Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Page 4
4
í'LAirG'ARDA'GtUR 9..FEBRÚARJI991.
Fréttir____________________________________________________________________
Tveir menn ákærðir fyrir „stórfelldan undandrátt á bifreiðaskatti“:
Stendur ekki steinn
yf ir steini í ákærunni
og eftirlitsmaður ökumæla stjórnaði rannsókn, segir annar verjandinn
Annar þessara ökumæla er löglegur en hinn ólöglegur. Ógerningur er að
greina tegundirnar hverja frá annarri nema að hluta mælana í sundur og
telja tannhjólin inni í þeim. DV-mynd Hanna
Málflutningur fór fram í Sakadómi
Reykjavíkur í gær vegna máls
tveggja manna sem ákæröir eru fyrir
að hafa vísvitandi sett ólöglegan öku-
mæli í vöruflutningabfl annars
þeirra. í ákæruskjali segir aö öku-
mælirinn hafi stórlega vantalið ekn-
ar vegalengdir og mennirnir því
stuðlað að stórfelldum undandrætti
á bifreiðaskatti.
Fyrir dómi hefur komið fram hjá
sérfræðingum að lögregla og ákæru-
vald gerðu þau mistök að álíta að um
væri að ræða svokallaðan AZ 1 mæli
í dómsálnmn
Óttar Sveinsson
en ekki af tegundinni AZ 2. Eigi að
síöur er lögleg tegund AZ 5. Fram
hefur komið að ógerningur er að
greina ökumælategundirnar í sund-
ur nema með því að hluta mælana
niður og telja tannhjól. Nokkur
hundruð mælar af tegundinni AZ 5
hafa verið fluttir til landsins en 15-20
AZ 2 mælar. Þeir síöarnefndu hafa
verið teknir úr umferð eftir því sem
kostur hefur verið. Mál þetta snýst
um hvort þeir ákærðu gerðu sér
grein fyrir því að þeir settu ranga
tegund af mæh í umræddan vörubíl.
Veijendur mannanna segja meðal
annars að þetta mál hafi verið „upp-
hlaup“ eftirlitsmanns ökumæla og
lögreglu, ákæruna vera á brauðfót-
um og dellu að hluta tfl. Guðjón
Marteinsson sakadómari er dómari
í málinu.
Varð var við misræmi
Málsatvik voru að eigandi vöru-
bílsins, sem er Scania með tengi-
vagni, fór í ágúst 1987 tfl fyrirtækis
sem annaðist ísetningu og þjónustu
á þungaskattsmælum í bifreiöar.
Ákveðið var að settur yrði notaður
ökumælir í bílinn sem til var á lager
fyrirtækisins. Mælirinn var síðan
innsiglaður. Nokkru síðar varð eig-
andinn var við misræmi á milli
þungaskattsmælisins og ekinna kíló-
metra á hraðamæli bílsins.
Maðurinn fór tvisvar til löggiltra
aðila og hað um að misræmið yrði
leiðrétt. Ekkert fannst þó sem benti
til að nokkuð væri að. í seinna skipt-
ið var farið beint til Bifreiðaeftirhts-
ins. Þegar eftirlitsmaður kom auga á
misræmi bað hann um að ekin yrði
ákveðin vegalengd tfl að kanna hvort
mælarnir pössuðu saman. Eftir þá
ferð var mælirinn þó innsiglaður.
Nokkru síðar fór eigandinn tfl bíla-
umboðsins en þar var ákveðið að
snúa ofan af hraðamælinum til sam-
ræmis við ökumæli ef vera skyldi að
orsakir misræmisins fyndust.
Skömmu síðar stöðvaði eftirlitsmað-
ur ökumæla á vegum ijármálaráðu-
neytis umrædda vörubifreið og kom
skekkjan þá enn fram.
í framhaldinu voru eigandi bflsins
og sá sem setti mælinn í bílinn kærð-
ir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Húsrannsókn var framkvæmd og
hald lagt á bókhald. Mönnunum var
sleppt eftir tveggja daga varðhald.
Mistök lögreglu
og ákæruvalds?
Hjá lögreglu og ákæruvaldi var tal-
ið að umræddur ökumælir hefði ver-
ið af gerðinni AZ 1 enda haföi eftir-
litsmaður ökumæla sagt svo til um.
Mennimir tveir hafa hins vegar báð-
ir borið að þeir hefðu talið í góðri trú
að hér væri um að ræða mæli af gerð-
inni AZ 5. Fyrir dómi kom hins vegar
fram hjá sérfræðingum að þarna
hefði verið um að ræða mæli af gerð-
inni AZ 2. Tegundirnar eru nákvæm-
lega eins í útliti og ekki hægt að kom-
ast að því um hvaða tegund um ræð-
ir nema hluta þá í sundur.
Lögreglan lagði fram útreikninga
til ákæruvaldsins um gífurlegar fjár-
hæðir sem hún-áætlaði aö sviknir
hefðu verið undan þungaskatti. Þeir
útreikningar voru þó ekki teknir
með í ákæru. Eigandi vöruflutninga-
bílsins hefur lagt fram gögn sem sýna
að hann hefur greitt ríkissjóði það
sem hann telur að upp á vanti.
Eftirlitsmaður stjórnaði
lögreglurannsókn
Bjarni Ásgeirsson hdl., veijandi
eiganda bílsins, sagði við málflutning
í sakadómi í gær að skjólstæðingur
sinn hefði borið að umræddur eftir-
htsmaður hefði lagt hann í einelti og
hefði haft uppi yfirlýsingar um að
klekkja á honum - því mætti ætla
_að það væri háð geðþóttaákvörðun-
um_ eftirlitsmanna hvort eigendur
bifreiða væru sektaðir eða kærðir -
enda hefði öðru en hliðstæðu máli
verið sleppt.
Með tilliti til viðleitni eiganda bíls-
ins um að leiðrétta ofangreint mis-
ræmi, sagði Bjarni að hann hefði
aldrei reynt að leyna neinu, allra síst
vegna ökumælisins. Verjandinn
benti á þá reginvillu hjá lögreglu, og
þar með ákæruvaldi, að telja að hér
hefði verið um að ræða mæli af gerð-
inni AZ 1. Hann sagði rannsóknina
hafa verið illa gerða og að eftirlits-
maðurinn hefði fengið að stjórna
henni að miklu leyti. Verjandinn
sagði skjólstæðing sinn hafa fengið
löggiltan aðila til að leiðrétta skekkj-
urnar og því væri sannað að allan
vilja til ætlaðs brots hefði vantað.
Einnig benti hann á að RLR hefði
staðfest að innsigli hefði verið óroflð.
Bjarni sagði að ekki stæði steinn yflr
steini í ákærunni og taldi heppilegra
að efnislegur sýknudómur yröi upp
kveðinn í stað kröfu um frávísun.
Ákæra á brauðfótum
Hilmar Ingumundarson hrl., verj-
andi mannsins sem setti ökumælinn
í bílinn, sagði að um upphlaup hefði
verið að ræða hjá ofangreindum eft-
irlitsmanni og lögreglu. Ákæruna
sagði hann vera á brauðfótum og að
hluta til dellu. Hann sagði að skjól-
stæðingur sinn hefði orðið fyrir
slæmri reynslu er hann fór alsaklaus
í gæsluvarðhald. „Það leikur enginn
vafi á að mennirnir töldu sig í góðri
trú vera að setja réttan mæli í bíl-
inn,“ sagði Hilmar. Hann átaldi
rannsókn málsins og benti á að eftir-
litsmaður ökumæla hefði á tímabili
tekið umræddan mæli inn í eigin bíl
- hann hefði ekki farið í.bfl rann-
sóknarlögreglunnar. Hilmar sagði að
hugsanlegt væri að hinn opinberi
starfsmaður hefði þar skipt á mælum
og þannig „lætt því inn hjá lögreglu
og ákæruvaldi" að um ólöglegan
mæli væri að ræða - þess vegna hefði
verið ákært. Hann undirstrikaði
einnig að það væri algjörlega rangt
í ákæruskjali að sannað væri að
mönnunum hefði verið „fullkunnugt
um að ökumælir og mælisdrif hefði
verið ranglega útbúið“.
Lögmenn beggja mannanna krefj-
ast sýknu og að allur málskostnaður
verði greiddur úr ríkissjóði þar með
talin málsvarnarlaun.
Hugsanlegt að draga þurfi
úr þorskveiðum
• *¥*•% • 71*^ nj • X!! -.1 «v*
„Ef þorskgangan frá Grænlandi tfl aö veidd veröi 240 þúsund tonn mjög lítil á þessu ári þar sem ár-
bregst er nokkuö ljóst aö það verð- af þorski fyrstu átta mánuöi ársins gangamir frá 1986 og 1987 hafi ver-
ur að draga úr veiðum. íslenskir og byggðust tiliögur stofnunarinn- ið mjög lélegír.
fiskifræðingar munu funda með ár á því að þorskganga frá Græn- „Við höfum verið aö vonast eftir
starfsfélögum sínum frá Dan- landi myndi skila sér. að seiði, sem rak héðan til Græn-
mörku og Þýskalandi þann 20. Mjög treg veiði hefur verið þaö lands áríð 1984, muni koma til
febrúar næstkomandi og upp úr því sem af er vetrarvertiðinni. Fiski- hrygningar upp að landinu í ár. Það
ættu máhn að skýrast,“ segir Björn fræðíngar segja að það þurfi ekki sem af er vertíðinni hafa veiðst hér
Ævar Steinarsson fiskifræðingur. að koma á óvart, þeir hafi veriö við land þrír þorskar, sem merktir
Hafrannsóknastofnun hefur lagt búnir að spá því aö þorskveiði yrði voru við Grænland fyrir einu og
hálfu ári, en það er mjög vafasamt
að draga nokkrar ályktanir af því
eöa slá því fóstu aö Grænlands-
gangan sé að koma upp aö landinu
enda er það alveg í það fyrsta að
hún ætti að vera komin. Við fylgj-
umst grannt með þessu og vonumst
til að sjómenn láti okkur vita verði
þeir varir við merkta þorska," seg-
irBjörnÆvar
-Jí.Mar
Þrátt fyrir slæmár gæftir og heldur
rýran afla hefur nokkuð borist á land
af stórum þorski af línubátum á
Breiðafirði. Enginn þó eins föngu-
legur og sá sem áhöfnin á Þorsteini
SH fékk á dögunum. Það var gol-
þorskur af bestu gerð, 52 kíló að
þyngd og lengdin 167 sentimetrar.
Hann fór i vinnslu hjá Saltfisk-
svinnslunni Nesver á Rifi. Það er
umboðsmaður DV í Neshreppi utan
Ennis, Lilja Guðmundsdóttir, sem
stendur hjá þorskinum stóra en hor-
aður erhann.
DV-mynd Stefán Þór Hellissandi
Brunamálastjóri:
Brunamála-
stof nun átti ekki
aðhafaeftirlit
með Krossanes-
verksmiðjunni
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það er rangt að Brunamálastofn-
un hafi átt aö hafa eldvarnareftirlit
með Krossanesverksmiðjunni,“ seg-
ir Bergsteinn Gizurarson bruna-
málastjóri, en haft var eftir Tómasi
Búa Böðvarssyni slökkviliðsstjóra á
Akureyri í DV í gær að Brunamála-
stofnun hefði átt að annast slíkt eftir-
lit með verksmiðjunni á Akureyri
„Samkvæmt lögum um bruna-
varnir og brunamál frá 1982 segir að
sveitarfélög: „.. .skuli halda uppi
brunavörnum, þ.m.t. eldvarnareftir-
lit í samræmi við kröfur sem nánar
skal kveðið á um í reglugerð um
brunavarnir og brunamál. Kostnað-
ur greiðist úr sveitarsjóði...“
Aftur á móti ber að senda teikning-
ar að stærra atvinnuhúsnæði til
Brunamálastofnunar til samþykkt-
ar, og það var gert í þessu tilfelli.
Hinsvegar var ekki farið eftir þeim
tekningum og þeim breytt,“ segir
brunamálastjóri, og hann bætti því
við að hann hafi alltaf haft mikið
álit á Tómasi Búa Böðvarssyni
slökkvfliðsstjóra á Akureyri og að
eldvarnareftirlit þar væri í góðum
höndum. „En það segir sig sjálft að
ef stórhruni verður, þá er eitthvað
sem hefur brugðist," sagði Berg-
steinn.
Akranes:
Kennarar
á skólabekk
Sigurður Sverrisson, DV, Akranesú
Hópur kennara úr Brekkubæjar-
skóla á Akranesi og grunnskólanum
i Borgarnesi hóf fyrir stuttu nám á
fjóröu og jafnframt síðustu önn svo-
kallaðs starfsleikninámskeiðs. Alls
er um að ræða 24 kennara Brekk-
ubæjarskóla og 12 frá Borgamesi.
Við upphaf lokaannar námskeiðs-
ins var efnt til tveggja daga fyrir-
lestrahrinu hér á Akranesi í síðustu
viku. Á meðal þess sem kennarar
hlýddu á voru fjölmargir fyrirlestrar
um efni tengt skólamálum.