Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1991, Blaðsíða 26
34 MÁNUDAC.UR 4. FEBRÚAR 1991. Afmæli Bjami H. Sumarliðason Bjarni Hólmgeir Sumarliðason, verkamaður í Isal, Hjallabraut33, Hafnarfirði, er sjötugur í dag. Bjarni er fæddur í Bolungarvík og ólst þar upp. Starfsferill Bjarni var matsveinn og lengst af sjómaður. Hann byrjaði sjómanns- feril fimmtán ára á Litla-Fræg frá Bolungarvik og var sjómaður í Bol- ungarvik fram um tvítugt, einnig eitt sumar í Hrísey. Bjarni fluttist til Hafnarfjarðar um 1940, fljótlega eftir það fer hann á matsveinanám- skeið í Austurbæjarskóla sem rekið var af Fiskifélagi íslands. Síðan var hann á togurum frá Hafnarfirði síð- ar á varðskipi og hjá Ríkisskip. Bjarni var kjötiðnarmaöur hjá Búr- fellsvirkjun 1968-1970 og hefur unn- iö í Álverinu í Straumsvík frá 1973. Fjölskylda Bjarni kvæntist 23. desember 1949 Helgu Sigurgeirsdóttur, f. 11. maí 1923. Foreldrar eru: Sigurgeir Ólafs- son, sjómaður í Hafnarfirði, og kona hans, Kristín Pétursdóttir. Fóstur- sonur Bjama og Helgu er Sumarliði Bjarki Andrésson, f. 26. janúar 1952. Kjördóttir Bjarna og Helgu er María Friðgerður Bjarnadóttir, f. 29. nóv- ember 1958. Systkini Bjarnaeru: Magnús, f. 12. júlí 1922, verkamaður á Akureyri, var kvæntur Maríönnu Valtýsdótt- ur, d. 1990; Elín, f. 25. nóvember 1923, gift Arnfmni Arnfmnssyni, fram- kvæmdastjóra á Akureyri; Björg, f. 17. júní 1925, verkakonaá Bolungar- vík, gift Guðjóni Bjarnasyni, er lát- inn, bakara í Bolungarvík; Guðjóna, f. 7. október 1929, verkakona í Bol- ungarvík; Kjartan, f. 22. september 1929, verkamaður á Akureyri, kvæntur Stellu Jónsdóttur; Rúrik, f. 8. febrúar 1932, umsjónrmaður með skóla í Breiðholti, kvæntur Guðlaugu Björnsdóttur og Kristján, f. 28. nóvember 1933, sjómaður í Hafnarfirði. Bróðir Bjarna sam- feðra er GuðmundurPétur, f. 24. júli 1916, d. 5. september 1981, kenn- ari í Rvík, kvæntur Guðrúnu Pét- ursdóttur. Ætt Foreldrar Bjarna voru: Sumarliöi Guðmundsson, f. 30. september 1888, d. 11. nóvember 1959, sjómaöurí Bolungarvík, og kona hans, María Friðgerður Bjarnadóttir, f. 7. októb- er 1892, d. 23. tbrúar 1966. Sumarliði Bjarni Hólmgeir Sumarlióason. var sonur Guðmundar Sumarliða- sonar og konu hans, Önnu Petrínu Magnúsdóttur. María var dóttir Bjarni, b. á Látrum í Ögurhrepppi, Jónssonar og konu hans, Hólmfríð- ar Jónsdóttur. Jóhanna Magnea Sigurðardóttir Jóhanna Magnea Sigurðardóttir ráðskona, Meðalholti 14, Reykja\ik, er áttræð í dag. Starfsferill Jóhanna fæddist í Reykjavik og ólst upp í Hafnarfirði og í Reykjavik. Mæja, eins og hún er oftast köli- uð. gekk í Hvátasunnusöfnuðinn 1957 og starfaði á vegum hans í fjölda ára. Hún var ráðskona á barnaheimilunum í Görðum á Flat- eyri, á Hjalteyri og i Kotmúla í Fljótshlíð. Þá starfaði hún einnig við sunnudagaskólana á Vopnafirði og í Reykjavik. Var hún ætíð dáð af börnunum sem hún starfaði fyrir og enn í dag kalla mörg hana ömmu. Fjölskylda Jóhanna giftist 12.10.1934 Magn- úsi Péturssyni, f. 12.10.1905, d. 21.8. 1965. bifreiðarstjóra, en hann var sonur Péturs Gestssonar og Maríu Magnúsdóttur. Börn Jóhönnu og Magnúsar eru Sigurlín Esther, gift Rósinkrans Kristjánssyni; Þórir, kvæntur Mar- íu Jóhannsdóttur; Gunnar Helgi, kvæntur Sigrúnu Geirsdóttur, og Grétar, ókvæntur. Systkini Jóhönnu: Óskar, Einar og Margrét. Foreldrar Jóhönnu: Sigurður Guðmundsson verkamaður og Sig- urlín Einarsdóttir verkakona en þau eru bæði látin. Mæja tekur á móti gestum í neðri sal Fíladelfíu að Hátúni 2 á afmælis- -daginn milli klukkan 17.00 og 19.00. Jóhanna Magnea Sigurðardóttir. Menrdng__________________________ Laugarásbíó - Skuggi ★★ Vi Skálkabani í skjóli nætur íslenskum bíógestum gefst nú hið fyrsta tækifæri að sjá mynd eftir hinn unga Bandaríkjamann Sam Raimi. Fyrir tvítugt hafði hann gert hryllingsmyndina The Evil Dead sem var umsvifalaust talin ein sú merki- legasta sinnar tegundar. Næsta mynd hans, furöuleg glæpamynd að nafni Crimewave, fékk aldrei almenna dreifingu. Evil Dead II: Dead by Dawn kom svo í kjöl- farið og var Raimi þá búinn.að tileinka sér svo um munaði sérstakan stíl þar sem hraðinn í atburðarás- inni er ógurlegur og allar mögulegar tökubrellur og klippingar notaðar, stundum með undraverðum ár- angri. Kvikmyndir Raimi eru alltaf forvitnilegar fyrir auga og eyra því hann er gjörólíkur öðrum á mynd- ræna sviðinu, minnir helst á ofvirkar teiknimyndir Warner Bros. Ef áhættuatriði og almenn furðulegheit eru hans styrkur er veikleiki hans að hann getur ekki unnið nægilega vel úr eigin hugmyndum. Það er ekki við Raimi einan áð sakast þvi tjórir aðrir eiga þátt í handriti Skugga og slíkt veit aldrei á gott. Þeir hafa soðið saman nokkrar gamalkunnar hugmyndir úr fantasíu- og hryllingsþemum gegnum tíðina og kemur Óperudraugurinn helst upp í hugann sem forfaðir hins sálusærða Skugga. Vísindamaðurinn Peyton Westlake (Neeson) flækist inn í misindismál glæpamanna sem svífast einskis. Þeir ráðast á stofu hans í leit að sönnunargagni og misþyrma honum grimmilega. Hann var aö vinna að stórmerkri uppfmningu, gervihörundi, sem gerir hon- um kleift að hylja afskræmingu sína í takmarkaðan tíma og leita hefnda á þeim sem höfðu gert honum eitthvað til miska. En afskræmingin er meiri en hör- undsdjúp... Myndin lætur sér ekki nægja eina sögu, heldur reyn- ir að skora á sem flestum vígstöðvum. Hún reynir aö vera spennandi, hryllileg, harmræn og ástríðufull í senn en megnar það ekki. Raimi gengur djöfulgang með myndavélina og klippiborðið og heldur vissulega athyglinni út í gegn en í rólegu atriðunum fer sárlega að vanta í uppbygginguna. Þau fáu skipti sem myndin hægöi á sér læddust aö mér óviöeigandi hugleiöingar um tæknilegar forsend- ur þær er gervihörundiö byggði á og í stað þess að sitja negldur yfir sögunni fór ég að spá í hvernig Skugga tækist með hjálp grímu og hanska að breyta útliti sínu þannig að lögmál hæöar og breiddar virtust ekki eiga lengur við, hvað þá vöövastjórnun, þar sem engir vöðvar ættu að vera. Þá var sem betur fer aldrei langt í næsta áhættuat- riði, sem eru mörg hver ansi stórkostleg, ein og sér. Liam Neeson fer á kostum i titilhlutverkinu. Kvikmyndir Gísli Einarsson írski leikarinn Liam Neeson á líka stóran þátt í því aö halda myndinni uppi. Honum nægir eitt auga til að koma leiknum til skila, hvað þá þegar hann er ekki hlaðinn farða og búningi og hefði hann sennilega get- að komið Skugga í hóp klassískra kvikmyndaskálka einn síns liös ef aðstæðurnar hefðu leyft það. Það er einnig gaman að Larry Drake í hlutverki, sem er eins ólíkt hinum einfalda Benny í L.A. Law og hugsast getur. Hér er hann miskunnarlaus gikkfingur aðalbóf- ans, og safnar fingrum andstæðinganna sem hann sneiöir af meö vindlaskera. Úffl Darkman (Band. 1990) Handritshluti og leikstjórn: Sam Ra- imi. Tónlist: Danny Elfman (Batman, Dick Tracy). Leikarar: Liam Neeson (Good Mother, Lamb), Francis McDormand (Blo- od Simple, Mississippi Burning), Larry Drake (L.A. Law), Colin Friels. Til hamingju med afmælið, 4. febrúar 85 ára Sigurbjörg Gísladóttir, Fjólugötu 11, Akureyri. 75 ára Margrét Ólafsdóttir, Strandhöfn, Vopnafirði. 70ára Sigurbjörg Runólfsdóttir, Frostafold 5, Reykjavík. Hólmfríður Jónsdóttir, Víðilundi 2C, Akureyri, 60 ára Steinn Steinsson, SævarlandilS, Reykjavík. Guðrún K. Sigurbjörnsdóttir, Háholti 11, Keflavík. Ester Kristjánsdóttir, Austurhlíð, Öngulsstaðahreppi. 50ára Bjarni Snæbjörnsson Geitdal, Skriðdalshreppi. Karl S. Björnsson, Hafrafellstungu I, Öxarfjarðar- hreppi. Björn Fribrik Björnsson, Grundarstíg 12, Sauðárkróki. Vatnar Viðarsson, Bollagötu 2, Reykjavík. Ruth BredahlSörensen, Kringlumýri 9, Akureyri. Ámi Pétursson, Brekkubyggð4, Garöabæ. Úrsúla Ágústsdóttir, Hringbraut 67, Reykjavík. Róbert Brimdal, Gaukshólum 2, Reykjavík. 40ára Þórunn P. Þórisdóttir, Boðagranda 20, Reykjavik. Elín Anna Sigurjónsdóttir, Dúfnahólum 2, Reykjavik. Borghildur Gunnlaugsdóttir, Smáratúni 46, Keflavík. Erna Magnúsdóttir, Lækjargötu 9A, Akureyri. Markús Hálfdánarson, Hátúni 33,' Reykjavík. Benedikt Ingimarsson Benedikt Ingimarsson að Hálsi í Saurbæjarhreppi er áttatíu og fimm ára í dag. Benedikt fæddist að Hálsi í Saur- bæjarhreppi og ólst þar upp. Hann hefur lengst af unnið við landbúnað- arstörf auk þess sem hann starfaði í fjórtán ár að sveitarstjórnarmál- efnum. Þá hefur Benedikt stundaði ritstörf og þó einkum fengist vdö ljóðagerð. Benedikt átti einn bróöur, Ár- mann Hólm, f. 1.1.1912, d. 11.11.1957. Foreldrar Benedikts voru Ingimar Traustason, f. 1876, bóndi, og Indí- ana Benediktsdóttir, f. 1882, húsfrú. Ingimar var sonur Trausta Ingi- marssonar úr Húnavatnssýslu og Vilhelmínu Sigríðar Stefánsdóttir. Indíana var dóttir Benedikts Ein- Benedikt Ingimarsson. arssonar úr Suður-Þingeyjarsýslu . ogMargrétarÓlafsdótturfrá Ana- stöðum í Saurbæjarhreppi. SJÁUMST MED ENDURSKINB ENOURSKMS- MERKI last í apótekum ogviðar. tíæsEBow

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.