum." Á það finnst
Jóni skorta í síðustu bænahrinu.
Þetta eru orð að sönnu hjá Jóni
Gissurarsyni. Drottinn verður að
fá skýr skilaboð um það, fyrir
hvaða friði er verið að biöja. Ef trú-
ræknir menn og kristnir vilja að
Drottinn biðji fyrir Saddam Hus-
sein þá ber að segja það umbúða-
laust, svo ekkert fari milli mála þar
efra. Ef hinn kristni heimur hefur
meiri áhyggjur af friði Sameinuðu
þjóðanna heldur en friði Saddams
Hussein, þá er rétt og skylt að það
komi fram. Hér dugar ekkert bæn-
arkvabb, hér duga engar vífilengj-
ur.
Á meðan Drottinn hefur beðið
eftir svari, svo hann geti bænheyrt
íslendinga og aðra friðarsinna, hef-
ur Saddam Hussein fyrir sitt leyti
tekið undir friðarbænirnar og for-
dæmt gagnárásir bandamenn á
friðelskandi þjóð sína. Saddam
Hussein skilur ekki þann ofstopa
Sameinuðu þjóðanna að ráðast
gegn sér og hefur þakkað öhum
vestrænum friðarsinnum fyrir
góðar undirtektir á máh sínu. Hans
skilaboð th Vesturlanda eru skýr.
Ég sé um stríðin, þiö sjáið um frið-
inn. Og Vesturlandabúar eiga að
ákalla æðri máttarvöld eins og
Saddam Hussein ákallar Allah og
af því aö menn eins og Jón Gis-
surarson hafa ekki aðgang að Allah
og vhja gjarnan biðja sinn guö um
varanlegan frið, vill Jón fá það á
hreint, hvorum megin hryggjar
bænimar eiga að liggja. Friðar-
sinnar eiga að gera svo lítið að
svara því.
Dagfari