Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Page 43
LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991. DV Vísnaþáttur Skáld er kvaddi snemma Vísnaþáttur Þegar sá er þessum þætti stýrir var ungur maöur á árunum fyrir 1940 og var farinn að láta til sín heyra meö ljóð sín á opinberum vettvangi hlaut athygli hans ósjálfrátt að beinast að jafnöldrunum sem efn- ilegir þóttu. Meðal þeirra var bóndasonur á Draghálsi í Borgar- firði sem Pétur hét Beinteinsson. Hann var raunar nokkru eldri en þeir, sem helst bar á í okkar hópi, fæddur 1906, og hafði lokið prófi á bændaskóla, kannski hlédrægari en sumir okkar hinna. En tveir vin- sælustu útvarpsmennirnir okkar á þeirri tíð og síðar, Vilhjálmur Þ. og Jón Eyþórsson lásu upp eftir hann kvæði í útvarpið og vinsælt tímarit birti efni eftir hann. Sú saga gekk staflaust að þótt foreldrar hans væru fátækir ættu þeir þvi láni að fagna að í barnahópi þeirra yxu upp mörg skáldaefni. Það þótti lukka á þeirri tíð. En bhku hafði brugðið á loft, Pét- ur, sem ætlaði sér að verða nýtur maður, bæði sem skáld og bóndi, hafði nú veikst af berklum og lá á Vífilsstöðum. Sá er þetta ritar var um þetta leyti orðinn ritstjóri og lesendur vildu frétta af þessu unga skáldi. Ég gerði mér ferð til hælis- ins, hafði frétt að Pétri væri heldur að skána. En því miður, enn gat brugðið til beggja vona. Þótt hann tæki komu minni af fullri háttvisi fór ég erindisleysu en að sjálfsögðu var mér þessi ferð minnisstæð. Berklaveikin var að vísu heldur á undanhaldi á þessum árum en þó ekki með öllu sigruð. Pétur hafði háð sitt stríð í nokkur ár, hatnað um stund, en síðan harðnaði hríðin uns yfir lauk. Tvær bækur komu út eftir Pétur. Vinir hans og frændlið stóð að út- gáfu þeirra. Hann féll sjálfur frá 2. ág. 1942. Vinur hans og sveit- ungi, Jón Helgason ritstjóri og síð- ar kunnur rithöfundur, valdi efni í fyrri bókina. Hún kom út 1951. Seinni bókin kom 1985, bróðir hans, Sveinbjörn, skáld og allsherjar- goði, valdi efni í hana. Mikið mun óbirt. í formála fyrir fyrri bókinni birti Jón Helgason eftirfarandi fjórar vísur Péturs. Þær lýsa ugg hans sem ekki reyndist ástæðulaus. Ef þetta eitt, að þrá og dreyma er það, sem býðst og koma skal, þá vil ég biöja guð að geyma minn gamla, kæra bemskudal. Hann bauð mér eins og barni í vonum þann besta feng, sem lífið á. Nú blikar ástin yfir honum sem óbyrjunnar dæmda þrá. Svo þannig fór um þennan vinn- ing. N í þögn og myrkri lífið dvín. Þar vakir alein endurminning, sem ýfir brunasárin mín. Nú þrýtur mig að þrá og deyma, svo það er ljóst, hvað koma skal. Ég bið því mína gröf að geyma minn gamla, kæra bernskudal. Jón Helgason bætti við: „í honum blandast saman á eftirtektarverðan hátt gamalt og nýtt. Hann var fram- faramaður um allt sem að haldi mátti koma til styrktar þeirri stétt sem hann var kominna af... Mað- ur í hærra lagi, grannur, dökkur á hár, augun skær,... alvörugefinn, fáskiptinn, lá lágt rómur, en mikill þungi í orðum hans.“ Úr bókum Péturs tek ég eftirfar- andi vísur án þess að tilgreina nán- ar hvort þær eru þar stakar eða úr kvæðum: 1. Einum lífið ástar gaf, öðrum ljóð á munni. Báðir njóta ylsins af endurminningunni. Hljóðu kvöldin sefa sorg, sólir niður stara. Góðu völdin tímans torg töfrakliði fara. 3. Mamma, ég hef margt að tjá, minningarnar skína líkt og sólarsindur á sorgargöngu mína. 4. Dauðabróður geislaglans glapti, og hljóð mér barst frá runni. Var það óður andvarans eða Ijóð af þrastar munni? 5. Ég hef oft um æviskeið átt við rammagaldur, hef þó staulast hálfa leið heim á sjötugsaldur. 6. Geislasindur sunnan fer, svalir vindar norðan anda. Dyggð og synd í sálu mér sömu lyndisþáttum blanda. 7. Að láta kvíðann bak sitt beygja er banasök og erfðasmán, því eins og flestar sagnir segja er sigurvissan ferðalán. 8. Hví ættum við aö glúpna og gráta, ef ganga manns um dauðans hlið er aðeins þögul eðhsgáta sem öllum ber að glíma við? 9. Og aldrei hafa harmatölur að hetju þeirri manninn gert, sem leggur allt sitt afl í sölur þess eina, sem er nokkurs vert. 10. Hlýrnisbrár viö sólarsýn sindri og tárum skarta. Mun þá árið eiga sín ástasár við hjarta? 11. Kemur vetur, húm og hel hauðurs feta leiðir, krapahret og hríðarél hrannarsetrið greiðir. 12. Grösin hýða í banabað bylgjur tíðahylsins. Berast lýða eyrum að ómar hríðarbylsins. 13. Loftið skeiða skýin grá, skuggar leiðir fanga, hríðin breiðir blæju á blárra heiða vanga. 14. Skuggar drynja vítt um völl veðra dynja sköllin líkt og hrynji ofan öll ísi brynjuð fjöllin. 15. Hvergi vægin Ránar röst rífur, fægir drangann. Hávær Ægis iðuköst ymja daginn langan. 16.. Úti kyrrt, og allt er rótt eins og fyrr að líta. En yfir Bláfjöll breiddi í nótt blærinn línið hvíta. Hér nemum við staðar. Jón úr Vör MVARAKEPPMN F M 957 OG ÖLVER ÞAÐ LEYNIST SÖNGVARI í OKKUR ÖLLUM ...og nú er tœkifœrí til oð slá ígegn. Mibvikudagirm 13. feb hefst KARAOKE SÖNGVARAKEPPNIN á útvarpsstöbinni FM 957 og veitmgahúsinu OLVERI í Giœsibœ. Allir geta verib meb sem náb hafa 18 ára aldri. Glœsilegir vinningar eru í bobi og veitt verba sérstök aukaverblaun fyrir bestu svibsframkomuna á úrslitakvöldinu. VERÐLAUN l. VERÐLAUN Fer& fyrir 2 til Glasgow á Karaoke keppni með ferðaskr.st. Alís. Pioneer hljómtaekiasamstæða frá Hljómbæ. 2. VERÐLAUN 21" Elektratec sjónvarpstæki frá Frístund. 3. VERÐLAUN Elektratec videótæki frá Frístund. Skrábu þig til þátttöku og fábu nánari upplýsingar um keppnina á útvarpsstöbinni FM 957 s: 64 2000 eba í ÖLVERI. Ab hika er sama og tapa, vertu meb því þú átt möguleika. FM#957 55 Veður Á sunnudag verða suðaustan skúrir eða slydduél og frostlaust sunnanlands og vestan en hægviðri, létt- skýjað og vægt frost um norðan- og austanvert landið. Akureyri Egilsstaðir Hjarðarnes Galtarviti Keflavikurflugvöllur Kirkjubæjarklaustur Raufarhöfn Reykjavik Vestmannaeyjar Bergen Helsinki Kaupmannahöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Berlin Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Madrid Malaga Mallorca Montreal Nuuk Paris Róm Valencia Vin Winnipeg hálfskýjað hálfskýjað úrkoma skýjað skúr haglél skýjað þokumóða úrkoma léttskýjað þokumóða snjókoma skýjað snjókoma skúr snjókoma léttskýjað snjókoma þokumóða snjókoma snjókoma mistur snjókoma þoka skýjað léttskýjað skýjað hálfskýjað skýjað heiðskirt skýjað léttskýjað snjókoma léttskýjað 2 4 4 6 4 2 2 4 5 2 -8 -3 -8 -4 3 -5 13 -6 0 1 -5 -3 12 8 15 14 0 -9 -5 13 12 -3 0 Gengið Gengisskráning nr. 27. - 8. febr. 1991 kl. 9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 53,670 53,830 54,690 Pund 106,763 107,081 107,354 Kan. dollar 46,301 46,439 47,027 Dönsk kr. 9,5711 9,5996 9,5553 Norsk kr. 9,4059 9.4339 9,4034 Sænsk kr. • 9,7992 9,8284 9,8416 Fi. mark 15,1290 15,1741 15,1896 Fra. franki 10,8227 10,8550 10,8260 Belg. franki 1,7905 1,7958 1,7858 Sviss. franki 43,2056 43,3344 43,4134 Holl. gyllini 32,7047 32,8022 32,6361 Þýskt mark 36,8423 36,9521 36,8023 it. líra 0,04903 0,04918 0,04896 Aust. sch. 5,2399 5,2556 5,2287 Port. escudo 0,4172 0,4184 0,4153 Spá. peseti 0,5865 0,5883 0,5855 Jap. yen 0,41956 0,42081 0,41355 irskt pund 97,934 98,226 98,073 SDR 78,0582 78,2909 78,4823 ECU 75,7445 75,9703 75,7921 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 8. febrúar seldust alls 49,813 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meöal Lægsta Hæsta Gellur 0,033 302,00 302,00 302,00 Kinnar 0,021 104,33 100,00 107,00 Smár þorskur 2,303 95,00 95,00 95,00 Steinbitur 0,115 77,45 63,00 82,00 Keila 0,261 52,00 52,00 52,00 Langa.ósl. 0.053 81,00 81,00 81,00 Steinbítur, ósl. 0,109 71,00 71,00 71,00 Langa 0,121 81,00 81,00 81,00 Keila.ósl. 1,573 50,00 50,00 50,00 Ýsa 4,669 141,03 118,00 149,00 Þorskur 40,029 114,53 110,00 119,00 Lúöa 0,191 358,12 320,00 370,00 Hrogn 0,330 255,79 230,00 285,00 Faxamarkaður 8. febrúar seldust alls 53,876 tonn. Blandað 0,356 35,00 35,00 35,00 Gellur G,i01 318,79 305,00 325,00 Hrogn 0,474 223,13 115,00 295,00 Karfi 0,203 61,07 50,00 64,00 Keila 2,244 53,25 35,00 55,00 Langa 0,529 76,85 76,00 87,00 Lúða 0,315 345,63 330,00 380,00 Skata 0,063 245,00 245,00 245,00 Skarkoli 0,141 95,00 95,00 95,00 Steinbítur 0,555 76,00 76,00 76,00 Þorskur, sl. 32,009 109,20 98,00 114,00 Þorskur, ósl. 9,694 108,28 108,00 109,00 Ufsi 0,083 47,00 47,00 47,00 Undirmál. 2,905 90,75 89,00 92,00 Ýsa.sl. 4,204 136,12 89,00 152,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 8. febrúar seldust alls 9,181 tonn. Þorskur.dbl. 1,395 87,00 87,00 87,00 Þorskur, Ibl. 1,375 117,00 117,00 117,00 Þorskur, ósl. 4,532 105,01 64,00 118.00 Ýsa, ósl. 0,396 124,97 92,00 134,00 Ýsa, sl. 0,049 122,00 122,00 122,00 Hlýr/steinb. 0,087 61,00 61,00 61,00 Blandað 0,022 53,00 53,00 53,00 Skata 0,022 53,00 53,00 53,00 Lúða 0,016 445,00 445,00 445,00 Karfi 0,096 53,08 50,00 54,00 Skarkoli 0,093 89,91 88,00 94,00 Gellur 0,023 265,00 265,00 265,00 Steinbítur 0,064 63,00 63,00 63.00 Langa 0,298 75,71 73,00 76,00 Keila 0,288 43,79 36,00 48,00 Blálanga 0,424 85,00 85,00 85,00 MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI ■ 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.