Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991.
.5
Fréttir
Frumvarpsdrög um nýskipan lyfjamála:
Lyfjakostnaður lækki
um 5 til 10 prósent
Guðmundur Bjarnason heilbrigð-
isráðherra kynnti á blaðamanna-
fundi í gær nýtt frumvarp til lyfja-
laga sem hann hyggst leggja fram á
Alþingi á næstunni. í frumvarpinu
er lagt til að stofnuð verði lyfjastofn-
un ríkisins er annist stjórn lyfjamála
í umboði ráðherra en sérstök stjórn
beri rekstrarlega ábyrgð á stofnun-
inni.
Lyfjastofnuninni er ætlað að hafa
yfirsýn yfir fjár- og lyfjastreymi á
markaðinum og hafa sérstakt eftirlit
með verði og verðmyndun á lyfjum.
Lagt er til að starfsemi Lyfsölusjóðs
og Lyfjaverðlagsnefndar verði lögð
niður og að lyfjamáladeild ráðuneyt-
isins, Lyfjaeftirht ríkisins og Lyfla-
nefnd sameinist í nýju stofnuninni.
í frumvarpinu er lítið hróflað við
lyfjaheildsölukerfinu en aftur á móti
lagt til að lyfjastofnunin annist útboð
og samninga vegna lyfjakaupa í
heildsölu. Er stofnuninni ætlað að
semja um verð, afhendingu, birgða-
hald og dreifingu til þeirra aðila sem
afhenda lyf til neytenda.
Að sögn Guðmundar Bjarnasonar
mun lyfjastofnunin leita að sem hag-
stæðustum kjörum á lyfjum á al-
þjóðlegum markaði og kaupa þau þar
sem þau bjóðast ódýrust. Hann segir
einkaleyfi umboðsmanna á tiltekn-
um vörumerkjum ekki vera neina
hindrun í þessu sambandi. Hann seg-
ir einnig að þeim lyfjategundum fari
Qölgandi sem ekki eru varin með
einkaleyfum einstakra framleið-
enda; eftirlíkingalyfjum fari fjölg-
andi og að meðal framleiðenda sé
mikil verðsamkeppni.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir að
apótekurum og öðrum lyfjadreifend-
um verði greidd ákveðin þóknun fyr-
ir dreifinguna í stað þess álagningar-
kerfis sem nú er. Meö þessu er talið
að draga megi úr því beina sambandi
sem er milli lyflaverðs og afkomu
apóteka, bæta hag litlu apótekanna
úti á landsbyggðinni og draga úr
hagnaði hinna stærri.
Guðmundur segir að hugmyndin
sé að þóknunin verði aö hluta til fast
afgreiðslugjald, sem allir lyfsalar fái,
en að hluta til lág og stiglækkandi
álagning. Hann segir að ákvörðun
þóknunar verði samningsatriði milli
Tryggingastofnunar og lyfjadreif-
enda, eins og tíðkast hjá öðrum heil-
brigðisstéttum, og rísi ágreiningur
verði úr honum skorið í gerðardómi.
Auk þessa gera frumvarpsdrögin
ráö fyrir að ráðherra geti heimilað
sjúkrahúsum og heilsugæslustöðv-
um að annast afhendingu lyfja til
almennings. Hvað varðar útfærslu á
þessu kvað Guðmundur engar
ákvarðanir hafa verið teknar.
Aðspurður kvaðst Guðmundur bú-
ast við að þessi nýskipan lyfjamála
gæti leitt til 5 til 10 prósent sparnað-
ar fyrir ríkissjóð. Hann kvað hins
vegar enga tölulega úttekt hafa verið
gerða á hugsanlegum sparnaði vegna
þessa hér á landi en sagði að í öðrum
löndum, þar sem þéssi leið hefði ver-
ið farin, hefði náðst allt að 15 prósent
sparnaður.
Þess má geta að á síðasta ári var
lyQakostnaður ríkisins hátt í fimm
milljarðar. Gangi væntingar ráð-
herrans eftir má því búast við að
útgjöld ríkisins vegna þessa lækki
um250til500milljóniráári. -kaa
<n>
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF
HAFNARSTRÆTI 7, 101 REYKJAVÍK, S. (91) 28566
KRINGLUNNI 8-12, 103 REYKJAVÍK, S. (91) 689700
RÁÐHÚSTORGI 3. 600 AKUREYRI S. (96) 11100
íifLÍF
Sameinaða
líftryggingarfélagið hf
Kringlunni 5 • 103 Reykjavík
Sími 91-692500
Með Lífsvemd slærð þú tvær flugur í einu höggi. Þú getur
hlíft ástvinum þínum við fjárhagslegum skakkaföllum, en
um leið ávaxtað þitt pund og safhað í varasjóð sem getur
komið að 'drjúgum notum síðar á Kfsleiðinni. Því Lífsvemd
er hvort tveggja líftrygging og hentug leið til spamaðar.
Þú kýst þér líftryggingu sem nemur þremur
milljónum króna, svo dæmi sé
tekið. Sú upphæð óskert
getur tryggt fjárhagsafkomu
ástvina þinna við fráfall þitt.
Jafnframt sparar þú ákveðna
fjárhæð í hverjum mánuði. Tíminn vinnur með þér og
líftryggingin lækkar með hverju ári en að sama skapi vex
sjóðurinn þinn og dafnar.
Að endingu áttu auk verðbóta þrjár milljónir í
handraðanum, lífeyri sem þú getur sjálf ráðstafað að vild.
Framtíðin er í þínum höndum. Ávinningurinn er
öryggi, þitt eigið og þinna nánusm.
Eignaraðilar Sameinaða líftryggingarfélagsins eru:
©
TRYGGINGAMIÐSTODIN HE
AÐALSTRÆTI 6 1P1 REYKJAVÍK SIMI 91-26466
SJOVAuloALMENNAR
Kringlunni 5, aími 91-692500