Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Side 15
15
LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991.
I krafti valdsins
Eg var aö horfa á hann Össur
Skarphéðinsson í sjónvarpinu,
daginn eftir prófkjörið í Alþýðu-
flokknum. Hann var sigurreifur og
glaðhlakkalegur eins og vera bar
eftir að hafa náð kosningu í þriðja
sæti á kratalistanum í Reykjavík.
Þriðja sætið ætti að gefa honum
þingsæti í alþingiskosningunum ef
allt fer eftir bókinni. Þar með er
Össur kominn til valda í pólitík-
inni, sestur á þing og ekki lengur
utangarðsmaður í Birtingu. Það er
ástæða til að gleðjast. Eða hvað?
Össur er ekki einn um það að
sækjast eftir völdum. Völdin seiða
til sín og eru aflið í stjórnmálunum,
aflið í peningunum, ail metnaðar
og framapots á hinum ýmsu svið-
um þjóðlífsins. Jafnvel strax í
framhaldsskólunum keppa menn
um embætti og virðingarstöður af
jafn miklu kappi eins og um for-
setastól iýðveldisins sé að ræða.
Og skal ekki gert lítið úr því. Heil-
brigður metnaður er af hinu góða,
forysta í félagsmálum þroskar ein-
staklinginn og ábyrgð er liður í
uppeldinu.
En meðan skólalífið og skólafé-
lögin eru eins konar æfingavöllur
fyrir ungæðisiega útrás framans
og kemur engu illu til leiðar, kárn-
ar óneitaniega gamanið þegar þessi
sama æska verður fullorðin og
sækist eftir alvöruvöldum. Þar er
enginn sandkassi til að leika sér í
og þar er ekkert elsku mamma þeg-
ar kjötkatlarnir eru annars vegar.
Við horfum upp á ágætis fólk breyt-
ast í hálfgerð villidýr, virðulega
þingmenn berjast með klóm og
kjafti fyrir sætum sínum og við-
skiptaforkólfa svífast einskis gagn-
vart keppinautum sínum. Þar er
enginn annars bróðir í leik.
Valdafíknin
Allt er þetta valdanna vegna.
Völd til að ráðskast meö annarra
manna líf. Völd til að stjórna, völd
til að segja fyrir verkum, drottna,
ráða. Við þekkjum þetta úr íslands-
sögunni þar sem hver kynslóð
valdamanna og stjórnmálamanna
hefur tekið við af annarri til að
hafa vit fyrir þjóðinni. Við þekkjum
þetta úr mannkynssögunni þar
sem hver idealisminn hefur tekið
við af öðrum til að hafa vit fyrir
lýðnum. Konungarnir fengu vald
sitt frá guði, keisararnir fengu vald
sitt frá heimsveldinu, kommún-
isminn fékk vald sitt frá öreigun-
um.
■ I Islandi hafa stjórnmálaflokk-
arnir lengst af litið á vöid sín til
þess að hafa völdin af fólkinu. Allt
frá ríkiseinokun til ráðningar
minnstu embætta. Og enn erum við
meira og minna við sama hey-
garðshornið. Pólitíkusarnir vilja
stjórna vöxtunum, lánunum, kvót-
unum, bjórnum, hundunum og
sjónvarpinu. Þeir vilja ráða út-
flutningnum, samgöngunum, at-
kvæðunum, tannréttingunum.
Þeim er ekkert óviðkomandi enda
líta þeir svo á að kjör þeirra til
áhrifa jafngildi kosningu til yfir-
ráða.
Það eru ekki bara stjórnmála-
mennirnir sem misnota vald sitt.
Vald peninganna, eignanna og
vopnanha seilist til vaxandi áhrifa.
Peningarnir eru afl þeirra hluta
sem gera skal, segja vísir menn og
fara sínu fram í krafti þeirra. Þau
völd eru lævís en að sama skapi
lipur til þeirra freistinga sem fylgir
völdunum. Og vopnunum.
Völd eru vandi
Valdafíknin fer ekki í maringrein-
arálit. Hún herjar á stóra jafnt sem
litla, feita sem granna. Á götu úti
gengurðu fram á meinleysislegan
mann í síðum frakka og látleysið
uppmálað. Þessi sami maður er
kannski að berjast um forstjóra-
starf í ríkisstofnun. Þú hittir feit-
laginn mann um fertugt, sem þú
manst eftir úr barnaskóla og aldrei
gerði flugu mein o‘g þér er sagt að
hann gangi með þingmanninn í
maganum. Háværi maðurinn á
bjórkránni er kannski hreppstjóri
að austan, maðurinn í næsta húsi
er í framboði í þjónustuklúbbi, fjar-
skyldur ættingi er orðinn forstjóri
i fjárfestingarfélagi, pörupilturinn
dubbaður upp Sem verkstjóri og
stelpan, sem þú passaðir um árið,
er allt í einu kosin formaður í mál-
fundafélaginu. Allir eru að gera
það gott í einu eða öðru valdapoti.
Nú er ekki sanngjarnt að halda
því fram að völd séu öll af hinu illa.
Völd eru spennandi og ögrandi
meðal annars af því að mörgú góðu
er unnt að koma til leiðar í krafti
þeirra. Völd eru virðing, völd eru
vandi og í þeim felst ábyrgð sem
einhver verður að axla. Það er
stjórnlaust ríki þar sem enginn
vildi taka á sig ábyrgðina og allir
vísuðu henni á bug. Þess vegna er
Össur og allir hinir frambjóðend-
urnir og forstjórarnir nauðsynlegir
einstaklingar, meðan þjóðfélagið
Laugardags-
pistill
Ellert B. Schram
gerir ráð fyrir að einhveijir gangi
fram fyrir skjöldu og séu settir ofar
öðrum. En um leið og ég segi að
völd séu vandi þá er vandinn fólgin
í því að misnota eþki vaidið. Ganga
ekki valdafíkninni á hönd, fíknar-
innar og valdanna vegna.
Það er nefnilega heilmikið til í
því forna spakmæli: mikil völd
spilla mikið. Algjör völd spilla al-
gjörlega.
Hvað er það sem rekur fólk til
framans? Óg hvers vegna hlýtur
það frama? Hæfileikar segja sumir,
stjörnumerkin segja aðrir. Og svo
má ekki gleyma hégómanum,
þessu yndislega snobbi sem tylhr
mönnum á tá og vex þeim yfir höf-
uð: Vertu formaður, segja félags-
mennimir og þá er þér borgið.
Vertu oddviti, segja bændurnir og
þá kemstu í annála. Vertu eitthvað,
segja foreldrarnir við börnin sín
og þá hefur ræst úr þeim.
Hégóminn er fólginn í ytra útliti,
yfirborðinu. Hann er sýndar-
mennskan, sjóbisnissinn, sigur-
brosið þegar metorðin em í höfn
og tildrið er komið á sinn stað.
Hégóminn er klæðskerasaumað
gervi fyrir litla karla htiha sanda
og sæva og hann er haldreipi gagn-
vart minnimáttarkennd. Hégóm-
inn er besta sjálfsblekkingin, því
þá getur maður falið sjálfan sig á
bak við titla og metorð og áunnið
sér ímynd, sem skyggir á smæðina.
Geðsjúkur
einræðisherra
Ég hef verið hugsa um valdið,
undanfarna daga, orsakir þess og
afleiðingar, ekki síst í ljósi atburð-
anna við Persaílóa. Þar hefur einn
maður hrifsað til sín völd og þau
völd hefur hann notfært sér til að
hrinda af stað stríði. Hann hefur
upp á eigin spýtur ógnað heims-
byggðinni, spillt friðnum og leitt
þjóð sína th slátrunar.
Saddam Hussein ber ábyrgð á því
stríði sem nú er háð við Persafló-
ann. Hann einn tók um þaö ákvörð-
un að innlima Kúvæt sem hérað
undir sinni stjórn og það var hann
einn sem stóð gegn Sameinuðu
þjóðunum og áskorunum þeirra
um friðsamlega lausn deilunnar.
Þetta gerir hann í skjóli valdsins
sem hann hefur tekið sér í írak.
Saddam Hussein hefur aldrei veriö
kosinn til forystu, honum hefur
ekki verið falið alræðisvald og
hann hefur ekki fengið umboð frá
einum né neinum til landvinninga
eða stríðsátaka. Samt er þessi mað-
ur að setja allt á annan endann og
telur sig hafa vald yfir lífi og dauða
mhljóna manna.
Ferhl Saddams Hussein er blóði
drifinn. Hann gat sér fyrst orð fyr-
ir morðtilraun á þáverandi hæst-
ráðanda írak. Hann notaði öfga-
flokk til að klifra til áhrifa í stjórn-
málum og skaut síðén samheija
sína til að útrýma samkeppni gegn
sjálfum sér. Hann skýtur ennþá
samherja sína til bana, ef þeir mót-
mæla honum, hann beitir efna-
vopnum og sinnepsgasi gegn Kúrd-
um og lætur þjóð sína thbiðja sig
með auðmýkt. Allt í krafti vald-
anna.
Því er haldið fram að Saddam
Hussein sé phsykopat, geðsjúkur
ofstækismaður. Margt bendir þó th
að kænska hans sé meiri en geð-
veikin og víst hefur hann haft vit
á því að safna í vopnabúr sitt her-
tólum og hergögnum með góðri
aðstoð þeirra ríkja sem helst áttu
að varast hann. Saddam Hussein
hefur byggt upp fjórða stærsta og
öflugasta her heimsins og það þarf
engum að koma á óvart þótt sá her
sé ekki yfirbugaður á einni nóttu.
En í hvaða tilgangi skyldi þessi
stríðsandi hvha yfir vötnum íraks?
Hví skyldi fimmtán mhljón manna
þjóð þurfa á mihjón manna her að
halda? Ekki er það til varna því
enginn hafði hótaö árásum á írak.
Ekki er það til að vernda þjóðina
gegn uppreisnaröflum því öll mót-
spyrna hefur verið brotin á bak
aftur. Nei, herstyrkur Saddams
Hussein á sér aðeins eina skýringu
og hana er að finna í hans eigin
valdafíkn. Ná völdum, halda völd-
um, auka völdin.
Samviskulaus
Saddam Hussein er ekki geðveik-
ari en hver annar einræðisherra
sem uppi er og uppi hefur verið í
aldanna rás. Geðveiki þessara
manna er fólgin í hégómanum,
fíkninni, óstöðvandi þörf fyrir að
drottna og ráða yfir öðrum. Sú geð-
veiki virðist ekki eiga sér nein tak-
mörk. Við getum rakið slóðina allt
frá Genghis Kan, Alexander mikla,
Rómarkeisurum, konungum og
keisarum miðaldanna, Napóleon,
Stalín, Hitler, Saddam Hussein.
Fyrir utan þann aragrúa einræðis-
herra af smærri gerðinni: Papa
Doc, Ceausesco, Khomeni, Bo-
kassa, Idi Amin, Hoxa, Suharto,
Castro. Upptalningin er endalaus
röð af valdasjúkum og geðbiluðum
einstaklingum, sem hafa hrifsað til
sín völd, kúgað þjóð sína og eldað
grátt silfur viö nágrannaþjóðir og
umheiminn. Virt mannréttindi
einskis, drepið að vild og taliö sjálf-
um sér trú um að eigin yfirráö
væru þegnunum fyrir bestu.
Hvað heyrum við ekki frá Bagdad
þessa dagana? Er ekki Saddam
Hussein að segja þjóð sinni og öör-
um að hann sé að berjast fyrir foð-
urlandið! Að framtíðin sé undir því
komin að synir, feður og bræður
grípi til vopna og deyi fyrir mál-
staðinn! Að stríðið sé háð fyrir
Ahah, múslima og hehl araba!
Hvaðan kemur honum þessi vitn-
eskja? Hver hefur ákveðið að írak
sé vettvangur þessa hildarleiks?
Eru foreldrar barnanna sem farast
í sprengjuárásunum spurðir? Eru
hermennimir spurðir? Hefur
nokkur verið spurður nema þá aö
Saddam Hussein hafi spurt sig
sjálfan? Manni er það th efs. Ein-
ræðisherrann í Bagdad hefur það
ekki á samviskunni að hafa sam-
visku. Það eitt er víst.
Völd eru th ýmissa hluta brúkleg.
Sjálfsagt sækjast flestir eftir þeim
til að láta gott af sér leiða. Og sum-
um tekst það. En við eigum samt
að gæta okkar á valdamönnum, við
gerum aldrei of mikið að því að
skerða völd og skerða leiðina th
þeirra. Það sannar sagan með öll-
um þeim geðbiluðu einræðisherr-
um sem hafa trónað á valdastólum
sér og öðrum th tortímingar.
Ellert B. Schram